Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÍHKfé ILM. .t 5lUOAdyiÍMMi,'I fe?
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 35
LISTIR
Skemmtilegur
spraðibassi
LEIKLIST
L e i k f é I a g
Reykjavíkur
KYSSTU MIG, KATA
Höfundar leiktexta: Bella og Sam
Spewack, byggt á Snegla tamin
eftir William Shakespeare. Þýð-
andi leiktexta: Gísli Rúnar Jóns-
son. Höfundur tónlistar og söng-
texta: Cole Porter. Leikstjóri:
Þórhildur Þorleifsdóttir. Tónlist-
arstjóri: Óskar Einarsson. Dans-
höfundur: Michéle Hardy. Búning-
ar: David Blight. Leikmynd:
Stígur Steinþórsson. Lýsing: Lár-
us Bjömsson. Hljóð: Baldur Már
Amgrímsson. Nýir leikarar og
söngvarar: Bergþór Pálsson,
Ragnhildur Gísladóttir og Rósa
Guðný Þórsdóttir. Sunnudaginn
30. aprfl.
VEGNA mannabreytinga í hópi
leikara og söngvara í sýningu
Leikfélags Reykjavíkur á Kysstu
mig, Kata þykir ástæða til að
gagnrýna frammistöðu nýliðanna
í hópnum.
Stærsta breytingin er sú að
Bergþór Pálsson tekur við af Agli
Ólafssyni í hlutverki Freds Gra-
hams (Petrúsíós í brotum úr
Snegla tamin). Hlutverkið er eins
og sniðið á Bergþór, sem skapar
hér skemmtilegan spraðibassa
sem leikur sér að hvoru tveggja,
að tæla Lilli Vanessi aftur til sín
og að temja Kötu Shakespeares-
dóttur. Undir niðri sést samt
glitta í kvikuna, ást hans á henni,
sem er ástæðan fyrir því að hann
leggur allt í sölurnar til að fá
hana aftur, þrátt fyrir hliðarhopp.
Tvö einföld orð lýsa best þætti
Bergþórs í sýningunni, kraftur og
leikni. Sýningin rennur nú hratt
og öruggt sína braut og þeir
annmarkar sem komu í veg fyrir
að hún gengi hnökralaust hafa
slípast af henni. I þeim fjölmörgu
atriðum þar sem Bergþór og Jó-
hanna Vigdís Aj-nardóttir kljást í
aðalhlutverkunum eru þau jafn-
ingjar og hallar á hvorugt þeirra í
leik, söng og glensi. Þau svara
hvort öðru vel í leiknum þannig
að kímnin í tilsvörunum kemur
betur í ljós og sjálfur gi'undvöllur
sýningarinnar, samband aðal-
persónanna og forsendurnar fyrir
því að þær nái aftur saman, er nú
auðskiljanlegur. Þó kemur fyrir
að Bergþór sé á hálum ís í grín-
aktugheitunum en túlkunin slepp-
ur alltaf fyrir horn. í atriðunum
sem tekin eru úr Snegla tamin
var framsögn hans einstök. Hann
kom þessum margslungna,
fyndna og fjölskrúðuga texta full-
komlega til skila.
Söngstíll Bergþórs litast auð-
vitað af þjálfun hans sem óperu-
söngvara og það fer eftir smekk
hvers og eins hvort slík raddbeit-
ing er talin hæfa lögum Porters,
en Bergþór fór hér að öllu með
gát og sigldi milli skers og báru.
Og auðvitað er gaman að heyra
þessi lög sungin af slíku öryggi
og með þvílíkum léttleika án þess
svo mikið sem að blása úr nös.
Þegar sýningum á Kysstu mig,
Kata og Stjörnum á morgunhimni
lýstur saman fer Rósa Guðný
Þórsdóttir með hlutverk Hattíar
og fleiri smáhlutverk sem Sigrún
Edda Björnsdóttir fer allajafna
með, og Ragnhildur Gísladóttir
tekur við af Eddu Björgu Eyj-
ólfsdóttur sem Lúís Lane
(Bjanka í Snegla tamin).
Rósa Guðný bregður upp svip-
mynd á lágum nótum af tauga-
veiklaðri konu sem er umfram
allt mannleg. Ragnhildi skortir
ekki gjörvileikann í persónu
glæfrakvendisins en hlutverkið
krefst ýktari leikstfls og umfram
allt miklu meiri krafts en hún
sýnir hér. Söngurinn olli von-
brigðum nema hvað Ragnhildi
tókst vel að gera lagið „Því ertu
svo þver“ að sínu. Atriðin sem
byggjast á samskiptum hennar og
Björns Inga Hilmarssonar urðu
full litlaus fyrir vikið og í saman-
burði við samband Lilliar og
Freds urðu þau of lítilvæg til að
skapa eftirminnilegar andstæður.
Sveinn Haraldsson
Verkúr
Dalaleir í
Búðardal
LEIRLISTADEILD Listaháskóla
Islands hefur í vetur unnið að verk-
efninu Menning - náttúrulega sem
er samstarfsverkefni skólans, Dala-
byggðar og Reykjavíkur Menning-
arborgar Evrópu árið 2000. í tengsl-
um við verkefnið verður opnuð
sýningin Er ég unni mest á morgun,
föstudag kl. 17, í Stjórnsýsluhúsinu í
Búðardal. Þar verður sýnd afrakst-
ur rakubrennslu, en hinn 1. maí sl.
var vígður viðarbrennsluofn við
Listaháskóla Islands í Laugarnesi.
Sýningin í Dalabyggð er afrakstur
vinnu nemenda skólans og listafólks
í Dalabyggð, þar sem tekinn var
dalaleir til vinnslu í haust og farið
um söguslóðir Laxdælu, sem er við-
fagnsefnið í veggmyndum á sýning-
unni.
Jörgen Hansen gestakennari frá
Danmörku hefur unnið að byggingu
ofnanna undanfarið ásamt nemend-
um, kennurum og listafólki við skól-
ann.
Verð frá kr. 2.340.000
ÖRYGGi
KRAFTUR
Grjóthálsi 1 • Sími söludeildar 575 1210
www.bl.is
ÞÆGINDI
ABS • Tveir loftpúðar • Þriggja punkta belti í öllum sætum
5 höfuðpúðar • Styrktarbitar í hliöum • 4X4 sídrif
120 hestafla 4 strokka vél / 97 hestafla 2000 cc dísilvél
Vökva- og veltistýri • Fjarstýrð samlæsing og afturrúða
Topplúga • HDC (hallaviöhald) • Þjófavörn • Sjálfstæð fjöðrun
FREELANDER