Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FI.MMTUDAGUU 4. MAÍ-2000 11 FRÉTTIR Islenskt fyrirtæki hyggst leiða saman áhangendur og knattspyrnustjörnur á netinu Umfang'smikill vef- ur opnaður 2. júní Verða í upphafi með upplýsingar frá 28 löndum og hyggjast semja við lykilleikmenn á hverju markaðssvæði FORSVAESMENN nýs vefjar fyrir áhugamenn um knattspymu, World- SoccerClub.com, hefur gert samning til fimm ára við brasilíska knatt- spyrnumanninn Rivaldo, leikmann spænska liðsins FC Barcelona, um að koma fram íyrir hönd vefjarins. Um- fangsmikil heimasíða verður sett af stað á netinu í upphafi næsta mánaðai’ og heimasíða Rivaldos opnuð í kjöl- farið. Framtak þetta hét fyrst Heimsklúbbur áhugamanna um knattspymu eða World Soccer Supporters Club og hleypti Halldór Einarsson, sem kenndur hefur verið við Henson, því af stað í apríl árið 1997. Hann segist hafa fengið þá hug- mynd að tengja netið við knattspyrnu þegar hann sá þetta töfratæki árið 1996. Eggert Magnússon, stjómar- formaður WorldSoccerClub.com, gekk frá samning við Rivaldo í Barse- lóna í síðasta mánuði og sagði hann í gær að samningurinn snerist um einkarétt á vefsíðu hans og öllu því, sem að henni snýr. „Hans vefsíður em okkar,“ sagði Eggert. „Rivaldo hefur verið besti knattspyrnumaður í heimi og hluti af þessu er markaðssetning á okkar vöm, vefnum okkar.“ Kemur fram minnst fimm sinnum á ári Hann kvaðst ekki geta nefnt neinar upphæðir í sambandi við samninginn, það væri trúnaðarmál, en þetta sner- ist um að skipta með sér þeim hagn- aði, sem yrði á vefsíðu hans innan vefjar WorldSoccerClub.com. „Síðan tiyggjum við honum ákveð- ið lágmark og náum við því ekki verð- um við að borga honum mismuninn,“ sagði Eggert, en bætti við að sjá mætti fyrir sér að veltan í sambandi við vef Rivaldos gæti hlaupið á millj- ónum dollai’a eða tugum milljóna, en miklu stærri tölur ef verið væri að tala um vefinn í heild. „Þetta er stórt fyrirtæki, hefur verið starfandi í þijú ár. Vefurinn fer af stað 2. júní og hef- ur mikill tími farið í að gera hann not- endavænan." Rivaldo mun koma fram fyrir vef- inn minnst fimm sinnum á ári og sagði Eggert að mikilvægt væri að hafa svona frægt nafn í forsvari. „I Bandaríkjunum bera menn þetta saman við að hafa Michael Jord- an í forsvari í körfunni." Rivaldo kemur fram í tengslum við viðburði eins og Evrópukeppnina og taka þátt í spjalli á vefnum. „Þetta samfélag er stór hluti af okkar hugsun. Hins vegar er ekki hægt að tala um félaga, þó menn skrái sig þegar farið er inn á vefinn.“ Hann sagði samninginn við Rivaldo hafa verið í bígerð nokkuð lengi. I apríl hefði hann síðan farið til Barsel- óna til fundai- við hann. „Hann kom mjög vel fyrir. Hann var mjög ákveðinn og virtist geðþekk- ur maður, enda virðist hann eiga mjög hreinan feril að baki. Það er mjög mikilvægt fyrir íýi’irtækið að landa Rivaldo." Hann sagði að Rivaldo hefði virst þekkja vel til netsins og ætti það reyndar við um flesta unga knatt- spymumenn, að þeir verðu nokkuð miklum tíma á netinu. Guðmundur Ámi Jónsson, fram- kvæmdastjóri WorldSoccerClub.com, sagði að í fyrstu útgáfu vefjarins yi’ðu upplýsingar og fréttir frá 28 löndum. „Við emm fyrst og fremst að að- greina okkur með því að koma á nokk- urs konar samfélagi á netinu. Við ætl- um að fá efni og tengja saman aðila innan knattspymuheimsins, hvort sem það er áhangendur, leikmenn eða starfsmenn. Samningurinn við Riv- aldo er hluti af því, en við viljum opna áhangendum leið að knattspyrnu- mönnum þannig að þeir gæti átt sam- skipti sín á milli og við stjömumar," sagði Guðmundur. Eggert sagði að ekki ætlunina að safna leikmönnum, en markmiðið að ná ákveðnum toppleikmönnum. Guðmundm- kvaðst ekki vilja tjá sig um það hvað samningar við aðra knattspyrnumenn væru langt komn- ir, en viðræður stæðu yfir og stefnan væri að gera samninga við að minnsta kosti einn lykilleikmann á hveiju markaðssvæði. „Þetta er aðeins fýrsta