Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 31 LISTIR Dagskrá Listahátíðar á bækling DAGSKRÁ Listahátíðar í Reykjavík er komin út í litprentuðum 68 síðna bækl- ingi. I honum eru upplýsingar um öll 32 atriði Listahátíðar, efnisskrár, miðaverð og dag- skrá hátíðarinnar frá degi til dags. Einnig eru í bæklingnum ávörp Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra, Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra og Sveins Ein- arssonar formanns fram- kvæmdastjórnar Listahátíðar í Reykjavík 2000. Listahátíð verður sett í Þjóðleikhúsinu 20. maí nk. og stendur til 8. júní. Verndari hátíðarinnar er forseti Is- lands, Ólafur Ragnar Gríms- son, og heiðursforseti Vlad- imir Ashkenazy. Hægt er að nálgast bæklinginn hjá miða- sölu Listahátíðar í Banka- stræti 2. Honum verður einnig dreift víða á höfuðborgar- svæðinu og úti á landi. Slóð heimasíðu hátíðarinnar er : www.artfest.is Afmæliskveðja Norræna hússins til Norrænu stofnunarinnar er nýtt dansverk í flutningi Láru Stefánsdóttur og Guðna Franzsonar. Norræna stofnunin á Alandseyjum 15 ára í ÁR eru liðin 15 ár frá því að Nor- ræna stofnunin á Álandseyjum hóf starfsemi sína, en hlutverk hennar er m.a. að efla menningarlíf Álands- eyinga og styrkja sambandið við hin Norðurlöndin og sjálfstjórnar- svæðin. I tilefni afmælisársins verður afmælishátíð í Mariehamn dagana 5.-7. maí. Fjölbreytt dag- skrá verður í boði með þátttöku listamanna, m.a. frá Islandi, Græn- landi, Færeyjum og Eystrasalts- löndum. Sem afmæliskveðja frá Norræna húsinu í Reykjavík til Norrænu stofnunarinar á Álandseyjum, munu Lára Stefánsdóttir dansari og Guðni Franzson tónlistarmaður frumflytja nýtt dansverk, „Lady Fish and Chips“, að þessu tilefni. „Lady Fish and Chips“ er óður til fjallkonunnar íslensku, sem er „bjarteyg, brjóstafögur, beinvaxin, sviphrein", íklædd hinum fegursta skautbúningi og fönguleg í augum guma heimsins. Hún á ef til vill í svolitlum tilvistarvandræðum, vill róa „bát á fískimiði" en jafnframt svífa seglum þöndum á bárum út- hafanna, í átt til suðursins sæla. Inn í þennan nýja dans fléttast kveðskapur tveggja genginna Þjóð- skálda og jafnframt tveggja Jónasa, þeirra Hallgrímssonar og Árnason- ar. „La Belle“ og „Ég bið að heilsa" eftir Jónas Hallgrímsson syngur Guðni við eigin lög en einnig notast þau við hljóðritun frá tónleikum. Jónasar Árnasonar og Kelta, sem haldnir voru á haustdögum árið 1995 (e.k. svanasöngur hagyrðings- ins og þingmannsins), en þar syng- ur hann kvæði sitt um „Lady Fish and Chips“ við gamalt stríðsára lag, „Kiss the Boys Goodbye", sönginn um konuna sem seldi Bretanum ekki einungis þjóðarrétt sinn held- ur einnig „eitthvað annað“. Framkvæmdastjóri Norrænu stofnunarinnar er Mikkjal Helms- dal frá Færeyjum RA stefnir að öðru uppnámi London. Morgfunblaðið. THE Royal Academy í London er nú með í undirbúningi nýlistasýn- ingu í sumar sem á ekki að gefa hinni umdeildu Sensation-sýningu fyrir tveimur árum neitt eftir og á helzt að ganga enn lengi-a en þar var gert. The Daily Telegraph hef- ur eftir forráðamönnum listasafns- ins, að sýningin, sem mun heita Apocalypse, eigi að vera veraldleg tjáning samtímalistamanna á sög- unni um Jóhannes skírara. Hún á að endurspegla ríkidæmi, fegurð, hrylling, flækjur og fjölbreytni þess heims, sem við lifum í. The Royal Academy hefur á síð- ustu árum, m.a. með Sensation og sýningu á verkum Monet í fyrra, tekizt að snúa rekstrinum úr tapi í hagnað og listasafnið er komið í hóp þeirra tíu staða, sem mest eru sóttir í London. Umdeildur hakakross Meðal verka, sem talin eru munu vekja sterk viðbrögð, er hakakross Chapman-bræðra, myndaður af 10.000 særðum her- mönnum, sem eiga að sýna okkur stríðshrylling tuttugustu aldarinn- ar. Chapman-bræður áttu tvö verk á Sensation-sýningunni, sem vöktu sterk viðbrögð; annað var tilvitnun til Stríðhryllings Goya og hitt voru barnadúkkur méð kynfæri í stað munns og nefs. Síðarnefnda mynd- in var í sérherbergi og var aðgang- ur bannaður yngri en 18 ára. Annað verk á sýningunni nú verður höggmynd Italans Maurizio Cattelan af Jóhannesi Páli páfa að verða fyrir loftsteini. Verk þetta var sýnt í Sviss á síðasta ári og hefur listamaðurinn breytt því til samræmis við aldur páfa. Á Sensation-sýningunni voru verk úr safni Charles Saatchi, en til nýju sýningarinnar hefur Royal Academy fengið 13 listamenn til að búa til verk og munu þeir sýna hver í sínum sal. Ekkert af lista- verkunum er tilbúið til sýningar eins og er. Af öðrum listamönnum nefnir The Daily Telegraph Bandaríkjamanninn Jeff Koons, Angus Fairhurst og Japanann Mariko Mori. Einnig Bretann Chris Cunningham, sem hefur m.a. unnið myndbandsmyndir fyrir Björk, Madonnu og Þjóðverjann Wolfgang Tillmans. Meðan Sensation stóð yfir voru unnin skemmdarverk á andlits- mynd af morðingjanum Myra Hindley, sem gerð var úr lófaför- um barna, og rúður í listasafninu voru brotnar. Norman Rosenthal, sýningarstjóri RA, segir, að Sensation hafi skapað allt það um- tal, sem stefnt var að, og um fyrir- ætlanirnar nú segir hann, að það sé einhver fagurfræði í áfallinu sem sé mjög flókin, en um leið nijög þýðingarmikið viðfangsefni. Litið er á þessa sýningu sem til- raun Royal Ácademy til þess að ná frumkvæðinu aftur úr höndum Tate-listasfnsins, en nýlistasafn þess verður opnað í nýjum húsa- kynnum í næstu viku. Valskórinn í Friðrikskapellu HINIR árlegu vortónleikar Valskórsins verða haldnir í Friðrikskapellu við Hlíðarenda í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni eru 12 lög, m.a. eftir Sigfús Halldórsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Inga T. Lárusson o.fl. Stjórnandi kórs- ins er Guðjón Þorláksson. KIA UMBOÐIÐ • FLATAH RAU Nl 31 • HAFNARFIRÐI • SIMI 555 6025 Alvöru ferðalangur! KIA Sportage Wagon er alvöru jeppi með háu og lágu drifi og LSD læsingu á afturdrifi. KIA Sportage er byggður á öflugri grind og 2000cc 4 cyl. vélin tryggir 128 hestöfl. Nú fæst hann á verði sem fáir leika eftir með jeppa í þessum gæðaflokki. Fæst einnig 5 dyra Classic. frákr.1.750.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.