Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 44
44 FIMM'FUDAGUR 4. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Geta breytingar orðið til góðs? ^ Á FUNDI um at- vinnumál og byggða- þróun 4. mars sl. á Ól- afsfirði var Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra spurð um fiskveiði- stjórnunarkerfið. Val- gerður taldi að kvóta- kerfinu yrði ekki breytt. Svo virtist sem Valgerður væri að segja einlæga meiningu sína en vegna stöðu sinnar ætti hún að hafa nokkuð góða vitneskju um það sem makkað er á hinu háa Alþingi. Spuming mín er þessi og ykkar að svara, lesendur góðir; er þetta raunverulega það sem stjóm- málamenn vita en hafa ekki viljað segja? Hafa sumir stjómmálamenn hreint og beint verið að segja ósatt? Hver er tilgangurinn með að skipa nefnd til að endurskoða fiskveiði- stjómunarkerfið ef engu á að breyta? Svo virðist sem Hall- dór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra hafi áttað sig á óréttlæti kvóta- kerfisins, en afstaða Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra er óljós. Samkvæmt ummælum hans þarf að ríkja þjóð- arsátt um kvótakerfið og af þeim sökum er málið sett í nefnd. Nefndina skipar fólk sem hefur svo andstæð- ar skoðanir að hún mun seint komast að niður- stöðu sem máli skiptir. Halldór Ásgrímsson, sem var sjávarútvegsráðherra þegar kvótakerfinu var komið á, er ósáttur við þá sem fengið hafa kvótann gefins og yfirgefa síðan atvinnugreinina með því að selja kvótann fyrir marga milljarða. Af hveiju eru ekki gerðar neinar breytingar á kvótakerfinu sem taka á þessum vanda? Getur Kvótakerfið Hver er tilgangurinn með að skipa nefnd til að endurskoða fískveiði- stjórnunarkerfíð, spyr Hafsteinn G. Hafsteins- son, ef engu á að breyta? verið að ráðherrarnir og samstarfs- menn þeirra séu að reyna að svæfa málið? í grein sinni Fiskur, eignir og ranglæti skrifar Þorsteinn Gylfason prófessor í heimspeki eftirfarandi: „Hvað sem líður tilkalli íslensku þjóðarinnar til arðs af nytjafiski á Islandsmiðum, þá er víst að sem eig- andi þessara gæða hefur hún og hún ein valdið til að ákveða hvernig farið er með þessi gæði. ... Valdinu getur hún til dæmis beitt með því að af- þakka frekari þjónustu þeirra ráð- Hafsteinn G. Hafsteinsson Aðild að Samfylkingar- ævintýri afþökkuð JÓHANN Geirdal, formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar, skrifar grein í Morgim- blaðið 29. apríl síðast- liðinn til að svara mér og Drífu Snædal, og velur henni titilinn: ,Að fá útrás fyrir gremj- una.“ Til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég taka fram að ég ftnn ekki til minnstu gremju yfir því að Samfylking- in sé nú að verða að stjómmálaflokki, að- eins ári eftir kosningar. Ég sagði mig úr Alþýðubandalaginu á sínum tíma, vegna þess að ég hafði ekki áhuga á að vera virkur þátttak- andi í „þessu mikla ævintýri“ eins og Jóhann kýs að kalla stofnun Sam- fylkingarinnar. Jóhann telur upp nokkur stjómmálafé- lög sem eiga að renna inn í Samfylkinguna. Ég er ekki félagi í neinu af þeim og því er mér jafn óskiljanlegt og áður hvers vegna ég fékk sendan atkvæða- seðil í formannskjöri Samfylkingarinnar. Þó skal ég viðurkenna að fátt fer að koma á óvart í framkvæmd þessa formannskjörs. Svo dæmi sé