Morgunblaðið - 29.04.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 29.04.2000, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaðurí stað taps hjá Fiskiðju- samlaginu Þrjár rekstrardeildir af fimm seldar undir lok síðasta rekstrarárs Fiskiðjusamlag Húsav íkur bti Árshiutareikningur 2000 a JkJ ÉÉÉ Rekstrarreikningur 1999/00 1998/99 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 1.117,1 1.268,4 -12% Rekstrargjöld 1.000,1 1.143,2 -13% Afskriftir 63,8 102,0 -37% Fjármagnsgjöld umfram tekjur 20,3 102,7 -80% Hagnaður/tap af reglulegri starfs. 33,0 -79,5 Söluhagn. og hlutdeildarfél. 3,3 -1,3 Hagnaður ársins 36,3 -80,8 Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 1.826,9 2.793,1 -35% Eigið fé 656,2 632,0 +4% Skuldir 1.170,7 2.161,1 -46% Skuldir og eigið fé samtals 1.826,9 2.793,1 -35% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Eiginfjárhlutfall 35,9% 22,6% Veltufjárhlutfall 1,29 0,82 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 63,3 54,9 +15% SAMKVÆMT árshlutareikningi Fiskiðjusamlags Húsavíkur fyrir tímabilið 1. september 1999 til 29. febrúar 2000 nemur hagnaður fyrir- tækisins á tímabilinu 36 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starf- semi eru 33 milljómr. í samanburði á milli ára er rétt að hafa í huga að þrjár rekstrardeildir af fímm voru seldar undir lok síðasta rekstrarárs. Netagerð félagsins var seld í maí sl., togarinn Húsvíkingur var seldur sl. sumar og rækjuverk- smiðja á Kópaskeri var seld Geflu, að því er fram kemur í frétt frá FH. Ekkert skip er í rekstri hjá FH á þessu sex mánaða tímabili. Stjóm félagsins hefur samið við Atla Viðar Jónsson um að sinna störfum framkvæmdastjóra félags- ins tímabundið frá 1. maí næstkom- andi en þá lætur núverandi fram- kvæmdastjóri Einar Svansson af störfum. Gert ráð fyrir jafnvægi í rekstrinum Heildarafkoman er 117 milljónum króna betri en í hálfsársuppgjöri síðasta árs og 112 milljónum króna betri niðurstaða af reglulegri starf- semi á þessu sex mánaða tímabili. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað nam 117 milljónum króna en það er svipuð afkoma og á sama rekstrartímabili árið á undan. Afskriftir lækkuðu mikið vegna eignasölu og námu rúmum 63 millj- ónum króna á móti 102 milljónum árið áður. Fjármagnskostnaður er um 20 milljónir og lækkaði á milli ára um 82 milljónir og eru stærstu skýringar á þessum mun mikil skuldalækkun félagsins frá fyrra ári og gengishagnaður upp á 13 milljón- ir í stað gengistaps upp á 44 milljón- ir sama tímabil á síðasta rekstrarári, að því er segir í fréttinni. í endur- skoðaðri áætlun er gert ráð fyrir að reksturinn seinni helming rekstrar- ársins verði í jafnvægi. Nettóskuldii- voru 521 milljón í lok febrúar 2000 sem er lækkun um 947 milljónir króna miðað við sama tíma árið á undan en þá voru nettó- skuldir félagsins 1.468 milljónir. Veltufé frá rekstri er 63 milljónir króna samkvæmt þessu uppgjöri í stað 54 milljóna í sambærilegu upp- gjöri árið áður. VeltufjárhlutfalÚð hækkar úr 0,82 upp í 1,29. Eigin- fjárhlutfall hækkar einnig umtals- vert eða úr 22,6% upp í 35,9%. Bolfiskdeild félagsins skilaði áfram góðum hagnaði en rækju- verksmiðja félagsins