Morgunblaðið - 29.04.2000, Side 72

Morgunblaðið - 29.04.2000, Side 72
72 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 .. MORGLTNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Julia Roberts leikur Erin Brockovich NÝJASTA kvikmynd Juliu Roberts, jírin Brockovich, hefur gert hana að ‘ l'yrstu konunni sem kemst í 20 milij- ón dollara launaflokkinn í Holly- wood, en fyrir í þeim flokki eru m.a. leikararnir Mel Gibson, Jim Carrey og Tom Cruise. Jafnframt segir leik- stjóri myndarinnar, Steven Soder- bergh, að Julia hafi átt hvern einasta eyri skilið. Julia og Erin líkar Það eru orð að sönnu að segja að persóna Juliu í myndinni endur- spegli að vissu marki líf hinnar 32 ára gömlu leikkonu. Foreldrar henn- ^ar skildu þegar hún var 4 ára að aldri ' og faðir hennar, sem hún var mjög náin, lést úr krabbameini þegar hún var aðeins 9 ára. Þrátt fyrir að leik- listarblóðið rynni Juliu í æðum dreymdi hana um að verða dýra- læknir. Það breyttist aftur á móti þegar hún útskrifaðist úr mennta- skóla 17 ára og fór með systkinum sínum, Lisu og Eric, sem bæði voru leikarar, til New York í leit að frama innan leiklistarinnar. Þar vann hún fyrir sér með fyrirsætustörfum og örsmáum hlutverkum þar til stóra tækifærið kom árið 1988 með gam- anmyndinni „Mystic Pizza“. Myndin varð til þess að orðrómur um Juliu barst til Hollywood og opnaði allar dyr þar og hefur velgengni hennar á ifvíta tjaldinu aukist með hverju hlutverkinu en tuttugu og fjögurra ára að aldri hafði hún fengið tvær Óskarsverðlaunatilnefningar og leikið £ meira en tuttugu myndum. A síðasta ári heillaði hún áhorfendur með leik sínum í „Runaway Bride“ og „Notting Hill“ á meðan nýja myndin hennar, „Erin Brockovich", er sögð líkleg til margi-a Óskars- verðlaunatilnefninga á næsta ári. Myndin er ólík hinum öruggu, róm- antísku gamanmyndum sem Julia er þekktust fyrir en hún fjallar um rit- ara á lögfræðiskrifstofu sem með eljusemi fór með sigur af hólmi í 330 milljón dollara málaferlum, sem eru hæstu skaðabætur sem borgaðar hafa verið í Bandaríkjunum. Brocko- vich komst að því að stórfyrirtæki í Bandaríkjunum hafði eitrað vatns- forðabúr smábæjar með því að dæla krómúrgangi í það og urðu margir bæjarbúar fárveikir af að drekka vatnið. Góðmennska skiptir máli Hvað varð til þess að þú heillaðist fyrst af unnustaþínum, Benjamin? Hann er yndislegur maðtu-. Já, hann er laglégur, en útlit hans fölnar Við hliðiná á góðmennsku hans. Og góðmennska skiptir mig miklu máli. En þú vissir það varla ífyrstu. Maður hefur það að vissu leyti á tilfinningunni. Svo það var eðlishvötin? Já. Eg fylgi henni öllum stundum, jafnvel þegar hún reynist röng því meira að segja þá, þegar ég legg vit- Dreymdi um að verða dýralæknir Julia Roberts er hæstlaunaða leikkona í heiminum í dag og einnig ein af þeim fal- legustu að margra mati. Mel Spencer ræddi við leikkonuna um nýjustu mynd hennar, Erin Brockovich, sem frumsýnd var hér á landi á föstudaginn. Reuters Roberts: „Ég held að tvær manneskjur, sem eru ástfangnar, geti yfirstigið allt, hvað sem þær gera eða hvar sem þær búa. Það getur ekkert hindrað fólk sem er ætlað að eyða ævinni saman." lausa dóma á eitt- hvað eða hef ekki nægilega víðsýni, verður hin listræna sköpun svo mikil að ég sé aldrei eftir neinu. Hver heldur þú að sé lykillinn að