Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Morgunblaðið/Golli Eiríkur Þorbjörnsson, verkefnisstjóri, og Gunnar Tómasson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, kynna sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið fyrir Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, og Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, og þingmönnum úr samgöngunefnd Alþingis. Framfaraspor í örygg- ismálum sjómanna STK kerfið og tengimöguleikar Önnur samskiptakerfí, t.d. NMT, GSM/SMS Morðið á Lumumba 1961 til rannsóknar Voru belgískir ráðamenn flækt- ir í morðið? Brussel. AFP, AP. Sjálfvirk til- kynningaskylda tekin í notkun STURLA Böðvarsson samgönguráð- heira tók í gær formlega í notkun sjálfvirkt tilkynningaskyldukerfí ís- lenskra skipa. Þróun og uppsetning kerfisins hefur tekið nærri tvo ára- tugi og sagði ráðherrann kerfíð vera mikilvægan áfanga í öryggismálum sjómanna. Óformleg gagnsetning á sjálfvirka tilkynningaskyldukerfinu fyrir ís- lenska skipaflotann hófst á síðasta ári. Undirbúningur verkefnisins hef- ur hins vegar staðið frá árinu 1994 þegar Slysavamafélag Islands, póst- og símamálastjóri og samgönguráð- herra skrifuðu undir samkomulag um sjálfvirka tilkynningaskyldu. Slysa- vamafélag íslands tók að sér að reka stjómstöð fyrir þetta nýja kerfi en í því fólst að setja upp nauðsynlegan búnað til að taka við boðum frá tækj- um sem sett yrði upp í skip og báta. Landssími íslands tók að sér upp- byggingu og rekstur á fjarskipta- kerfi. Hefur þegar sannað sig Að sögn Eiríks Þorbjamarsonar verkefnisstjóra tók málið margar dýf- ur á undirbúningstímanum og mikil seinkun varð á allri meðferð þess eða þar til málinu var ýtt úr höfn í ár- sbytjun 1998. „Nú þegar hafa komið upp nokkur tilvik sem sýna og sanna að með tilkomu sjálívirku tikynninga- skyldunnar er stigið stórt skref til að bæta öryggi sjómanna, einkum þeirra sem róa á minni bátum. Sjálfvirka til- kynningaskyldan er án efa eitt mesta framfaraspor í öryggismálum sjó- manna,“ segir Eiríkur. Stofnkostnaður á eftirlitshluta sjálfvirku tilkynningaskyldunnar, þ.e. vél- og hugbúnaður, er áætlaður um 70 miHjónir króna. Þar að auki er stofnkostnaður á landskerfi Lands- síma íslands um 70 milljónir króna. Kostnaður við niðurgreiðslu skip- stækja úr ríkissjóði má ætla að verði um 65 milljónir króna og er því heild- arstofnkostnaður kerfisins áætlaður um 200 milljónir króna. Þar við bætist kostnaður eigenda skipstækja en hvert tæki kostar þá um 95 þúsund krónur. Samstarfsaðilar í verkefninu um sjálfvirka tilkynningaskyldu eru Stefja, DNG og Racal, Landssíminn og Landsbjörg. Sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið samanstendur af skipstæki frá fyrir- tækinu Racal sem sendir frá sér upp- lýsingar um staðsetningu skipsins, stefnu þess og hraða. Bátamir geta verið á hafsvæði allt að 50 sjómílur frá strandlengjunni. Ailar sendingar eru sjálfvirkar og berast uppýsingar um staðsetningu á 15 mínútna fresti. Ber- ist ekki upplýsingar lætur kerfið vita og bíður starfsmaður Tilkynninga- skyldunnar í allt að 30 mínútur áður en reynt er að hafa samband við skip- ið til að kanna aðstæður. Telji hann aðstæður á einhvem hátt varasamar bregst hann hraðar við. Berist ekki skeyti um nýja staðsetningu innan