Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hlúð að gíslum HERLÆKNAR á Filippseyjum hlúa hér að Roosevelt Ajon, einum af þrettán gíslum íslamskra skæruliða í samtökunum Abu Sayyaf á eyj- unni Basilan sem voru frelsaðir í gærmorgun þegar stjórnarher- menn réðust á skæruliðana. Hinir síðarnefndu, sem enn hafa tugi gísla á valdi sínu, þeirra á með- al mörg börn, myrtu fjóra af gíslun- um og var einn þeirra prestur. Basilan er í suðurhluta eyríkisins en þar er margt múslima. Annar hópur úr röðum Abu Sayyaf á eyj- unni Jolo hefur enn á valdi sinu 20 erlenda gi'sla sem i'ænt var á lítilli ferðamannaeyju við Borneo á páskadag. f gíslahópnum eru níu Malasíumenn, þrír Þjóðverjar, tveir Frakkar, tveir Finnar, hjón frá Suður-Afríku, Líbani og Filippsey- ingur. ■ Skæruliðar/29 Norska alþýðusambandið hótar hertum aðgerðum eftir helgi Óttast að olmvinnsla Norðmanna stöðvist Ósló. Morgunblaóið. VERKFALL 85.000 launþega í Noregi er farið að lama allt þjóðlífið og nú hefur norska alþýðusam- bandið hótað að herða enn á því frá og með nk. þriðjudegi þannig að það taki til um 200.000 manna. Ottast er, að olíuvinnslan muni stöðvast standi verkfallið fram í næstu viku. Boðað var til verkfallanna eftir að launþegar felldu þá samninga, sem gerðir höfðu verið við vinnuveitendur, og verkalýðsleiðtogarnir segjast nú bíða eftir nýju tilboði um meiri launahækkanir. Afleiðingar verkfallanna láta hins vegar ekki bíða eftir sér. Búið er að loka 85 af stærstu hótel- um í landinu og ferjusiglingar hafa lagst af. Veldur það miklum vandræðum hjá þeim fjölda manna, sem þarf á þeim að halda til komast til og frá vinnu. Sýnilegustu áhrif verkfallanna eru líklega tómar verslanir um allt landið en allt frá því í síðustu viku hafa Norðmenn hamstrað matvæli, drykkjarföng og aðrar nauðsynjar í miklum mæli. Þá hafa 20 stærstu dagblöðin í Noregi stöðvast vegna verk- falls prentara. Alvarleg áhrif á efnahagslífíð Yngve Hágensen, formaður alþýðusambands- ins, kvaðst í gær ekkert hafa heyrt frá vinnuveit- endum en í dag mun stjóm sambandsins koma saman til að ræða hertar aðgerðir eftir helgi. Tals- menn olíuiðnaðarins í Noregi sögðu í fyrradag, að stæði verkfallið lengur en í 10 daga yrði að hætta olíuvinnslunni að stóram hluta. A hverjum degi myndu þá tapast tugir milljarða ísl. króna. Afleiðingar verkfallanna fyrir norskt efnahags- líf era raunar þegar komnar fram í því, að gengi krónunnar hefur fallið, hefur ekki verið lægra gagnvart dollara í 15 ár. Almennt er einnig gert ráð fyrir, að verðbólga muni aukast og vexth- hækka. ■ Víðtæk áhrif/27 Reuters Bardagar í Sierra Leone Sjö friðargæslu- liðar falla Sameinuðu þjdðunum. Reuters, AFP. SJO Kenýamenn í friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna hafa fallið i átökum við uppreisnarmenn í Sierra Leone og um 50 friðargæslu- liðar og starfsmenn samtakanna hafa verið teknir til fanga. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna skýrði ennfremur frá því að friðar- gæsluliðar hefðu umkringt leiðtoga uppreisnarmannanna, Foday San- koh, í höfuðborginni, Freetown. