Morgunblaðið - 29.04.2000, Síða 52

Morgunblaðið - 29.04.2000, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR stflnum atarna! Las hann hátt og snjallt með styrkri röddu og blæ- brigðaríkri og tíu fékk ég og byr undir vængi. Flott myndin af Steingrími frá -líforinu sjötíuogtvö í Hafnarstræti á hvurri hann snýr upp á yfirvara- skeggið við gangstéttarbrún og einn góðborgarann um leið, hreint ans- ans ári reffilegur. Það var hann líka haustið sjötíu- ogátta þegar við krossuðum Aust- urstrætið og undirritaður á afgan- pelsi með hýjunginn öðrum megin. Spurði Steingrímur hvurnin ég þrif- ist í New York! Þeim sið hélt hann næstu tíu árin á förnum vegi. Og glaðbeittur keyrði hann suður Brekkugötuna með mig á fund vorið níutíuogeitt. Dugði engin einstefna á Steingrím Sigurðsson! Hann var alltaf jafn ánægður með það sem maður var að dedúa þótt hann læsi það ekki sér til heilsubrests og þeg- ar ég sagði honum ævisöguleg tíð- indi í strætó fyrir nokkrum misser- um tókst hann enn á loft og fómaði höndum: bara passa uppá að hafa nógu helvíti mikla kontrasta í þessu! Og hress var hann á Bláu könnunni í fyrravetur með enn eina sýninguna og fór um bæinn eins og byssu- brandur með okkur Palla. Áfram veginn Steingrímur upp allar Sigurhæðir! Jóhann Árelíuz. Hjávegamótum logarlausnarsteinn úr landsins sál, það biður ferða óð, þú skópst þann stein ímálogmyndireinn viðmargóttsjálf og hreina lista glóð. Ólafur Thóroddsen. Skynjun okkar og tjáning er jafn njismunandi og við erum mörg. Sköpunarverkið snertir ólíka strengi í hjarta okkar. Ekkert okkar er ósnortið þó tjáningin sé marg- breytileg. Listamaðurinn finnur hjá sér köllun til að tjá það sem fyrir augu ber og leyfir okkur hinum að njóta á nýjan hátt. Listamaðurinn þarf að vera gæddur hugrekki en um leið dýpt. Þetta getur verið erfitt hlutskipti enda sálarlíf listamannsins oft næm- ara og um leið viðkvæmara en ann- arra. Hætt er því við að ekki sé alltaf svifið um í hæstu hæðum heldur far- ið um dimman dal. Steingrímur var listamaður sem var gæddur ríkri sköpunarþrá og mikilli atorkusemi. Persóna og lífs- Híiaup Steingríms kom sterkt fram í sköpun hans og ekki laust við að hægt sé að sjá samsvörun við líf hans í málverkunum af briminu við Stokkseyri, það braut oft á. List hans var ekki bundin við striga eða orð. Hún sveif hæst í sam- skiptum hans við samferðamenn. Það er fátítt að hitta fyrir menn sem búa yfir slíkri einlægni og visku sem Steingrímur bjó yfir og í raun afar dýrmætt. Steingrímur var tíður gestur á heimili foreldra minna og það var mér ætíð tilhlökkunnarefni þegar von var á væringjanum. Mannlýs- ingar hans og frásagnir voru stór- brotnar enda frá mörgu að segja. >4Steingrímur gaf sér líka tíma til að hlusta enda einkenndi auðmýkt og viska persónu hans. Honum var gef- inn sá eiginleiki að reyna að læra af lífinu. Ósjaldan undraðist ég þrek Steingríms og hefðu margir verið búnir að leggja árar í bát á lífsleið hans. Hefði hann verið spurður hvert veganestið væri hefði hann verið fljótur til svars: „Viska sem er visku þessa heims æðri, trúin. Það var þinn lausnarsteinn." Síðasta heimsókn þín var fyrir hálfum mánuði og þá fór ekki milli ftála að þú varst orðinn vegmóður en þó glaður og ákveðinn í að halda áfram lífsstarfinu. Þú hvarfst skjótt úr þessum heimi enda löng- um stórstígur. Ég er þakklátur Guði fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér og bið almáttugan Guð að gefa þér frið. :j Vigfús B. Albertsson. Hinn 22. apríl var ég á leið austur til Stokkseyrar að leiði foreldra minna í sól og blíðu þegar Suðurland skartar sínu fegursta og fjöllin eru eins og stórt listaverk. Sjórinn slétt- ur, Ölfusá liðast niður í hafið, far- fuglarnir að koma úr löngum ferð- um, farnir að syngja sín fegurstu lög. Allt í einu rofnar kyrrðin og það kemur tilkynning í útvarpinu; að sjálfur meistarinn, Steingrímur St. Th. Sigurðsson hafi orðið bráð- kvaddur í gær, föstudaginn langa. 