velgengni sambands þíns ogBratts? Að góðmennsku hans undanskilinni? Við þekkjum hvort annað mjög vel og vitum hvers er kraf- ist af okkur í starfi. Við vitum einnig að í samböndum þarf fólk að mætast á miðri leið. Eg hef alltaf verið meðvit- uð um að sambönd ganga ekki upp nema báðir aðilarnir leggþ sitt af mörk- um. Ég sé ekki karl- manninn fyrir mér sem höfuð heimilisins og konuna ein- hvers staðar í bakgrunninum. Pú hefur unnið með Ben að þátt- unum sem hann leikur í, „Law and Order“. Hvernigvarsú upplifun? Þetta var dálítið taugatrekkjandi, því ég var að reyna að leika þennan glæsilega, morðóða kvendjöful fyrir framan kærastann minn. En við skemmtum okkur konunglega og ég væri til í að vinna með honum aftur £ framt£ðinni. Erin er mjög sterk persóna Hin raunverulega Erin Brocko- vich er mjög sterk persóna. Heillaði sá þáttur í fari hennar þig? Jú, hún er mjög sterk persóna, en það er ekki nóg að segja það. Hún er svo áhugaverð á mörgum sviðum. Til dæmis getur hún verið mjög slóttug og það eykur ánægjuna af að leika hana. Hún hefði getað orðið mjög hæglát manneskja en hún kaus að gera allt með látum og berjast fyrir rétti fólksins. Lifsorka hennar heill- ar mig mjög mikið sem leikkonu. Hvað með orðbragðið sem pers- óna þín notar? Það er ætlun hennar. Orðbragð hennar veldur þvi að maður byrjar að hlusta á hana og hættir að láta aðra þætti £ fari hennar draga at- hyglina frá þvi. Maður hlustar á hvað hún hefur að segja. Orðbragðið þjónar mjög stórum tilgangi. Hefur Erin veitt þér innblástur um að gera eitthvað meira við líf þitt? Ég vinn mikið að góðgerðarmál- um en reyni ekki að láta mikið bera á þvi. Erin ætti að veita fólki innblást- ur, og það sem myndin segir áhorf- endum er að ein manneskja getur skipt sköpum. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Þú hittir hina raunverulegu Erin Brockovich. Urðuðþið vinkonur? Þvi miður ekki. Hún hefur margt betra við tíma sinn að gera en að hanga með mér - hún er að bjarga heiminum. En það var frábært að fá hana við tökurnar á myndinni þótt það hefði ekki verið meira en einn dagur. Góður sporðdreki Þú fæddist 28. október. Það gerir þig að sporðdreka, en ertu dæmi- gerður sporðdi-eki? Mín reynsla segir mér að það eru tveir ílokkar af sporðdrekum og ég held að ég passi nákvæmlega inn í annan flokkinn, þann sem ekki er ill- ur. Ég held að það sé til illur sporð- dreki og stundum þegar fólk spyr mig i hvaða merki ég sé og ég segi að ég sé sporðdreki hopar það aðeins. Ég skil það vel, því ég hef hitt hina hlið merkisins, en ég held að ég til- heyri henni ekki. Hvað fínnst þér um að vakna ein þegar þú ert við tökur á kvikmynd- um? Mér er sama um það. Ég ferðast mikið og ef ég nyti þess ekki væri ég alltaf í hræðilegu skapi. Svo ég held að ég njóti ferðalaganna mjög mikið og þar að auki hafa öll þessi ferðalög orðið að stórum hluta af sjálfri mér. En ég hef oft verið mjög einmana á tökustað þegar ég er lengi í burtu frá fólki sem mér er annt um. Hvað myndir þú gera ef þú yrðir alltíeinu ósýnilegíklukkustund? Ég myndi líklega íylgjast með Benjamin að störfum, því ég held að það yrði mjög lærdómsríkt fyrir mig. Rétt eins og þegar hann fylgist með mér vinna breytist nálgun mín að starfinu. Ég komst að ýmsu um hann þegar við unnum að sjónvarps- þáttunum. Eitt var það