Morgunblaðið - 29.04.2000, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000
IIKil
. K
MORGUNBLAÐIÐ
Vísindavefur Háskóla íslands
Hvernig fara
geimfarar i sturtu?
Vísindi
Vísindavefurinn er
þáttur í þeirri við-
leitni Háskólans að opna dyr sínar fyrir al-
menningi i landinu á menningarborgarári. Margir
gera sér nú æ betur grein fyrir gildi þekkingar í
þjóðfélagi nútímans. Oftast tala menn þá um
beina, sérhæfða þekkingaröflun eða beitingu
þekkingar í atvinnulífi. En hitt er líka mikilvægt
að almenningur sé sem best að sér um þekkingu
nútímans almennt. Það stuðlar meðal annars að
því að þekkingin nýtist sem best í atvinnulífi og í
mannlífinu yfirleitt. Einnig verkar það í þá átt að
æskan í landinu geri sér grein fyrir gildi þekking-
arinnar, fái áhuga á henni og vilji afia sér sem
www.opinnhaskoli2000.hi.is
bestrar menntunar, en þar er auðvitað framtíð
þjóðarinnar í húfi. Þeir sem standa að Vísinda-
vefnum vona að með honum sé lagt lóð á þessar
vogarskálar.
Bjarni Tryggvason geimfari.
Hvernig fara geimfarar í
sturtu?
SVAR: Eftirfarandi svar er byggt á
heimildum um aðbúnað geimfara í
bandarísku geimskutlun-
um en gefur góða hug-
mynd um aðbúnað geim-
fara almennt. Þess má geta ■
að spurningar um þessa
hluti eru afar algengar á
vefsetri Bandarísku
geimrannsóknastofn-
unarinnar NASA.
I geimskutlunni er engin
sturta, enda væri slíkt varla
hægt vegna þyngdarleysisins;
hætt við að erfítt yrði að hafa
stjóm á vatninu. Þess í stað þvo
geimfarar sér með blautum svömp-
um. Talsvert magn af vatni er fyrir
hendi, því það verður til sem auka-
afurð í efnarafölum sem notaðir
era til rafmagnsframleiðslu um
borð. Til að hindra að vatnsdropar
fljóti um í þyngdarleysinu, sem
gæti verið hættulegt áhöfn og
tækjum, er kerfi um borð sem blæs
úrgangsvatni saman á einn stað
þar sem því er safnað saman í
plastpoka.
Eitt klósett er í geimskutlunni
sem notar blástur til að leiða úr-
ganginn í gegnum kerfíð. Úrgangs-
vatni er dælt út í geiminn en annað
er innsiglað í plastpoka og fjarlægt
eftir heimkomu. Loftið sem fer í
gegnum kerfið er hreinsað og því
dælt aftur inn í farþegarýmið.
Einn spyrjandi okkar virðist
halda að þvag geimfaranna frjósi
þegar það kemur út í geiminn af
því að þar er svo kalt, en þetta er
misskilningur. í geimnum er líka
^ lofttæmi, það er að segja
hverfandi þrýstingur, þann-
ig að allt efni er þar í gasham,
það litla sem það er.
Mikilvægt er að
fyllsta hreinlætis
^sé gætt um borð
því komið hefur í ljós að vissar
bakteríutegundir fjölga sér óvenju-
hratt í þyngdarleysinu. Því eru all-
ur úrgangur, óhrein föt og áhöld
innsigluð í plastpoka og skutlan
þrifin hátt og lágt reglulega meðan
á flugi stendur.
Þessar upplýsingar fengust á
upplýsingasíðum NASA og eru
tenglar í þær í svarinu á Vísinda-
vefnum.
Tryggvi Þorgeirsson
námsmaður í Frakklandi og
starfsmaður Vísindavefiarins
Er hægt að beita hugarorku
til að beygja skeið?
SVAR: Nei, það er ekki hægt. Ef
það væri hægt þá væri líka ýmis-
legt annað í kringum okkur öðru-
vísi en það er og hugmyndir okkar
um umheiminn mundu gerbreytast.
Yfirleitt þarf verulegan kraft til
þess að beygja skeiðar og við ger-
um það með beinni snertingu eins
og allir vita. Hins vegar er ekki
með öllu útilokað að hægt sé að
nota sterkt segulsvið til að beygja
skeið úr mjúku járni, og það væri
þá ekki bein snerting. En veik raf-
segulsvið hafa hverfandi áhrif í þá
átt að beygja venjulegar skeiðar,
jafnvel ekki teskeiðar!
Eðlisfræðileg orka sem tengist
hugsun manna er lítil og kemur
það til dæmis fram í lítilli næring-
arþörf vegna „hugarvinnu“. Tauga-
boð flytjast milli staða í mannslík-
amanum með rafhrifum sem eru
svipuð veikum rafstraumi. Slíkum
straumi fylgir segulsvið í kring ef
þar er lofttæmi eða því sem næst
eða ákveðin efni eins og loft. Ef
leiðandi efni er kringum strauminn
eða myndar einhvers konar hylki
kringum hann er ekkert rafseg-
ulsvið utan hylkisins.
