Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 53 3- !' úr berginu ómstríður hljómur hlust- endum. Sjáendum, rétt í meðallagi skyggnum, gaf að líta seiðandi bjarmablik sem stafaði frá þessum fjölskrúðuga lífskúnstner. Því á ég enga mynda Steingríms og harma það. Aftur á móti finnst mér stundum áhrifamesta myndin sú er eftir situr í huga mér af lista- manninum sjálfum. Þar hnigu sam- an í kynngimögnuðu litaspili ólíkir eðlisþættir sem með meitlan og mót- un voru sveigðir til hlýðni að skapa hrifnæman berserk, hrjúfan lista- mann, heimsborgara og íslenzkan alþýðumann, sem var á heimavelli í stórborg og sveit; heimsvís og heimafróður. „Reykjavík er afspyrnuieiðinleg. Snobbið og smáborgarahátturinn eru yfirþyrmandi. En ég hef þörf fyrir þennan hreinsunareld. Sá sem þekkir ekki Helvíti kann ekki að meta Himnaríki," sagði hann einu sinni. Sveitirnar og landsbyggðin áttu hug hans allan, ekki hvað minnst hin síðari árin. Þar hélt hann ótaldar sýningar og varð tíðrætt um þær heiðurskonur og góðu drengi sem útveguðu sýningarpláss og studdu hann og styrktu. Óhætt er að fullyrða að íslenskt mannlíf missir lit og hljóm við fráfall Steingríms. Hann var litskrúðugur karakter, fjölmenntaður og fulltrúi hins lífþrungna listamanns og bó- hems. Með því er ekki sagt að líf hans væri dans á rósum. Örlagadís- irnar ófu honum vef sorga og sigra, mótlætis og meðbyrs engu síður en öðrum. En andstreymið var ögrun og Steingrímur klauf ölduna óragur, þrunginn lífsvilja og sköpunarþrá. Irski rithöfundurinn Oscar Wilde sagði einu sinni: „Þeir sem guðirnir elska yngjast.“ Steingrímur storm- aði um á sviði lífsleikhússins, keikur og kröftugur allt til hinstu stundar. Samúðarkveðjur fjölskyldu og að- standendum. Heill og eilífðarfriður gengnum góðvini. Haraldur G. Blöndal, María Aldís Kristinsdóttir og Ingunn Margrét Blöndal Þegar ég lít til baka og horfi yfir bernskuna sé ég alltaf betur og bet- ur hve sérstakt það hefur verið að alast upp á Þingvöllum. Vissulega á umhverfið allt sinn þátt í því, leik- svæði manns var eitt mesta náttúru- fyrirbæri íslands. En það var ekki síður fólkið allt sem átti leið um hlaðið heima. Maður fór gjarnan í sitt finasta púss og hitti kónga og forseta, geimfara og rithöfunda. Eg minnist margra mikilmennanna frá Þingvöllum en e.t.v. er Steingrímur sá allra eftirminnilegasti. Ég tel að upphaf vináttu Stein- gríms og foreldra minna hafi mátt rekja til ferða hans um Þingvöll er hann bjó'á Laugarvatni og starfaði sem blaðamaður. Kappinn Stein- grímur fór nefnilega gjarnan Lyngdalsheiðina til Reykjavíkur og telja má nokkuð víst að ekki hafi margir Laugvetningar notað þann veg til ferðalaga að gamni sínu. Og gera varla enn. Ég man eftir þessum manni sem hló svo hátt og var í klossum sem lét svo hátt í að við lá að bergmálaði í gjánni. Hann Steingrímur gerði flest hratt, hann talaði hratt, hann ók hratt og pensillinn hans gekk oft á tíðum svo ótt að sletturnar gengu í allar áttir. Ég man líka eftir krökkunum hans: Steingrími sem var svo líkur pabba sínum fannst mér, stór og myndarlegur, Jóni Jóni sem hét þessu makalausa nafni og ekki síður sætur og Halldóru sem mér fannst svo falleg að ég varð stundum hálf feimin. Steingrímur og krakkarnir dvöldu oft á Þingvöllum og oft var handagangur í öskjunni. Ekki má heldur gleyma Margréti, einni af Vestfirðingunum