Morgunblaðið - 29.04.2000, Síða 27

Morgunblaðið - 29.04.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 27 ÚRVERINU Grétars farið að draga verulega úr aflabrögðum á heimamiðum á vorin. „Við sátum fyrstu árin einir að þess- um miðum. Hér var ekki mikil hefð fyrir handfæraveiðum á vorin. En aflabrögðin hafa sum vorin verið mjög góð og þetta spyrst vitanlega út. Núna er í Þorlákshöfn mikill fjöldi smábáta og hefur aldrei verið rneiri. Þetta eru bátar alstaðar af landinu, meðal annars Snæfellsnesi, Hafnarfirði og Vestfjörðum. Það var vanalega gott fiskirí á handfæri á miðunum við Hornafjörð á vorin fyrir nokkrum árum en það er ekki lengur. Fiskurinn við Horaa- fjörð er mun stærri og einhvem veg- inn viðkvæmari fyrir öllu áreiti. Við getum sótt í verra veðri hér á Sel- vogsgrunni því þegar fer að kalda á heimamiðum er eins og fiskurinn hverfi af slóðinni eða hann hættir að taka krókana. Eins er fiskurinn við- kæmari ef margir eru að fiska á litlu svæði, þá lætur hann sig hverfa." Hornfirsku trillukarlarnir halda til í Hlíðardalsskóla, skammt utan Þorlákshafnar, þegar þeir eru í landi. Nú búa 14 trillukarlar í skólan- um og Grétar lætur vel af sambúð- inni. „Það hefur alltaf verið tekið vel á móti okkur í Þorlákshöfn og vel um okkur hugsað. Það hefur verið tals- vert gæftaleysi í vor, lítið róið og þá er nauðsynlegt að hafa góða aðstöðu í landi. Hér hafa menn selskap hver af öðrum og oft ansi glatt á hjalla.“ Ekki mikil fiskivon Ekki lætur sá guli sjá sig eftir há- degið. Dálítið bætir í vind úr norð- austri og bátinn fer að reka hratt. Þá er gripið til fallhlífarinnar svoköll- uðu sem varpað er í sjóinn og dregur verulega úr reki. Grétar rennir færi á ýmsum stöðum með litlum árangri, þrátt fyrir góðar lóðningar hér og hvar. Grétar telur að í þessum lóðn- ingum sé aðallega karfi en lítið um þorsk. Sín á milli tala trillukarlarnir um að töluverð breyting sé orðin á sjónum á miðunum, hann sé mikið dekkri en áður og þá sé nú venjulega ekki mikil fiskivon. Grétar fræðir blaðamann um að þetta hafi verið raunin í fyrra. „Þá gengur einhvers- konar þörungur yfir slóðina, sjórinn dökknar mikið og fiskurinn hættir að taka. En þetta getur gengið yfir á nokkrum dögum og þá er eins og við manninn mælt, aflabrögðin glæðast á ný. En vanalega lýkur þessu ævin- týri hér á Selvogsgrunninu um miðj- an maí og þá halda menn annaðhvort heim eða leikurinn færist vestur á Snæfellsnes eða vestur á Firði.“ Fiskifæla um borð? Enn lætur sá guli á sér standa og Grétar er farinn að ókyrrast eilítið. Hann situr samt á sér því á skaki er þolinmæði gulls ígildi. „Ef maður er óþolinmóður er hætta á að maður „missi sig upp í keyrslu" eða fari að keyra þvers og kruss um allan sjó. Þá má bóka að ekki fæst bein úr sjó og er dagurinn gersamlega farinn fyrir bí.“ Fréttir berast af öðrum bátum, sumir „dottið út úr því“ og lítið feng- ið en aðrir náð að „mjatla“ inn á ann- að tonn. Það er komið vel fram yfir hádegi og aðeins komið í tæp tvö kör á Silfurnesinu, um 600 kíló. Skyldi blaðamaðurinn vera fiskifæla? Grét- ar ákveður að gera úrslitatilraun á svipuðum slóðum og leikurinn hófst um morguninn, fer á leynistaðinn sinn, lítinn hól nyrst á grunninu, sem oft hefur bjargað deginum að sögn Grétars. Þar „mökklóðar“, enda slít- ast þar upp nokkrir góðir fiskar. En það rekur hratt yfir hólinn, þrátt fyr- ir fallhlífina. Grétar kippir þó á hól- inn sinn fram undir kvöld og að lok- um eru komin um 1.200 kíló af fiski um borð í Silfurnesið. Brúnin á Grét- ar lyftist lítið eitt, því „það er alltaf gott að geta að tonnað sig“. Undir rökkur er sett á fulla ferð í land og Sómabáturinn nær sér létti- lega á plan, fer um 20 sjómílur, enda glæný vél í bátnum. Þegar komið er til hafnar í Þorlákshöfn bíða bátamir eftir löndun og karlamir skiptast á aflafréttum. Afli annarra báta var ærið misjafn eftir daginn, allt frá nokkur hundmð kílóum upp í nærri þrjú tonn. Þótt afli Silfumessins þætti ekki beysinn var það að minnsta kosti ekki með minnstan afla eftir daginn og það var ekki að sjá annað en keppnismaðurinn Grét- ar andaði eilítið léttar. Maestro ÞITT FE HVARSEM ÞÚ ERT Hippatiskan í algleymingi hjá okkur' Gallaefni, skrautbönd og perlubönd VIRKA Mörkin 3, sími 568 7477. Opið Mánud.-föstud. kl. 10-18, lokað á lau. frá 1. júní. IE(níE(B(£únss leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurqeislandi einonnrun i rúllum. 7 lög en 2 ytri olúminíum-lög endurgeisla hitonn. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. I húaloft, bak við ofno, í fjós, hesthús, ó rör, ó veggi, tjoldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri, heftibyssa oo límband einu verkfærin. PP &co Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 ÁRMÚLA 29 S: 553 8440 4 568 6100 alla helgina! ' Laugardag 10:00 -16:00 v Sunnudag 13:00 - . 17:00 Whn1 HEWLETT m!KM PACKARD 2x2x6 IDE qeislaskrifari Skrifar OG endurckrifar á 2x hraða, les á 6x hraða. Þennan skrifara má tengja við nánast hvaða PC tölvu sem er. PLEXTOR 8x4x32 IDE geislaskrifari Meiri hraði lægra verð. Skrifaðu tónlistardisk á innan við 10 minútum. Öflugasta leikjatölva (heimi. Fáðu leiktækjasalinn heim í stofu. Hún er svo ódýr /í-"' (BT að hún er efni ' í útflutning. / Dreamcast. Pottþéttar græjur frá Pioneer 4x 35 W Geislaspilari s~\( — Þjófavörn ( SABA 14“ Black Pearl myndlampi fslenskt textavarpi Scart-tengi Tengi fyrir myndbandstökuvél eða/og leikjatölvu Navilight Fjarstýring r Munið > tölvutilboöin í Mogganum í qær!_________/ Seria 1 er komin á DVD. 8þættirá einum diski. Þettaer óborganlegt! tÆKKAÐ . tfCDllV 3 2 ára ábyrgð Í13.9 P \23.9 90 BT Skeifunni - S: 550-4444 • BT Hafnarfirði - S: 550-4020 BT Kringlunni - S: 550-4499 • BT Reykjanesbæ - S: 421-4040 • BT Akureyri - S: 461-5500 loFtþjöppur-loFtlagnir Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.