Morgunblaðið - 29.04.2000, Síða 48

Morgunblaðið - 29.04.2000, Síða 48
48 LAUGARDAGUR-29. APRÍD2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR miskunnarleysi samtímans og mað- ur spyr sig ósjálfrátt að hverju stefni í samfélagi okkar. Ung stúlka í blóma lífs síns, sem á framtíðina fyrir sér, er numin á brott. Þegar —jÉ^íkt reiðarslag dynur yfír fyllast bæjarbúar djúpri hryggð og samúð. Ljúfar minningar leita á huga minn. Aslaug var góð stúlka, glað- vær og hreinskilin. Námi sínu sinnti hún af samviskusemi og alúð. Það geislaði af henni lífsgleðin. Hún stóð jafnan fremst í flokki meðal jafnaldra sinna þegar útkljá þurfti einhver mál. Nú er einn hlekkurinn brostinn í þessari stóru keðju jafn- aldra hennar, sem var svo einstak- lega samheldinn og skemmtilegur hópur og kvaddi skólann sinn fyrir 4 árum glaður í bragði og bjartsýnn k tilveruna. Þau horfa hnípin fram á við og hugsa til glaðværrar skóla- systur með þakklæti í huga fyrir að hafa átt hana að vini. Eg minnist notalegra samverustunda og skemmtilegra ferða sem við fórum saman, t.d. að Reykjaskóla í Hrúta- firði, skíðaferðar í Bláfjöll, vor- ferðalaganna í Viðey og víðar, gróð- ursetningarferðar að Seltjörn og heimsóknar í Varmárskóla. Einnig skemmtilegra þemaverkefna um kirkjurnar okkar hér og fleira. Það var virkilega gefandi að starfa með þessum félagslynda og samhenta hópi nemenda. Ekki síst fyrir það hve góðan hug þau báru hvert til annars og átti Áslaug sinn þátt í að ájftajDa það andrúmsloft. Eg minnist einnig ljúfrar sam- vinnu við foreldra hennar og systk- ini og flyt þeim innilegar samúðar- kveðjur frá okkur í skólanum sem umgengumst hana mest. Megi góðar minningar um Ás- laugu hjálpa ykkur að takast á við sorgina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) HeJga Magnúsdóttir. Elsku Áslaug. Þegar okkur barst fregnin um þá hræðilegu atburði sem áttu sér stað þessa örlagaríku nótt vildum við ekki trúa þvf að svona nokkuð gæti gerst. Hvernig gast þú lent í slíkum hremmingum, þú sem varst alltaf svo kærleiksrík og jákvæð? Alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd og varst svo sannar- lega vinur vina þinna. Að eiga vinnufélaga eins og þig er dýrmæt gjöf á lífsleiðinni, gjöf sem maður metur aldrei sem skyldi fyrr en maður er búin að missa hana. Líf þitt á þessari jörð var stutt, en það *$em þú skilur eftir þig er ekki lítið. Þú hefur gefíð okkur, sem þig þekktu, hlýjar og góðar minningar auk þess sem þú hefur kennt okkur að meta hin sönnu lífsgildi s.s kær- leika, sanna vináttu, samstöðu og svona mætti lengi telja. Það er erfítt að sætta sig við það, að fá ekki að hafa þig með okkur lengur í leik og í starfi. En lífið Gróðrarstöðin mtcm * Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustig 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. heldur áfram og minningin um þig mun lifa í huga okkar. Elsku Áslaug, þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fyrir allar góðu minningarnar sem eru okkur svo dýrmætar. Megi góður Guð vaka yfir þér og fylgja þér á leið þinni á æðra tilverustigi. Kæru Alexander, Ella, Oli og ást- vinir allir, missir ykkar er mikill en megi minningin um Áslaugu ylja ykkur um ókomna tíð. Vinnufélagar á Garðvangi. Elsku Áslaug. Ég varð