Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reykvfkingar ræða um Reykjavík framtíðarinnar á ráðstefnu um Farsæld og fánýti Tveir bflar á hvern Reykvíking- og strætó úr sögunni? Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frummælendur á ráðstefnunni voru Elísabet Þorgeirsdóttir ritstjóri, Andri Snær Magnússon rithöfundur, Hansína B. Einarsdóttir forstjóri og Jón Ólafsson heimspekingur. Reykjavíkurborg bauð til ráðstefnu undir heit- inu Farsæld og fánýti í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær- kvöldi. Arna Schram rekur efni fundarins. RÁÐSTEFNA Reykjavíkurborgar undir heitinu Farsæld og fánýti sem haldin var í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkur síðla dags í gær er sú síðasta af fjórum ráðstefnum borgarinnar sem haldnar hafa ver- ið undanfarnar vikur í þeim til- gangi að efna til samræðu við borgarbúa um hlutverk Reykjavík- urborgar í framtíðinni. Frummælendur á ráðstefnunni í gær voru fjórir þau Jón Ólafsson heimspekingur, Hansína B. Einarsdóttir forstjóri, Andri Snær Magnússon rithöfundur og Elísa- bet Þorgeirsdóttir ritstjóri. Jón Olafsson reið á vaðið og fjallaði m.a. um breytta heims- mynd í kjölfar alþjóðavæðingar. Greindi hann frá því að alþjóða- væðing hefði alla 20. öldina falist í einhvers konar baráttu góðs og ills. Kapítalismi á móti kommún- isma, lýðræði á móti einræði, borg á móti sveit, kyrrð og ró á móti ys og þys. „Það sem er sérstakt við alþjóðavæðingu nú er það einkenni hennar að snúast miklu fremur um nokkurs konar naflaskoðun. í stað þess að heimta í nafni framfara að lífshættir og lífsstíll taki á sig einsleita mynd hins alþjóðlega er spurt hvað svæðisbundin menning hafi fram að færa.“ Sagði Jón að þetta fæli í sér rót: tækt endurmat á verðmætum. í stað þess að alþjóðahyggja mætti þjóðernishyggju rynni þetta sam- an í eins konar alþjóðlegri þjóð- ernishyggju - þjóðernið sjálft, sjálfsmynd einstaklinga sem hluta þjóðar- yrði aðalatriðið í hugmynd þeirra um heiminn, um stöðu sína í heiminum og hlutverk sitt í heim- inum. „Þess vegna hljóta líka tákn al- þjóðavæðingarinnar að breytast. Þjóðleg tákn verða alþjóðleg tákn. Náttúran verður eign og verslun- arvara. Menningarleg verðmæti hafa skyndilega verðgildi á mark- aði; við þurfum ekki lengur að segja: Okkur er náttúran kær, þess vegna hljótum við að halda upp á hana. Við getum sagt: Ja, bíðum nú við, kannski er hin óspillta náttúra, lífsstíll íslendinga til sveita, húsdýr þeirra og sér- kennilegar venjur verðmæti sem eiga eftir að gefa meira í aðra hönd þegar fram í sækir en stór- fenglegur iðnaður, virkjanir fall- vatnanna og óskorað vald manns- ins yfir umhverfi sínu.“ Hansína B. Einarsdóttir gerði vinnumarkað framtíðarinnar að umfjöllunarefni í erindi sínu og þær kröfur sem gerðar yrðu til starfsmanns 21. aldarinnar. Sagði hún m.a. að starfsmaður 21. ald- arinnar þyrfti, auk samviskusemi, heiðarleika og stundvísi, að hafa til að bera sveigjanleika, getu til að vinna í hópi og hafa samráð við aðra sem og að vera leikinn við að afla sér upplýsinga. Þá benti hún á að innan fyrirtækja yrði æ meiri þörf fyrir tækniþekkingu og vegna þess hve eðli starfanna breyttist hratt þyrftu fyrirtækin að bjóða upp á símenntun sinna starfs- manna sem og starfsþróun. Hansína