Morgunblaðið - 29.04.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 29.04.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 41 nu til að minnast landafunda norrænna manna í Ameríku Morgunblaðið/Ásdís Dorrit Moussaieff og Olafur Ragnar Grímsson og Viktoría krónprinsessa Svía. tna j afnast : nútímans Morgunblaðið/Ásdís Drsetahjónin, Bill og Hillary Clinton, í Hvíta húsinu í gær. Á myndinni til hægri ur, forseta Norðurlandaráðs, en bandarísku forsetahjónin eru f bakgrunni. Morgunblaðið/Ásdís Gísli Sigurðsson, prófessor og sérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar. Tekst mjög vel að setja sög- una í samhengi Gísli Sigurðsson, prófessor og sérfræðingur við Stofnun Arna Magnússonar, var einn fímmtán sérfræðinga sem komu að undirbúningi víkingasýningarinnar í Smithsonian-safninu. Morgunblaðið. Washington. Pjóðhöfðingjarnir sátu við háborð fyrir miðju salarins og sat forseti ís- lands við hlið Bandaríkjaforseta. Þegar gestir höfðu sest við borð sín, sem skreytt voru glæsilegum blómum og borðbúnaði frá embætt- istíð Eisenhowers og Roosevelt, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, tók Hillary Clinton til máls og bauð gesti innilega velkomna í Hvíta hús- ið. „Það er sannarlega mikill heiður að hafa svo marga þjóðhöfðingja saman komna í þessu húsi,“ sagði forsetafrúin, sem gegnt hefur for- mennsku í þúsaldarhátíðarnefnd Hvíta hússins og þannig m.a. komið mjög að undirbúningi hátíðahalda vegna afmælis landafundanna. Þakkaði hún sérstaklega Einari Benediktssyni, sendiherra og for- manni íslensku landafundanefndar- innar, fyrir sinn þátt í að víkingasýn- ingin í Smithsonian-safninu væri nú orðin að veruleika. Einstakt tækifæri tii að læra meira um okkur sjálf „Sýningin gefur okkur einstakt tækifæri til að læra meira um okkur sjálf og þá arfleifð sem við eigum í sameiningu," bætti forsetafrúin við. Næstur tók Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, til máls. Hann sagði það vera mikinn heiður fyrir þau hjónin að taka þátt í opnun svo við- amikillar sýningar. „Það eru giska mörg möguleg svör til við spurning- unni hver fann Ameríku. ítalir halda Kólumbusi á lofti og benda á að orð- ið Ameríka sé komið frá kortagerð- armanninum fræga Amerigo Vesp- ucci. Þeir sem eru af engilsaxnesk- um uppruna benda á mikilvægi James Town og Plymouth sem fyrstu nýlendnanna í Bandaríkjun- um eins og þau voru upphaflega. Af- komendur Frakka minna okkur á að halda í heiðri minningu Champalign, Cartier, Lasalle og fleiri og frum- byggjar Ameríku gefa næsta lítið fyrir allt þetta fólk; enda hafí það komið löngu á eftir þeim. Með opnun þessarar mikilvægu sýningar aukum við enn á rökræður um þessi mál og lærum um leið meira um okkur sjálf,“ sagði Clinton. Bandaríkjaforseti sagði að ferðir víkinganna yfír Atlantshafið til Vín- lands hefðu verið gríðarlegar hetju- dáðir sem jöfnuðust að umfangi á við geimferðir nútímans. Það hefði enda verið í hæsta máta viðeigandi að fyrstu könnunarferðirnar til mars árið 1976 hefðu verið farnar á geim- flaugunum Víkingi 1 og 2. Bandaríkjamenn þurfa að læra meira um þennan heillandi kafla „Allir Bandaríkjamenn þurfa að læra meira um þennan heillandi kafla í sögu þjóðar sinnar. Víkinga- ferðirnar skipa öndvegi í löngum að- draganda að mótun þessarar þjóðar, sem öll er hingað aðkomin með ein- um eða öðrum hætti,“ sagði Banda- ríkjaforseti ennfremur. Clinton lauk máli sínu með því að benda á að vera norrænu þjóðhöfð- ingjanna sýndi mikilvægi sýningar- innar og því mætti gera ráð fyrir að þessi atburður yrði síðar endurtek- inn. Því væri ljóst að allir væru vel- komnir árið 3000 til að minnast aftur afmælis landafundanna. Haraldur Noregskonungur ávarp- aði forsetahjónin fyrir hönd nor- rænu þjóðhöfðingjanna. Hann hóf mál sitt á að þakka fyrir hve hlutur víkinganna væri stór í hátíðahöldum Bandaríkjamanna í tilefni þúsaldar- innar. „Meira en tíu milljónir manna í þessu landi eru stoltar af hinni nor- rænu arfleifð sinni og sameina það djúpstæðri tryggð gagnvart Banda- ríkjunum. Við erum hins vegar stolt af framlagi þessa fólks til uppbygg- ingar Bandaríkjanna og erum þakk- lát fyrir hlut þess í að styrkja enn- fremur vináttubönd milli Bandaríkj- anna og Norðurlanda." Að svo mæltu mælti norski kon- ungurinn fyrir skál bandarísku for- setahjónunum til heiðurs og að hætti víkinganna forðum var sagt skál á ís- lensku. Forseti Islands sagði í samtali við Morgunblaðið að miðdegisverðurinn hefði verið einkar ánægjulegur. Greinilegt væri að forsetahjónin bandarísku hefðu mikinn áhuga á þessum kafla í sögu bandarísku þjóðarinnar og vildu leggja sitt af mörkum til að koma honum á fram- færi. Ólafur Ragnar sagði að áður en gengið var til veislusalarins hefði Clinton forseti sýnt sér eintök af Is- lendingasögunum sem hann hefði gefið honum. Clinton lesinn í sögunum „Forsetinn er greinilega nokkuð lesinn í sögunum og hann nefndi sér- staklega aðdáun sína á þeirri hug- dirfsku og stjórnvisku sem í þeim fælist. Um leið lýsti hann aðdáun sinni á því hvernig okkur Islending- um hefði tekist að varðveita þessa menningararfleifð okkar.