Morgunblaðið - 29.04.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 29.04.2000, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 1LÁÚGARDAGÚR 29. AÚRÍL 2000 «-------------------------- Tímabær bylting „Sumirhafa tekið svo djúpt í árinni að segja að á sama hátt og kalla megi Auð- legð þjóðanna, ritskoska hagfræðings- insAdams Smiths, sem kom út árið 1776, biblíu iðnbyltingarinnar miklu, megi búast við að Natural Capitalism vísi veginn að næstu iðnbyltingu sem brýnt sé orðið að skelli á fyrr en síðar. “ Eftir Hönnu Katrínu Frið- riksen Það er ekki ofsögum sagt að vanvirðing mannkynsins gagn- vart náttúruauðlind- um heimsins er eitt helsta áhyggjuefnið varðandi framtíð þessa sama mannkyns. Getu jarðarinnar til þess að við- halda lífí hinna 6 milljarða manna sem hana byggja, að ótöldum öðrum lífverum, er alvarlega ógn- að með óhóflegri nýtingu auð- linda hennar, fyrst og fremst vegna þeirra framleiðsluhátta sem við höfum tamið okkur. Iðn- VinunDE ríkin horfa til VlVnUlfr auðlindanna út frá hættu- lega þröngu sjónarhorni þar sem verð- mæti þeirra virðist eingöngu metið af því hversu mikið þær gefa af sér miðað við skammtíma viðskiptahagsmuni. Snemma vetrar kom út í Bandaríkjunum bókin Natural Capitalism sem hefur hlotið tölu- verða athygli og lof gagnrýnenda. Sumir hafa tekið svo djúpt í ár- inni að segja að á sama hátt og kalla megi Auðlegð þjóðanna, rit skoska hagfræðingsins Adams Smiths, sem kom út árið 1776, biblíu iðnbyltingarinnar miklu, megi búast við að Natural Cap- italism vísi veginn að næstu iðn- byltingu sem brýnt sé orðið að skelli á fyrr en síðar. Iðnbyltingin mikla hófst í Eng- landi upp úr miðri 18. öld í kjölfar nýrra framleiðsluhátta. Á þeim tíma töldu menn auðlindir náttúr- unnar óþrjótandi og vandinn lá frekar í skorti á vinnuafli. Þegar sá vandi leystist var grunnurinn lagður að iðnbyltingunni. Núna horfir málið öðruvísi við. Nú er ekki hægt að kvarta undan skorti á hæfu vinnuafli og það ætti flest- um að vera orðið Ijóst að náttúru- auðlindir jarðar eru langt frá því að vera óþrjótandi. Það er því kominn tími til þess að reikna dæmið upp á nýtt og færa áhersl- una af framleiðni vinnuafls yfir á framleiðni náttúruauðlinda. Höfundar Natural Capitalism eru þrír; hjónin Amory B. Lovins og L. Hunter Lovins ásamt Paul Hawken, allt vel metnir viðskiptaráðgjafar. í bókinni reyna þau að renna stoðum undir þá kenningu að fyrirtæki hafi af því beinan efnahagslegan ávinn- ing að umgangast náttúruauðl- indir með gætni og innleiða tækni og vinnuaðferðir sem dragi úr of- notkun þeirra. Það sé langt því frá að málið snúist um að nota fjárfrekari og flóknari vinnuað- ferðir eða dýrara hráefni tii þess að vernda náttúruna, fyrirtæki geti auðveldlega slegið þarna tvær flugur í einu höggi. Það sem til þurfi sé breytt hugarfar, öflug- ur stuðningur helstu við- skiptajöfra og aðstoð frá stjórn- völdum til þess að fá boltann til að rúlla, því allar breytingar kalli á einhver fjárútlát í upphafi. Það er hins vegar hægara sagt en gert að breyta því hugarfari sem hefur verið ríkjandi meðal iðnríkja heims undanfarnar aldir. Ein helsta ástæðan liggur að mati bókarhöfunda í því hvernig hagkerfi iðnríkjanna hafa verið skilgreind. Það er ekki ætlunin hér að fara út í skilgreiningu á helstu hagfræðijöfnum, heldur nefna