Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 T------------------------ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Steingrímur Stefán Thomas Sigurðsson, Krummahólum 6, Reykjavík, fæddist á Akureyri 29. apríl 1925. Hann varð bráðkvaddur í Bol- ungarvík föstudag- inn langa 21. aprfl síðastliðinn. Hann rvar yngstur sex barna foreldra sinna, hjónanna Halldóru Olafsdóttur og Sig- urðar Guðmundsson- ar skólameistara við Menntaskólann á Akureyri. Hin, sem fullorðins aldri náðu voru í al- dursröð þessi: Ólafur, yfirlæknir á Akureyri (látinn), k. Anna Soffía Björnsdóttir; Þórunn, m. Richard Connolly Tunnard, lögfræðingur (látinn); Orlygur, listamaður, k. Unnur Eiríksdóttir og Guðmundur Ingvi, hrl., k. Kristín Þorbjarnar- dóttir. Steingrímur kvæntist Guðrúnu Bjamadóttur, meinatækni, 23. des- ~í ember 1956. Þau skildu eftir _ tveggja ára sambúð. Árið 1961 hóf Steingrímur sam- búð með Margréti Ás- geirsdóttur, loft- skeytamanni og sím- ritara frá Skógum í Amarfirði og stóð sambúðin til 1967. Þau eignuðust þijú börn: a) Steingrím Lárents Thomas, f. 21. júlí 1962, listteiknara, b) Jón Jón Thomas, f. 28. mars 1964, frkv.stj. Sölusviðs Islandssíma. Hann er í sambúð með Eh'nu Bjamadóttur, hjúkmnarfræðingi. Bam þeirra: Birta, f. 5. aprfl 1996. Yngst er c) Halldóra Maria Mar- grét, snyrtifræðingur f. 30. maí 1966. Fósturforeldrar Halldóru era Ásta Jónsdóttir hjúkmnar- fræðingur og Jóhann Þór Sigur- bergsson, Ijósmyndari. Eiginmaður Halldóru er Halldór Andri Hall- dórsson frkv.stj. Islensks harðvið- ar. Böm Halldóru og Halldórs eru Viktor Alexander, f. 17. febrúar 1992 og Aron Jóhann f. 8. maí 1996. Steingrímur varð stúdent 1943. Hann nam ensku og enskar bók- menntir við háskóla á Englandi ár- in 1946-1948 og sótti bókmennta- tíma í norrænudeild Háskóla Islands 1948-1949, cand.phil. vorið 1949. Námsdvalir í Oxford sumarið 1956 og Edinborg 1959. Kenndi ís- lensku við Menntaskólann á Akur- eyri 1944-1946, við Gagnfræða- skólann við Lindargötu í Reykjavík 1949-1950 og ensku og teikningu við Menntaskólann á Akureyri 1954-1960. Auk kennslunnar fékkst hann við ritstörf, stofnaði ásamt öðrum tímaritið Líf og List 1950, sem haldið var úti um tveggja ára skeið. Hann fékkst við blaða- mennsku og önnur ritstörf árið 1961-1966. Hann hafði myndlist að aðalstarfí frá 1966 til dánardags og mun hafa haldið rúmlega 100 mál- verkasýningar hérlendis og er- lendis. Hann fékkst við þýðingar og skrifaði nokkrar bækur, m.a. ævi- sögu sína, sem ber heitið Lausnar- steinn - Lífsbók mín. Viðurkenn- ing: „White Heart of the Irish Pioneers.“ Steingrímur snerist til kaþólskr- ar trúar 1959 og tók þá upp milli- nöfnin í nafni sínu, Stefán og Thomas. Utför Steingrúns fer fram frá Kristkirkju, Landakoti, í dag og hefst athöfnin klukkan 14. STEINGRÍMUR STEFÁN THOMAS SIGURÐSSON Ég kveð í dag ástkæran tengda- föður minn Steingrím St.Th. Sig- urðsson listmálara. I dag hefði hann orðið 75 ára gam- all, hann kvaddi skyndilega þennan veraldlega heim á föstudaginn langa, þegar hann tók sér hvíld frá uppsetningu á málverkasýningu á Bolungarvík. En þar var hann sína síðustu daga í vellíðan meðal góðra vina og vil ég þakka þeim þann mikla stuðning sem þeir sýndu okk- ur við þessar erfiðu aðstæður. Steingrímur dáði landsbyggðina, hann sá betur en margir verðmætin í mannfólkinu og náttúrunni úti á landi. Hin síðari ár bjó hann með Steingrími syni sínum í Reykjavík, en sótti mikið á Vestfirði og á Norð- urland, svo ekki sé minnst á fjöruna á Stokkseyri sem var honum mikils virði. Á