“ Ólafur Ragnar sagði að forseta- frúin hefði minnst á heimsókn sína til Islands fyrir skemmstu, sem hún teldi hafa verið einstaklega ánægju- lega og fjölmargt í fari íslensku þjóðarinnar hefði heillað hana. Þá hafði Clinton forseti rifjað upp ferðir sínar með Loftleiðum til Evrópu á námsárum sínum auk þess sem þeir hefðu rætt um samskipti íslands og Bandaríkjanna að fornu og nýju. „Það er ljóst á öllu að þau hjónin eru miklir bandamenn okkar Islend- inga. Forsetinn Jýsti yfir miklum áhuga á að sækja Island heim í fram- tíðinni og gefa sér þá tíma til að kynnast af eigin raun arfleifð þjóðar- innar og menningarverðmætum." GÍSLI hélt erindi um Vín- landssögurnar á málþingi í tengslum við sýninguna sem formlega var sett á föstudag af Sonju Noregsdrottn- ingu, Birni Bjarnasyni menntamála- ráðherra og Nielsen, menningar- málaráðherra Danmerkur. „Við opnunina er boðið upp á þrjá fyrirlestra; um víkingaskipin, Vín- landssögurnar og fornleifarnar sem fundust í Óanse aux Meadows á Nýfundnalandi,“ segir Gísli aðspurð- ur um erindi sitt á málþinginu. „Ég reyni að gera grein fyrir þeim mikla sagnaarfi sem íslendingar eiga og kynna sögurnar sem hluta af stærri heild; raunsæislega frásögn sem skrifuð var af mönnum sem miklu fremur töldu sig vera að skrifa sagnfræði heldur en ævintýri." I Vínlandserindinu fer Gísli yfir Vínlandssögurnar og fjallar um lýs- ingar þeirra af ferðum víkinganna til vesturheims og rekur hvernig leiðarlýsingar í sögunum falla að raunveruleikanum á austurströnd Bandaríkjanna. „Okkur er nú kleift að setja sög- urnar í samhengi við þær framfarir sem orðið hafa, bæði hvað varðar fornleifafræði og aðferðafræði. Við vitum nú að sögurnar voru skrifaðar óháð hvor annarri, en ekki önnur upp eftir hinni eins og menn töldu áður. Einnig skiljum við kannski betur en áður hvernig slíkar sögur varðveitast í munnlegri geymd. Ekki sem orðréttar, nákvæmar lýs- ingar heldur sem minningar fólks um löngu liðna atburði sem velkst hafa og breyst eftir lögmálum sem við þekkjum nú betur en áður,“ bæt- ir Gísli við. Stórglæsileg sýning Gísli segir að víkingasýningin í Smithsonian-safninu sé stórglæsi- leg, á einum stað séu samankomnir margir dýrgripir frá víkingaöld af söfnum á Norðurlöndunum og í Skotlandi. Þannig sé unnt að segja sögur af ferðum víkinganna vestur, til íslands, Grænlands og loks Vín- lands eða Norður-Ameríku. „Þetta er frábær úttekt á þessu og í fyrsta sinn sem sagan er sögð frá þessu sjónarhorni í jafnumfangs- mikilli víkingasýningu. Hér er sagan sett í samhengi við daglegt líf vík- inganna, hvemig þeir lifðu og hvaða aðferðum þeir beittu til að segja frá lífi sínu svo það varðveittist jafnvel og raun ber vitni. Það tekst mjög vel. Sögurnar eru okkar framlag til þessara fræða, geysilega mikilvægt framlag." Gísli segir að einkar ánægjulegt hafi verið að fylgjast með vinnu- brögðum sérfræðinga Smithsonian- stofnunarinnar í aðdraganda sýning- arinnar. „Þeir leggja geysilega vinnu í þetta og áberandi er að sjá hversu ábyrgð á einstökum þáttum sýningarinnar er dreifð. Það er ólíkt því sem við eigum að venjast á ís- landi þar sem einhver einn er jafnan að atast í öllu og keppist við að bjarga málunum fyrir horn. Hér hefur hver sitt sérsvið og menn gera* sér ljósa grein fyrir þeirri gríðar- legu vinnu sem felst í að koma slíkri sýningu upp. Það verður ekki gert öðruvísi en að leggja bæði mannafla og fjármagn," segir hann. Aðspurður hverjar afleiðingar slíkrar sýningar geta verið á vit- neskju almennings í Bandaríkjunum á Víkingunum, segir Gísli: „Banda- ríkjamenn reikna sjálfir með á milli 15 til 20 milljón gestum á næstu ár- um. Það er auðvitað talsvert miklu meira en við höfum átt að venjast hingað til. Hins vegar er alltaf af- stætt hvað nær til almennings og hvað ekki, en ekki mun fara á milli mála sú meginhugsun sýningarinnar að frá íslandi og Grænlandi hafi menn siglt og komið til meginlands Norður-Ameríku fyrir um þúsund árum. Það kemst mjög vel til skila og því þarf ekki að þræta meira um það.“ cr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.