var rekin með tapi þetta tímabil. Unnið hefur verið á þremur sjö tíma vöktum í rækju- vinnslunni á Húsavík en þriðju vakt- inni var hætt í lok nóvember síðast- liðinn. Einnig hafa vaktir verið styttar og eru tvær sex tíma vaktir í gangi í dag, að því er fram kemur í frétt frá FH. Fjárfestingarmöguleikar fyrir önnur sjávarútvegsfyrirtæki Ingólfur Áskelsson, greiningar- sérfræðingur hjá íslenskum verð- bréfum, segii- Fiskiðjusamlagið á réttri leið með sölu eigna sem virðist skila sér í afkomu fyrirtækisins á þessu sex mánaða tímabili. „Af- skriftir minnka töluvert og fjár- magnsgjöld einnig og þetta er mjög jákvætt. Félagið hefur minnkað skuldir og losað sig út úr ýmsum rekstri. Að mínu mati felast helst fjárfestingarmöguleikar fyrir önnur sjávarútvegsfyrirtæki í Fiskiðju- samlagi Húsavíkur," segir Ingólfur. Hann segir ýmsar kennitölur á réttri leið og nefnir þar m.a. 15% aukningu á veltufé frá rekstri. Ingólfur segir mikla áhættu fólgna í fjárfestingu í bréfum FH þar sem seljanleiki sé lítill. „Sjávar- útvegurinn hefur ekki skilað miklum arði til fjárfesta. Menn vilja sjá vöxt í þeim félögum sem fjárfest er í en slíkt verður yfírleitt ekki nema með sameiningu sjávarútvegsfyrir- tækja.“ í morgunpunktum Kaupþings í gær segir: ,jMkoma félagsins hefur engan veginn verið viðunandi og við- skipti með bréfín nánast engin, munur á kaup- og sölutilboðum er mjög mikill og telur greiningardeild Kaupþings að vart sé hægt að telja bréf félagsins markaðspappír, greiningardeildin telur því of mikla áhættu að fjárfesta í bréfum félags- ins.“ Nýtt félag stofnað um fjarskipta- þjónustu NÝHERJI hefur stofnað sjálfstætt hlutafélag um fjarskiptaþjónustu undir nafninu Títan, en 30% hluti í félaginu hefur verið seldur til íslan- dssíma og 5% til Línu.Nets, auk þess sem hvort félag um sig hefur kaup- rétt að 5% hlut til viðbótar og verður starfsmönnum boðið að kaupa 4%. Hlutafé er 100 milljónir króna, en söluhagnaður Nýherja vegna þessa nemur um það bil 176 milljónum króna. Starfsemi Títans verður í nýj- um höfuðstöðvum Nýherja. Títan mun bjóða íslenskum fyrir- tækjum hagkvæman valkost í gagna- flutnings- og talsímaþjónustu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Títan byggir starfsemi sína á lausn- um sem eru nú að ryðja sér til rúms á sviði fjarskipta í heiminum. Um er að ræða nýja IP, Ethernet og DWDM tækni sem getur flutt mikið magn gagna og tals samtímis um ljósleiða- ranet. Nýja tæknin byggist á annarri kynslóð internet-þjónustu sem felur í sér aukið öryggi meðal annars með tvöfaldri uppbyggingu kerfisins. Nýherji hefur um árabil starfrækt internet-þjónustu á fyrirtækjamark- aði og hefur sá þáttur rekstrarins vaxið hröðum skrefum á síðustu ár- um og skilað góðri afkomu, að því er segir í tilkynningunni. Viðskiptavin- um internet-þjónustu Nýherja og þeim sem eru með símstöðvar frá Nýherja verða gerð tilboð um heild- arlausnir á sviði tal- og gagnaflutn- inga. Þá stendur fyrirtækjum sem eru með fleiri en eitt útibú til boða að samtengja staðarnet og símkerfi sín um fjarskiptakerfi Títans. Títan býð- ur viðskiptavinum m.a. tengingar með allt að 100 Mb. flutningsgetu sem er margfalt meiri hraði en þeim