hélt áfram að fjalla um breyttan vinnumarkað á næstu öld og taldi að bilið milli þeirra starfs- manna sem hefðu til að bera þá hæfni sem þyrfti á 21. öldinni og lýst var hér að framan og hinna sem ekki hefðu þessa hæfni myndi sennilega breikka mjög og halda áfram að breikka í nánustu fram- tíð. Það bil kæmi m.a. í ljós með- vaxandi launamuni hér á landi sem og annars staðar. Hansína benti á að þessu fylgdu félagsleg vanda- mál svo sem atvinnuleysi og bág kjör og sagði spurninguna vera þá hvernig Reykjavíkurborg vildi bregðast við þeim. Kók úr krönum árið 2015? Andri Snær Magnússon velti því fyrir sér hvernig Reykjavík myndi líta út árið 2015. „Miklabrautin var tvær akreinar árið 1980, fjórar ár- ið 1990 og átta árið 2000. Miðað við þetta verður Miklabrautin sextán akreinar árið 2015,“ sagði Andri Snær og hélt áfram að fram- reikna borgina næstu fimmtán ár- in miðað við síðustu 20 ár. „Árið 1980 var einn bíll á þrjá Reykvík- inga og margir tóku strætó. Árið 1990 var einn bíll á hverja tvo og unglingar og aumingjar tóku strætó. Árið 2015 mun hver Reyk- víkingur vera á tveim bílum og LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að leyfa eldi á norskum laxi í kvíum í tilraunaskyni við Voga- stajia á Reykjanesi næstu tvö ár. I fréttatilkynningu frá landbúnað- arráðuneytinu segir að þessi ákvörð- un hafi verið tekin eftir ítarlega um- fjöllun í samráði við færustu sér- fræðinga og hagsmunaaðila. Heim- ildin er bundin við svokallað skipti- eldi og er ekki leyfilegt að hafa fisk í kvíunum í janúar, febrúar og mars. Einnig hefur verið ákveðið að meta hugsanleg áhrif á lífríki Stakksfjarð- ar og nærliggjandi svæða og sér nefnd, sem landbúnaðarráðherra skipar, um það. I fréttatilkynningunni segir að fjarskiptatæknin mun gera þeim kleift að aka þeim báðum í vinnuna samtímis.“ Andri Snær átti ekki í vandræð- um með að ímynda sér Reykjavík framtíðarinnar og sagði að hvert heimili yrði með eigin heimasíðu þegar unglingar dagsins yxu úr grasi. „Glaðheimar átján punktur is, þar verður hægt að fá allar upplýsingar um heimilisfólkið[...]. Sumir verða með heimilisiðnað til sölu á Netinu allt frá vöfflum til hjónalífsmynda.“ Síminn yrði auk þess ókeypis en símnotendur þyrftu að hlusta á kókauglýsingar í fimmtán sekúndur. Það sama ætti við um heita og kalda vatnið en það væri ókeypis á milli þess sem kók rynni úr krönunum. Andri Snær hélt áfram að koma með skemmtilegar vangaveltur um framtíðina og kvaðst að síðustu vonast til þess að þróunin yrði sú að fólk byggi í litlum einingum fyrir utan Reykjavík en leitaði til borgarinnar til að sækja annað líf landbúnaðarráðuneytinu hafi undan- farið borist umsóknir frá fiskeldisfyr- irtækjum þar sem óskað sé eftir leyfi til að ala norskan lax í kvíum. Farið hafi verið fram á leyfi til eldis við Vogastapa á Reykjanesi, í Hvalfirði og Eyjaflrði. Kemur fram að vegna þess áhuga, sem nú sé á frekara eldi í kvíum hér við land, og þeirra miklu hagsmuna, sem falin séu í hlunnind- um meira en þúsund veiðíjarða, hafi landbúnaðarráðherra ákveðið að skipa starfshóp til að hafa forystu um þann þátt er snerti sambýli kvíaeldis og villtrar náttúru. Til starfa í þeim hópi verði kallaðir fulltrúar þeirra, sem hagsmuna eigi að gæta, og sér- fræðingar