Morgunblaðið - 29.04.2000, Síða 68

Morgunblaðið - 29.04.2000, Síða 68
'68 'l!augXrDa‘gu11 y.'Á^kíL 2000 FRÉTTIR I DAG MbRGtlN:BLÁ6'rD Bænaganga á Þingvöllum vegna Kristnihátíðar ■ FYRSTA bænaganga sumarsins á Þingvöllum verður sunnudaginn 30. apríl strax að lokinni guðsþjón- ustu í Þingvallakirkju sem hefst kl. 14. Gengið verður í kyrrð til þeirra staða á Þingvöllum þar sem helgi- hald mun fara fram í Almannagjá, Hestagjá, á Völlunum, á Lögbergi og síðan aftur til Þingvallakirkju. Stutt viðvera verður á hverjum stað, valdir staðir úr Biblíunni sem tengjast þeim verða lesnir og beðið verður fyrir þeim þáttum Kristni- hátíðar sem þar fara fram sem og hátíðarhöldunum öllum, að þau megi verða til blessunar og upp- byggingar íslenskri þjóð og kirkju, segir í fréttatilkynningu. Gengið verður að þessu sinni í rúman hálf- tíma og lýkur göngunni í kirkjunni þar sem veitt verður fararblessun. Það er hópur kvenna í kirkjunni sem á frumkvæðið að bænagöng- unni sem verður í sumar í sam- vinnu við Þingvallasókn og Bisk- upsstofu. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir til messunnar og göng- unnar. Fræðslustígur vígður í Heiðmörk NÝR fræðslustígur verður vígður sunnudaginn 30. apríl kl. 13.30 í Heiðmörk. Athöfnin verður við án- ingarstaðinn við Helluvatn. Sparisjóður vélstjóra hefur kostað gerð 45 fræðsluskilta sem komið hef- ur verið upp við göngustíg sem er um 9 km. langur. A þeim er að finna ýmsan fróðleik um náttúru og sögu svæðisins. Myndir á skiltunum eru eftir listamennina Brian Pilkington ■“Vig Eggert Pétursson og textann gerðu Asgeir Svanbergsson og Vign- ir Sigurðsson. Að lokinni vígslunni verður farið í gönguferð og verður lögð áhersla á fuglaskoðun. Auk umsjónarmanna verða fuglafræðingar með í ferð. Boðið verður upp á ferð frá Mjódd í Breiðholti endurgjaldslaust og verður farið þaðan kl. 13 með bfl frá Guðmundi Jónassyni merktum Heiðmörk. Samstarfsaðilar Skógræktarfé- lags Reykjavíkur eru: Sparisjóður vélstjóra, Fuglaverndarfélag Is- lands og Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. ------*-++------- Vorsýning og handverks- markaður HIN árlega vorsýning verður haldin í Gjábakka dagana 30. apríl og 1. maí á handmunum eldra fólks í Kópa- vogi. Sýningin er afrakstur huga og handar þess fólks sem heimsótt hef- ur Gjábakka á liðnum vetri. Sýningin verður opin báða dagana frá kl. 14 til 18. Vöfflukaffi verður selt báða dagana frá kl. 15 til 17. Að- gangur að sýningunni er öllum heim- ill án endurgjalds. Handverksmarkaður verður einn- ig þessa daga í Gjábakka. Þar býður eldra fólk til sölu handunna nytja- og skrautmuni auk þess sem eitthvert lostæti verður til sölu. Handverks- markaðurinn er opinn á sama tíma og sýningin. Hjóladagar á vegum Hvells VERSLUNIN Hvellur stendur fyrir hjóladegi 1. maí nk. Safnast verður saman við Hvell að Smiðjuvegi 8 um kl. 10. Haldið verður af stað frá Smiðju- vegi um kl. 11 og hjólað norður Smiðjuveg að Traðarlandi, um hjóla- stíg og hjólað neðan Láglands í átt að Kringlumýrarbraut og áfram haldið til norðurs að Markarvegi og yfir nýju göngubrúna yfir Kringlumýrar- braut. Þaðan verður hjólað að Nesti í Fossvogi. Frá Nesti verður hjólað lun Sæbólsbraut og upp á Kársnes- braut, neðan Asbrautar. Haldið verð- ur til austurs sem leið liggur að Toyota að Nýbýlavegi. Þar verður áð og boðið upp á einhverjar veitingar. Frá Toyota verður haldið áfram aust- ur Nýbýlaveg í átt að Smiðjuvegi 8. 