að hann legg- ur meira á sig við gerð þáttanna en ég hef nokkurn tíma á ævi minni gert. Getur gyðja úr kvikmyndaheimin- um nokkurn tíma fundið hamingjuna með venjulegum manni? Já, ég held að tvær manneskjur sem eru ástfangnar geti yfirstigið allt, hvað sem þær gera eða hvar sem þær búa. Það getur ekkert hindrað fólk sem er ætlað að eyða ævinni saman. Hefur þú cinhvern tíma lent í því að fólk þekki þig ekki? Já, oft og mörgum sinnum. Einu sinni spurði kona mig í kvöldverðar- boði hvað ég starfaði við. Einhver sagði við hana: „Þekkirðu hana ekki?“ og nefndi nafnið mitt. Konan kannaðist samt ekkert við mig. I sannleika sagt fannst mér líf hennar mun áhugaverðara en allra annarra sem voru í boðinu, því hún vissi ekki hver ég var. Ergott að vera þú? Já, tvímælalaust. Ég hef verið ég í 32 ár og hef ekki yfir neinu að kvarta! Eg elska líf mitt. Það er frá- bært. Ég á yndislega fjölskyldu og bestu vini sem nokkur getur hugsað sér. Það er gott að njóta svona mikils öryggis í lífinu. Og sama hversu mik- ið ég ferðast og þau ferðast líka, þá kemur sá tími að við hittumst öll og það gerir allar góðu stundirnar mun dýrmætari, því ég get deilt þeim með þeim öllum. Og þegar ég á í erfiðleik- um veit ég að ég á alltaf góða að. Fjölmiðlar og sleggjudómar Óskarðu þess stundum að þú hefð- ir sloppið við ágengni fjölmiðla? Þetta er starf mitt og ég elska það. Það eru margar hliðar á því, en góðu stundirnar eru mun fleiri en þær slæmu. Sleggjudómar koma frá þeim sem þora ekki að segja hvað þeim finnst um þig í nærveru þinni og þeir hafa lítil áhrif á mig. Ég hefði getað starfað sem tannlæknir og enginn hefði sagt eða skrifað neitt illt um mig, en það er ekki starfssvið- ið sem ég valdi. Ég vissi að ef ég yrði fræg myndu fjölmiðlarnir setja mig undir smásjá. Hvað fínnst þér um að vera hæst- launaða leikkona í heiminum í dag? Ekkert breytist, sama hversu mikið þér er borgað, nema ávísunin þín og sú staðreynd að allir vilja tala um launin þín. Ég lít á launin mín sem verðlaun, rétt eins og ég væri að taka þátt í einhverjum sjónvarps- þætti þar sem miklir peningar væru í húfi. Launin breyta ekki því sem ég er að gera eða hvernig ég nálgast starf mitt og þau gera mig alls ekki að betri leikkonu. Þau eru bara verð- laun og ekkert annað. Ég er jafn stundvís í vinnuna og þegar ég var að byrja í starfi. Kvikmyndaiðnaður- inn sjálfur er samsettur úr eintóm- um viðskiptasamböndum og ég hef lítinn áhuga á því. En ég er ánægð með að launamunur kynjanna er að minnka og reyni að leggja mitt af mörkum þar. Launaupphæðir okkar eru vitanlega algjört rugl og við vit- um þetta öll, en það er erfitt að breyta þessu. Þú virðist veraþrýstnari íErin? Því miður er sú ekki raunin. Það var sett fylling í brjóstahaldarana mína. Það verður að viðurkennast að ég er ekki mjög barmmikil. Ég er 34B og því í algjöru meðallagi. En með aðstoð nokkurra púða breyttist útlit mitt algjörlega og þetta leit al- veg frábærlega út, svo raunverulegt. Horfirðu einhvern tíma um öxl og hugsar til ungu stúlkunnar sem var í „Mystic Pizza“? Já, en hún hefur breyst. Hún var 10 kílóum þyngri og vissi miklu, miklu minna. Ég er orðin fullorðin núna. Höfundur er blaðamaður hjá um- boðsskrifstofunni Bang f Bretlandi. Funkmaster 2000 snúa aftur endurfönkaðir í Kaffileikhúsinu í kvöld. FUNKMASTER 