Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einn erfíðasti dagur- inn í leiðangrinum Ljósmynd/Haraldur Örn Ólafsson HARALDUR Örn Ólafsson pólfari gekk 14,7 km íleið sinni að norður- pólnum á þriðjudag, 54. degi leið- angursins við mjög erfiðar aðstæð- ur. Hann á nú eftir um 150 km á leiðarenda. Hann sagði í samtali við bakvarðasveit leiðangursins í há- deginu í gær að þriðjudagurinn hefði verið einn erfiðasti dagurinn í leiðangrinum í langan tíma. Skyggnið hefði verið slæmt á köfl- um og snjóél af og til auk þess sem mjög mikið hefði verið um íshryggi. Fara þurfti um stór og brotin svæði nánast allan daginn og mikið af nýfrosnum íshryggjum var hvar- vetna svo Haraldi fannst verulega erfítt að fóta sig. Haraldur lýsti yfír vonbrigðum sínum með árangur dagsins eftir níu klukkustunda göngu. Kólnandi veður hefur verið úti á ísnum og var frostið komið í I6°C eftir að hafa verið um fjögur stig í fyrradag. Skýjað var á þriðju- dag og þess vegna mjög blint eins og undanfarna daga að undan- skiUlum seinniparti mánudags. Refur hafði hlaupið meðfram vök Refasporin sem Haraldur rakst á voru við opna vök og sagði hann þau alveg ný vegna þess að annars hefðu þaii verið falin undir ný- snævi. „Ég sá að refurinn hafði hlaupið þarna meðfram vökinni. Það er ótrúlegt að sjá að svona dýr sé svona norðarlega. En þetta er víst ekkert einsdæmi," sagði hann. Nokkrir skólafélaga Haraldar úr lögfræðideild Háskólans mættu í Utilíf í hádeginu í gær og hlustuðu á samtal hans við bakvarðasveitina og fengu að tala við hann beint í gegnum Iridium-símann. Torry datt í vök Norðmennirnir Torry Larsen og Rune Gjeldnes, sem lögðu af stað frá norðurpólnum á mánudag áleið- is til Ward Hunt-eyju, byrjuðu ekki heimferðina vel. Torry datt í vök og þurfti aðstoð félaga síns við að komast á þurrt. Hann blotnaði upp að hnjám og týndi að auki upp- áhaldsvettlingunum sínum og myndavélinni sinni. Þeir félagar segja á heimasíðu sinni að færið vestan pólsins sé harla ólíkt því sem þeir hafa vanist austanmegin þar sem torfærir íshryggir hamli för. Umsögn Samtaka verslunarinn- ar um frumvarp til lyfjalaga Lyfjaverð verði gefíð frjálst SAMTÖK verslunarinnar leggja til í umsögn um nýtt frumvarp til lyfja- laga að lyfjaverð verði geíið frjálst og lyfjaverðsnefnd lögð niður. Þá er lagt til að það verði hlutverk umboðs- manna og heildsala að semja við Tryggingastofnun ríkisins um greiðsluþátttöku stofnunarinnar í lyfjaverði. í núgildandi lögum er lyfjaverðsnefnd falið að ákvarða hámarksverð lyfja og gert er ráð fyr- ir óbreyttu ástandi í frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi. „Kerfíð hefur gengið sér til húðar,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar- innar, um ástæður tillögunnar. Hann telur affarasælast að gefa lyfjaverð fíjálst þannig að sama gildi um lyf og aðrar vörur. Þetta segir hann vera í takt við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkur. Stefán telur að með því að innleiða grundvallaratriði frjáls markaðar á lyfjamarkaðnum verði stuðlað að meiri sveigjanleika sem koma muni öllum til góða, ekki síst neytendum. Telja frumvarpið leiða til hærra lyíjaverðs í frumvarpi til lyfjalaga er meðal annars lagt til að Lyfjaeftirlit ríkisins og lyfjanefnd verði sameinuð í eina stofnun, Lyfjamálastofnun. Stefán S. Guðjónsson segir að ekki verði séð að sameiningin leiði til spamaðar, þvert á móti. í umsögn Samtaka verslunar- innar er bent á að útlit sé fyrir að frumvarpið leiði til þess að kostnaður innan lyfjageira heilbrigðisþjónust- unnar muni stóraukast og svo virðist sem því eigi að mæta með stóraukn- um álögum á lyfjafyrirtæki. Fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar- innar telur að þessi kostnaðaraukn- ing lyfjafyrirtækjanna muni leiða til hærra lyfjaverðs. Samtök verslunarinnar benda enn- fremur á að ýmislegt í frumvarpi