Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 39 VIKU LM Frá Hrafntinnuskeri. í Langadal á Þórsmörk. Eyjafjallajökull í baksýn. Ljósmyndir/Leifur Porsteinsson Útsýni til suðurs af Bláhnúk við Landmannalaugar. eru Mýrdals-, Eyafjalla- og Tind- fjallajökull mest áberandi. Hekla og Laufafell blasa við í vestri. Ekki má ætla minna en tveggja og hálfs til þriggja klukku- stunda auka til göngu á Háskerð- ing sem vart getur talist þrekraun hafi maður á annað borð þol til að ganga Laugaveginn. Þó skal varað við að jökulsprungur geta verið á leiðinni sem auðvelt er krækja framhjá. Gott er að láta fyrsta mann pikka í ísinn og síðan komi allir hinir í röð á eftir. Þegar komið er fram á brún Jökultungna tekur landslagið held- ur betur breytingum. Að baki eru gróðurvana líparítfjöll en framund- an dökk móbergsfjöll og jöklar. Gróður eykst einnig. Útsýnið svík- ur engan. Neðst i Jökultungunum er vinalegur gróðurblettur þar sem sjálfsagt er að stansa og ekki spill- ir Grashagakvíslin sem gefur okk- ur ferskt og tært vatn. Við Álftavatn eru tveir vistlegir skálar í eigu Ferðafélags íslands. Þar gista flestir óháð því hvort þeir ganga leiðina á tveimur eða fjórum dögum. Kvöldganga á Brattháls svíkur engan. Hann er austan við vatnið. Þetta er létt ganga sem vart tekur lengri tíma en eina til eina og hálfa klukku- stund. Þaðan er geysivíðsýnt. Með- al annars sést vel upp í Hrafn- tinnusker. Báðar mögulegar gönguleiðir frá Álftavatni og suður í Botnaskála á Emstrum sjást einnig vel. Tveir möguleikar Á þriðja degi hefðbundinnar göngu má því velja um tvo mögu- leika, annar er að ganga eftir bfla- slóðinni austur í Hvanngii (Rang- vellingar hafa komið þar upp myndarlegri gistiaðstöðu fyrir ferðamenn) og hinn að halda suður með Álftavatni að austanverðu og suður fyrir Bratthálsinn þar sem hann rennur saman við umhverfið. Hér er mjög erfitt að gera upp á milli. Það er ákaflega fallegt að horfa suðvestur yfir fjöllin af brún- inni ofan Hvanngils með Stórusúlu í forgrunni. Hún er einnig í for- grunni af Bratthálsinum þegar litið er niður Klámbrekku ofan í Stígs- ver. Einn hængur er á seinni möguleikanum og hann er sá að þar verður að vaða Kaldaklofs- kvíslina eftir að hún hefur runnið saman við bæði Bratthálskvíslina og Bláfjallakvíslina. Velji menn þennan möguleika er fólki ráðlagt leita upplýsinga hjá skálaverði við Álftavatn. Leiðirnar koma síðan saman á móts við Súluhryggi sunn- an Stórusúlu. Að ganga suður Emstrur er ef til vill tilbreytinga- minnsti hluti Laugavegarins. Ofan skálans í Botnum opnast útsýni inn á Entujökul með Illhöf- uð hæst fjalla sunnan jökuls. I suðri blasa Almenningar við og sunnan þeirra eru Þórsmörk og Eyjafjallajökull. Þarna sjáum við líka hvað vatn getur haft mikið að segja fyrir gróður. Kristaltær læk- ur spýtist undan fjallinu neðan við skálann með gróskumiklum gróðri beggja vegna, m.a. dafnar þar hvönn eftir að land var friðað fyrir suðfé. Séu menn ekki með mikla byrði er möguleiki að taka á sig krók frá hinni hefðbundnu leið suður frá Nyrðri-Emstruánni og ganga inn að Entujökli, síðan fram með Stóra-Mófelli og fram í Botnaskála á Emstrum. Þannig gefst manni kostur á sjá jökullinn móta landið. Þetta er fyllilega þess virði en tek- ur tveggja til þriggja klukkustunda lengri tíma en hin hefðbundna leið. Enginn sem á þessar slóðir kem- ur má láta hjá líða að koma að Markarfljótsgljúfrunum eða Fljótsgili eins og gömlu mennirnir voru vanir að kalla það. Talið er að gljúfrið hafi myndast í hamfara- hlaupi sem kom undan Entujökli fyrir um 2500 árum. Emstruárnar tvær, sú syðri og nyrðri, koma báðar undan Mýr- dalsjökli og verða að teljast ein megin uppistaðan í Markarfljóti. Á milli þeirra eru Emstrurnar en sunnan við heita Almenningar. Áður en hin eiginlega ganga hefst suður Almenninga er rétt að staldra við og ganga fram á brún Markarfljótsgljúfurs þar sem gljúf- ur Syðri-Emstruárinnar tengist því. Þannig hafa menn skoðað gljúfrin frá tveimur hliðum. Eftir því sem sunnar dregur verður landslagið hlýlegra og vina- legra, meira ber á grasi og kjarr- gróðri. Þó má hér einnig sjá sorg- legar afleiðingar uppblásturs. Síðasti farartálminn áður en komið er suður á Þórsmörk er Þröngá. Hana verður að umgangast með virðingu eins og önnur straumþung og grýtt jökulvötn. Alltaf á vaða þar sem breiðast er, á broti og láta straumin hjálpa sér yfir með því að slá undan. Efst í hlíðinni ofan Langadals á Þórsmörk er sjálfsagt að staldra við og virða fyrir sér útsýnið. Það gerist vart fjölbreyttara. Gras og trjágróður, eyðisandar með straumþungum jökulvötnum ásamt hrikalegum fjöllum og jöklum, allt fyrir augum samtímis. Höfundur er / stjórn Ferðafélags íslands og hefur verið fararstjóri í fj'ólda ferða, þ. á m. á Laugavegin- um. Hann er annar tveggja höfunda fræðslurits, sem FÍgaf út um Laugaveginn. öndverk og erð^pjónus-b^ Sýning í Laugardnlshellinni 28. april til 1. mai Glæsilegt úrval af handverksmunum ailstaðar að af landinu. Gestir fró Færeyjum og Grænlandi. Farðu í fríið ó íslandi! Ferðaþjónustan kynnir spennandi möguleika ó ferðum innanlands Það verður kátt í Höllinni 28. april til 1. mai! Opnunartímar: 28. april frá 14 til 18 29. april til 1 mai frá 10 til 18 j| 1 # -i i S0LUSYNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.