Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Sidsel og Kerstin sýna í Gallerí Nema hvað!
* Breyttu skólastofu
í almenningsgarð
A Skólavörðustíg 22 er nemendagallerí Listaháskóla ís-
lands staðsett. Þar skipta með sér næstu tveimur vikum
tveir erlendir nemar sem hafa verið við skólann í vetur.
Unnar Örn Jónasson fór í Gallerí „Nema hvað!“ á degi
verkalýðsins og skoðaði listina.
Teikning eftir Sidsel sem heitir „Nenniru að gera mér greiða?“
SIDSEL Stubbe Schov er nemandi við Danmark De-
sign Skole í Kaupmannahöfn þar sem hún er að læra
grafíska hönnun en Kerstin Krieg kemur frá Dresd-
en. Þar er hún í listaháskólanum í deild sem er ný-
stofnuð og kennir sig við nýja miðla og samruna list-
ar við aðrar greinar þjóðfélagsins. Þær eru báðar skiptinemar
við Listaháskóla íslands í fjöltæknideild. Kersten og Sidsel
hafa verið hér í nokkra mánuði og búa á gistiheimilum í 101
Reykjavík.
Þær eru báðar á sínu næstsíðasta ári í námi og útskrifast á
næsta ári.
I borg þar sem ekki er hægt, að villast
Hvernig er að vera hér, er Reykjavík ekki frekar lítill staður?
Sidsel: Hann er náttúrulega pínulítill, en maður villist þá
' ekki. En það er nú svolítið leiðinlegt að það er bara ein tegund
af þjóðfélagi, þá meina ég að maður getur ekki farið í nýtt hverfi
og upplifað nýjan kúltúr innan sömu borgarinnar. Það er bara
eitthvað að gerast á svæði 101.
Kersten: Ég var samt svo undrandi að sjá hversu Reykjavík
er stór að flatarmáli, maður keyrði í rútu í 1 klukkutíma og svo
kom maður í miðbæinn. Maður fer heldur aldrei útúr honum,
nema til að fara útá land.
Hvemig líst ykkur á skólann ?
S: Kennslan er nokkuð góð, kúrsamir eru yfirleitt í nokkrar
vikur og maður fær mikið útúr kennaranum og kynnist honum
vel.
K: Já, Það er mikill munur, finnst mér, miðað við í Þýska-
landi. Hérna er kennarinn jafningi sem er eina rétta leiðin að
mínu mati. Að kennarinn sé í einhverjum öðrum flokki gengur
ekki. Hann má ekki líta á sig sem einhvern gúrú.
S: Kennarinn er yfirleitt mjög hvetjandi og vill allt fyrir mann
gera.
En skólabyggingin í Laugarnesinu, hvað finnst ykkur um
hana? Hún var upphaflega hönnuð sem sláturhús.
S: Hún er bara fín. I byrjun var stofan tómleg en núna erum
við, nemendumir, búnir að vinna talsvert á staðnum og fylla
hana af verkum og þá er hún mjög fín. Til dæmis breyttum við
henni í almenningsgarð um daginn, fylltum hana af trjám og
máluðum á veggina, það var frábært.
K: Byggingin er algjörlega hrá, því er hægt að gera þar allt
sem manni dettur í hug, mála á veggina og gólfín ef vill, þar er
náttúmlega mjög fínt! í skólanum sem ég er í má ekki gera
neitt svoleiðis. Byggingin er friðuð og ekki má hrófla við neinu.
S: I skólanum í Kaupmannahöfn verður að hengja allt sem
Morgunblaðið/Golli
Sidsel Stubbe Schov og Kerstin Krieg stunduðu nám við
Listaháskólann.
maður gerir á korktöflur í stofunni, sem er fáránlegt.
Finnst ykkur listalíf hér vera í takt við það sem er að gerast
þar sem þið voruð?
K: Já, Það held ég. Þar er allavega ekki mjög staðnað.
S: Mér finnst þær sýningar sem ég hef séð í fasa við það sem
er að gerast í Evrópu. Það er líka frábært að nemendur í LHÍ
hafi þessa sýningaraðstöðu hér niðrí bæ. Það munar svo miklu
fyrir nemendur að fá að sýna á alvörustað sem er svona opinber.
K: Já. það gerir vinnu nemenda miklu meira „professional“.
Því það eru meiri kröfur sem þú setur á sjálfan þig ef staðurinn
er svona opinber. Hver sem er getur komið inn af götunni. Ég
veit ekki um neinn annan skóla sem hefur svona opinbera að-
stöðu.