til lyfjalaga orki tvímælis með tilliti til Evrópuréttar, meðal annars virðist sem ekki sé að öllu leyti farið eftir ákvæðum tilskipunar ESB um ákvörðun lyfjaverðs í ákvæði frum- varpsins um heimild lyfjaverðsnefnd- ar til að beita verðstöðvun. Hægt að taka við allt að 75 þúsund manns á dag á Kristnihátíð á Þingvöllum Umfangsmesta löggæsluverk lögreglunnar GERT er ráð fyrir því að um 75.000 manns komist á Þingvelli hvorn dag Kristnihátíðar 1. og 2. júlí í sumar, en umferðarnefnd vegna Kristni- tökuhátíðar kynnti í gær umferðar- skipulag sem miðast að því að um- ferð til og frá Þingvöllum gangi eins greiðlega og hægt er. Umferðarskipulagið er umfangs- mikið og að sögn forsvarsmanna nefndarinnar er meginforsenda þess að það gangi upp sú að öku- menn fái greinargóðar upplýsingar um stöðu mála jafnóðum, þeir fylgi fyrirmælum og sýni tillitssemi. Haraldur Johannessen, ríkislög- reglustjóri og formaður umferðar- nefndarinnar, segir brýnt að allir ökumenn verði samvinnuþýðir. Taka þurfi tillit til þess að þjóðin öll yrði á ferðalagi þessa helgi en ekki hver einstaklingur fyrir sig. Morgunblaðið/Kristinn Jón F. Bjartmarz kynnir umferðarskipulag umferðarnefndar vegna Kristnihátíðar. Aðrir nefndarmenn silja en þeir eru frá vinstri Jóhanna B. Hansen, Július Hafstein, Haraldur Johannessen, Helgi Hallgrímsson, Sigurður Oddsson og Böðvar Bragason. I vinnu sinni tók nefndin meðal annars tillit til þess sem úrskeiðis fór í umferðarskipulagi fyrir lýð- veldishátíðina 1994 og verður reynt að koma í veg fyrir að þau mistök endurtaki sig og verður einnig haft í huga að bifreiðum á íslandi hafí fjölgað verulega síðan þá. Allir lögreglumenn landsins við störf þessa helgi í samantekt nefndarinnar kemur fram að árið 1994 áttu íslendingar 131.839 bifreiðar en um 170.000 í árslok 1999. Reiknað er með að 1. júlí verði bifreiðar um 174.000 tals- ins og nemur fjölgunin frá 1994 því um 42.000 bifreiðum. íbúar á höfuð- borgarsvæðinu voru 156.000 í des- ember 1994 og er áætlað að 1. júlí verði þeir um 171.000 og nemur fjölguninlð.OOO. Haraldur segir að verkefni þetta sé sennilega stærsta löggæsluverk- efni sem lögreglan hefur fengist við. Ríkislögreglutjóri hefur mælst til þess að allir lögreglumenn landsins verði við störf þessa helgi en um 340 lögreglumenn verða við um- ferðar- og öryggisgæslu á svæðinu auk þess sem lögreglumenn um allt land verða við eftirlit á þjóðvegum. Þar að auki verða 120 björgunar- sveitarmenn við gæslu á hátíðar- svæðinu. Jón F. Bjartmarz yfirlögreglu- þjónn segir að reiknað sé með því að um 10.000 manns komist til Þingvalla með hópferðabílum sem fari frá fimm stöðum á höfuðborg- arsvæðinu. Farþegar þurfi ekki að greiða fargjald með bílunum sem aki Nesjavallaveg, en hann verður frátekinn fyrir hópferðabíla, lög- reglu og akstur í neyðartilvikum. Þar sem einungis 10.000 komast með hópferðabílum verður megin- þorri gesta að fara með einkabílum og er miðað við að 3,2 farþegar séu að meðaltali í hverri einkabifreið. Gert er ráð fyrir að um 19.000 einkabifreiðir komist til Þingvalla hvorn dag og hafa verið skipulögð um 23.000 bílastæði. Jón segir mik- ilvægt að sem flestir ferðist saman því hvorki vegakerfið né bílastæðin muni anna fleiri bifreiðum. Einstefna verður á þremur ak- reinum um Mosfellsheiði. Einstefna verður í austur, frá Reykjavík til Þingvalla, til klukkan 16 en þá verð- ur lokað fyrir nýja umferð í klukku- stund. Frá klukkan 17 verður svo einstefna í vestur, frá Þingvöllum til Reykjavíkur. Miðað er við að ferðatími milli Reykjavíkur og Þingvalla teljist eðlilegur ein og hálf til tvær klukkustundir. i því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi. Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. Með ®BÚNAÐARBANKINN m m fZmMK HEIMILISLÍNAN Traustur banld www.blls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.