í málaflokknum. svo sem leikhúsin og veitingastað- ina. Sagðist hann vonast til þess að borgin myndi þegar fram liður stundir gleðja augað og sitt gamla hjarta þegar þar að kæmi. Elísabet Þorgeirsdóttir gerði af- leiðingu alþóðavæðingarinnar m.a. að umtalsefni og sagði hana hafa leitt af sér kalda peningahyggju. Ríkidæmi sumra hefði vaxið óhóf- lega en aðrir yrði enn fátækari. Vildi hún að Reykjavíkurborg tæki á þessu; jafnaði lífskjörin og hækkaði laun m.a. þeirra sem sinntu umönnunarstörfunum. Elísabet velti fyrir sér efnis- hyggjunni hér á landi sem m.a. kæmi fram í auknum innfluttningi á jeppum hin síðari ár og sagði m.a. að fólk þyrfti á meiri tíðind- um að halda en hvað selst hefði mikið af hlutabréfum í hinum og þessum fyritækjum á degi hverj- um og hver staða úrvalsvísitölunn- ar væri. Sagði hún að margt fólk hefði ofkeyrt sig í lífsgæðakapp- hlaupinu og tapað tengslum við sjálft sig, börn sín og aðra. „Við þurfum að hafa eitthvað annað að líta upp til en jeppans í heim- keyrslunni. Við þurfum að gefa börnunum trú á eitthvað meira en gsm-síma og tölvu,“ brýndi hún fyrir fundargestum og benti m.a. á kvennakirkjuna sem leið út úr þessum efnislega heimi. Að síðustu var efnt til pallborðs- umræðu þar sem þátt tóku Árni Björnsson, fyrrverandi yfirlæknir, Kristbjörg Kristmundsdóttir jóga- kennari, séra Hjörtur M. Jóhanns- son Fríkirkjuprestur og Kristján Kristjánsson tónlistarmaður. Þau sögðu m.a. að þrátt fyrir að efnis- hyggjan hefði verið að ryðja sér rúms hin síðustu ár væri mikill áhugi á andlegum málefnum. Þau lögðu áherslu á að fólk týndi sér ekki í peningahyggjunni og lögðu aukinheldur til að borgaryfirvöld gleymdu ekki að gera ráð fyrir grænum svæðum í borgarskipulagi framtíðarinnar. Lagning nýs Bláa lónsvegar boðin út RÆKTUNARSAMBAND Flóa og Skeiða á Selfossi átti lægsta tilboð í nýlegu útboði Vegagerðarinnar vegna yfir- lagna og styrkinga vega á Suð- urlandi. Hljóðaði tilboð rækt- unarsambandsins upp á 52.693.300 kr. en kostnaðar- áætlun verkkaupa var 55.205.000 kr. Hæsta tilboð í verkið kom frá Borgarverki ehf. í Borgarnesi en það hljóð- aði upp á 58.810.000 krónur. Vegagerðin bauð einnig út lagningu Bláalónsvegar, nýs vegar sem leggja á frá Bláa lón- inu að Nesvegi við Grindavík, en um er að ræða 4,7 kílómetra vegalengd. Allir tilboðsgjafar voru yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, sem hljóðaði upp á 34.857.000 kr., en lang- lægsta tilboðið kom frá fyrir- tækjunum Berglín efh. og Hjarðamesbræðrum efh., sem buðu sameiginlega í verkið. Var tilboð Berglíns og Hjarðarnes- bræðra upp á 35.639.434 kr. en hæsta tilboðið, kr. 47.808.750, átti Ellert Skúlason í Njarðvík. Loks má nefna útboð á efnis- úrvinnslu (mölun á jarðefnum) á Norðurlandi vestra. Kostnað- aráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 41.400.000 kr. en lægsta tilboð var upp á 26.303.000 kr. sem fyrirtækið Myllan ehf. á Egilsstöðum átti. Hæsta tilboð átti Norðurtak ehf. á Sauðárkróki en tilboð þess hljóðaði upp á 38.320.000 krónur. Ekki villast Fjölbreytt úrval korta f kortadeild Eymundsson LANDMÆUNGAR. ÍSLANDS EvTnundsson Kringlunni • sími: 533 1130 • fax: 533 1131 Tilraunaeldi á norskum laxi leyft við Yogastapa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.