tekið ákvað Gróska að sækja um aðild að Samfylking- unni. Enn er ekki búið að stofna þá hreyfingu, þannig að ég sé ekki hvemig félagar í Grósku geta nú þegar venð orðnir félagar í Samfylk- ingunni. í framhaldi af því er rétt að spyrja: Hvaða stofnanir A-flokkanna Sigfús Ólafsson Samfylkingin Ég skal viðurkenna, segir Sigfús Ólafsson, að fátt fer að koma á óvart í framkvæmd þessa formannskjörs. og samtaka um kvennalista tóku ákvörðun um að félagar þessara flokka skyldu verða félagar í Sam- fylkingunni? Og að lokum: Geta það talist eðlileg vinnubrögð eða nauð- synleg, ekki síst ef endurfæðing Al- þýðuflokksins er svona spennandi og mikið ævintýri? Höfundur er félagi í Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði. herra og alþingismanna sem hafa bmgðist bæði henni og réttlætinu jafn átakanlega og raun bar vitni í þessu mikla máli.“ Óréttlæti fískveiði- stjórnunarkerfisins Fjöllum aðeins um óréttlæti kvóta- kerfisins. Hér skal tekið fram að und- irritaður er sammála því að halda kvótaþætti fiskveiðistjómunarkerf- isins en er með öllu ósammála þeirri ókeypis úthlutun sem í kerfinu felst og að kvótinn sé framseljanlegur. Með því að gefa fáum útvöldum kvót- ann, sem er þjóðareign samkvæmt fyrstu grein laga nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða, felst nefnilega órétt- læti þessa kerfis. En málið er aðeins flóknara en svo. Á Þingeyri hafa öll skip og þ.a.l. allur kvóti verið fluttur í burt þrátt fyrir loforð útgerðarmanna á staðn- um um að gera það ekki. Sömu sögu er að segja um flutning fyrirtækisins Básafells frá ísafirði til Reykjavíkur. Á Ólafsfirði er mikill kvóti en hann er á höndum fárra aðila. Þróunin hefur orðið sú að fiskvinnslan hefur færst út á sjó og nánast öll vinnsla á landi er að líða undir lok. Þau fyrirtæki sem kvótann eiga geta hæglega flutt sig um set án þess að samfélagið fái nokkm um það ráðið. Óttinn við hugsanlegan flutning útgerðarinnar gerir það að verkum að margir þora ekki að fjárfesta á staðnum og aðrir vilja fara áður en allt lognast út af og eignir þeirra verða algjörlega verð- lausar. Hér ríkir öryggisleysi, því þó að útgerðarfyrirtækið sé ekki á för- um þá hefur hreiðrað um sig hræðsla. Getur verið að sú hræðsla sé undirrót landsbyggðarflóttans? Blint markaðskerfi ræður Nú á dögum er það bhnt markaðs- kerfi sem ræður. Líkja má bæjarfé- lögunum við fullmönnuð sökkvandi skip en þrátt fyrir það em menn staðráðnir í að græða. Gróðahug- sjónin ræður lögum og lofum og markaðsvæðingin er algjör. Haf og strönd, hönd í hönd, era gömul sann- indi. Atvinnuréttur fiskverkafólks og sjómanna er virtur að vettugi. Ut- gerðarfélög fjárfesta í útlöndum því það gæti hækkað gengi bréfa fyrir- tækjanna eða aukið eigið fé þeirra. Þó að oftar en ekki verði reyndar stórtap á öllu saman, eins og t.d. fjár- festingar Samheija í Þýskalandi. Af- leiðingamar em að fiskverkafólkið, með alla sína sérþekkingu á verkun fisks, er orðið atvinnulaust, húseignir á landsbyggðinni em verðlitlar og at- hafnalíf við höfnina er á bak og burt. Fiskverkun á landi, sem hefur verið lífæð Ólafsfirðinga, er að lognast út af vegna augljósra galla fiskveiði- stj ómunarkerfisins. Af þessu má ráða að samfélagsleg ábyrgð er hunsuð, þeir sem