skelfingu lostin þegar hringt var í mig og mér var sagt frá þessum hörmulega atburði; að þú værir dáin. Þú sem varst svo ung, lífsglöð og samviskusöm. Það var svo gott að vinna með þér. Þú varst alltaf í svo góðu skapi og gast alltaf séð björtu hliðarnar. Við vinnufélagarnir eigum eftir að sakna þín sárt. Þú varst góður félagi og brosið þitt fallega yljaði okkur um hjartaræturnar. Þú varst svo ástfangin og hamingjusöm, nýbúin að stofna heimili með unn- usta þínum, honum Alexander. Ég sá þig hverfa í sólarátt sólskinsdag. Og sólin vermdi veginn þinn, þá var svo bjart um himininn, en svo kom sólarlag. Og húmið skyggði huga minn harma dag. Og hjartað fmnur söknuð sinn, þótt sólin gylli himininn er sífellt sólarlag. (Jörundur Gestsson.) Ég bið góðan Guð að styrkja Al- exander, foreldra þína og alla ást- vini. Svana. Laugardagur og klukkan er 12 á hádegi hjá mér þegar Ásta systir þín hringir í mig frá Alaska. Ég heyrði á henni að eitthvað hefði gerst. Ég fór því með símann inn í herbergi og lokaði að mér. Svo kom fréttin, þessi hræðilega frétt. Sím- talið var ekki langt því báðar áttum við erfitt með að tala. Elsku trippið mitt (en það kall- aði ég þig gjarnan) það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þig aftur í þessu lífi. Þú varst barnapían mín og síðar vinkona. Þú hættir ekki að koma til okkar þó svo að þú þyrftir ekki lengur að passa fyrir okkur. Það var mikið hlegið og mikið bullað þegar við hittumst. Við skemmtum okkur saman, fórum í utanlandsferð sam- an og þér tókst meira að segja að draga mig með þér í erobik! Ég veit ekki hvort þú gerðir þér nokk- urn tíman grein fyrir því hvað það var mér mikils virði, hve vænt mér þótti um það að þú kæmir í heim- sókn. Ég var alltaf jafnhissa á því hvað þú nenntir að umgangast þessa „kerlingu." Já, það koma upp ótal minningar og margar þeirra fá mig til að brosa í gegnum tárin. Eins og ég kynntist þér þá varst þú lífsglöð, hörkudugleg og yndisleg stúlka. Eða eins og synir mínir sögðu, þegar ég sagði þeim að þú værir dáin, „Áslaug! Sem var alltaf svo góð við okkur“. Þannig minnast þeir þín og það gerum við Addi líka. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Elsku Áslaug mín, takk fyrir allt. Hvíl í friði._ Elsku Alexander, Óli, Ella, Ásta, Dave.Valgeir, Solla, Elín María, Össi og aðrir aðstandendur og vinir. Við Addi sendum ykkur okkar dýpstu samúðarlcveðjur. Sigríður Þormar Vigfúsddttir. Það var alltaf svo gaman þegar Áslaug var að passa okkur. Hún var ekki bara alltaf að horfa á sjónvarp- ið og segja okkur að vera inni í her- bergi. Þegar þið (mamma og pabbi) fóruð eitthvað þá sagði hún: „Jæja, eigum við að koma inn í herbergi að kubba?“ Við fengum oft að vaka lengi og horfa á vídeó með henni. Hún var alltaf svo góð og skemmti- leg. Almar Dagur og Freyr Arnarssynir. VIGFUS JÓSEFSSON + Vigfús Jósefsson fæddist á Kúðá í Þistilfírði 24. júlí 1917. Hann lést á sjúkrahúsinu á Húsa- vík 19. apríl siðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jósef Vigfús- son, f. 5. apríl 1891, d. 24. september 1966 og Halldóra Jó- hannsdóttir, f. 28. janúar 1882, d. 21. aprfl 1940. Systkini hans eru Leó, f. 17. júní 1913, d. 7. mars 2000; Ingibjörg, f. 8. mars 1915; Benjamín, f. 11. ágúst 1925; hálfsystir