lauslega að bókarhöfundar telja náttúrulegan kapítalisma felast í fjórum meginbreytingum á almennum viðskiptaháttum. í fyrsta lagi þurfi að auka til muna framlegð náttúruauðlinda með tækniþróun og breyttri hönnun framleiðslutækja. I öðru lagi þurfi að breyta framleiðsluhátt- um þannig að úrgangur hráefna geti nýst við aðra framleiðslu, eða verði að minnsta kosti skaðlaus náttúrunni. í þriðja lagi kalli náttúrulegur kapítalismi á aukna áherslu á þjónustu á kostnað framleiðslu þar sem framleiðend- ur verði ábyrgir fyrir heildstæð- um lausnum, en sjái sér ekki ein- göngu hag í því að framieiða sem mest og selja. í fjórða lagi þurfi fyrirtæki að endurfjárfesta í náttúrunni, það er, snúa á hinn gamla málshátt: Það eyðist sem af er tekið. Það er ljóst að breyttir fram- leiðsluhættir kalla á veruleg fjár- útlát í upphafi, en ef búast má við því að aukinn hagnaður náist í náinni framtíð ætti hér að vera um að ræða tækifæri sem útsjón- arsamir viðskiptajöfrar létu ekki fara fram hjá sér. Bókin um- rædda nefnir til sögunnar fjölda fyrirtækja sem hafa haft beinan efnahagslegan ávinning af því að innleiða aðferðir kenndar við hinn náttúrulega kapítalisma. En betur má ef duga skal. Þó margt gott megi segja um frjálsa og óhefta samkeppni á hlutabréfamarkaði, er hún líklega að hluta til ástæða þess hve hægt gengur að breiða út boðorðið. Þegar Karl Rabago, stjómandi hjá Rocky Mountain Institute og öflugur talsmaður náttúrulegs kapítalisma, var spurður að því hvort hann teldi líidegt að Banda- ríkin myndu leiða hina nýju, grænu iðnbyltingu, svaraði hann því til að hann óttaðist að svo yrði ekki. Fylgifiskur hinnar blóðugu samkeppni sem ríkti á banda- ríska hlutabréfamarkaðinum væri óeðlileg áhersla á skamm- tíma árangur fyrirtækjanna. Að öllu óbreyttu yrði það því ekki látið óátalið ef fyrirtæki legðu út í umtalsverðan kostnað vegna breytinga á framleiðsluháttum, jafnvel þó sýna mætti fram á langtíma efnahagslegan ávinning þessara sömu fyrirtækja - að ekki sé talað um myndina alla. Bandarísk stjórnvöld væru ekki líkleg til afskipta. „Mér þykir þetta miður, því ég kann virki- lega vel við kapítalismann að öðru leyti,“ sagði Rabago, sem taldi öllu sennilegra að upphaf grænu iðnbyltingarinnar yrði í Evrópu þar sem stjórnvöld væru síður líkleg til þess að láta ótta við ógnarvald hlutabréfamarkað- arins glepja sér framtíðarsýn. MENNTUN Kennslugögn - Nýjar námskrár og reynsla af fjölþættum út- gáfuháttum breyta kröfum til námsefnis og námsefnishöfunda. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnu Hagþenkis. Verður námsefnið á nýrri öld áhugavert? A-files er margmiðlunardiskur sem hlotið hefur verðlaun. Ritbjörgu er ætiað að vera rammi utan um ritsmíðar. Á disknum Leikskólinn er tekið mið af fjölgreind. # Hvað gerist þegar námsefni birtist á vefsíðum en ekki blaðsíðum? MARGMIÐLUN og net- útgáfa á námsefni opn- ar ný tækifæri fyrir út- gefendur og námsefn- ishöfunda ef þeir kynna sér mögu- leika tækninnar og hafa aðstöðu og fjármagn til að nýta hana. Þetta kom meðal annars fram á ráðstefnu, sem Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, efndi nýlega til um þróun námsefnis og námsefnisútgáfu. Þar kom ennfrem- ur fram, að hjá Námsgagnastofnun er áhugi á að stytta framleiðsluferli námsefnis og kennslugagna, fá fram