Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Discovery kallar stjórnstöð, íslenskt geimskip á stjórnborða. 1 Mosfet 45 Stærsti Mosfet útgangsmagnari sem völ er á í dag 4x45W. Kostir Mosfet eru línulegri og minni bjögun en áður hefur þekkst. 2 MARCX Nýjasta kynslóð útvarps- móttöku, mun næmari en áður hefur þekkst. 3 MACH 16 Ný tækni í RCA (Pre-out) útgangi sem tryggir minnsta suð sem völ er á. 4 Octaver Hljóðbreytir sem aðskilur bassa og diskant. Pioneer er fyrsti bíltækjaframleiðandinn sem býr yfir þessari tækni, sem notuð er af hljóðfæraframleiðendum. 5 EEQ Tónjafnari sem gefur betri hljóðmöguleika, á einfaldan hátt. 5 forstilltar tónstillingar. sem skapa Pioneer afdráttarlausa sérstöðu DEH-P3100-B • 4x45 magnari • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LW • 24 stöðva minni • BSM • Laus framhlið • RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn • Loudness þrískiptur DEH-P3100 • 4x45 magnari • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LW • 24 stöðva minni • 'BSM • Laus framhlið • RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn • Loudness þrískiptur Setjum tækið í bílinn þér að kostnaðarlausu J Fundur Félags háskólakvenna Kínaspjall Rögnu Ragnars Geirlaug Þorvaldsdóttir KÍNASPJALL verð- ur umfjöllunarefra á fundi Félags há- skólakvenna sem haldinn verður 7. maí nk. í Þing- holti, Hótel Holti, klukkan 19. Þetta er kvöldverðar- fundur þar sem verður margréttaður kínverskur matseðill og verða þátttak- endur því að skrá sig sig sem fyrst því takmarkaður fjöldi kemst að, öllum er heimil þátttaka. Geirlaug Þorvaldsdóttir er formað- ur félagsins. „Reynslan er sú þessir vorfundir eru mjög vel sóttir en þegar höfum við á slíkum fundum kynnt Jap- an, Mexíkó, Egyptaland og Indland.“ - Hver verður aðálfyrir- lesari á þessum fundi? „Ragna Ragnars, sendiherra- frúin okkar í Kína, kemur hingað til iands í stutta ferð og ætlar að eyða kvöldinu með okkur á þess- um fundi og halda langan fyrir- lestur um Kína, sem hún nefnir Kínaspjall. Auk þess ætlar Óskar Guðlaugsson, nemi við Mennta- skólann við Hamrahlíð, að tala um Hong Kong, en hann var þar skiptinemi í heilt ár.“ -iívers vegna varð Kína fyrir valinu núna? „Það er raunar af mörgum lönd- um að taka því innan vébanda al- þjóðafélagsskapar háskólakvenna eru rúmlega 60 lönd. Við höfum jafnan reynt að taka eitthvert fjar- lægt land sem fólk þyrstir í að vita meira um og við þekkjum ekki vel. Okkur fannst upplagt að taka Kína fyrir núna úr því svo vel bar í veiði að fyrrverandi formaður Fé- lags háskólakvenna, Ragna Ragn- ars, var stödd hér á landi einmitt á fyrirhuguðum fundartíma.“ -Frá hverju er venjulega greint íþessari umfjöllun um fjar- læglönd? „Yfirleitt er sagt frá þjóðfélags- háttum, stöðu kvenna og menn- ingu - má þar ekki síst nefna mat- armenningu. Við höfum alltaf haft mat frá viðkomandi landi á boð- stólum og nú verðum við með marga forrétti og marga aðalrétti, ýmist kjöt og grænmetisrétti - og skjótum súpu inni á milli að hætti Kínverja." - Eru þið með ekta kínverskan kokk? „Kokkamir á Holti eru mjög færir í alþjóðamatreiðslu. Yíirleitt hefur matseðillinn á þessum landakynningarkvöldum verið settur saman í samvinnu við fólk frá viðkomandi landi og svo verður einnig nú.