18. mars sl. var ég á þessari sömu leið með Steingrími og börnum mín- um vegna jarðarfarar móður minn- ar. Hann sýndi henni og okkur þá miklu virðingu að vera þar viðstadd- ur og skrifa minningargrein um hana af sinni alkunnu snilld og ein- lægni. Það lýsir honum best hvað traust- ur vinur hann var. Um kvöldið fór hann með mér og börnunum heim til mín til að styrkja okkur sem góður faðir væri. Steingrímur hafði stórt skap, var sterktrúaður og bænheitur þegar við fórum saman í Karmelklaustrið í Hafnarfirði. Voru það ánægjulegar stundir sem styrktu okkar vináttu- bönd dýpra heldur en nokkur mann- legur máttur skilur. Það var ánægjulegt þegar meista- rinn hringdi, eða þegar ég fékk kveðju frá honum var alltaf við- kvæðið: hann vinur þinn bað að heilsa þér eða er með sýningu. Það fór ekki á milli mála hver maðurinn var. Ég átti ekki traustari eða betri vin en Steingrím. Hann var umtals- frómur og vinur vina sinna, var með afbrigðum glöggur á fólk, gat rakið ættir þess og hvaða mann það hafði að geyma. Síðast þegar ég hitti meistarann var ég að koma úr vinnu. Var kallað í mig: „Fóstri, ég keyri þig heim“. Þegar þangað var komið dró hann upp blað og penna og byrjaði að teikna mig. Að stundu liðinni stóð hann upp og gekk um alla íbúð mína og sagði: „Það er góður andi hér. Hún móðir þín er hjá þér eins og hún móðir mín er hjá mér.“ Að því búnu gekk hann til mín, tók utan um mig og kvaddi mig eins og ég væri sonur hans. Um kvöldið sá ég að hann hafði gleymt gleraugunum sínum. Ég hafði samband við hann aftur um kvöldið og bað hann mig þá um að geyma gleraugun. Að tveim dögum liðnum hringdi Steingrimur, kvaðst vera að fara langt í burtu. En gler- augun? spurði ég. Ég sendi þér bréf, þegar ég er komin þangað sem ég mun búa, þá gef ég þér heimilisfang- ið mitt. Þá sendir þú mér gleraugun og við skrifumst á. Ég bíð eftir bréfinu. Lát mig starfa, lát mig vaka, lifameðandagurer. Létt sem fuglinn lát mig kvaka, lofsöng, Drottinn, flytja þér, meðan æfin endist mér. Lát mig iðja, lát mig biðja, lífsins faðir, Drottinn hár. Lát mig þreytta, þjáða styðja, þerratároggræðasár, gleðja og fóma öll mín ár. (Oterdahl - Margr. Jónsd.) Votta bömum og öllum ættingjum dýpstu samúð. Guð blessi minningar um hann. Gunnar Valur. Steingrímur St. Sigurðsson er lát- inn. Steingrímur þekkti föður minn heitinn; Baldur Líndai, efnaverk- fræðing; og hafði faðir minn farið á myndlistarsýningar hjá honum; (og voru þeir reyndar báðir að mínu viti álíka listfengir frístundamálarar). Voru þeir báðir stúdentar frá M.A. Ég kynntist Steingrími á síðustu árum; sem hluta af menningarlega setuliðinu á Kaffi París við Austur- stræti, og á kaffisetrinu Fantasíu við Laugaveginn. Hann fylgdist síð- an með blaðaskrifum mínum upp frá því; með áhuga. Einnig tók hann skáldaviðtal við mig fyrir Morgun- blaðið; í fyrra. Við Steingrímur urðum samferða á stúdentahátíð í Menntaskólanum á Akureyri síðastliðið sumar. Og nú í vetur var af honum að frétta að hann hefði ráðist til tilsagnar í myndlist við Grunnskóla Patreksfjarðar. (En eins og sjá má í Kennaratalinu hafði hann komið víða við á ferli sínum; en jafnan stutt í einu). Rakst ég nú á hann síðla vetrar; í heimsókn sinni suður