Morgunblaðið - 29.04.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.04.2000, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Nemendum fjölgar í Valhúsaskóla þegar 7. bekkur flytur úr Mýrarhiisaskóla í haust 40 milljónir í endurbætur Seltjarnarnes BÆJARSTJÓRN Seltjarn- arness hefur samþykkt til- lögu skólanefndar um að flytja 7. bekk úr Mýrarhúsa- skóía í Valhúsaskóla. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Sigurgeir Sig- urðsson bæjarstjóra, en hann sagði að um 40 milljón- um króna yrði varið í endur- bætur á Valhúsaskóla í ár, en að ekki væri gert ráð fyr- ir því að byggt yrði við hann strax. Alls munu um 80 nemend- ur flytjast úr Mýrarhúsa- skóla í Valhúsaskóla næsta haust og verða nemendur við Valhúsaskóla, sem til þessa hefur aðeins hýst 8. til 10. bekk, þá orðnir 280. Nemendum í Mýrarhúsa- skóla mun fækka úr 550 í 470 og skólinn mun hýsa 1. til 6. bekk. Sigurgeir sagði að þetta væri mjög góð stærð fyrir skólana, en að meðaltali væru um 20 ung- menni í hverjum bekk. Byggingarframkvæmd- um frestað „Valhúsaskóli er mjög stór skóli en með tiltölulega fáa nemendur, þannig að hann getur mjög auðveld- lega tekið við þessum 80 nemendum," sagði Sigur- geir. „Við þurfum að sjálf- sögðu að gera smábreyting- ar innanhúss til þess að það gangi upp. Við meðal annars færum núverandi smíðastofu í annað pláss inni í húsinu og endurnýjum hana alla í leiðinni og við það skapast rými fyrir tvær kennslustof- ur.“ Að sögn Sigurgeirs eru framkvæmdir við skólann þegar hafnar, en auk ofan- greinds verður skipt um húsgögn í nokkrum stofum, skipt um loftræstikerfi í öll- um skólanum og lóðin lag- færð, en þar verður m.a. bætt við körfuboltakörfum. Sigurgeir sagði að það væri á döfinni að byggja við skólann en að þessar endur- bætur frestuðu þeim fram- kvæmdum um einhver ár. „Við erum því marki brenndir hérna á Seltjarnar- nesi að við erum eiginlega fullbyggðir og getum með nokkuð mikið meira öryggi en aðrir spáð fyrir um hvað okkar árgangar verða fjöl- mennir. Það eru bara sveifl- urnar í að- og fráflutningi sem ráða breytingunni héð- an af. Morgunblaðið/Jim Smart Valhúsaskóli verður ekki stækkaður fyrr en skipulag byggðar á Hrólfsskálamelum liggur fyrir. Nú er í gangi skipulags- samkeppni um Hrólfsskála- melana og þegar hún liggur fyrir getum við gert okkur ennþá betur grein fyrir því hversu margir nemendur koma hugsanlega frá því svæði og þá getum við með nokkuð góðri vissu byggt yf- ir það sem við þurfum.“ Kennarar flytja sig um set Nokkrar efasemdir hafa verið uppi á meðal foreldra um það hvort það væri æski- legt að flytja 7. bekk og hafa hann með eldri bekkjum. Um þetta sagði Sigurgeir að samkvæmt skýrslu, sem Rannsóknarstofnun Kenn- araháskóla Islands hefði unnið fyrir sveitarfélagið og fjallaði um það hvernig best væri að koma til móts við fjölgun grunnskólanemenda, væri ekkert sem mælti gegn því að hafa 7. bekk með eldri bekkjum. Hann sagði að jafnvel væri hægt að líta á það sem mikla bót því með því móti væri verið að lengja miðskólanám úr 3 árum í 4 ár og því ættu nemendur að geta verið betur undirbúnir fyrir framhaldsskólanám. Varðandi kennaramál sagði Sigurgeir að einhverj- ir kennarar myndu flytja sig um set vegna flutnings 7. bekkjar. Hann sagði að það ætti að geta gengið vand- ræðalaust fyrir sig, enda væru kennararnir ráðnir til starfa hjá grunnskólunum á Seltjarnarnesi og bæði Mýr- arhúsa- og Valhúsaskóli væru grunnskólar. Vegurinn að Álafosskvosinni verður endurnýjaður í sumar. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hefja framkvæmdir í Álafosskvosinni í sumar Svæðið gert að fjölskyldu- vænu útivistarsvæði Mosfellsbær BÆJARYFIRVÖLD f Mos- fellsbæ hafa ákveðið að ráð- ast í framkvæmdir í og við Álafosskvosinni í sumar. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Tryggva Jónsson bæjar- verkfræðing, en hann sagði að búið yrði til nýtt torg á svæðinu, göngustígur lagð- ur og tvær göngubrýr smíð- aðar, en einnig yrði hluti vegarins, sem lægi frá Vest- urlandsvegi og að Kvosinni, endurnýjaður. Hann sagði að áætlaður kostnaður vegpna framkvæmdanna væri um 8 til 9 milljdnir krdna. „Verið er að leggja loka- hönd á hönnun og verkið verður væntanlega boðið út í næsta mánuði,“ sagði Tryggvi. „Stefnt er að því að framkvæmdunum ljúki í sumar, en ekki er komin nein endanleg dagsetning fyrir lok framkvæmdanna." IJtileikhús Tryggvi sagði að nýtt deiliskipulag svæðisins hefði verið kynnt ibúum Álafosskvosarinnar í fyrra- dag og að þeim fbúum, sem mætt hefðu á kynninguna, hefði litist vel á það. Hann sagði að samkvæmt aðal- skipulagi Mosfellsbæjar væri gert ráð fyrir Ála- fosskvosinni sem smáiðnað- ar- og listamiðstöð og að framkvæmdirnar f sumar væru liður í því að byggja hverfið samkvæmt því og gera það meira aðlaðandi. Hann sagði að ekki væri gert ráð fyrir neinni nýrri byggð í kvosinni og því væri aðaiáherslan lögð á fegrun umhverfisins. „Með tfmanum er gert ráð fyrir því að þarna verði aðstaða fyrir útileikhús og við sjáum því fyrir okkur að torgið og útileikhúsið verði svona miðpunktur úti- hátfðarhalda í bænum, en þarna hafa t.d. hátíðarhöld- in 17. júní verið haldin.“ Þegar framkvæmdum verður lokið munu göngu- stígar tengja Álfosskvosina við byggðina norðan megin við Vesturlandsveginn. „Á svæðinu frá Vestur- landsveginum og meðfram Varmá upp í Álafosskvos verður göngustígur og á þeirri leið verða settar tvær brýr yfir ána. Þarna er lfka tjörn og menn hugsa þetta sem einhvers konar fjölskyldugarð og að svæðið verði þannig tengt útivist." Deiliskipulagið fyrir svæðið var unnið af arki- tektunum Áslaugu Trausta- ddttur og Ingya Þdr Lofts- syni þjá Landmdtun. Mótmælir fyrirhugaðri stað- setningu Álftanesvegar Telur Gálga- hraunið eyði- leggjast Bessastadahreppur FYRIRHUGUÐ lagning Álftanesvegar um Gálga- hraun eru hrein og klár náttúruspjöll, að sögn Árna Björnssonar, fyrr- verandi yfirlæknis, en hann hefur búið úti á Álfta- nesi í 20 ár. „Það að færa veginn þarna upp eftir, eins og Vegagerðin leggur til að gert verði, eyðileggur Gálgahraunið sem náttúru- perlu,“ sagði Árni. „Þetta er hraun sem hefur gróið upp án þess að nokkuð hafi verið hróflað við því, það er bara náttúran sjálf sem hefur séð um það og það eru ekki mörg svona svæði á höfuðborgarsvæðinu.“ Árni, sem verður 77 ára í sumar, sagðist oft hafa far- ið í gönguferðir um hraun- ið hér áður fyrr en að sök- um hjartasjúkdóms gerði hann minna af því núna. Að sögn Árna er svæðið mjög sérstakt að því leyti að það er algjörlega ósnortið og ekki einu sinni verið unnið að uppgræðslu á svæðinu. „Þarna er mikill og fjöl- breyttur gróður, sem þrífst mjög vel í hraunbollunum, sem eru bæði skjólgóðir og skemmtilegir. Síðan er arna heilmikið af fuglum. urðinni er nokkurt kríuv- arp og svo verpa þarna margar tegundir mófugla ásamt ýmsum mávateg- undum. Ég álít því að þetta svæði sé perla sem ekki megi eyðileggja, það er al- veg Ijóst að vegur þarna þvert yfir mun tvímæla- laust eyðileggja gróðurfar og fuglalíf. Það ætti mikið frekar að nota þetta svæði sem einskonar kennslu- Morgunblaðið/Golli Árni Björnsson, fyrr- verandi yfirlæknir. stofu í náttúrufræði. Ef ég væri náttúrufræðikennari mundi ég fara með nem- endur mína í gönguferð um hraunið á góðviðrisdegi til og opna augu þeirra fyrir listasmíðum náttúrunnar." Hraunið verði friðað Árni sagði að Álftanes- vegurinn, eins og hann er í dag, væri slysagildra. „Vegurinn er illa lagður og því þarf að laga hann og taka af honum helstu agn- úana. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hafa hann á þeim stað sem hann er, en þá þyrfti að taka af honum einn eða tvo hlykki eða beygjur, sem á honum eru, en ég held að ef hann yrði breikkaður og lagaður til þá myndi lagast mikið. Ef ég fengi að ráða þá mundi þetta hraun vera al- gjörlega friðað - það er mín einlæga skoðun og ég veit að það eru fleiri hér í Bessastaðahreppi sem eru á sömu skoðun.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.