sínum tíðu ferðalögum naut hann gestrisni og velvilja vina og kunningja sinna um land allt og þakkaði fyrir sig með ógleymanleg- um samverustundun með þeim. Hann upplifði hlutina sterkt, hann skynjaði persónueinkenni manna vel, og lýsti fólki á sinn hátt sem ein- "Ttenndist af mikilli virðingu, hann kallaði lögreglumann ekki löggu, heldur lögregluforingja. Ég minnist þess líka hversu fallega hann talaði um foreldra mína og systkin. Steingrímur var tilfinningavera, hann naut þess að vera með sonum okkar Halldóru, þeim Aroni og Vikt- ori, hann veitti þeim mikla ást og færði þeim iðulega ríkulegar gjafir, ríkulegri en hægt var að ætlast til af fullorðnum manni sem tileinkaði líf sitt listmálun. Það er eftirsjá í þessum mikla náttúrumanni og hans sterka pers- ónuleika, en hann lifði ekki eftir fyr- irfram ákveðinni formúlu, heldur líktist líf hans frekar hafinu sem var Sionum mjög kært. Halldór Andri Halldórsson. „hann batt eigi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn" Steingrímur S.T. Sigurðsson, vin- ur minn og bekkjarbróðir varð bráð- kvaddur vestur í Bolungarvík að kvöldi föstudagsins langa. Hann var yngstur okkar bekkjarsystkina frá M.A. 1943. Hafði alltaf verið stál- hraustur og „hugaður sem ljón,“ sem m.a. sást glöggt á því, að hann \V ný hringtrúlofaður glæsilegri myndlistarkonu, Kristínu Þórarins- dóttur, sem hann kvaðst unna hug- ástum. Steingrímur var búinn að bjóða vinafólki sínu til afmælisveislu 29. apríl, en þá hefði hann orðið 75 ára. Við vorum farin að hlakka til veislunnar, enda var Steingrímur Vtjjtull vel og hinn mesti gestahöfð- ingi. Torvelt er að lýsa margslung- inni skapgerð hans. Hjá honum mátti greina eðlisþætti, sem lítil eða engin samskipti eða samhæfingu höfðu hver við annan. Voru tæpast á viðræðugrundvelli. Annað veifið var hann svartsýnn og bölmóður, en hina stundina á hæsta tindi ham- ingjunnar. Geðið var hverfult eins og íslensk veðrátta. Oftast var hann þó bjartsýnn og skemmtilegur og einstaklega vökull og sjáandi á mannleg rök og rökleysur. Ég tel, að þessar andstæður og ólíku, en þó sterku eðlisþættir í lundarfari hans hafi átt rætur í gjörólíkum ættar- fylgjum. Steingrímur er löngu þjóðkunnur sem rithöfundur og myndlistarmaður og allir fullorðnir vitibornir íslendingar vita af hvaða bergi hann var brotinn. Fyrir þá, sem lítið eða ekkert vita í þá veru ætla ég þó að nefna nokkur skyld- menni hans. Tel ég þá ættfærslu renna stoðum undir „allt hans skapahregg", því ættmenn hans í móður- og föðurætt eru gjörólíkir. Steingrímur var borinn og barn- fæddur á Akureyri. Voru foreldrar hans Sigurður Guðmundsson, skóla- meistari Menntaskólans á Akureyri frá 1921 til ársloka 1947 og frú Hall- dóra Ólafsdóttir kona hans. Langafi Steingríms í föðurætt var Erlendur bóndi og dannebrogsmaður í Tungu- nesi í Langadal, Austur-Húnavatns- sýslu. Sá hafði skemmtan af mála- þrasi og baráttu og þótti mikill og sigursæll málafylgjumaður. Honum lét einkar vel að laða menn til starfa og dáða. Lifir þar nyrðra enn þessi setning Erlendar: „Vel er slegið, mikið er slegið, en meira verður slegið á morgun piltar mínir.