“ -Hvenær var Félag háskóla- kvenna stofnað? „Það var stofnað 1928 og ári síð- ar gekk félagið í alþjóðafélagskap háskólakvenna. Hvatamaður að stofnun félagsins var Björg C. Þorláksson Blöndal, orðabókahöf- undar, kona Sigfúsar Blöndals orðabókahöfundar. Björgvar talin lærðasta kona á Norð- urlöndum á þessum tíma, hún kom víða við og var m.a. í tilrauna- sálfræði og tók doktar- spróf í þeirri grein frá Svartaskóla í París. Fimm konur voru í Félagi há- skólakvenna í upphafi en eru nú um 380. í félaginu eru konur með alls konar háskólamenntun, bæði héðan og úr háskólum erlendis, en íyrst og fremst er þetta styrktar- félag, því við erum alltaf að safna í styrki og höfum á sl. þremur árum eytt einni milljón króna í styrki. Við stykjum konur sem eru í fram- ► Geirlaug Þorvaldsdóttir varð stúdent frá Mennt askólanum í Reykjavík árið 1960. Hún lauk B A-prófi í latínu frá Háskóla ís- lands og prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1972. Hún starf- aði við leiklistarstörf um árabil en er nú kennari við Menntaskól- ann við Hamrahlið. Geirlaug er gift Erni Snorrasyni lækni og eiga þau tvö börn. haldsnámi og fjáröflunarleiðin sem við förum í dag er námskeiða- hald og höfum við staðið fyrir röð námskeiða í vetur sem hafa verið mjög vel sótt. Þau voru t.d. um Internetið, stjómun, verðbréf, bókmenntaþýðingar og leiklist.“ - Hverjir geta sótt um styrki til ykkar? ,TUlar konur sem eru í háskóla- námi, hérlendis sem erlendis. Okkur berast gríðarlega margar umsóknir. Síðast fengu styrki fjór- ar konur, ein þeirra stundar nám í Intemet-lögfræði, önnur í bama- sálíræði, ein í dýralækningum og sú íjórða í vistfræði, svo fjöl- breytnin er talsverð.“ - Hvað fleira felur starfsemi fé- lagsinsísér? „Við emm t.d. komnar út í tím- aritsútgáfu, við gefum út vandað tímarit einu sinni á ári, þar sem konum innan deilda háskólanna gefst tækifæri til þess að koma á framfæri ritgerðum sínum um mismunandi efni. Við höfum þó ákveðið þema í hverju blaði, í fyrra tókum við fyrir sagnfræði og í ár verða jarðvísindin í fyrirrúmi." -Eru margir fundir á hverju ári? „Það fer eftir því hvað er á döf- inni. Við höldum fundi um alls konar málefni og reynum að velja það sem fréttnæmt þykir, t.d. gripum við Hermann Páísson, prófessor emeritus við háskólann í Edinborg, þegar hann var hér á ferð, einnig talaði Nigel Watson um Shakespeare og Þorsteinn Gylfason talaði um Voltaire og Birting þegar Leikhúsið í Hafnar- firði var með Birting á fjölunum, svo eitthvað sé nefnt af þvi sem fyrir skömmu var fjallað um.“ - Hvað er fyrirhugað t.d. næsta vetur? „Við höldum áfram með námskeið um bók- menntaþýðingar og leikhúsin, einn félagsfundur er þegar ákveð- inn, hann verður um jarðvísindi, jarðgufur, jarðskjálfta og fleira þess háttar. Við reynum sem fyrr að vera skemmtilegar og fræðandi og ekki síst í takt við tímann. Eg vil sérstaklega taka fram að allir eru velkomnir á fundi hjá okkur og námskeið.“ Reynumað vera skemmtilegar ogfræðandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.