hans Lára Fram- arsdóttir, f. 12. janúar 1902, látin fyrir nokkrum árum. Vigfús lærði um vet- urinn 1938, harmon- ikkuleik hjá Jóhanni Jósefssyni í Ormars- lóni og lék eftir það fyrir dansi í mörg ár. Vigfús kvæntist 13. júní 1942, Ragnheiði Jóhannsdóttir frá Hvammi í Þistilfirði, f. 25. febrúar 1922, d. 19. september 1978. Þeim varð ekki barna auðið en árið 1959 tóku þau í fóstur Sigrúnu Davíðs, f. 16. janúar 1953, nú bókasafnsfræðing í Reykjavík. Sigrún giftist 25. des- ember 1977 Eysteini Sigurðssyni, f. 29. október 1956, og eru börn þeirra Sigríður, f. 6. júlí 1977, nú Nú fækkar þeim óðum, sem gróskan gleður og gefa jörðinni allt, sem leggja sinn draum að landsins hjarta og lifa þó stundum sé kalt. Sem helga moldinni sína sögu í sigrandi þakkargjörð og skrá hana glaðir með grænu bleki á grundir, hóla og börð. Þú varst vordagsins vinur og blómans barn af bemskunnar fyrstu þrá. Þú eygðir þitt land í fjarlægri fegurð og §ölhn þín voru svo blá. En takmarkið náðist með traustri hendi og trú, sem var heilög sýn. Því eru svo full að gjöfulli gleði og gróandi sporin þín. Þú áttir svo mikið af mildi hjartans, sem mótaði líf þitt allt. Þú miðlaðir öðrum af auðlegð þinni svo engum varð hjá þér kalt. Þú hiúðir að öllu því viðkvæma og veika og veittir því lífsþrá á ný. Þótt höndin þín væri oft vinnulúin þá var hún samt mjúk og hlý. Nú dagurinn hniginn að djúpi sínu og döggvaðar hæðir og grund. Og sólþeyrinn vermir af mýkt og mildi ína minningu og kveðjustund. heiðríkju kvöldsins er fagnandi friður yfir fegurð þíns sólarlags. Og varpinn er grænn þar sem vinimir bíða íveröldhinsnýjadags. (Valdimar Hólm Hallstað.) Minningin er hlý, kær bróðir er genginn á braut, hugurinn leitar til gamalla tíma þegar við systkinin vor- um öll heima í föðurgarði heima á Kúðá. Störfín voru ærin, en alltaf var stund til að bregða á leik, og var Vig- fús ætíð hrókur alls fagnaðar. Þann- ig var hans lund, vinnusemi var hon- um í blóð borin, en alltaf stutt í að gera sér og sínum glaðan dag ef færi gafst. Að fara í góðan reiðtúr og bregða sér á milli bæja var honum sérstaklega hugleikið. Vigfús kvænt- ist sinni Ijúfu og góðu konu, Ragn- heiði Jóhannsdóttur frá Hvammi í Þistilfirði. Þau hófu búskap að Ytra- Álandi, síðar í Staðarseli og loks í Sætúni, þannig varð sveitin þeirra starfsvettvangur alla tíð. Dugnaður, samheldni, natni og umhyggja verða þeirra einkunnarorð þegar litið er yf- ir farinn veg. Útbreiddur faðmur var þeirra háttur, hvort sem um var að ræða frændur, vini eða ókunna, allir áttu skjól í Sætúni. Alltaf var pláss við matarborðið. Harmonikkan var Vigfúsi mikill gleðigjafi, oft var tekið lag á góðra vina fundum. Mörg voru þau bömin, sem send voru í Sætún og fengu þar gott veganesti á lífsins göngu, þar sem Ragnheiður og Vig- fús miðluðu þeim af sinni miklu um- hyggju og gæsku. Þau tóku að sér fósturdóttur, Sigrúnu Davíðs, sem ólst upp í Sætúni til fullorðinsára. Ragnheiður lést langt um aldur fram árið 1978 og varð missirinn mikill. Vigfús bjó síðan að mestu einn í Sæ- túni. Naut hann góðra vina og granna, sem litu til með honum og léttu störfin þegar á þurfti að halda, ekki síst nú hin seinni ár þegar heils- an bilaði. Samheldni okkar systkin- anna frá Kúðá hefur ætið verið