“ Telja kunnugir, að Steingrímur hafi að ýmsu leyti líkst þessum forföður sín- um. Sonur Erlendar var Guðmund- ur bóndi og hreppstjóri á Æsustöð- um og síðar í Mjóadal í Laxárdal faðir Sigurðar skólameistara. Langa langafi Steingríms í móðurætt Sig- urðar skólameistara var Árni Hall- dórsson, bóndi á Tindum í Svínadal, kallaður veislustjóri. Þóttu veislur í Húnaþingi vart marktækar, ef Árni stýrði þeim ekki. Dóttir Árna var Þorbjörg á Reykjum á Reykjabraut, móðir Ingibjargar móður Sigurðar skólameistara. Frú Halldóra, móðir Steingríms var Sunnlendingur af gamalgrónum embættismannaættum, dóttir hjón- anna Þórunnar Ólafsdóttur frá Mýr- arhúsum á Seltjarnarnesi og séra Ólafs Finnssonar, prests á Kálfholti í Holtum. Ólafur var ættaður frá Meðalfelli í Kjós af Finsensætt. Móðir Ólafs var Kristín Stefánsdótt- ir prests á Reynivöllum í Kjós Step- hensens. Ég orðlengi ekki frekar ættfærslu foreldra Steingríms. Fað- ir hans, Sigurður Guðmundsson, Meistari eins og nemendur ávallt kölluðu hann, þótti á sinni tíð ein- hver merkasti skólamaður og uppa- landi landsins, enda heimspekingur og mannlífskönnuður, en frú Hall- dóra gáfuð tignarkona, sem hvar- vetna vakti virðingu og aðdáun. Er síst að undra þótt fjölþættir hæfi- leikar byggju í afkomendum slíkra hjóna enda reyndust börn þeirra öll mikið merkisfólk hvert á sínu sviði. Steingrímur var yngstur systkina sinna. Ég kynntist honum fyrst á vordögum 1937. Tókst fljótlega með okkur vinátta, sem oft reyndi á, en aldrei brást, þó að á ýmsu hafi oítið. Höfum við oft stundað þrætubókar- list og orðið heitt í hamsi. Frá því í 4. bekk vorum við sessunautar, fórum oft í Útgarð, í kvikmyndahús þar sem við hlógum dátt, þegar síst var viðeigandi og á Volgu, kaffihús KEA. Þar fengum við okkur stór- tertur og súkkulaði eða te og ristað brauð með osti og marmelaði, sem við smurðum á ostinn upp úr heilum skálum til að leifa ekki af því, sem fram var borið. Ekki þóttu þessar aðfarir til fyrirmyndar hér syðra. Við Steingrímur lásum íslensku saman undir gagnfræðapróf og stúdentspróf. Tókst lesturinn vel undir stúdentspróf, en miður fyrir gagnfræðapróf. Töldum við að bekkjarsystir, sem las með okkur undir gagnfræðapróf, hafi átt þar nokkra sök svo tíðlitið varð okkur á hana. Að okkar dómi mátti segja um hana eins og Ásu í Sturlaugssögu starfssama: „hún bar af öllum jóm- frúm henni samtíða sem rauðagull af eiri blökkum eða sem sól af himin- tunglum öðrum.“ Allt gekk þó stór- slysalaust, en sammála urðum við Steingrímur um, að best færi á að glæsikonur væru sem fjærst ætti að stunda próflestur af alvöruþunga og með árangri. Þegar á menntaskóla- árum hneigðist hugur Steingríms til málanáms. Voru íslenska, enska og latína uppáhalds námsgreinar hans. Var hann þá þegar farinn að lesa bækur eftir Kipling, Maugham, Graham Greene og síðast en ekki síst Shakespeare, sem hann kunni glefsur úr og sló um sig með, eink: anlega úr Macbeth og Hamlet. í stað þess að hefja þegar eftir stú- dentspróf nám í einhverjum hefð- bundnum námsgreinum í Háskóla Islands gerðist Steingrímur kennari í íslensku við Menntaskólann á Ak- ureyri frá 1944 -1946 og þótti hörk- ugóður kennari. Eftir það var hann í þrjú ár við nám í ensku og enskum bókmenntum við breska háskóla. Öðlaðist hann á þessum árum stað- góða menntun í þeim fræðum og kunni vel að meta Breta. 1946-1947 var hann m.a. við nám í University College í Nottingham á slóðum Hróa hattar og var þar samtíða Thor Vilhjálmssyni skáldi. Líkaði honum vistin þarna ágætlega. Kunni vel við öldurhúsin og sterkar Players sígarettur, sem hann reykti af slíkum ákafa, að sagt var, að reykjarmökkurinn kring um hann hefði stundum orðið eins og frá með- al eimlest. Hann barðist um tuttugu ára skeið gegn brjóstþolsspillandi reykingum og hvers konar áfengis- neyslu og hafði sigur. Þarf til slíks mikinn og þolgóðan viljastyrk, þeg- ar löngun knýr sífellt á. Eftir heimkomuna 1948 starfaði Steingrímur