Imyndum okkur nú mann sem
hugsar „baki brotnu" og við viljum
gera mælingar utan höfuðsins eða
líkamans til marks um að hann sé
að hugsa. Það sem hér hefur verið
sagt um rafsegulsvið utan taug-
anna þýðir að slík svið utan höfuðs-
ins eru hverfandi. Við getum hins
vegar mælt taugaboðin í heilanum
með rafskautum sem eru í beinni
snertingu við höfuðið. Straumurinn
sem verður milli slíkra skauta er
hins vegar mjög veikur og mundi
engan veginn duga til að beygja
jafnvel minnstu teskeið!
Þessu til frekari áréttingar má
gera grófa útreikninga sem lýst er
í svarinu á vefsíðunni. Niðurstaðan
er sú að við þyrftum fyrst að búa
til svið sem væri 100 milljón millj-
ón sinnum sterkara en venjuleg
segulsvið frá heilanum og síðan
stjórna því einhvern veginn til þess
að beygja skeiðina.
Hugmyndir um að hægt sé að
beygja skeiðar eins og hér hefur
verið rætt hafa ekki síst komið upp
kringum störf og sýningar Úri
Gellers. Þeim sem hafa áhuga á að
kynna sér feril hans nánar bendum
við á tengil sem er að finna í svar-
inu á vefnum.
Leó Kristjánsson
vfsindamaður við Kaunvísindastofn-
un Háskólans
og Þorsteinn Vilhjálmsson
prófessor við raunvisindadeild HÍ,
ritstjóri Vísindavefjarins
Hve mikið er af koitvísýringi
kringum jörðina?
SVAR: Koltvísýringur eða kol-
tvíoxíð er lofttegund sem hefur á
síðustu árum vakið meiri athygli
en ætla mætti af þvf hve sáralítið
er af henni í andrúmsloftinu, en
hlutfall koltvíoxíðs af rúmmáli loft-
hjúpsins er einungis 0,037%. Ef
allt koltvíoxíð lofthjúpsins væri
samankomið óblandað öðrum loft-
tegundum í þunnu lagi við yfirborð
jarðar við staðalaðstæður væri
þykkt lagsins einungis um 3 metr-
ar. Til samanburðar er veðrahvolf
lofthjúpsins 8000-18000 m að
þykkt. Magn koltvíoxíðs í loft-
hjúpnum má einnig gefa upp sem
750 GtC þar sem einingin GtC þýð-
ir gígatonn kolefnis, en erfiðara er
fyrir almenning að gera sér grein
fyrir magninu þegar það er tiltekið
með þessum hætti (forskeytið gíga-
stendur fyrir 1000.000.000).
Þar sem spurningin beinist ekki
eingöngu að lofthjúpnum er rétt að
nefna að mjög mikið koltvíoxíð er á
uppleystu formi í höfunum eða um
40000 GtC sem er meira en fimm-
tíufalt á við andrúmsloftið. Kolefni
er einnig að finna nærri yfirborði
jarðar í jarðvegi (1600 GtC), í
gróðri og öðrum lífverum (600
GtC), og í margs konar jarðlögum.
Kolefni streymir á milli lífríkis,
andrúmslofts og hafdjúpa í hring-
rás sem nefnd er kolefnishringrás-
in. Hringrás þessi er svo öflug að
hún samsvarar því að allt kolefni
andrúmsloftsins endurnýist á inn-
an við tíu árum.
Koltvíoxíð er mikilvæg gróður-
húsalofttegund og hefur áhrif á
geislunarjafnvægi í lofthjúpnum
með því að draga í sig langbylgju-
geislun. Aðrar mikilvægar gróður-
húsalofttegundir eru vatnsgufa,
metan, tvíköfnunarefnisoxíð eða
tvínitursoxíð (N20), óson og ýmis
halógenkolefnissambönd sem mað-
urinn framleiðir. Gróðurhúsaáhrif
eru náttúrulegt fyrirbæri í loft-
Dulvitaður draumur
Draumstafir Kristjáns Frímanns
LOKSINS náðum við gegnum
þetta myrkur sem hafði svo undar-
lega loðna og þvala nánd að líðanin
var eins og að vera vafinn inn í
þunnt rakt lín. Teppinu svarta var
svift af augum okkar og skjanna-
hvít birtan skar sjáöldrin. Það
skrýtna við þennan sársauka var að
ímyndunin kallaði fram kókósbollu
í huganum en ekki logandi bruna og
allt var sem fyrr. Þegar við náðum
áttum og gátum greint láð frá lofti
birtist undurfögur sýn. Landið var
sem bamssál að lit og lögun, bjart,
tært og ilmurinn var furðulega nýr.