Afhverju ísland?
S: Mig hafði langað til íslands í mörg ár og fannst þetta því
vera kjörið tækifæri. Mér fannst líka tilgangslaust að fara til
New York, LA eða á álíka stað og eyða 3 klukkutímum á dag í
strætó. Þá finnst mér miklu betra að fara á stað með lítinn orð-
stír þar sem hægt er að móta sjálfur sínar hugmyndir.
K: Ég vissi ekki neitt um landið en hafði tekið ákvörðun um
að fara til lands sem hefði einhver sérkenni og persónuleika.
Það var líka mikilvægt að fara á einhvern stað sem væri ólíkur
Evrópu að því leyti að upplifa nýja menningu og líka ef maður
er að skipta um umhverfi að breyta þá til. Fara lengra.
Hvað með verkin ykkar, segið mér frá þeim.
S: Ég sýni teikningar og málverk sem eru nokkurs konar
dagbók frá Islandi. Ég hef teiknað myndir af fólki sem ég hef
kynnst hér á Islandi. Svo skrifa ég við setningar sem fólkið hef-
ur sagt og verða því til nokkurs konar lýsing á manneskjunni.
Þetta er allt fólk sem hefur haft áhrif á mig hér á Islandi. Þetta
eru alls um 20- 25 myndir og sumar hef ég málað og hengt á
vegg. Sýningin mín er búin núna á fimmtudaginn (í dag) og þá
tekur Kertin við.
K: Ég opna sýningu kl:17:00 á föstudaginn og heitir hún
„Horfa útum gluggann og hugsa um fjarlægðir.“ Ég bjó til
„camera obscura“ (myrkvaðan kassa með litlu gati og er fyrir-
mynd allra myndavéla) og setti hann á hausinn á mér, þ.e.
horfði mní kassann og teiknaði myndirnar sem birtust í gegnum
gatið. Ég var í Listamiðstöðinni Straumi í Hafnarfirði og gekk
þar um með svartan kassa á hausnum eins og fílamaðurinn.
Hvað með Björk, hafiðþið séð hana?
S: Já, ég sá hana um daginn og þegar ég hringdi heim í sömu
viku sagði ég litlu systur minni frá því og hún sagði : „Sástu
Björk, hvað var hún að gera á Islandi?"
K: Nei ekki ennþá, bíð bara spennt.
Eitthvað að lokum ?
K : Allir eru velkomir á opnunina á föstudaginn en annars er
Gallerí „Nema hvað!“ opið fimmtudaga til sunnudaga frá 14:00-
18:00.
„Push-Up“ er vídeóverk eftir Sólveigu og Nanne
Prauda.
Sólveig er að klára meistarapróf í húsgagnahönnun
og myndlist í Helsinki.
Léttar kýr í þungu landi
„ÉG fór í húsgagnahönnun í Uni-
> versity of Art and Design í Hels-
inki í eitt og hálft ár, en síðan flutti
ég verkefnið mitt yfir í mynd-
listardeildina og verð með sýningu
á því í september í Gallery Pro-
founder," segir Sólveig Svein-
björnsdóttir sem útskrifaðist úr
fjöltæknideild Myndlista- og
handíðaskólans, og er nú að klára
meistaragráðu í vor í Finnlandi.
„Ég hef alls ekki sagt skilið við
myndlistina og fyrir mér er það
ekki sama og hönnunin sem er allt-
af bundin við ákveðinn markað og
framleiðslu. Myndlistin er annars
konar framleiðsla en hönnuðirnir
verða að vinna með markaðsheimi,
en þess þarf myndlistarmaðurinn
i ekki og erjafnvel að deila á hann.“
Finnar allt öðru vísi
- Og þú ætlar að verða báðum
megin við borðið?
„ Já, ég get gert það.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á þessu tungumáli iðnaðarins.
Lokaverkefnið mitt eru stólar sem
eru hönnun en á vissan hátt líka
myndlist. Ég er með ýmsar vörur
sem eru nytjahönnun en ég vinn
sem myndlistarmaður líka, og
skilgreini það sjálf í hvert skipti.
Mig hefur alltaf langað að læra
hönnun og í Finnlandi er mjög al-
varlegur og virtur hönnunheimur
sem fyrirfinnst ekki á íslandi. í
myndlistinni okkar er mikil frá-
sögn en við höfum ekki þessa
sterku hefð fyrir formum á ís-
landi.“
- Valdir þú þess vegna Finn-
land?