frá kennsl- unni; á Kaffi Rót á Rauðarárstíg; ásamt Haraldi Jóhannssyni, hag- fræðingi og rithöfundi. Rifjuðu þeir þá upp skóladaga sína í London á Englandi, á sjötta áratugnum: Höfðu þeir þar nokkrum sinnum séð til ferða sjálfs stórskáldsins T. S. Eliot. Þótti þeim þá ekki ólíklegt að hann væri þar að fara að sinna með- hjálparastarfi því sem hann hafði þá tekið að sér, í einni kirkjunni þar. Þykir mér því við hæfi að ljúka þess- ari minningargrein með því að grípa niður í þýðingu mína á leikriti Eliot er nefnist „Morð í dómkirkjunni“. Fjallar það um Tómas Becket, erki- biskup í Kantaraborg á Englandi á 12. öld. Það er freistari einn sem hefur orðið: Yðar tign mun ekki fyrirlíta gamlan vin sem er nú fallinn í ónáð. Góði gamli Tumi, káti Tumi, Becket af London, yðar herlegheit mun ekki gleyma kvöldinu forðum við ána þegar kóngurinn og þú og ég vorum allir vinir saman? Vináttuböndin okkar ættu að standast tímans tönn. Þú meinar þó ekki, herra, að nú þegar þú ert aftur að komast í náðina hjá konunginum, aðvið látumheitaað sumarið sé liðið ellegar að góðu kynnin endist ei? Flautuleikur í haganum úti víóluleikur í salnum inni hlátur og eplablóm fljótandi á vatninu, söngur er rökkva tekur, hvísl í herbergjum inni, eldar er éta í sig vetrartíðina, svelgjandi upp myrkrið, með fyndni, víni og visdómi! Nú þegar kóngurinn og þú eruðorðnirviniráný mega lærðir menn og leikir taka aftur fyrri gleði sína, ogkátínaoggáski þurfa ekki lengur að læðupokast um. Tryggvi V. Líndal. Hann hét fullu nafni Steingrímur Stefán Thomas Sigurðsson, en hann gaf sér yfirleitt ekki tíma til að skrifa það allt, og skammstafaði millinöfnin. Þess vegna álitu margir að hann héti Steingrímur Sankti Thomas. Þekktust er þó undirskrift- in hans, stgr. Það var í hans anda að skammstafa, því honum lá yfirleitt mikið á og tíminn of dýrmætur til að eyða honum í smáatriðin. Steingrímur gaf sér þó oft tíma til að koma í heimsókn til okkar. I hvert sinn bað hann okkur um að bregða Hot Lips Page á fóninn og þótt ekki hafi verið úr miklu að velja með þeim ágæta manni dugði það honum vel. Dálæti Steingríms á Hot Lips var mikið, en þeir höfðu kynnst á Jazzhátíð í París árið 1949. Eyddu þeir félagar viku saman í borginni og fóru mikinn. Þegar Steingrímur var blaðamaður á Vísi tók hann við- tal við Louis sjálfan Armstrong og til heiðurs Louis voru spiluð nokkur lög með honum. Þá var komið að því að spjalla um börnin okkar. Stein- grímur átti þrjú böm, sem hann var afar stoltur af. Svo var hann rokinn af stað, á hvítum platform-skóm og með baskahúfu og næst fréttum við af honum úti á landi. Steingrímur ferðaðist mikið um ísland og eignaðist marga vini, sem hann heimsótti reglulega. Einkum þótti honum gott að koma til Vest- fjarða og líklega hafa fáir heimsótt þann landshluta oftar en hann, nema ef til vill þeir, sem atvinnu hafa af því að fara þangað. Það var líka margt líkt með Steingrími sjálfum og vestfirsku veðurfari, himnesk blíða og heljargaddur og allt þar á milli. Steingrímur var vel gefinn maður og honum var margt til lista lagt. Hugurinn var frjór en sjálfsögun skorti. Hann þótti frábær kennari. Hann var blaðamaður á Vísi. Hann gaf út blaðið Líf og List, sem líklega er hátindur á sköpunarferli hans. Hann skrifaði bækur og málaði mál- verk. Enginn Islendingur hefur haldið fleiri málverkasýningar en hann. Hann var kappsamur maður, en forsjáin fylgdi ekki alltaf með. Hann var maður hinna óvæntu upp- ákoma, hann framkvæmdi hugdett- ur sínar án þess að hika og gekk þá oft mikið á. Já, Steingrímur fór sínu fram og var