15-20 hjól verða seld á uppboði og er lægsta boð 500 kr. Uppboðið verð- ur tvískipt: Notuð og ný hjól verða seld áður en hjólað verður af stað frá Smiðjuvegi og síðari helmingur upp- boðsins hefst þegar þorri fólks er kominn aftur að Hvelli. Vífilfell og Freyja styrkja daginn. ---------------- Rytmisk tón- listarkennsla ÞRIGJGA tíma námskeið um rytm- iska tónlistarkennslu á vegum Sí- menntunarstofnunar Kennarahá- skóla íslands verður haldið fimmtudaginn 4. maí kl. 14:30 í Kennaraháskóla Islands við Stakka- hh'ð í stofú M-201. Námskeiðið er einkum ætlað kennurum á yngri skólastigum en allir sem áhuga hafa eru velkomnir. Kennari á námskeiðinu er Thorunn Bakken Hauge, lektor við kennara- háskólann í Bergen. Thorunn mun fjalla um hugmyndir og áherslur í rytmiskri tónhstarkennslu og sýna myndband og kennsluefni sem ætlað er nemendum í 1.-4. bekk í Noregi. Thorunn gerir ráð fyrir virkri þátt- töku námskeiðsgesta í söng, dansi og notkun skólahljóðfæra. Hámarks- fjöldi er 15-20 þátttakendur. Að- gangseyrir er 1.000 kr. GRILLMARKAÐUR - Eitt mesta úrval landsins af gasgrillum á góöu veröi Komdu og skoðaðu árgerð 2000. EIGUM - VARAHLUTI r 0G FYLGIHLUTI ^^nQ\V.l r FYRIR GASGRILL. i Char-Brofl. Tegund 463-2012 o fíflrrMIWí LLiwysasuj Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500. 0PIÐ I DAG 10-14 VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Slæm þjdnusta ÉG las í Velvakanda laug- ardaginn 15. apríl sl. um samkipti konu við barna- vöruverslunina Olavíu og Óliver í Glæsibæ. Ég og dóttir mín keyptum barna- kerru fyrir rúmu ári hjá þessari sömu verslun og héldum við að okkar tilfelli væri einstakt, en svo er greinilega ekki. Við fengum vægast sagt afar slæma þjónustu. Dóttir min valdi sér kerru fyrir nýja barnið sitt og þar sem þetta var síðasta kerran af þessari gerð og ískraði mjög í hjól- unum var ákveðið að hún fengi ný hjól þegar næsta sending kæmi. Svo leið og beið og alltaf voru hjólin að koma og hún marg búin að fara og láta smyrja hjólin án árangurs. Þegar liðið var hálft ár án þess að nokkuð hefði verið gert annað en að smyrja hjólin ákvað hún að hringja í eig- andann. Hann sagði okkur að koma og fá ný hjól. Þeg- ar við komum í verslunina eru þetta hjól af annarri gerð af kerru og eru öðru- vísi á litinn, svo hún segir við eigandann að þetta finn- ist henni léleg þjónusta; eftir hálft ár geti hann látið okkur hafa hjól af annarri gerð? Af hverju hann hafi ekki bara gert þetta strax? Þá bregst hann hinn versti við og segir að það ískri alltaf þegar járn og plast fari saman og talar hann um að við komum bara til að rífast og vera með leið- indi og þetta segir hann þótt það sé fullt af fólki í versluninni. Eftir þessa reynslu höfðum við sam- band við Neytendasamtök- in og við verslunina. Þegar Neytendasamtökin voru komin í málið hafði eigand- inn samband við okkur og sagði að það væri þeim kappsmál að hafa við- skiptavini sína ánægða. Nú vildi hann allt fyrir okkur gera, gott og vel, og bauð dóttur minni að koma og fá nýja kerru sem hún