2000 komu sér upp laglegu stuðboltaorðspori í fyrra með reglulegu sunnudagsspilirii á Glaumbar. I vetur hurfu þeir síðan svo að segja sporlaust og læddist sá _#grunur að sumum að þeir hefðu hreinlega fönkað yfír sig. Því fer hinsvegar fjarri. Þeir eru mættir aftur endurnærðir og fönkaðri en nokkru sinni fyrr. „Við tókum okk- ur smápásu til þess að hlaða raf- hlöðurnar og safna kröftum,“ segir Helgi Svavar Helgason þúsund- þjalasmiður sveitarinnar. „Við vor- um að spila svo mikið að það gafst allt oflítill tímitil æfinga. Það varð til þess að við vorum allt of mikið að spila sama efnið sem varð auð- vitað þreytandi til lengdar. Því kváðum við í vetur að tími væri til kominn að draga okkur í hlé og demba okkur í það sem við höfðum gengið með í maganum svo lengi, að semja sjálfir.“ Afraksturinn er sneisafull tónleikadagskrá af frum- sömdu, funheitu og dansvænu fónki sem frumflutt verður í Kaffileik- húsinu í kvöld. Helgi Svavar segir áherslur hafi ennfremur breyst Frumsamda fönkið í fyrirrúmi nokkuð, meðal annars með breyttri hljóðfæraskipan. Þannig er Hannes hljóm- borðsleikari búinn að verða sér út um Hammond orgel og Helgi Svavar sjálfur farinn að spila á „sampler“ og grípa annað slagið í trommusett til viðbótar við hinn fyrri slag- verksstörf: „Við þetta hefur tónlistin breyst nokkuð, „samplerinn" færir hana nær nútímanum og auka trommu- sett gefur henni annan og all sérstakan blæ.“ Aðspurður hvort Funkmaster 2000 hafi ekkert látið reyna á raddböndin fyrst þeir á annað borð voru að taka í ný hljóðfæri þá viðurkennii Helgu Svavar að hann sjálfur hafi með nýja efnið og afar spennta fyrir því að flytja það á tón- leikum. Hann er hvergi bang- inn þótt þeir hafi alfarið sagt skilið við tökulögin (,,cover“) og segist fullviss um frum- samda fönkið muni falla i fin- an farveg: „Við erum enn sömu fönkaramir og áður og gamla góða harkan á sinum stað. Fönkið okkar stendur tökufönkinu fyllilega á sporði og er alveg jafndansvænt og stuðandi. Þeir sem hlerað hafa æfingarnar eru í það minnsta alveg að frika út yfir þessu.“ Helgi Svavar er fljótur að neita því að rígur sé á milli Funkmaster 2000 og annarrar fönksveitar sem Auglýsingaspjald sveitarinnar. opnað munninn, þó ekki svo mikið að frásögu sé færandi Helgi Svavar segir þá félaga í Funkmaster 2000 rosalega ánægða hefur átt velgengni að fagna und- anfarið Jagúar: „Það er alls enginn rígur milli okkar og við erum reyndar allir mjög góðir vinir. Það er alveg reynandi að koma á ein- hverju Blur-Oasis stríði milli okkar en ég held að það muni ekkert ganga.“ Tónleikarnir í Kaffíleikhúsinu, sem teknir verða upp jafnvel með útgáfu í huga, eru einungis upp- hafið að rífandi keyrslu hjá Funkmaster-mönnum á sumarmán- uðum. Helgi Svavar segir þó sveit- armenn áhugasama um að skella sér loksins í hljóðver með hið nýja efni en það hafa þeir enn ekki reynt: „Fönkið okkar kemst lang- best til skila á tónleikum, lifandi, þétt og hrátt. Okkur er því mikið í mun að ná að fanga þann eigin- leika.“ Það verður því augljóslega raf- mögnuð fönkstemmning í Kaffi- leikhúsinu í kvöld og óhætt að full- yrða að Funkmaster 2000 verði í „effinu" sínu, sem aldrei fyrr. Fjör- ið fer í fluggírinn klukkan níu og aðgangseyrir er aumar 700 krónur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.