mikil. Því urðu straumhvörf hjá Vigfúsi þegar Léó bróðir okkar lést nú fyrir skömmu, en þeir dvöldu saman nú um skeið á dvalarheimilinu á Þórs- höfn, þannig virtist lífsþrótturinn þverra. Mér var það mikil gjöf að fá að vera í návist þinni kæri bróðir þar til þú kvaddir okkar jarðneska líf. Þín systir Ingibjörg. Elskulegur föðurbróðir minn, Vig- fús Jósefsson á Sætúni, eða Vibbi á Sætúni eins og flestir kölluðu hann, er látinn. Nú eru liðin um 25 ár síðan ég, sem lítið stelpuskott, kom á heimili þeirra hjóna Vibba og Rögnu, til sumardvalar og til að sinna mikil- vægu starfi kúarektors. Ég var ekki fyrsta eða síðasta barnið eða ungl- ingurinn sem kom til sumardvalar hjá þeim hjónum, því þó kannski að húsplássið væri ekki mikið, þá var til staðar stórt hjarta og opinn faðmur þar sem alltaf var pláss. Mörg þess- ara barna héldu svo tryggð við þau hjón og síðar við Vibba þegar Ragna lést um aldur fram 1978. Þá þegar átti Vibbi við heilsuleysi að stríða. Hann var með asma og auk þess voru fæturnir famir að gefa sig eftir þrotlaust strit allt frá barns- aldri. Reynt hafði verið að bæta úr þessu fótameini hans með aðgerðum, með því skipta um liði í hnjám hans, en þær aðgerðir tókust ekki sem skyldi og var hann alltaf kvalinn vegna þess. En Vigfús gafst ekki upp, ónei. Hann minnkaði við sig og hætti kúabúskap en hélt áfram að sýsla um kindur sínar. Samvisku- semi hans og iðni sem bóndi var að- dáunarverð. Hann fylgdist glaður með gróandanum á vorin, þegar hann hleypti lömbum sínum til fjalls, og fylltist stolti þegar þau komu væn af íjalli á haustin. Harmonikkan var Vibba einnig kær, en sem ungur maður lærði hann hjá Jóhanni í Ormarslóni, og spilaði á böllum á sínum yngri árum. Þegar búskaparstritið hófst varð minna um frítíma til harmonikkuleiks en þegar hann varð sextugur endurnýjaði hann kynnin við hnappaharmonikku frá Jóhanni vini sínum í Ormarslóni og eyddi mörgum kvöldstundunum í að spila og að semja ný lög. Þegar Ragna lést varð Vibbi einn eftir í kotinu, þar sem Sigrún fóstur- dóttir hans var flutt til Þórshafnar með fjölskyldu sína. En þó er ekki hægt að segja að Vibbi hafi löngum stundum verið einn í Sætúni. Meðan Sigiún bjó á Þórshöfn komu hún og barnabörnin, Sigríður og Vigfús, sem voru stolt og yndi afa síns, oft í heimsókn og einnig bróðir hans, Leó, sem bjó á Þórshöfn. Og undirrituð, sem til margra ára kom að loknum skóla á vorin og fór með farfuglunum á haustin. Vibbi var mjög vinmargur og tryggir vinir, frændfólk og nágrann- ar komu oft, m.a. á sauðburði eða um sláttinn, til að rétta hjálparhönd og var stundum slegið upp veislu af litlu tilefni, harmonikkan dregin fram eða fónninn settur af stað og spilað og sungið og spjallað fram á rauðan morgun og á þeim stundum fylgdi að hafa glas af dýrum veigum í hendi. Vibbi nýtti oft tímann milli sauð- búsett í Frakklandi, og Vigfús, f. 8. júlí 1980, í Reykjavík. Sigrún og Eysteinn slitu samvistum. Vigfús og Ragnheiður hófu bú- skap á Ytra-Álandi 1942, fluttu þaðan í Staðarsel á Langanesi 1944 en fluttust svo í Sætún 1949 og voru þar með sauðfjárbúskap og síðar eitt af fáum kúabúum austan Öxarfjarðarheiðar með umtals- verða framleiðslu. Þegar Ragn- heiður lést 1978, leigði Vigfús rekstur kúabúsins og sneri sér