Morgunblaðið - 29.04.2000, Side 20

Morgunblaðið - 29.04.2000, Side 20
20 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Nýtt iðnaðar- og athafnahverfí í Grundarfirði Átján lóðir eru til úthlutunar Grundarfirði - í Grundarfirði er hafin úthlutun lóða á nýju iðnaðar- og athafnasvæði sem staðsett er við Snæfellsnesveg rétt austan við þéttbýli Grundarfjarðar. Alls eru átján lóðir til úthlutun- ar á nýja svæðinu, þremur lóðum hefur þegar verið úthlutað og fleiri umsóknir hafa borist skipulags- og byggingarnefnd. Töluvert hefur verið byggt af iðnaðarhúsnæði í Grundarfirði á síðustu árum og var því þörf fyrir að taka nýtt svæði undir slíkar lóðir. Það var Erla Bryndís Kristjáns- dóttir, landslagsarkitekt á Teikni- stofunni Eik ehf. í Grundarfirði, sem vann deiliskipulag svæðisins. Skipulagsskilmálar gera m.a. ráð fyrir því að svæðið, sem er rétt við aðkomuna í byggðarlagið, verði vel afmarkað með landslagsmönnum, þannig að ásýnd svæðisins verði sem snyrtilegust. Framkvæmdir við gatnagerð á svæðinu fara af stað með vorinu og munu því vinnast samhliða fram- kvæmdum við fyrstu byggingarnar á svæðinu. Píslarganga umhverfis Mývatn Mývatnssveit - Það má kalla orðin föst hefð hér að genginn er hringveg- urinn umhverfis vatnið á fostudaginn langa og er sú vegalengd um 36 km. Driffjöður þessa er Snæbjörn Pét- ursson í Reynihlíð sem lætur engan bilbug á sér finna og 72ja ára stjóm- ar hann ferðinni í 7. sinn en fyrst var gengið 1994. Þeir sem skráðu sig í gestabók göngumanna nú voru 127 og er það nokkur fjölgun frá síðasta ári. Ekki ganga allir heila hringinn heldur er það undir hverjum og einum komið hversu mikið hann treystist til að ganga, rúta fylgir göngumönnum og geta þeir sem þurfa hvílst í bílnum og geymt þar föggur sínar. Að þessu sinni var veður óvenju kuldalegt frost með norðanstreitu og nokkru fjúki og jafnvel hundslappa- drífuéljum gaf því enga fjallasýn sem venjulega gleður göngumenn, en vel búnir garpar létu ekkert aftra sinni för og gengu sem röskiegast af stað norður frá Hótel Reynihlíð kl. 09:00 rangsælis um vatnið og höfðu auðan veg alla leiðina. Hresst upp á andlegu hliðina Að var á Skútustöðum, fyrst í Sel- inu þar sem hugað var að þörfum magans en síðan er gengið til kirkju þar sem sóknarpresturinn sr. Ömólf- ur hressti upp á andlegu hliðina með ritningarlestri einnig voru sungnir tveir sálmar við undirleik Sólveigar Jónsdóttur frá Akureyri. Að kirkju- athöfn lokinni um kl 14.30 héldu göngumenn ótrauðir og endurnærðir áfram sinni för, hinir síðustu luku göngu kl 17:46. Ekki er hér um kapp- göngu að ræða nema það sem hver og einn setur sér, en allir koma ánægðir og þó þreyttir úr sinni píslargöngu. Morgunblaðið/BFH Presturinn og organistinn bera saman bækur sínar. Snæbjörn fararstjóri og fleiri á ferð. Islands- mót í dorgveiði ÍSLANDSMÓT í dorgveiði var hald- ið á Ólafsfjarðarvatni nýlega í góðu veðri, en svolítilli golu. Þátttakendur í mótinu vom rúmlega tuttugu, en veiði var ekki mikil. Halldór Gunnarsson varð íslands- meistari í eldri flokki og Darri Hólm- arsson í yngri flokki og þá hlaut Ja- kob Óðinsson verðlaun fyrir flesta veidda fiska en hann veiddi líka minnsta fiskinn á þessu móti. Bjöm Sigurðsson hélt mótið að vanda. Dornier-flugvél íslandsflugs á Gjögri. Ljósmynd/Helgi Jónsson Islandsmeistarar í dorgveiði, Halldór Gunnarsson og Darri Hólmarsson. Mótið var haldið í Ólafsfjarðarvatni á laugardag. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Síðasta flug Islandsflugs til Gjögurs Ámeshreppi - Fimmtudaginn 27. aprfl var síðasta áætlunarflug fs- landsflugs á Gjögur en félagið hef- ur flogið hingað í tíu ár. Hefur fólki fundist félagið hafa þjónað Árneshreppi vel öll þessi ár. Nýtt flugfélag tekur við 1. maí og er það leiguflug ísleifs Ottesen sem verður með minni flugvél í ferðum. Hreppsbúar vonast til að ekki dragi úr þjónustu við þetta en ótt- ast engu að síður að þjónustan verði minni en verið hefur til þessa. Aðallega á það við um vetr- artfmann þegar allir flutningar fara fram með flugi. Nýr leikskóli í Reykjanesbæ FRAMKVÆMDIR við nýjan leik- skóla í Reykjanesbæ hófust á þriðju- dag og er stefnt að því að hann verði tekinn í notkun 1. desember næstkomandi. Nýi leikskólinn, sem verður sá sjöundi í Reylyanesbæ, rúmar 120 til 130 börn og með opn- un hans verður pláss fyrir samtals um 680 börn í leikskólum bæjarins. Fjórar deildir verða á leikskólan- um og er gert ráð fyrir um 20 starfsmönnum. Húsið verður um 660 fermetrar en lóðin er tæplega 4.500 fermetrar. Áætlaður kostnað- ur við framkvæmdirnar er 92 millj- ónir króna. Morgunblaðið/Sverrir Hafist var handa við byggingu nýs leikskóla í Reykjanesbæ á þriðjudag og er stefnt að því að taka hann í notkun 1. desember næstkomandi. Opið hús Samvinnu- háskólans á Bifröst OPIÐ hús verður í Samvinnuháskól- anum á Bifröst laugardaginn 29. apr- íl. Opna húsið hefst kl. 13 og stendur til kl. 17. Gestum verða sýndar byggingar og aðstaða. Kennarar og nemendur taka á móti gestum, leiða þá um húsakynnin og kynna starfsemina. Námsframboð og upplýsingakerfi háskólans verða kynnt, leikskólinn Hraunborg verður opinn almenningi og íbúðarhúsnæði í Nemendagörð- um til sýnis. Allir eru velkomnir á opið hús, gamlir nemendur á Bifröst, umsækj- endur um skólavist í haust og aðrir velunnurar skólans eru sérstaklega hvattir til að láta sjá sig. Væntanleg- um umsækjendum gefst kostur á viðtali við rektor eða aðstoðarrektor. Útskriftarfélag nemenda sér um veitingar á Kaffi Bifröst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.