hefur boðist til þessa. AIls 36 fyrirtæki kynna vörur og þjónustu TórRek 2000 kaupstefnunni í Færeyjum Aukin samvinna í norðvestri Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra íslands, gerði mögulega sam- vinnu þjóðanna á fjármálamarkaði að umtalsefni í ræðu sinni. ISLENSK stjómvöld og fjármálafyrir- tæki ættu að kanna þann möguleika að bjóða Færeyingum aðstoð við upp- byggingu færeyska fjármálamarkað- arins, sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra íslands, á fundi um málefni landanna sem efnt var til í Norðar- landahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum í gær. Fundurinn var haldinn í tilefni af TórRek 2000 kaupstefnunni sem hefst í Færeyjum í dag. Efnt var til samskonar kaupstefnu á Grænlandi 1997, í Færeyjum 1998 og í Reykja- vík í fyrra. í ár kynna 36 fyrirtæki, þar af þrjú grænlensk, vöru sína og þjónustu fyrir Færey- ingum og virtust flestir sammála um að slíkar kaupstefnur skyldu áfram vera árlegur við- burður. Auka þyrfti tengsl þessara grannþjóða sem væru of lítil þrátt fyrir aukningu síðari ára. Á fundinum tóku til máls Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Islands, Finnbogi Arge, iðnaðar- og viðskipt- aráðherra Færeyinga, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Islands f.h. Norðurlandahúss- ins í Kaupmannahöfn og Erlendur Hjaltason frá Eimskipafélaginu, en fundarstjóri var Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Utflutnings- ráðs. Valgerður gerði aukna samvinnu Islands og Færeyja að umtalsefni í ræðu sinni. Hraðar breytingar ógnuðu gömlum hefðum, sagði hún og kvað aukna samvinnu auðvelda þjóðunum að vinna með slíkum breytingum. Áukin við- skipti hefðu átt sér stað milli Islands og Fær- eyja undanfarin ár, þótt þau teldust ekki stór hluti heildarútflutningsþví innan við 1% heild- ar út- og innflutnings Islendinga sé til Fær- eyja. Að sögn Valgerðar segja þessar tölur þó ekki alla söguna, því að þessum viðskiptum standi að mestu lítil og meðalstór fyrirtæki og því sé ljóst að viðskipti við Færeyjar séu mikil- vægur þáttur í starfi þeirra. Hún benti enn fremur á að umtalsverð aukning hafi orðið á viðskiptum landanna fyrstu ellefu mánuði síð- asta árs, en þá hafi útflutningur Islendinga til Færeyja aukist úr 600 milljónum króna í 1.100 milljónir. „Færeyski neyslumarkaðurinn líkist þeim íslenska og því má með réttu segja að hann sé eins konar framlenging á markaði okkar heima,“ sagði Valgerður og kvað hið sama eiga við um Islandsmarkað fyrir Færey- inga. „Með auknum viðskiptatengslum geta báðar þjóðirnar stækkað markaðssvæði sitt.“ í ræðu sinni vakti Valgerður einnig athygli á skýrslu sem nýsjálenskir sérfræðingar unnu fyrir Færeyinga um efnahagsuppbyggingu eyjanna. I skýrslunni er lögð áhersla á aukna samvinnu Islands og Færeyja hvað viðskipta- mál varðar og snýr ein af hugmyndum skýrsl- unnar að aukinni samvinnu fjárfestingafyrir- tækja þjóðanna. „Hraðar breytingar hafa átt sér stað á íslenskum fjármálamarkaði í seinni tíð,“ sagði Valgerður og benti á að verðbréfa- markaður hafi náð að festa sig í sessi á Islandi á tiltölulega stuttum tíma. „Þróunin í Færeyj- um hefur hins vegar ekki verið jafnhröð og því