í lífi hans. Síðar kom Steingrímur oftast einn með ókjörin öll af dóti, pokum og pinklum fullum af heilsumeðulum og hann linnti ekki látunum fyrr en hann var búinn að kenna pabba að borða hvítlauk við öllum mögulegum og ómögulegum kvillum. Nálægum til mismikillar ánægju. Ég man líka þegar Steingrímur og pabbi fóru til Reykjavíkur og fengu þá afbragðs hugmynd að kaupa föt á pabba í leiðinni. Hann gleymist seint þeim er sáu, útgang- urinn á þjóðgarðsverðinum og prestinum Éiríki þar sem hann stóð á eldhúsgólfinu á Þingvöllum í skær- bleikri skyrtu með bindi og klút í vasa sem helst minntu á persneskt teppi í rauðum og fjólubláum tónum. Steingrímur hafði greinilega haft nokkur áhrif í fatavalinu. Bindið og klúturinn fóru í geymslu en skyrtan var stundum notuð. Bindið notaði jú undirrituð eitt sinn er hún lék hippa í barnaskóla. Það að kynnast fólki sem ekki fet- ar hinn hefðbundna veg meðalmenn- skunnar er gjöf sem gæðir líf manns fjölbreytileika og eykur manni visku. Steingrímur var maður sem gustaði af og vakti athygli. Stundum varð unglingurinn ég nokkuð þreytt á hávaðanum og írafárinu sem var í kringum hann og ógjaman settist ég t.d. upp í bíl hjá honum, þó ég viti ekki almennilega hvers vegna. Kannski blunduðu í undirmeðvit- undinni sögurnar sem bárust í Þing- vallabæinn er Steingrímur skældist yfir Lyngdalsheiðina hér áður fyrr á bílum sem áttu oft á tíðum ekkert skylt við þann flokk ökutækja nema að vera á fjórum dekkjum (og stund- um átti meira að segja eitt til að brotna undan.) Þó svo akstur og bflaumsjón hafi ekki verið sterka hliðin hans var eitt sem Steingrímur mátti eiga sem mig langar til að þakka hér og það var ræktarsemi hans við foreldra mína á meðan þau lifðu. Steingrímur kom alltaf nokkrum sinnum á ári og heimsóknum hans til mömmu fækk- aði ekki þó pabbi væri genginn. Það lét oft hátt í er þau ræddu málin og stundum þykknaði í mömmu og pabba þegar þeim þótti Steingrímur fara um of en alltaf voru samskipti þeirra í góðu og áreiðanlega öllum til ánægju. Mamma reyndist mun hugaðri en ég því eitt sinn er Steingrímur bauð henni í ökuferð með sér og vinkonu sinni vestur á Snæfellsnes, þáði hún það með þökkum. Steingrímur var hrifinn af Vest- firðingum og skapferli þeirra og honum þótti mamma bera þeim ágætt vitni og þó mamma teldi það ekki eftir sér að rekast svolítið í hon- um með eitt og annað skyggði það aldrei á sambandið. Mér finnst einhvern veginn við hæfi að Steingrímur hafi látist á Vestfjörðum, þeir og hann eru sam- ofnir í mínum huga. Far vel Stein- grímur og samúðarkveðjur frá okk- ur systkinunum til ykkar, krakkar, hann var kjarnakarl hann pabbi ykkar. Ingveldur Eiríksdóttir. Hvert ætlar þú herra! Ekki var á vísan að róa að spyrja Steingrím ferðalang Sigurðsson þeirrar spurningar. Leið hans lá svo víða í leit að lausnarsteini lífs hans. Ég kynntist Steingrími fyrir tveim- ur áratugum heima hjá Þórði bróður mínum. Doddi hafði eins og ég ánægju af að vera í návist manna sem ekki bundu bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Þegar þetta var hafði förumaðurinn sopið marga fjöruna og bikarana til botns bæði beiska og sæta. Hann hafði þá sagt skilið við Díonýsos sinn fyrir nokkru og varði sá aðskilnaður að mestu á meðan hann lifði. Þó mun hann hafa tekið hann aftur tali síð- asta árið, þó í minna mæli væri, enda