nýja höfunda og auka verulega framboð á efni á rafrænu formi. Ráðstefnan bar yfirskriftina: „Námsefni á nýrri öld. Hvert stefn- ir? Forsjá eða frelsi. Frá blaðsíðum að vefsíðum“, og snerust framsögur og umræður á ráðstefnunni einkum um þrennt: Kröfur sem nýjar nám- skrár fyrir grunn- og framhalds- skóla gera um endurnýjað og nýtt námsefni, hvernig standa skuli að námsefnisútgáfu og áhrif tölvu- og fjarskiptatækninnar á námsefni, nám og höfundarvinnu. Framsögu- menn voru: Aðalsteinn Eiríksson deildarstjóri framhaldsskóla- og fullorðinsfræðsludeildar mennta- málaráðuneytisins, Ingibjörg Ás- geirsdóttir forstjóri Námsgagna- stofnunar, Sigurður Svavarsson for- maður Félags íslenskra bókaútgef- enda, Védís Skarphéðinsdóttir rit- stjóri kennslubóka hjá Máli og menningu, Tryggvi Jakobsson út- gáfustjóri hjá Námsgagnastofnun, Guðmundur Sæmundsson fjar- námskennari og námsefnishöfundur og Torfi Hjartarson lektor í kennslufræði og upplýsingatækni. Auknu fé veitt til námsefnisgerðar Á ráðstefnunni kom meðal annars fram að nýju námskrárnar lýsa námsmarkmiðum af nákvæmni og menntamálaráðuneytið gerir kröfu um að námsefni falli að þeim. Deild- arstjórar og kennarar ráða hins vegar hvaða efni er notað innan námskrárrammans. Verið er að semja nýtt námsefni og kennsluleið- beiningar fyrir nýjar greinar eins og lífsleikni og upplýsinga- og tæknimennt og í greinum þar sem áherslum er breytt eins og í tungu- málum á grunnskólastigi og sögu á framhaldsskólastigi. Auknu fé hefur verið veitt úr ríkissjóði til námsefn- isgerðar í fyrra og í ár, en 26 millj- ónum króna var í ár úthlutað til 80 verkefna á framhaldsskólastigi en 103 umsóknir bárust um samtals 63 milljónir. Hjá Námsgagnastofnun er áhugi á að stytta framleiðsluferlið, fá fram nýja höfunda og auka verulega framboð á efni á rafrænu formi. Stofnunin ver um 80 milljónum króna til kennsluhugbúnaðar í ár og í fyrra og eru nú 90 kennsluforrit í boði, þar af nokkur fyrir framhalds- skóla. I haust var byrjað að bjóða út námsefnisgerð allt frá samningu til prentunar. Undirtektir hafa verið frekar dræmar og ekki skilað tilboð- um sem eru undir kostnaðaráætlun stofnunarinnar. Helstu útgáfufyrirtækin, sem gefa út námsefni fyrir framhalds- skóla, sem selt er á markaði, hafa byggt á nánu samstarfi við starfandi kennara og fagfélög. Útgáfan hefur til þessa tekið mið af rúmum áfan- galýsingum fyrir helstu námsgrein- ar. Forlögin geta staðið fyrir útgáfu grunnefnis í greinum sem margir stunda, en útgáfan er kostnaðar- söm, markaðurinn lítill og endur- nýting bóka mjög mikil, sennilega um 50% strax á öðru ári frá frumút- gáfu. Styrkir menntamálaráðuneyt- isins renna einkum til þeirra sem semja efni fyrir námsáfanga sem fá- ir ljúka. Ekki er deilt um réttmæti þess að styrkjum frá því opinbera sé þannig varið. Öðru máli gegnir um styrki til námsefnisgerðar sem get- ur staðið undir sér. Reynsla af notkun námsefnis í rafrænu formi hefur vakið vonir um ýmiss konar ávinning af notkun þess. Bent var á að með margmiðlun og gagnvirkni opnast tækifæri til að virkja fleiri og annars konar hæfi- leika hjá nemendum en unnt er með námsbók eingöngu. Vænta má auk- ins áhuga nemenda, geti þeir ráðið hversu hratt er farið, valið stað og stund til að sinna náminu auk við- fangsefna að vissu marki. Á vefslóð- um er