al- farið að sauðfjárbúskapnum og sinnti honum, þrátt fyrir heilsu- leysi, nánast allt þar til hann flutt- ist í íbúðir aldraðra á Þórshöfn í janúar 1998. í byijun ársins flutti Vigfús svo á dvalarheimilið Naust, en var eftir áfall fluttur á spítalann á Húsavík þar sem hann lést 19. aprfl sl. Vigfús verður jarðsunginn frá Þórshafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Jarðsett verður á Svalbarði í Þistilfirði síðar sama dag. burðar og sláttar til að heimsækja systkini sín á Húsavík og á Akureyri og einnig marga aðra vini sem bú- settir voru víða um land. Milli þeirra systkina var gott samband og reyndu þau að hittast öll saman, a.m.k. einu sinni á ári, og komu þá gjarnan á aímæli Vigfúsar og þá var þröngt setinn bekkurinn í eldhúsinu á Sætúni og glatt á hjalla. Þó að ekki virtist vera á það bæt- andi ágerðist heilsuleysi Vibba enn og hann var greindur með sykursýki. Það var honum áfall, því hann hafði allt sitt líf lifað á feitu keti, smjöri og rjóma en varð nú að takmarka neyslu sína og lifa á grænfóðri, eins og hann orðaði það sjálfur. Svo fannst honum erfitt að missa Sigrúnu og fjölskyldu hennar til Reykjavíkur, því barna- börnin voru honum mikils virði og samband þeirra gott. Nú á síðari árum og eftir að ég flutti á annað landshorn minnkaði samband okkar Vibba og hittumst við seinast almennilega í 75 ára af- mæli hans í Sætúni. Eftir það voru nú samskiptin meira í gegnum sím- ann en í ferðum austur, því ég var komin með fjölskyldu og átti minna heimangengt. Seinast hittumst við í byrjun mars sl. þegar hann var fiutt- ur til Akureyrar með sjúki-aflugi, hann hafði þá fengið áfall og misst mátt í hægri hluta líkamans. Þá var af mínum manni dregið og ég sá ekki nema skugga af manninum sem ég þekkti svo vel. En enn reyndi á Vig- fús, því að skömmu eftir að hann kom í Naust aftur, frá Akureyri, eða 7. mars sl. þá lést bróðir hans og her- bergisfélagi, Leó Jósefsson. Eftir það var mjög af honum dregið og lífs- neistinn þvarr. Vibbi var svo fluttur inn á sjúkrahúsið á Húsavík nokkru síðar, þar sem hann lést úr lungna- bólgu 19. apríl sl. Minningaleiftur margra ára líða um hugann; af samhentum hjónum í fjósinu, hann að handmjólka ein- hverja kúna eftir vélmjaltir, ef hon- um fannst tæknin ekki ná nógu vel úr þeim, hún við skilvinduna í mjólkur- húsinu; ferðunum í Gifsanum með mjólkurbrúsana í mjólkursamlagið á Þórshöfn og ferðinni sem Gifsinn gaf sig; gleði Rögnu yfir nýja Land-Rov- ernum; sorginni við jarðarfor Rögnu á sólríkum degi í september ’78; óþurrkasumrinu ’79 þegar snjóaði 17. júní, svo að smala þurfti í hús og heyja þurfti í september; af bóndan- um glöðum yfir gróandanum og flekkóttu lömbunum sínum; af Vibba glöðum og reifum með harmonikk- una í fanginu, spilandi nýtt lag sem hann hafði samið á kvöldstundum eftir langan vinnudag; ég man erfið- ar stundir því við áttum ekki endi- lega alltaf skap saman. Já, í sorg og gleði er margs að minnast og margt að þakka. Élskulegur frændi minn, hafðu þökk fyrir hlut þinn í uppeldi mínu í skóla lífsins, ég tel mig betri mann- eskju fyrir vikið og ég tel mig einnig lánsama fyrir að hafa fengið að þekkja þig og Rögnu. Ég kveð þig nú með þessum ljóð- línum: Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.