Kunnuglegar byggingar og minnis-
merki sem voru frekar merki en
minni risu um kring og í vatninu óx
sef meðfram bökkum sem suðaði
líkt og randafluga því nú var há-
degi. Ég sté af baki og lagist í vit-
und vatnsins til að bergja þessa dá-
semd en tók þá eftir silfurlitum
flöktandi þráðum sem liðuðust um
vatnið, og vitund mína. Þú sast bara
þama á hestinum og horfðir sem
dáleidd í hvítuna. Þegar heil eilífð
hafði liðið og ég slökkt þorstann
hurfum við yfir elfuna sem hendi
væri veifað og lögðumst íyrir í
gullna brekkuna þar sem mig
dreymdi: „Mér fannst ég staddur í
dal undir gulhvítum sandsteins-
klettum. Við klettana voru ferkönt-
uð hús, líkt og indjánar reistu iyrr á
tímum nema þau voru hvít og svört
með gráum skellum. Ég fór inn í
eitt húsið og sá þar standa á gólfi
fjögur líkneski eða styttur. Þrjár
voru hvítar marmarasúlur með út-
höggnum andlitum en fjórða súlan
var úr grófum marmara, gulleitum.
Ég strauk hendinni yfir andlitin og
undraðist hversu mjúk og slétt þau
voru, síðan gekk ég út. Þá sá ég tvo
menn koma gangandi niður hlíðina
andspænis klettunum og í áttina til
mín (það var sól, hiti og þurrkur).
Þegar þeir koma til mín sé ég að
annar þeirra er gamall og tannlaus
indjáni í hvítum og svörtum fötum
með gráum skellum (hvíti liturinn í
húsunum og fötum indjánans var
yfirgnæfandi), hinum manninum
tók ég ekki nánar eftir. Indjáninn
kemur alveg upp að mér og segir:
„Við erum hræddir við þig.“
„Merkúr“ dreymdi í febrúar
Ég var komin um borð í stórt
flutningaskip sem var á ferð. Mér
fannst ég eiga að taka við stýrinu
sem stýrimaður. Mér fannst ég
geta gert margt um borð og hafa
þekkingu á mörgu svo ég hikaði
ekki við að taka þetta að mér, hugs-
aði að einhver hlyti að kenna mér
það sem þyrfti að gera. Við vorum
komin á fullt skrið og finnst þá við
vera komin upp að brekkunni við
Skíðaskálann í Hveradölum, og
fannst einhvem veginn að skipið
hafi bara farið með sjálfstýringu á
ferðinni, en ég sá framundan að ég
myndi taka við og þá myndi draga
úr hraðanum, þegar ég kynni á
þetta og færi að stýra. Mpð mér í
för var einhver að nafni Ólafur, þó
að í fyrstu hafi það verið kvenmað-
ur sem leiddi mig að þessu. Engan
annan sá ég um borð.
Mér fannst ég stödd í stórri hár-
greiðslustofu, þar var allt tómt og
eigandi að hætta. Fyrrverandi eig-
andi, sem heitir Elsa, sagði að ég
mætti eiga hárgreiðslustofuna. Inni
var bjart, ljósmálað, gluggar sem
náðu yfir heilan vegg nema einn og
speglar á veggjum, hillur undir
þeim og einn stóll fyrir viðskipta-
vin. Þar var lítill drengur 7-8 ára og
kom inn með pabba sínum. Pabbinn
fór en drengurinn settist í stól og
ég byijaði að munda skærin en
hugsa: „Hún Elsa hlýtur að geta
kennt mér eitthvað svo ég verði
fljótari." Ég fann að mig skorti fag-
handtökin. Ég var samt ekkert rög,
fann bara að fengi ég tilsögn yrði
ég fljótari. Drengurinn hafði
krúnurakað sig að hluta að aftan og
mér fannst ég þurfa að jafna þetta
Mynd/Kristján Kristjánsson
svo hann liti sæmilega út. Ég yfir-
gef stofuna og geng út í næstu búð
að finna mér kjól til að vera í á árs-
hátíð en finn engan. Kem aftur á
stofuna eftir 2-3 stundir og þá kem-
ur drengurinn aftur og ég held
áfram að klippa hann og miðar vel.
Inn koma tveir strákar, frændur
mínir á líku reki og strákurinn í
stólnum, þeir setjast við gluggann
og bíða eftir að komast að.
Mér fannst ég stödd í Hvera-
gerði. Það var vetur og snjór yfir.
Neðst í Kömbunum var verið að
gera við veginn og miklar fram-
kvæmdir í gangi, stórar ýtur og
tæki. Mér fannst ég þurfa að fara
til Reykjavíkur í stórri rútu ásamt
tveimur karlmönnum. Annar sett-
ist undir stýri og hélt af stað. Við
þurftum að fara utan í ruðningum
og var mjög mjótt sums staðar, ég
varð mjög hrædd og hélt að rútan
mundi velta. En það hafðist og við
erum komin upp á Kambabrún. Þá
finnst mér við fara út úr rútunni og
ég er að skoða sætaskipan hjá yfir-
mönnum mínum í vinnunni, fannst
vera þarna eitthvert hóf og undrast
að stúlkan, sem er sett næst for-