eiga íslensk fjármálafyrirtæki og stjórnvöld möguleika á að bjóða fram sína aðstoð við að byggja upp færeyska fjármálamarkaðinn. Það kynni líka að reynast áhugavert skrái færeysk fyrirtæki sig á verðbréfamarkaði íslands líkt og mælt hefur verið með í skýrslunni," sagði Valgerður og gerði samvinnumöguleika upp- lýsingatækninnar að lokum að umræðuefni sínu. Kostir fleiri en gallar Finnbogi Arge, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra Færeyinga, benti á að Færeyingar litu gjarnan til Islendinga í leit að lausnum á efna- hagsvanda sínum. í tölu sinni gerði hann þó já- kvæð og neikvæð áhrif íslenskra fjárfesta á færeyskt efnahagslíf að sínu aðalumtalsefni, auk þess sem hann vakti athygli á að félagsleg tengsl eyjanna mættu ekki heldur gleymast. í máli sínu benti Finnbogi á að færeysk fyr- irtæki væru e.t.v. ekki alltaf í stakk búin að mæta samkeppni þeirra íslensku, nokkuð sem gæti að sumra mati talist neikvætt. Ekki mætti þó líta framhjá því að áhugi íslenskra fyrirtækja færði meira fjármagn til Færeyja og styrkti þannig efnahag landsins og sagði Finnbogi slíkt óneitanlega verða að teljast stór kostur. Hann nefndi sem dæmi Eimskipafélag íslands, sem hefur verið með starfsemi í Fær- eyjum sl. 10 ár. „Fyrirtæki eins og Eimskip sem flytur fjármagn og þekkingu til landsins, en hefur þó að stærstum hlut Færeyinga í vinnu hjá sér, hlýtur að teljast jákvætt fyrir efnahag eyjanna," sagði Finnbogi og kvað Færeyinga því eiga að taka íslensku fjármagni fagnandi hendi vegna þeirrar efnahagsupp- byggingar sem það hefði í för með sér. Hann vakti þá einnig máls á því að stærstur hluti innflutnings Færeyinga kæmi frá Dan- mörku og sagði vanann ráða þar líkast til mestu, því ekki mætti síður leita til íslands. „Báðar þjóðirnar vilja auka tengsl sín og við- skipti þeirra á milli eru of lítil," sagði Finnbogi og benti að lokum á að þar sem margir Færey- ingar vildu í framtíðinni stefna að auknu sjálf- stæði eyjanna þyrftu því óneitanlega að fylgja umtalsverðar breytingar á efnahagsmálum. Ekki væri úr vegi að líta til íslendinga í leit að hugmyndum um hinn frjálsa markað og aukna samkeppni. Nokkuð sem sé óumflýjanlegt eigi Færeyingar að reynast samkeppnishæfír á al- þjóðamörkuðum. „Þetta er nokkuð sem er óumflýjanlegt og hefur ekkert með pólitík að gera,“ sagði Finnbogi. „Samvinna veitir slíkar lausnir og ég hef trú á að Færeyjar séu spenn- andi vaxtasvæði, líka fyrir ísland og að aukin samvinna þjóðanna kunni að reynast báðum jákvæð.“ Vigdís Finnbogadóttir fjallaði því næst um Norðurlandahúsið í Kaupmannahöfn sen tengja muni saman Danmörku, Island og Fær- eyjar bæði í nútíð og fortíð. Og að lokum fjall- aði Erlendur Hjaltason um stækkandi mark- aðssvæði íslands, Grænlands og Færeyja í kjölfar alþjóðavæðingar, áhrif upplýsinga- tækninnar á frekari vöxt og mikilvægi þess að góðar flutningsleiðir séu fyrir hendi. TórRek 2000 lýkur á morgun, sunnudag, en að kaupstefnunni standa Utflutningsráð ís- lands ásamt Eimskipafélagi íslands, auk þess sem samráð var haft við borgarstjórann í Reykjavík, Aflvaka Reykjavíkur, Fítur, Menn- ingastovuna í Færeyjum og utanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.