minnkaði nú vindurinn í seglunum til muna, þótt reynt væri enn um stund að sigla hvassan beitivind með ferðlúnum seglum. Síðasta áratuginn var listmálar- inn tíður gestur á Vestfjörðum, sem hann unni allt frá því að fyrst hann leit þá. Hann elskaði vestfirsku fjöll- in og hrikalega fegurð þeirra sem hann festi gjarnan á striga. Mál- verkasýningar Steingríms hér vestra voru margar og vöktu eftir- tekt og ekki síst margslunginn pers- ónuleiki listamannsins. Kom hann á þeim ferðum tíðum á heimili mitt. Lá honum gjarnan þá svo margt á hjarta, með orðgnótt ótæpilegri, að hann mátti vart matast. Hafði hann enda frá mörgu að segja, margsigld- ur spretthlaupari um lönd og álfur og ennþá fullur lífsþorsta. Ég hafði ekkert heyrt frá Stein- grími það sem af var aldamótaári. Talað var um að hann hefði dvalist á Patreksfirði. í byrjun dymbilviku birtist listmálarinn í eigin persónu á ísafirði. Ég mætti honum á miðju Hafnarstræti með málaradótið sitt í hendinni. Ég sá strax að Steingrími var brugðið. Lítið örlaði á annars ið- andi hlátri hans og grunnt var á kviku innri manns. Hann bað mig aka sér út í Bolung- arvík, taldi fjöllin þar fallegust núna. Ég ók riddaranum sjónum- hrygga út með Djúpi. Hann var venju fremur þögull. Það flaug í hug minn að skáldið væri komið að brautarenda. Ég leit til hans þvert af Óshólavita. Hann drúpti höfði með lokuð augu. Það var þreyta í svipnum og sorgblandin þrá. „Sjáðu fögru fjöllin sem um- kringja Víkina,“ sagði ég til að vekja athygli hans. „Já, svaraði hann, þau eru svo sannarlega falleg.“ Ég stöðvaði bílinn fyrir utan Finnabæ, Steingrímur gekk hnar- reistur upp tröppurnar með málara- pokann sinn. Þar ætlaði hann að halda málverkasýningu sem varð hans síðasta. Þar fann hann lausnar- steininn, á föstudaginn langa. Eina raunsanna ástin í lífi Stein- gríms var ást hans á móður sinni, líkt og ást Péturs Gauts til Ásu móð- ur sinnar. Nú er Halldóra væntan- lega búin að endurheimta farand- sveininn sinn fótlúna um þessar mundir. Halldór Hermannsson. Löngu fjTÍr daga litsjónvarpsins lagði Steingrímur Sigurðsson gjarn- an leið sína inn í gráan hversdags- leika fjölmargra samferðamanna og gæddi dag þeirra lífi og litum. Svo um munaði. Kynni okkar félaga hófust á kaffi- stofunni á Vísi, hjá Magnfríði vin- konu okkar frá Hellnum, á fertugs- afmæli Steingríms í apríllok 1965. Undirritaður þá aðeins 19 ára gam- all, nýorðinn sumarliði á Vísi, en í anda vorum við jafnaldrar og urðum miklir mátar og vinir ævilangt. Á þessum tíma opnaði Steingrímur hinum unga kollega sínum undra- heima; það var farið í miðnætur- heimsóknir til Kristmanns skálds og annarra stórmenna andans - eða þotið að næturlagi vestur undir jök- ul ellegar norður í land að „int- ervjúa“ og taka þátt í þjóðlífinu. Báðir áttum við það sameiginlegt að hafa, hvor á sínum tíma, stuggað við kyrrðinni á kennarastofu MA - og orðið að taka pokann sinn fyrir vik- ið. Þótt upprifjun þess alls hafi orðið endalaus uppspretta gamanmála trúi ég þó að það hafi á sínum tíma verið erfiðari raun fyrir son skóla- meistarans, ungan kennara, að taka þessu fulkomna umburðarleysi þessarar gömlu stofnunar, sem lifði öll að því okkur þá fannst í fortíðinni og sögu sinni en skildi ekki nýjan anda og breytt samfélag. Það fannst okkur þá. Eins og í öllu öðru sem Steingrím- ur tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni var hann ekki blaðamaður að at- vinnu heldur af ástríðu. Skyndiferð- ir okkar á Singernum um landið voru heldur ekki aðeins ökuferðir, heldur fyrirlestraferðir um blaða- mennskuna og lífið. Blaðamannahá- skóli á hjólum. Fáum hef ég kynnst sem hafa átt jafn greiðan aðgang að fólki, enda hafði Steingrímur næmi með af- brigðum. Hann „las“ fólk eins og skot; nýtti sér veikleika þess í þágu blaðamennskunnar en kom um leið styrkleika þess til skila í leiftrandi meitluðum greinum sínum og viðtöl- um. Og alla gerði hann blaða- mennsku sína að lifandi upplifun, bæði fyrir sig sjálfan og ekki síður viðmælendur sína. Hann lét sér heldur ekki nægja að koma frásögn manna til skila; hann varð að koma persónuleika þeirra fyrir í viðtalinu. Mörg kvöldin var svo setið uppi á ritstjórn við að meitla og sníða við- tölin, velta orðum og leita að hinu fullkomna og endanlega formi. Full- komnunaráráttunni lauk heldur ekki við ritvélina. í próförk var aftur endurskrifað og umtumað og jafn- vel breytt orði og setningu við blý- setningarvélina á síðustu stundu. Líkt og íslensk veðrátta á til kom Steingrímur oftar en ekki fyrirvara- laust inn í líf manna eins og hvellur, þyrlaði fólki í kringum sig, og var svo horfinn. Það datt á dúnalogn, en allt hafði breyst. Ekkert var sem fyrr. Hann fór ótrúlega víða, kynnt- ist fleira fólki en flestir geta gert á lífsleiðinni og var enginn venjulegur gestur. Það er erfitt að ímynda sér að Steingrímur hafi náð sæmilega há- um aldri. Það var í rauninni aldrei hægt að taka aldur hans alvarlega. Persónan rúmaði svo mörg aldurs- skeið í senn. Ferill hans var líka óvenjulegur, langtum fjölbreyttari en tíðkaðist - fyrst kennsla, þá blaðamennska og loks myndlist, og margt annað í leiðinni. Og einhvern veginn varð þetta auk þess allt í senn. Hann var brautryðjandi í menningarblaðamennsku, þegar hann gaf út tímaritið Líf og list um nokkurra ára skeið. Ýmsir hafa kallað Steingrím bó- hem - lífslistarmann - en það skýrir ekki hinn fjölþætta persónuleika. í raun voru tveir grunnþættir hvað sterkastir í persónu Steingríms; íhaldssemi og trúrækni. Hann var íhaldsmaður í viðhorfum á mæli- kvarða hinna bestu borgaralegu gilda. Og hann var trúaður, sannur kaþólikki, sem efaðist aldrei né spurði, en trúði og treysti. Þar eins og í svo mörgu öðru fór hann þvert á strauma samtímans. Ytra byrðið var svo gáskinn, hláturinn, prakkara- skapurinn og ágeng viðræða þar sem enginn komst hjá því að afhjúpa eigin persónu og takast á við svolitla sjálfsskoðun. Háð hans og grín var líka ríkulega myndskreytt og fáir hafa ráðið yfir jafn kröftugu líkinga- máli í daglegu tali. Persónuleg kynni og tengsl Steingríms voru ótrúlega mikil og hann tengdi saman fólk hvar sem hann átti leið um. Hann varð fasta- gestur á fréttastofum og ritstjóm- um og hvar sem var úti í samfélag- inu. Hann var í raun eins konar Intemet síns tíma, löngu fyrir daga Netsins. Steingrímur kom jafnan og kvaddi fyrirvaralaust. Það gerði hann líka að þessu sinni - á föstu- daginn langa, þegar hann hóf hinstu heimsókn sína. Nú verður líflegt handan gullna hliðsins. Bjarai Sigtryggsson, Kaupmannahöfn. Hálfa ævi Steingríms, rúm 37 ár, áttum við meiri og minni samskipti. Nú er kappinn allur. Hann féll frá eins og stríðsmanni sæmir, mitt í stórri aksjón vestur í Bolungarvík í hópi