yfirleitt sáttur við guð og menn. Það sem hann var helst ósáttur við voru tillærðir spekingar og hrokafullar og snobbættaðar manneskjur. Kær vinur og frændi er fallinn frá. Andlát hans var óvænt, en þann- ig var hans stfll. Börnum Stein- gríms, sem reyndust honum ein- staklega vel, og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Sigurður Örlygsson, Ingveldur Róbertsdóttir og börn. Steingrími Sigurðssyni tókst það sem fáum hlotnast, að verða þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi. Það var stíll yfir honum og allt sem hann gerði, sagði og skrifaði vakti eftir- tekt. Því lá það í hlutarins eðli að hann lokaði lífsbók sinni á föstudag- inn langa rammkaþólskur maður- inn. Og hann valdi stað og stund, sofnaði svefninum langa hjá mál- verkunum sínum og vinunum fyrir vestan sem hann mat mjög mikils. Sá sem skrifar þessar línur átti því láni að fagna að vera vinur Steingríms frá barnæsku. Við sett- umst í 1. bekk Menntaskólans á Ak- ureyri haustið 1937 innan við ferm- ingu í stuttbuxum hversdags og matrósafötum til spari, smávaxnir báðir, Steingrímur árinu yngri. Hann óx mér fljótt yfir höfuð og þegar við urðum stúdentar frá MA 1943 var Steingrímur orðinn fjall- myndarlegur að eftir var tekið og þá þegar kvennagull. Steini meistari var hann kallaður í skóla. Faðir hans, Sigurður skólameistari, var bæði afburða kennari og strangur uppalandi og ætlaðist til mikils af yngsta syninum enda var Steing- rímur fluggáfaður og mikill náms- maður. Halldóra móðir hans, þessi glæsilega kona og mikla húsmóðir, lét okkur vini hans njóta vináttunn- ar við yngsta soninn. Steingrímur unni móður sinni mjög og lýsir því fagurlega í ævisögu sinni. Það er ekki meiningin að rekja æviferil Steingríms enda yrði það mér ofviða og í staðinn ráðlegg ég mönnum að lesa lífsbókina hans „Lausnarsteinn“. Það er skemmti- leg lesning. Steingrímur var mjög skemmtilegur maður, veisluglaður og gekk aldrei hægt um gleðinnar dyr, ræðumaður góður, annálaður kennari, þrautreyndur blaðamaður og rithöfundur, sískrifandi og vand- aði mjög málfar og stfl. Ekki má gleyma „Líf og list“ sem var tíma- mótarit. Áhugasvið hans var breitt þótt myndlistin ætti hug hans allan og dugnaðurinn var slíkur að hann hélt yfir 100 málverkasýningar. Hver einasta sýning var skemmtun út af fyrir sig, slíkur var ákafinn og áhugi listamannsins og orðgnóttin enda seldi hann vel. Nú er Stein- grímur allur, vinir hans sakna þess að hann kemur ekki lengur askvað- andi og kyssir alla fjölskylduna, seg- ir okkur frá síðustu sigrum sínum og ævintýrum, hlær svo undir tekur og allir smitast af glaðværðinni, húsið lifnar við. Hann er gjarnan í litklæð- um eða þá bara í skæruliðabúningi og veifar göngustaf eins og faðir hans forðum daga. Lífsgleðin geisl- ar af honum og í farteskinu eru svo málaragræjumar sem hann stillir upp við öll möguleg og ómöguleg tækifæri og er enga stund að smella einu portretti á blað. Hann er vinur vina sinna, trölltryggur og rýkur í símann og hringir í þá alla. Við há- tíðleg tækifæri kemur hann færandi hendi og myndir hans þekja alla veggi heima hjá okkur, sumar hreint augnayndi, slík var litagleðin, blómamyndirnar þykir mér vænst um. Sjötugur dúkkar hann allt í einu upp hjá okkur úti á Spáni, auðvitað í litklæðum með rauðan barðastóran hatt. Við ökum suður Gullströndina og í litlu fiskiþorpi finnur hann strax búð sem selur liti og hvað hann snýr litla kaupmanninum í kringum sig. Allsstaðar er hann númer eitt. Kon- ur snúa sér við á götu. Kvenhyllin er söm við sig. Steingrímur komst samt ekki hjá því að