aðallega við kennslu og ritstörf. Var m.a. kennari við M.A. 1954-1960. Frá 1966 hafði hann myndlist að aðalstarfi og hélt yfir 100 sýningr hérlendis og erlendis. Á sama tímabili kom hann einnig oft fram í útvarpi og var til hinstu stundar sískrifandi greinar í blöð og tímarit. Skrifaði m.a. skemmtilegan greinaflokk um fyrsta mannaða tunglskotið, þegar Appollo 11 var skotið til tunglsins í júlí 1969. Fyrir utan tímaritið Líf og list sem Stein- grímur og Gunnar Bergmann gáfu út á árunum 1950-1952, hefir Steingrímur skrifað sjö bækur auk ævisögu sinnar, sem er mikil bók og ber heitið Lausnarsteinn - Lífsbók mín. Ýmsar snjallar þýðingar liggja einnig eftir hann. Ekki var Stein- grímur ósnortinn af kvennaþokka, en hélst ekki lengi á hverri. Mun þar um að kenna sviptivindasömu geðs- lagi hans. Hann kvæntist 23. desem- ber 1956 Guðrúnu Bjarnadóttur meinatækni frá Isafirði. Stóð hjóna- bandið tvö ár og var barnlaust. Árið 1961 hóf hann svo sambúð með Mar- gréti Ásgeirsdótur frá Skógum í Arnarfirði. Margrét og Steingrímur eignuðust þrjú mannvænleg börn. Fljótlega eftir að kynni okkar Steingríms hófust varð ég heima- gangur á því fagra menningarheim- ili sem skólameistaraheimilið var. Slíkt var ómetanlegt og verður aldrei fullþakkað. Það var ekki bráð- ónýtt að koma í kvöldkaffi til frú Halldóru og Meistara og fá bónda- dóttur með blæju, sem mér þótti Ijúffengust af öllu „bakkelsi". Á slík- um stundum voni hjónin ávallt kát, ræðin, spaugsöm og skemmtileg. Frábærir gestgjafar. Ég áleit að þeir, sem ælust upp við slíkar að- stæður hlytu að sigla hraðbyri í líf- höfn. Svo reyndist þó ekki um vin minn Steingrím. Hann hafði ávallt „fjall í fang“ og líf hans var oftast enginn dans á rósum. Fer svo um marga, sem hafa listagyðjuna að brúði og álíta ávallt að gæfuna sé að finna hinum megin fjalls. Erfiðastur mun þó tíminn í Roðgúl á Stokkseyri hafa reynst Steingrími, en þar bjó hann árin 1972-1974 og sá að mestu einn um uppeldi barna sinna. Allt tókst það þó vel. Börnin voru dug- mikil, ábyrg og stálhraust og Steingrímur taldi þetta reynslu- tímabil besta og lærdómsríkasta æviskeið sitt. Staðreynd var þó, að þá byrjaði hár hans og skegg að grána. Steingrímur var trölltryggur vinum sínum og höfðingi heim að sækja. Besta tómstundagaman hans voru viðræður við þá, sem gæddir voru andlegu fjöri og góðum gáfum. Sjálfur var hann ríkur að slíkum eig- inleikum. Grímur Thomsen segir m.a. í kvæðinu Elli: Neista geymir sögn og saga sálu mannsins hitaríka, og endurminning æfidaga omar hinum gömlu líka. Við Lúlú og aðrir sem þekktu Steingrím best munum minnast hans með innilegu þakklæti fyrir ógleymanlega og litríka samfylgd og biðjum honum blessunar á öðru til- verustigi. Börnum hans, barnabörn- um og öðrum aðstandendum vottum við innilega samúð. Barði Friðriksson. Við Steingrímur tengdumst vin- áttuböndum svo ungir, að upphaf vináttu (eða ætti ég að segja fóst- bræðralags) okkar er löngu horfið í óminni frumbernskunnar. Ekkert hefir megnað að slíta þessi bönd, hvorki tími, fjarlægðir né á ýmsan hátt ólíkt eðlisfar. Fundir okkar hafa alltaf verið fagnafundir, óháð aldri og aðstæðum. Við héldum oftast hópinn korn- ungir drengir og nágrannar, bræð- urnir Guðmundur Ingvi og Steing- rímur Sigurðssynir, Siglaugur Brynleifsson og ég. Þó voru þeir meiri félagar, Dummi og Diwi, enda jafnaldrar, en við Steini urðum aftur samrýmdari, jafngamlir tvo mánuði á ári hverju og tveim til þrem árum yngri en þeir. Leiksvæði okkar var einkum Menntaskólahúsið, skóla- lóðin og næsta