þessara tímamarka er gerð tilraun tif að hafa samband við skipið í gegnum farsíma um borð. Takist ekki að ná sambandi þessa leið er er strandstöð Landssímans beðin um að kalla skipið upp í talstöð á skiparásum og nálæg- um skipum gert viðvart. Tækið hefur neyðarhnapp sem hægt er að nota til að senda út neyðarkall og við það ber- ast upplýsingar til Tilkynningaskyld- unnar um að bátur eða skip sé í neyð og er þá brugðist við kallinu sam- kvæmt ákveðnu verklagi. Upplýsingar frá stærri skipum berast í gegnum gervihnött en sam- kvæmt fjarskiptalögum ber skipum utan þess hafsvæðis sem sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið nær til að hafa búnað til að senda tilkynningar um staðsetningu á 12 tíma fresti. Fjarskiptakerfið, sem rekið er af Landssímanum, byggist á strand- stöðum meðfram strandlengju lands- ins sem taka við sendingum frá skip- stækjunum. Fjarskiptastjóri, sem er hugbúnaður frá Stefju, heldur utan um og sendir frá sér viðvörun ef gögn berast ekki frá skipstækjunum. Gögnin berast til öryggiseftirlitskerf- is sem starfsmenn Tilkynningaskyld- unnar nota til að fylgjast með ferðum skipa og báta. Hvergi betra kerfi til í heiminum Gunnar Tómasson, vai'aformaður Slysavamafélagsins Landsbjargar, sagði þegar kerfið var tekið í notkun í gær að hvergi í heiminum væri til- kynningaskylda með sama hætti og hér á Islandi, enda hefðu margar þjóðir leitað upplýsinga um hvemig tekist hefði að koma þessu öryggis- kerfi á fót. Sagði Gunnar hugmyndina um sjálfvirka tilkynningaskyldu hafa kviknað í upphafi níunda áratugarins þegar Verkfræðistofnun Háskólans hóf að þróa slíkt kerfi undir stjóm Þorgeirs Pálssonar, dósents og nú- verandi flugmálastjóra. í árslok 1989 hefði þróunarvinnan verið komin það langt að hægt hefði verið að fullyrða að koma mætti á slíku kerfi á miðun- um í kringum Island og tveim ámm síðar hefði Alþingi samþykkt að koma kerfinu á. „Með sjálfvirka tilkynn- ingaskyldukerfinu er stómm áfanga náð í öryggismálum sjómanna. Betur verður hægt að fylgjast með ferðum skipa og grípa mun fyrr inn í ef óhapp verður. Þá er vitað nákvæmlega um staðsetningar skipa og báta í ná- grenni við þann sem lendir í nauð og senda aðstoð fyrr en áður. Einnig verður auðveldara að fylgjast með bátum ef veður er vont. Það veitir áhöfn og fjölskyldum þeirra aukið ör- yggi að vita að fylgst en nákvæmlega með þeim og aðstoð veitt ef á þarf að halda,“ sagði Gunnar. ÞINGNEFND í Belgíu hefur ákveðið að láta rannsaka hvort Belgar hafi átt þátt í morðinu á Patrice Lumumba, fyrsta forsætis- ráðherra Kongo eftir að Afríkurík- ið hlaut sjálfstæði 1960. Lumumba, sem var vinstrisinnaður og talinn vinveittur Sovétríkjunum, var myrtur í janúar 1961, um sjö mán- uðum eftir að hann tók við völdum. Hann var einn af þekktustu leið- togum Afríkumanna í baráttu þeirra gegn evrópsku nýlenduveld- unum en flestar Afríkuþjóðir fengu sjálfstæði á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Stjórnmálahreyfing Lumumba krafðist þegar árið 1958 sjálfstæðis og er það gekk eftir tveim árum síðar fiutti Lumumba ræðu þar sem hann réðst á nýlenduveldin. Miklir flokkadrættir voru í landinu og óljóst hver bar ábyrgð á því að Lumumba var handtekinn, fluttur nauðugur til námuhéraðsins Kat- anga og loks tekinn af