skrefið. Við ætlum að bjóða þessum markaði allt, sem tengist knattspymu, hvort sem það er vamingur, upplýsingar eða út- sendingar." Að sögn Guðmundar verður þar um ýmislegt að ræða, allt frá búnaði og fatnaði til bóka og myndbanda. Einnig væri ætlunin að hefjaútsendingar á netinu. Ekkert stæði í vegi fýrir því tæknilega, en gera þyrfti samninga um útsendingarrétt. Efnt hefur verið til samstarfs við fyrirtækið Enlighten, sem hefrn- verið með tilraunaútsend- ingar frá körfuboltaleikjum CBA- deildai-innar’ í Bandaríkjunum þar sem Isiah Thomas, fýrrverandi leikmaður Detroit Pistons, er lykilmaður. Guðmundur sagði að ekki yrði farið af stað með of mikið í upphafi, en að breytingar yrðu hraðar. „Við ætlum að bjóða mjög víðtæka þjónustu fýrir þennan afmarkaða, en stóra mark- hóp,“ sagði hann.Við ætlum í raun að bjóða allai’ vörur og þjónustu, sem tengjast þessum markhóp. Þetta ger- um við með samningum við fýrirtæki.“ Að sögn Guðmundar er engin sam- bærileg þjónusta á netinu. „Við förum okkar eigin leiðii’, en hins vegar er að finna sambærilega þætti á ýmsum vefjum, sem ekki endilega tengjast fótbolta. Við tengjum saman og nýt- um það besta úr mörgum hugmynd- um.“ Enska, portúgalska og asiúmál Fimm manna ritstjórn sér um efni síðunnar. Gerður hefur verið samn- ingui- við Reuters fréttastofuna um að nota nýja þjónustu með knattspymu- efni hennar. Ráðgert er að áhangend- ur geti miðlað fréttum, m.a. af gangi mála í neðri deildum. I upphafi verður efnið á ensku, en vefur WorldSoccerClub.com vei’ður opnaður í Brasih'u í haust, að sögn Guð- mundar. Þýska er einnig inni í mynd- inni. „Einnig horfum við til Asíu- markaðai-ins,“ sagði hann. „Næsta heimsmeistarakeppni fer fram þar og við höfum í hyggju að fara af stað með vef á japönsku og kínversku.“ Aðgangur að síðunni verður án end- urgjalds. Eggert sagði að móðurfýrir- tækið væri í San Francisco í Kalifomíu en að ineirihluta í eigu Islendinga. Halldór Einarsson stýrir skrifstofu fyrirtækisins í Manchester á Englandi: „Þegar mér var sýnt netið árið 1996 fannst mér þetta ótrúlegt fyrirbæri. Tiifinningin var ekki ósvipuð því þegar maður sá fax fýrsta sinni eða talaði í fyrsta skipti í farsíma. Ég hafði rekið Henson í tæplega 30 ár. Það hafði verið að gerjast í höfðinu á mér að hægt væri að nota þetta töfratæki í tengslum við knattspymu þannig að áhugamálið gæti rúllað inn í nýja tækni.“ Þegar Halldór hleypti þessu af stað fékk hann ýmsa velunnara til að senda kveðjur, þar á meðal Terry Venables, Jackie Charlton, Ossie Ardiles og Asgeir Sigm-vinsson, en Gordon Banks átti að prýða auglýs- ingar klúbbsins. Halldór sagði að þá hefði knattspyrna vart verið til á net- inu og þessir kappar hefðu ekki verið að hugsa um að gera samninga heldur taKð að framtakið væri gott fyiTr knattspyi’nuna. Þá gekk einnig treg- lega að fá stuðning fyrirtækja. Nú er öldin hins vegar önnur eins og samn- ingurinn við Rivaldo sýnir. „Þetta byrjaði smátt,“ sagði Egg- ert, „en er allt í einu að verða eitthvað miklu meira. Við emm vitaskuld á jörðinni, en þróunin hefur verið já- kvæð og stórir viðburðir eins og samningurinn við Rivaldo hafa mikið að segja, ekki bara í Evrópu, heldur einnig í Bandaríkjunum." (á hötb1 ðbovgavsv: æöWúi') ■ Nokkur dæmi: ^ Char-Broil Eitt mesta úrval landsins af gasgrillum, varahlutum og fylgihlutum. Tæki fyrir gas: KÆLISKÁPAR HELLUBORÐ M/VASKI HELLUBORÐ ÁN VASKS ELDAVÉLAR GASOFNAR LUKTIR/LJÓS VATNSHITARAR og ferðavörur PÓSTSENDUM SAMDÆGURS (15.900) MARKAÐUR MEÐ GRILL- OG GASVÖRUR - Olísbúöin flutti til Ellingsen á síöasta ári Gaskútar fylgja ekki gasgrillunum Brennari, 2.790- krónur Brennari-H, 3.390- krónur IMeistakveikja, 1.335 krónur Rafsuðuvélar og hleðslutæki FÁST HJÁ OKKUR Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500. OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 8-18 OG LAUGARDAGA FRÁ10-14 NÆG BÍLASTÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.