Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 26
ÍMÖRGUNBLAÐIÍ) 26 LAÚGARDAGUR 29. APRÍL 2000___________________ ÚRVERINU Handfærabátar hópast til Þorlákshafnar á hverju vori og sækja góðan afla á Selvogsgrunn - Morgunblaðið/HMA Grétar Vilbergsson, skipstjóri og- útgerðarmaður á Hornafirði, afgreiðir handfærin á Selvogsgrunni. Grétar blóðgar fiskinn beint í ískrapa og tryggir þannig að gæði aflans verði sem mest. Þessi aðferð er oft kennd við hornfírska sjómenn. „Alltaf gott að geta tonnað sig“ Hornfírskir trillukarlar hafa undanfarin vor gert sig heimakomna í Þorlákshöfn, sótt á Selvogsgrunn og fískað vel. Fiskisagan hef- ur flogið og nú er mikill fj öldi handfærabáta alstaðar að af landinu í Þorlákshöfn. Afla- brögð þeirra hafa verið góð, þrátt fyrir —— — nokkurt gæftaleysi í vor. Helgi Mar Arna- son fór á skak á Selvogsgrunni með Grétari Vilbergssyni, trillukarli frá Hornafírði. ÞAÐ er nánast örtröð í höfninni í Þorlákshöfn þennan morgun, bátur við bát og þó eru margir þegar famir á miðin. Blaðamanni fallast nánast hendur þegar Grétar Vilbergsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Homafírði, prflar um borð í Silfur- nes SF sem er innsta trillan af sex sem liggja í einni röð við bryggjuna, enda kemur hann í fljótu bragði ekki auga á hvernig báturinn á að komast út úr þessum ógöngum. Eftir örlitla tilsögn frá Grétari er málið þó auð- leyst og andartaki síðar emm við á fleygiferð áleiðis út á Selvogsgrunn. Grétar var áður fyrr skipstjóri á ýmsum skipum frá Hornafirði en hóf trilluútgerð fyrir 6 áram. „Einfald- lega af því að mér finnst það svo skemmtilegt. Ég hafði ekki lengur gaman af sjómennskunni á stærri bátum, var eiginlega orðin leiður á því að horfa framan í sömu andlitin dag eftir dag. Kvótakerfið hefur auk þess gert það að verkum að sjó- mennskan er ekki eins skemmtileg og áður, það er ekkert kapp í mönn- um lengur því allir era í raun og vera að passa sig á að veiða ekki of mikið. Þannig era varla neinar vertíðar til lengur, nema ef vera skyldi trillusjó- mennskan á sumrin. Þá era karlarn- ir saman og margir flakka lands- horna á milli yfir sumarið og þá myndast víða vertíðarstemmning. Ég hef flakkað svolítið um á trillunni og hitt mikið af allskonar fólki, víðs- vegar um land. Við voram til dæmis um 200 kallar á Suðureyri í fyrra- sumar og það var rosalega gaman.“ Grétar er með 26 tonna kvóta á Silfurnesinu sem hann stefnir á að klára fyrir Humarhátíðina á Höfn í lok júní í sumar. Grétar er nefnilega í skipulagsnefnd hátíðarinnar og ætl- ar því ekki vestur á firði á trillunni þessa vertíð, heldur ætlar hann að reyna að ná kvótanum á Selvogs- granninu og heimamiðum við Homafjörð til að geta tekið virkan þátt í skipulagningunni. Ómissandi sigiingatölva Það er rétt um klukkustundar stím á miðin á Selvogsgrann og Grétar er fullur bjartsýni, enda fal- legt veður og aflavon góð. Grétar segist illa svikinn ef aflinn verði und- ir tveimur tonnum eftir daginn. Þetta er fyrsti róður Grétars á árinu og hann siglir beint á stað sem hafði reynst honum vel síðasta vor en er Trillumar á Selvogsgrunni eru oft margar saman á litlum svæðum. Það tapast töluvert af slóðum á Selvogsgrunni og þá er gott að vera snöggur að hnýta nýja til að tapa engum físki. nú nokkuð fjarri þeim stað þar sem bátarnir era nú að fiska hvað mest. Staðsetninguna geymir Grétar í full- kominni siglingatölvu, ásamt fleiri staðsetningarpunktum sem gáfu vel af sér í fyrra. Blaðamann rekur í rogastans, hann hélt að siglingatölv- ur væra aðeins boðlegar stærstu frystiskipum. En sú er nú aldeilis ekki raunin og Grétar upplýsir að siglingatölvur séu meira að segja orðnar nokkuð algengar í handfæra- bátum og fyrir suma sé tölvan nán- ast orðin ómissandi. Grétar tekur nokkur rek á þessum fomfræga stað en ekki vill sá guli gefa sig að þessu sinni. Hann siglir því þangað sem hinir handfærabát- amir era að veiða nokkuð þétt á smáum bletti. Grétar hringir í félaga sína eftir fréttum en Hornfirðing- arnir era samhentir og fylgjast með hver öðram. En það era litlar fréttir að hafa, almennt er ekki gott hljóð í flotanum, menn bara að slíta upp einn og einn, „enginn krafur í þessu“ eins og sagt er. Um hádegi er aðeins búið að draga í eitt kar á Silfurnesinu eða rúm 300 kfló sem þykir nú ekki merkilegur afli. En Grétar segir að ekki þurfi að örvænta. „Það er alltaf betri veiði eftir hádegi hér á Sel- vogsgranni, hvernig svo sem stend- ur á því.“ „Hornfirska aðferðin" Það er eftirtektarvert hversu um- hugað Grétari er um að koma með gott hráefni að landi. Hann blóðgar fiskinn í ískrapa, blöndu af sjó og ís, eins fljótt og auðið er eftir að fiskur- inn hefur verið dreginn um borð. Þessi aðferð er stundum kölluð „hornfirska“ aðferðin en hornfirskir sjómenn hófu að ganga frá afla sín- um með þessum hætti fyrir nokkram áram og hafa fjölmargir trillukarlar síðan tileinkað sér þessa aðferð. Grétar segir það margsannað mál að með því að blóðga beint í ískrapann sé tryggt að komið sé með fyrsta flokks hráefni að landi. Hann bætir því við að víða sé pottur brotinn í um- gengni við fiskinn um borð og það komi óorði á alla trillukarla. „Eg hef orðið vitni að skelfilegri meðferð á aflanum um borð í trillunum, það er alveg með ólíkindum hvernig sumir ganga um verðmætin. Þetta á eink- um við þegar vel fiskast, þá er eins og gullgrafaraæði grípi um sig, jafn- vel hjá mönnum sem hafa haft á sér gott orð í umgengni um aflann. Sum- ir era hreinlega að koma með ónýtan fisk að landi, algera drallu." Góð aðstaða í Þorlákshöfn Hornfirskir trillukarlar gerðu fyrst innrás í Þorlákshöfn fyrir nokkram áram en þá var að sögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.