lífi. En oft hefur því verið haldið fram að bandaríska leyniþjónustan hafi með aðstoð innfæddra andstæð- inga forsætisráðherrans ráðið hann af dögum af ótta við að hann væri handbendi ráðamanna í Kreml. Málið er þó flókið, þess má geta að ráðherra Afríkumála í belgísku stjórninni, Harold d’Aspremont Lynden, sendi í október 1960 skeyti til belgískra sendifulltrúa í Kongó þar sem segir að mikilvæg- asta verkefnið sem vinna beri að í þágu „Kongó, Katanga og Belgíu er augljóslega að taka Lumumba endanlega úr umferð". Einn af leiðtogum Kongómanna var Moise Tshombe, sem sakaður var um að ganga erinda erlendra stórfyrirtækja og vilja gera hið námuauðuga Katanga-hérað að sérstöku ríki. Belgísku námufyrir- tækin Union Miniere og Societe Generale de Belgique, áttu mikilla hagsmuna að gæta í Kongó. Morðið á Lumumba og átökin sem fylgdu í kjölfarið næstu árin enduðu með því að Mobutu Sese Seko, er var hliðhollur Frökkum og Bandaríkja- mönnum, varð einræðisherra 1965 og var við völd fram á síðustu ár er hann varð að hrökklast frá. Bók De Witte í nýlegri bók eftir belgíska fé- lagsfræðinginn Ludo De Witte, Morðið á Lumumba, er sagt að Belgar hafi borið verulega ábyrgð á ódæðinu sem á sínum tíma var sagt að ráðamenn í Katanga hefðu tekið ákvörðun um. Hann birtir skeyti frá d’Aspremont, dagsett í janúar 1961, þar sem ráðherrann hvetur Tshombe til að flytja Lum- umba tafarlaust til Katanga. „Frá upphafi til enda stjórnuðu Belgar rás þessara viðburða, með öðrum orðum, flutningi Lumumba til Katanga, aftöku hans og því að líkið fannst aldrei," segir De Witte. Hann segir ennfremur að Gaston Eyskens, þáverandi forsætisráð- herra og Pierre Wigny utanríkis- ráðherra hafi verið viðriðnir málið. Kongo komst í eigu Belga árið 1885 en skömmu eftir aldamótin var farið að gagnrýna harkalega í evrópskum fjölmiðlum stjórnhætti námufélaganna sem í reynd stjórn- uðu landinu í umboði konungs. Varð Kongó þá belgísk nýlenda en í landinu er miklar auðlindir, gull, demantar og fleira. Patrice Lumumba, með hendur bundnar fyrir aftan bak og í gæslu her- manna Mobutus ofursta, á Leopoldville-flugvelli í desember 1960. Mál írönsku gyðinganna Játningu sjónvarpað Shiraz. AFP, Reutcrs. DÓMSTÓLAR í íran rétta þessa dagana yfir 13 írönskum gyðing- um vegna meintra njósna. Rétt- arhöldin féllu þó í skuggann á mánudag þegar sjónvarpað var játningu eins hinna ákærðu þar sem hann gengst við því að hafa svikið ættjörð sína með því að stunda njósnir fyrir Israela. „Ég er sekur. Ég er samþykk- ur þeim kærum sem lagðar hafa verið fram. Ég njósnaði fyrir ísrael,“ sagði Hamid Tefilin í játningu sinni. Hann sagði auk þess í stuttu viðtali við Reuters- fréttastofuna í gær að ástæða þess að hann stundaði njósnir fyrir ísrael hafi bæði verið af trúarlegum og fjárhagslegum toga. Opinberar játningar á borð við þessa voru algengar í árdaga ís- lamska ríkisins en eru nú mun sjaldgæfari. Teflin er þó ekki einn um að hafa játað sig sekan í þessu máli því þeir Ramin Nematizadeh og Shahroqh Paknahad hafa báðir játað sekt sína fyrir írönskum dómstólum. Játningar á borð við þessar þykja líklegar til að hafa neikvæð áhrif á vörn hinna gyðinganna 10, en viðurlög við njósnum í Ir- an eru dauðarefsing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.