nágrenni. Ýmsir heimavistarnemar urðu kunningjar okkar, þrátt fyrir aldurs- og þroska- mun. Einhverju sinni létu einhverjir þeirra Steina á bak gráa hrútinum hans Villa í Barði. Sá ferfætti og hornaprúði bekringur tók sprettinn alla leið norður fyrir Olgeirstún, þar sem hann setti grænklædda riddar- ann af sér eftir frækilega þeysireið. Við lærðum að hjóla á hjólinu henn- ar Tótu meistara og /órum í hús- bolta í skólaportinu. Iþróttakeppni var háð uppi við Tröð eða niðri á Austurvelli, og svo var ýmist hlaup- inn litli eða stóri hringurinn. Við eignuðumst bfla af fremur einfaldri gerð, sem samanstóðu af priki með áfestu loki af málningardós á öðrum endanum, en ölflöskutappi frá ljúf- menninu Eðvaldi Möller, sem rak öl- stofu niðri í bæ, var hafður í slitvörn milli dósarloksins og naglahaussins, sem annars vildi éta sig út úr lokinu. Við „tókum bensín" við nálæga brunahana og hlupum svo með prik- ið í ýmsar áttir, lengst til Reykjavík- ur (við tætturnar af kofa Árna væna á norðurbarmi Búðargils) með við- komu á Sauðárkróki, Blönduósi og í Borgarnesi, sem voru girðingar- staurar í sæmilega réttum fjarlægð- arhlutföllum. Holtavörðuheiði var stórþýfi neðan við Nýræktartúnið, erfið yfirferðar og hálfgerð veg- leysa. Fyrir kom, að upp hófust bar- dagar með lurkum úr Lystigarðin- um að hætti fornkappa, sem við höfðum kynnst af bókum. Ekki tjóaði að kveina eða æja undan höggum eða pústrum, slíkt hefði verið vansæmd og ósamboðið hetjum og heljarmennum, sem brugðu sér hvorki við sár né bana. Oft fannst mér Steini vera lengi að koma í sig morgunmatnum við eld- húsbekkinn hjá mömmu sinni, þegar mikilvæg viðfangsefni og merkileg ævintýri nýrisins dags biðu úti, en þá stytti húsfreyjan, blessunin hún frú Halldóra, sem mér þótti innilega vænt um, mér oft biðina með kakó- bolla og tvíböku eða einhverju öðru góðgæti. Á afmælisdegi Steingríms var mér einatt boðið til hádegisverð- ar við dúkað borð í borðstofunni, og þar voru bornar fram steiktar svína- kótelettur, sjaldgæfur hátíðamatur, sem við kunnum báðir að meta. Vit- anlega vorum við í sparifötunum. Þá kunnu Akureyringar mannasiði, enda höfðu þeir lengi verið áhorf- endur að háttprýði danskra og hálf- danskra höfðingja. Annars var Suð- urbrekkan okkar heimur, okkar Akropolis. Við strákarnir þekktum lítið til annarra hverfa og íbúa þeirra, þeir komu okkur einfaldlega ekki við. En þessir áhyggjulausu dagar liðu hjá, og alvara lífsins guðaði á glugga. Við höfðum lært lestur, skrift og reikning í foreldrahúsum, svo og lesgreinar barnastigsins, en í stað þess að senda okkur Steingrím í barnaskóla sömdu for- eldrar okkar um að fá úrvalsnem- endur úr Menntaskólanum til að segja okkur til í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði í tvo vetur. Fyrri veturinn kenndu okkur frú Halldóra og Ingvar G. Brynjólfsson, en seinni veturinn Ingvar og Bjarni Vilhjálmsson. Til að venja okkur við komandi áraunir setti Ingvar á svið hátíðlegt munnlegt vorpróf í ís- lenskri málfræði við grændúkað borð uppi á Sal Menntaskólans og kvaddi til prófdómara, Halldór Hall- dórsson, síðar prófessor, fyrra vor- ið, en bekkjarbróður sinn Kristján Eldjárn síðara vorið. Þá var Steing- rímur 10 vetra, en ég 11. Með þetta nesti fórum við í Menntaskólann og varð ekki að meini. Föður Stein- gríms, Sigurði skólameistara, þótti þó sonurinn vera of ungur til að ger- ast reglulegur nemandi þar þá þeg- ar, svo að við urðum ekki bekkjar- bræður. Allt um það vorum við góðir vinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.