margar áhugakveikjur að finna. Einnig telst kostur að netút- gáfa og kennsluhugbúnaður getur gert auðveldara að svara eftirspurn eftir námsefni í greinum sem fáir stunda. Þetta nýja útgáfuform þykir henta vel þegar efnið krefst sífelldr- ar endurskoðunar og kennsluleið- beiningar á vefsíðum má endurbæta sífellt í ljósi nýrrar reynslu. Marg- miðlun og netútgáfa á námsefni opnar ný tækifæri fyrir útgefendur og námsefnishöfunda ef þefr kynna sér möguleika tækninnar og hafa aðstöðu og fjármagn til að nýta hana. Farvegir námsefnisútgáfu öþarflega þröngir Á ráðstefnunni kom meðal annars fram sú gagnrýni að farvegir náms- efnisútgáfu hér á landi væru óþarf- lega þröngir og dæmi um ríkisaf- skipti sem spilla eðlilegri sam- keppni og grafa jafnvel undan út- gáfufyrirtækjum sem selja náms- bækur fyrir framhaldsskóla. End- urtekin úttekt á starfi Námsgagna- stofnunar og æskilegu fýrirkomu- lagi námsefnisútgáfu fyrir grunn- skóla hefur að áliti gagnrýnenda utan Námsgagnastofnunar jafnan verið gerð á hæpnum forsendum, þar sem gengið er út frá því að reyna að finna leiðir til að spara, í stað þess að leita leiða til að auka fjölbreytni og gæði, sem kosta jafn- an sitt. Núgildandi lög um útgáfu grunnskólanámsefnis á vegum Námsgagnastofnunar gera næstum útilokað íyrir önnur útgáfufyrirtæki að hasla sér völl á þeim vettvangi. Gildistaka nýrrar námskrár á framhaldsskólastigi veldur útgáfu- fyrirtækjum í sumum tilvikum fjár- hagslegu tjóni og erfiðleikum, vegna þess að bækur, sem mikið fjármagn hefur verið lagt í, hverfa úr notkun án fyrirvara. Þá héfur menntamálaráðuneytið nýlega veitt styrki til útgáfufyrirtækja, sem ætla að gefa út grunnefni, sem ekki á að þurfa opinbert fé til, svo sem til sögukennslubóka og sýnisbókar ís- lenskra bókmennta. Styrkveitingin var það illa kynnt að hún fór fram- hjá útgáfufyrirtækjunum sem mesta reynslu höfðu af útgáfu námsefnis í þessum greinum. Þekkingu og virðingu fyrir höfundarrétti ábótavant Á námsefnisráðstefnu Hagþenkis var vikið að fleira sem krefst úrbóta. Nefnt var að víða væri takmarkaður og úreltur tækjabúnaður í skólum og framboð á vönduðu margmiðlun- arefni á íslensku væri enn af skorn- um skammti. Óskað var eftir skipulagsbreytingum í skólum og almennari áhuga kennara á að auka þau not, sem nemendur hafa af kennsluhugbúnaði og ódýrum, auð- veldum fjarskiptum. Nefnt var að ýmsar námsbækur fyrir framhalds- skóla mættu lækka í verði. Enn er reglan sú að höfundar vinna að verkum sínum í tómstund- um og fá ekki tækifæri til að helga sig starfinu. Margs konar ávinnings má vænta, verði breytingar á því, bæði hvað varðar gæði og verð. Þörf er á annars konar viðmiðun fyrir verk- og útgáfusamninga þegar námsefni er gefið út í rafrænu formi en gildir um útgáfu í prentuðu formi. Lengd texta skiptir þar minna máli en hvernig til tekst með samspil texta við myndir og hljóð- setningu og samsetningu verksins yfirleitt. Þá þykir bæði höfundum og útgefendum mikið skorta á að næg þekking sé fyrir hendi á höf- undarrétti og virðingu fyrir gildandi lögum og samningum. Enn er alltof algengt að seilst sé til útgefinna rita og þau ljósrituð umfram það sem samningar heimila eða efni tekið og birt á vefsíðum án þess að leitað hafi verið leyfis hjá rétthöfum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.