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi árásirnar og sagði að Sankoh bæri ábyrgð á þeim þar sem hann hefði hunsað áskoranir friðargæsluliðanna um að binda enda á skæruhernaðinn. Átökin hófust í fyrradag og San- koh sagði að sex uppreisnarmenn hefðu fallið. Hann sakaði friðar- gæsluliðana um að hafa ögrað upp- reisnarmönnunum með því að reyna að aívopna þá með valdi. Sankoh hét því að starfsmenn Sameinuðu þjóðanna yrðu leystir úr haldi. Friðargæsluliðarnir voru sendir til Sierra Leone í apríl til að fram- fylgja friðarsamningi sem Sankoh og stjórn Ahmads Tejans Kabbah forseta undirrituðu fyrir tæpu ári til að binda enda á grimmilega borgarastyrjöld sem staðið hefur í átta ár. Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hunsar tilmæli samveldislandanna Hyggst taka helmmg búanna eignarnámi Harare. AFP, Reuters. Reuters Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, kynnir kosningastefnuskrá flokks síns, ZANU-PF, á fundi í Harare í gær. ROBERT MUGABE, forseti Afríku- ríkisins Zimbabwe, hafnaði í gær til- mælum ríkja Breska samveldisins um að hann sæi til þess að hvítir bændur fengju aftur hundrað bú- garða sem svartir landtökumenn hafa lagt undir sig síðustu vikur. Við- brögð bresku ríkisstjórnarinnar vora þau að banna útflutning her- gagna frá Bretlandi til Zimbabwe. Ríki samveldisins gáfu í fyrradag út yfirlýsingu þar sem þau létu í Ijósi áhyggjur af ofbeldisverkum í land- inu og ólöglegu eignarnámi á jörðum hvítra. Ríkin gagnrýndu einnig stjórn Mugabes fyrir að virða ekki grandvallarreglur réttarríkisins. Mugabe vísaði þessari gagnrýni á bug á fundi þar sem hann kynnti kosningastefnuskrá flokks síns, ZANU-PF, vegna þingkosninga sem búist er við að haldnar verði bráð- lega. Boðað hafði verið til kosninga í apríl en Mugabe frestaði þeim um óákveðinn tíma. Sala vopna til Zimbabwe bönnuð Forsetinn sagði að stjórn sín stefndi að því að taka helming bú- garða hvítra bænda eignarnámi og úthluta blökkumönnum jörðunum. Ekki er ljóst hvort Mugabe hyggst greiða gjald fyrir þær jarðeignir sem ráðgert er að taka af bændunum. Hann hefur hafnað skilyrðum breskra stjórnvalda fyrir fjárhags- aðstoð til að gera stjórn Zimbabwe kleift að kaupa jarðirnar af bændun- um. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að Bretar hefðu bannað útflutning vopna til Zimbabwe og einnig að 450 bifreiðir yrðu ekki afhentar lögreglu í landinu eins og samið hafði verið um. „Ég harma að þurfa að segja að atburðir síðustu tveggja vikna og ræða Mug- abes virðast benda til þess að markmið stjómarinnar í Zimbabwe sé einungis að tryggja sér sigur í kosningunum,“ sagði Cook. Hart sótt að Livingstone London. Morgunblaðið. ENGLENDINGAR ganga að kjör- borðinu í dag, kjósa borgarstjóra og borgarráð í London og um 3.337 sæti í 152 sveitarstjómum. Þá verður geng- ið til einna aukakosninga til brezka þingsins, þai- sem íhaldsmenn hafa þingsæti að veija. I London hefur Ken Livingstone lengst af verið talinn siguivegari borgarstjórakosninganna og var svo enn í gærkvöldi, þrátt fyrir hai-ða hríð gegn honum, þar sem fjölmiðlar og frambjóðendur notuðu óeirðir í mið- borg London 1. maí til að sameinast í breiðfylkingu gegn honum. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að Livingstone verði rétt við 50% markið og frambjóðandi Verkamannaflokks- ins, Frank Dobson, hafni í fjórða sæti. ■ Breiðfylking/28 MOROUNBLAÐH) 4. MAÍ 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.