góðra Vestfirðinga, - þannig vildi hann hafa það. Hann lifði lífinu lifandi allt þar til kallið kom á opn- unardegi einnar af rúmlega hundrað málverkasýningum sem hann hélt á rúmum aldarþriðjungi vítt og breitt um landið og víða um lönd. Steingrímur Sigurðsson var mað- ur óvenjulegur á flestan hátt. Hann var hávær, glaðbeittur og góðlyndur starfsfélagi á Dagblaðinu Vísi á sjöunda áratugnum, þrjátíu og eitt- hvað var hann í þá tíð, og hann var hið mesta tryggðatröll. Hann var sjálfstætt orkuver og vann sólar- hringinn út ef á þurfti að halda, kom sér upp búi og börnum, sem hann var alla tíð afar stoltur af. Hæfni Steingríms var mikil og hann var í hópi bestu blaðamanna landsins með hárbeittan penna og íslenskan hans var betri en allra annarra í stéttinni, jafnvel þótt hann ætti tiHfc* að sletta útlensku nokkuð ótæpi- lega. Það var gaman að fylgjast með ótrúlegri og óvenjulegri umhyggju Steingríms fyrir bömum hans og Margrétar Ásgeirsdóttur, þeim Steingrími yngra, Jóni Jóni og Hall- dóm Maríu. Lífið var ekki alltaf dans á rósum, en Steingrímur gerði ævinlega sitt besta og jafnvel meira en það. Steingrímur var ekki bein- línis Norðurlandamaður í sjón og skar sig úr götumyndinni í Reykja- vík. í sólarlöndum hefði hann frekar* * fallið inn í þessa mynd. Það var ekki aðeins dökkur húðlitur og hár sem var suðrænt, heldur líka sveiflu- kennt skapferlið. Á þessum ámm brölluðum við Steingrímur og félagar margt og fyrir kom að hann var bflstjóri okkar hinna á eðalbifreið sinni af Singer- gerð. Þjóðfélagið var sakleysislegt á þessum tímum, en eitthvað vom menn að fikta við áfengi, nema Steingrímur, sem þá var sérfræð- ingur í að blanda saman kaffiteg- undum þannig að úr varð góður drykkur. Steingrímur hafði átt við áfengisvandamál að stríða, en komst yfir það af sjálfsdáðum og stóð teiix- réttur ámm og áratugum saman. Síðar tók þessi meinsemd sig upp aftur og olli vinum hans áhyggjum. Ég átti það til að skamma Stein- grím fyrir að blóta Bakkus kóng, enda vom skoðanaskipti okkar vægðarlaus þegar við átti. En hann kunni að meta hreinskilni og aldrei slitnaði sambandið okkar í milli. Steingrímur lifði lífinu á þann hátt að tekið var eftir, hvar sem hann fór. Og góð lund hans aflaði honum aragrúa af kunningjum, en*_ einnig óvenju mikils fjölda góðra og sannra vina. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að vinahópurinn hafði áhyggjur af Steingrími síðustu árin. Hann hafði ekki safnað forða til elliáranna, - þau ár vom honum gjörsamlega framandi, og hann lifði út ævina sem ungmenni, það var hans ákvörðun og við hana stóð hann. Steingrímur hafði boðið ýmsum vinum til enn óstaðsettrar 75 ára af- mælisveislu í dag. Af henni verður ekki. Steingrímur hélt veglega upp á ýmsa áfanga í lífinu, hann var góður gestgjafi og örlæti hans náði til síð- ustu krónunnar í vasa hans. Fátt gladdi hann meira en að þéna vel á sýningu, - og veita síðan vinum síri-^ um af allsnægtabranninum. Og nú er Steingrímur allur og ég þykist vita með vissu að ótrúlegur fjöldi fólks saknar hans einlæglega. Þakka þér góð kynni, Steingrímur, far vel á nýjum vegum. Jón Birgir Pétursson. ( G, ^RÐHEIMÁ ABÚÐ • STEKKJARBA SÍMI 540 3320 1 ; TfeK Vesturhlíð 2 Fossvogi Sfmi 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. *mm) • yiJQ\vS^ Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.