og gerði, en sama ískrið er enn til staðar og allir búnir að fá nóg_ af versluninni Ólaviu og Óliver. Svava Eyland Þakkir og fleira KONA hafði samband við Velvakanda og langaði að koma eftirfarandi á fram- færi. Ég þurfti að snúa mér til verslunarinnar Oasis í Kringlunni vegna vöru- kaupa sem þar voru gerð fyrir nokkru. Allt viðmót, þjónusta og sú aðstoð sem ég fékk hjá Oasis var til fyr- irmyndar á allan hátt. Gaman væri ef allar versl- anir væru þessari líkar. Fyrir stuttu keypti ég sunnudagsblað Berlingske Tidende sem verðmerkt er á 12 krónur danskar. Fyrir blaðið þurfti ég að borga 680 íslenskar krónur eða sem svarar ca. 65 dönskum krónum eða fimmfalt verð- gildi. Hvað ræður og veldur þessum gífurlega verð- mun? Innkaupsverð inn- flytjanda er varla DKK 12, þannig að íslenska verðið er jafnvel hærra. Miðvikudaginn 19. apríl sl. ók ég niður Laugaveg og horfði á fólk úr bifreið fyrir framan mig henda út fjöl- breyttu úrvali af rusli, þ.e. plastumbúðum af gos- drykkjum, bréfarusli, lítilli kókómjólkurfernu og fleiru, en slóðina mátti rekja frá Barónsstíg að Bankastræti. Páskadagsmorjrun í Áskirkju ÉG vil_ þakka bæði starfs- fólki Askirkju og kirkju- gestum sem hjálpuðu mér, er ég í miðripáskamessu féll niður og truflaði með því hátíðarstund í kirkj- unni. Þau studdu mig og hlúðu að mér þar til sjúkrabíllinn kom til að flytja mig á sjúkrahús. Ég vil einnig þakka séra Árna Bergi fyrir einstakan stuðning og hlýju. Halldóra Aðalsteinsdóttir Tillaga að nafni MÉR finnst ótækt að fólk bögglist við að nota orðið erfðagreining, ég legg til að þetta þjóðþurftarfyrirtæki verði nefnt Kárína. Björn Tapad/fundid Falleg dúkka fannst við Ljósheima ROSALEGA fafleg dúkka með heklaða húfu fannst á leikvellinum við Ljósheima. Upplýsingar í síma 588- 6664 eða í símboða 845- 9902. Fjallahjól týndist í Seljahverfí MONGOOSE DX 6,7 fjalla- hjól var tekið úr hjólag- eymslu í Engjaseli 29, að- faranótt 19. apríl sl. Hjólið er mosagrænt að lit með dempara og brettum. Hjól- ið var á breiðari dekkjum en gengur og gerist. Hjólið var læst. Ef einhver hefur orðið var við hjólið eða veit hvar það er niðurkomið vinsamlega hafið samband í síma 893-4663. Grá myndavélartaska tapaðist GRÁ myndavélartaska með tveimur myndavélum tapaðist í mars sl., gæti ver- ið úti á Gróttu á Seltjarnar- nesi, en er þó ekki víst. Ef einhver veit hvar taskan er niðurkomin, er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 567-1898. Fundarlaun. Med morgunkaffinu VA _ — — -TftRNOWSKI Það besta við þennan stað finnst mér að það má ekkidrekka vatnúr krananum. Víkverji skrifar... VÍKVERJI er talsmaður þess að menn sýni umburðarlyndi í trúmálum. Það má þó ekki ganga svo langt að auðmýktin og mannkærleik- urinn fari að koma niður á þeim sem standa okkur næst. Menn verða að gæta þess að beygja sig ekki svo djúpt í duft umburðarlyndisins að minnihlutahópar fari að njóta forrétt- inda á kostnað þeirra sem fram til þessa hafa borið uppi íslenskt samfé- lag og framþróun íslenskrar menn- ingar. Víkveiji nefnir þetta hér vegna orðróms sem honum hefur borist til eyma um sérþarfir sængurkvenna af ákveðnum trúarbrögðum, en sam- kvæmt trúnni mega þær ekki liggja á sjúkrastofu með öðrum sængurkon- um heldur