verða fyrir ýmsu mótlæti í lífinu, sumt tókst honum að yfirvinna með einstökum viljastyrk, hætti að reykja og drekka tímum saman og vann ötul- lega að því að styrkja aðra í bind- indi. En mótlætið setti á hann mark og nú er hann horfinn. Allt er aftur grátt og litlaust. Vinirnir syrgja og sakna. Við Lovísa mín og börnin okkar öll og barnabörnin sem muna hann senda börnunum hans, Stein- grími, Jóni og Halldóru, sem hann unni svo mjög, innilegustu samúðar- kveðjur, svo og systkinum hans og fjölskyldum þeirra. Jón Þorsteinsson. Páskadagana barst sú fregn að listamaðurinn væri látinn, hefði sofnað útaf á sýningu verka sinna og varð þar að ósk sinni að falla á víg- velli listagyðjunnar. Litir og léreft storkuðu honum alla tíð. Hamhleypan minnti á ljón og tígur sem býr sig til stökks á óvara bráð. Þá var inntak myndanna einsog skuggi í útjaðri vitundarinn- ar unz litur hneig að lit rétt einsog hljómur að hljómi. Enn annað sinn var tilefnið sjálft eða sýningarstað- urinn innspýting í myndverkin. Djassmenn voru honum Ijúfir og létu sig ekki um muna að mæta með hljóðfæri sín og stefja amríska djassópusa ef um var beðið. Mér er sérlega minnisstæð sýning í Nönnu- koti fyrir fáeinum árum þegar Steingrímur ákvað að sýna í litlu en afar hlýlegu Café í Hafnarfirði; veggirnir myndum þaktir, og ófáum stillt upp úti við. Chicago-djassinn flæddi hitaþrunginn á köldum vor- degi. Þar voru mættir verðugir amb- assadorar sveiflunnar; Guðmundur „papa jazz“ Steingrímsson með trommurnar, meistari Carl Möller við hljómborð og bassann knúði Gunnar Pálsson. Listamaðurinn sjálfur stóð galvaskur í hlaðvarp- anum við trönur sínar og málaði hitaþrungna mynd af tríóinu með blandaðri tækni, tveir penslar og krít í hvorri hendi; spjallað og spaugað. Steingrímur gaf Guðmundi síðar myndina. Þessi óvenjulega uppákoma vakti mönnum von um sól og sumar, enda fjölmennt. Þar kom að ekki hafðist undan að baka pönnukökurnar nema því aðeins að hætta að rukka fyrir beinann, enda sagði Steingrímur að vertinn væri aristókrat og þeir rukka ekki. Hann var leiftrandi penni og stfl- bragðið þungt og hvasst einsog feigðarbára þegar honum mislíkaði. Mannúð og mildi voru sterkir stofn- ar í lunderni hans, en Steingrímur var baráttumaður og hjó þungt og mikinn þegar honum þótti. Komm- únisminn var eitur og kapítalisminn ormagryfja. Þó var hann maður lítil- magna og einkaframtaks. Frjálst framtak var honum að skapi. Þó ekki frelsi sem helsi heldur frelsi hins upplýsta, sem velur og hafnar af hóflegri skynsemi. Listagyðjunni þjónaði hann af auðmýkt og virðingu. Afrakstur þeirrar sambúðar var ekki mældur í peningum heldur miklu fremur litþrungnum stundum leitandi huga, sem skynjaði sólir og seiðandi töfra í andrá sköpunarinnar. I samræðum mínum við Stein- grím dáðist ég jafnan að ættvísi hans og frásagnarlist. Þar réð mála- rinn ríkjum er hann dró upp leiftur- myndir af látnum og lifendum, djúpri, sterkri bassarödd, kryddað- ar mergjuðum frásögnum úr straumi samtíðar; kerskni, átök, göfuglyndi, svíðingsháttur, hrein- lyndi, flærð, hrekkvísi, fórnfýsi og húmor. Að lokinni frásögn glotti hann sínu tvíræða glotti, strauk úlf- grátt skeggið og augun skutu gneistum. Síðasta bók hans, ævisag- an Lausnarsteinn, geymir aðeins brot af þessum sagnasjóði. Aldrei verður sagt að Steingrímur væri lítilla sanda og sæva. Lundin var stór og stoltið sem hið foldgnáa fjall eða nær lagi hið hrjóstruga bjarg sem gnæfir mót brimum og báru samtíðar; þó ekki kalt og hneppt í þagnarfjötur heldur barst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.