fengu kvótann gefins telja sig á engan hátt eiga skyldum að gegna gagnvart fólkinu í landinu sem sýpur daglega seyðið af gróða þeirra. Nú orðið virð- ast skyldur útgerðarmanna vera við verðbréfamarkaðina sem alltaf heimta meiri og meiri ávöxtun. Er lausnin löngu fundin? Nefndin sem hefur verið að „vinna að lausninni" frá því að hún var skip- uð þann 28. september 1999 veit von- andi að það er til hópur manna sem hefur þegar komið með heildartillög- ur um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þessi hópur kallar sig Áhugahóp um auðlindir í almanna- þágu. I þessum hópi era ekki ofstæk- ismenn fullir af órökstuddum tillög- um. Þar er að finna helstu menntamenn landsins og frammá- menn í þjóðfélaginu sem allir hafa lagst á eitt þrátt fyrir að vera ekki endilega með sömu stjórnmálaskoð- anir. Þetta em menn sem láta hugs- un sína ekki litast af því hvaða stjóm- málaflokki þeir tilheyra. Þeim einfaldlega býður við gjafakvótakerf- inu og vilja leggja sitt af mörkum til að breyta því. Lesið um tillögur þeirra á vefsíðunni kvotinn.is áður en þið takið afstöðu til hópsins og kvóta- kerfisins. Vilji stjórnmálamanna virðist ekki vera til staðar Dómur Hæstaréttar á ekki að geta tafið endurskoðun fiskveiðilaga um eitt ár eins og sjávarútvegsráðherra hefur haldið fram. Ef vilji er fyrir því að breyta fiskveiðistjómunarkerfinu er það hægt á næstu vikum. I ljósi samfélagslegrar og siðferðilegrar skyldu sinnar hvet ég útgerðarfyrir- tæki um land allt til að ríða á vaðiðog vekja Davíð Oddsson, Halldór Ás- grímsson og kollega þeirra af sér- hagsmunastefnu sinni. Miðað við það ranglæti sem í kerfinu felst geta breytingar ekki orðið til annars en góðs. Byggðunum er að blæða út. Höfundur er féhigsmálustjóri á Ólafsfirði. Barnaheill þakka eftirtöldum stuðninginn: Barnaheill Save the Children lceland Laugavegi 7, 101 Reykjavik Simi: 561 0545 barnaheiilQbarnaheili.is Fagus ehf Hárfínt hársnyrtistofa Eyjaprent ehf Húsey ehf Heimaey Heiðarbær Snæfell hf Suðurverk hf KPMG Endurskoðun hf Endurskoðun Norðurlands Gersemi ehf Lánstraust ehf Hungurvofan ásækir nú rúmlega 8 milljónir Eþíópíumanna - þar á meðal fjölda barna. Langvarandi þurrkar hafa eyðilagt uppskeru og ástandið versnar stöðugt. Save the Children leita nú eftir stuðningi fslendinga við hjálparstarfið á þurrkasvæðunum í Eþíópíu. International Save the Children hófu hjálparstarf í febrúar. Samtökin hafa sett upp búðir, þar sem matvælum og drykkjarföngum er útdeilt. Jafnframt halda þau áfram markvissu uppbygg- ingarstarfi sínu, sem rekja má aldar- fjórðung aftur í tímann. Þeim sem vilja styrkja starfið er bent á reikning nr. 528-26-6770 í útibúi fslandsbanka við Gullinbrú. Árvakur, verkalýösfélag Brúnás Egilsstöðum ehf Dagsverk ehf Mjöll ehf RJ. verkfraeðingar Stórstúka Islands Verkvangur ehf Ðílamálun Halldórs Bortækni Verktaks Skipstjóra- og stýrimanna- félag Islands Bændasamtök Islands Tölvumiðstöð Sparisjóðanna Austurbæjarskóli Breiðageröisskóli Fellaskóli Foldaskóli Fossvogsskóli Rimaskóli Vogaskóli Hagaskóli Hlíðaskóli Flensborgarskólí Ártúnsskóli Háteigsskóli Gagnfræðaskóli Mosfellsbæjar naust STmT 535 9000 1 iki .JaKK, jdak m f * $ JH | | * * 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.