verða að hafa stofu út af fyrir sig. Sagan, sem Víkveiji hefúr eftir heimildum sem hann telur áreið- anlegar, er í stuttu máli á þá leið að rýma hafi þurft sjúkrastofur á fæð- ingardeildum hér á landi vegna þess- ara sérþarfa, á sama tíma og íslensk- ar sængurkonur hafi orðið að liggja á göngunum vegna plássleysis á við- komandi deildum. Víkveiji selur þessa sögu ekki dýrar en hann keypti hana en sé einhver fótur fyrir henni, þó ekki væri nema flugufótur, telur Vfkverji ástæðu til að grípa í taum- ana. Hér er vitaskuld úr vöndu að ráða því trúmál eru afskaplega viðkvæm í eðli sínu og siðir og venjur sem þeim tengjast oft heilög lögmál í hugum hinna rétttrúuðu. En hvar á að draga mörkin og hveijir eiga að víkja þegar siðir og venjur ólflcra trúarbragða rekast á? Er það sjálfgefið að vegna kristilegs umburðarlyndis skuli ís- lenskar sængurkonur vera homkerl- ingar á sjúkrahúsum í eigin landi? Nú er auðvitað viðbúið að einhveijir ijúki upp til handa og fóta og saki Víkveija um ofstæki og fordóma gagnvart trúarbrögðum sem eru honum framandi. Svo er þó alls ekki. Víkveiji vill sýna fólki, sem játar önn- ur trúarbrögð en hann, umburðar- lyndi. En hann vill gera það með reisn og án þess að þurfa að beygja sig í duftið. XXX VÍKVERJI horfði á þáttinn „Mað- ur er nefndur" í sjónvarpinu síðastliðið miðvikudagskvöld, þar sem rætt var við Ingólf Guðbrands- son tónlistar- og ferðamálafrömuð. Það var ánægjulegt að hlusta á Ingólf segja frá, enda er hann afar vel máli farinn og hefur frá mörgu áhuga- verðu að segja, þótt þátturinn væri vissulega of stuttur til að gera því öllu viðhlítandi skil. Ingólfur hefur lengi staðið í straumróti íslensks þjóðlífs og verið bæði umtalaður og umdeild- ur. Hitt verður þó aldrei frá honum tekið að áhrifa hans gætir viða á sviði tónlistar- og menningarmála og ekki síst á sviði ferðamála, þar sem hann er óumdeildur brautryðjandi. Það var athyglisvert að heyra Ing- ólf segja frá því í þættinum hvemig hann mátti þreyta hindrunarhlaup gagnvart skilningsleysi yfirvalda í menntamálum í starfi sínu sem nám- stjóri í tónlist og einnig síðar, eftir að hann stofnaði Pólýfónkórinn, en kostnaðinn af rekstri hans varð Ing- ólfur að mestu að greiða úr eigin vasa. Það út af fyrir sig gerir starf Ingólfs fyrir íslenska sönglist enn merkilegra en ella. Velgengni ferðaskrifstofunnar Út- sýnar gerði Ingólfi kleift að standa straum af rekstri Pólýfónkórsins. Og sú velgengni var fyllilega verðskuld- uð því starfsemi Útsýnar opnaði al- menningi á Islandi leið út í heim, til sólríkra, suðlægra landa, en slíkar ferðir urðu upp frá því fastur þáttur í lífsstfl margra íslendinga. Og Ingólf- ur lætur ekki deigan síga, því á seinni árum hefur hann með starfsemi Heimsklúbbs Ingólfs og ferðaskrif- stofunnar Prima vikkað sjóndeildar- hringinn og skipulagt ferðir til fjar- lægra heimsálfa, og meira að segja umhverfis jörðina sunnan miðbaugs. I þættinum „Maður er nefndur" lýsti Ingólfur þeirri skoðun sinni að fátt auðgaði mannsandann meira en að fá að njóta alls hins fegursta er heimur- inn hefur upp á að bjóða og sá væri tilgangurinn með þessum ferðum. Undir þetta sjónarmið er vissulega hægt að taka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.