„Ég hélt að það yrði auðvelt fyr-
ir mig og dóttur mína að búa hér,
en hér er allt annar menningar-
heimur en sá sem maður þekkir
frá hinum Norðurlöndunum, sem
kom mér mjög á óvart. Finnar eru
tengdari Austur- Evrópu, tungu-
málið er sérstakt og menningin
þung yfirhöfuð. Og Finnar eru
ekki líkir íslendingum. Drykkjan
er það eina sem við eigum sameig-
inlegt. Kannski líka sveita-
mennskan, því við erum ekki jafn
stolt og stórþjóðirnar.
Fyrir mig sem félagsveru er
stundum erfitt að hver vinnur í
sínu horni og síðan á hluturinn að
tala, sem er algjör andstæða þess
sem ég þekki að heiman. Meira að
segja forsetaframbjóðendurnir
voru gagnrýndir fyrir að tala of
mikið! Það er alvaran sem getur
tekið á taugarnar, segir Sólveig og
hlær. „Fólk talar allt of lítið, það
þarf úthald til að láta það ekki á
sigfá.
En það er líka margt heillandi
hér sem ég á eftir að sakna þegar
ég flyt til baka. Mér finnst mjög
gaman að hlusta á þessa þungu
melankólísku finnsku tónlist sem
er ótrúlega falleg. Svo dansa ég
tangó á stórum tangóstað, sem er
reyndar eins og Arbær heima, en
það eru nokkrir Finnar farnir að
koma með mér. Finnar eru alveg
tangóóðir og tangókóngur og
tangódrottning eru kosin á hverju
ári. Þá er keppni um allt land og
jafnvel krakkarnir syngja þunga
ástarsöngva á finnsku," segir Sól-
veig dreymandi.
Á hversdagslegu skýi
Sólveig hefur notað tímann til
að ferðast mikið um landið og vann
m.a. fyrir húsgagnahönnuð í Mið-
Finnlandi sem heitir Simo Heikk-
ilá. Þar aðstoðaði hún hann og
lærði mikið af því. „Hann var með
japanska viðskiptavini þegar ég
var þarna. Hann vinnur mikið vist-
væna hönnun og lífræna, sem mér
finnst skipta miklu máli.“
Þessa dagana vinnur hún að því
að klára lokaverkefnið sitt og sýn-
inguna í september. „Þar verð ég
með verkefni sem heitir „The
Cloud Chair Project". Eigandi
gallerísins ætlar vera með sér-
staka kynningu á mér þannig að
ég má ekki segja neitt. Þetta er
líka svolítið óvænt; unnið út frá
sérstöku en hversdagslegu skýi,
segir Sólveig og er eitthvað dular-
full í röddinni.
- Hver er síðan draum urinn ?
„Ég á mér enga drauma lengur,
ég er orðin svo raunsæ af því að
vera í Finnlandi," segir Sólveig og
skellihlær. „Þannig að ég tek bara
einn dag í einu og er ánægð með
það sem ég hef.“
Fyrstu tvö árin var of mikið að
gera hjá Sólveigu í skólanum til að
taka þátt í sýningum, en í vetur
hefur hún tekið þátt í fjórum. „Nú
síðast voru finnlandssænskir
listamenn með sýningu í undir-
göngum í stórri verlsunamiðstþð
og mér var boðið að vera með. Ég
vann verkið „Push-Up“ með vin-
konu minni Nanne Prauda og við
sendum verk á sýninguna þar sem
við unnum með brjóstahaldara, og
þetta eru kýr með kúabrjóstahöld
á gangi í náttúrunni á stórum
skjám sem settir eru á veggina.
Við vorum með íslenska skemmt-
aratónlist undir og hún kom eins
og tónlistin í verslunarmiðstöð-
inni, nema að það var Sveitin milli
sanda og önnur góð lög. Við feng-
um mjög góða dóma í stærsta
blaðinu, en þeim fannst þetta vera
mjög létt og dáleiðslukennt verk.“
í febrúar sýndi ég lampa sem
eru í þessari „good fairy design“-
línu sem skýjastóllinn minn er líka
í. Ég kalla þá „starsky" lamps, því
þeir eru frá himninum. Þetta eru
plexiglerbox með ljósi inni í.“
Langar þig að vera áfram í
Finnlandi að námi loknu?
„Nei, ég er að hugsa um að koma
heim. Fara úr alvörunni í fjörið,"
segir Sólveig að lokum og hlær.