Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ 1. maí í Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Aðilar í ferðaþjónustu í Stykkishólmi og nágrenni heimsóttu um daginn hvern annan og kynntu starf sitt. Hór er hópurinn að koma frá því að skoða Breiðafjarðarfcrjuna Baldur og þar sagði Guðmundur Lárusson frá rekstri hennar. Fólk í ferðaþjón- ustu hittist Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnarsambandsins og Einar Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Stykkishóims á hátíðarfundi fé- lagsins 1. maí. Þess var minnst að Verkalýðsfélagið er 85 ára. Stykkishólmur - Efling Stykkis- hólms efndi til kynnisferðar fyrir þá félagsmenn sína sem eru í ferða- þjónustu. Lagt var af stað í svokall- aðan „samhristing“ miðvikudaginn 26. aprfl. Tilgangur ferðarinnar var að aðilar í Stykkishólmi og ná- grenni, sem með einum eða öðrum hætti þjónuðu ferðamönnum, kynntu sig hver fyrir öðrum og kynntust af eigin raun þeirri þjón- ustu sem til staðar er á svæðinu. Með í för voru 34 manns frá 25 fyr- irtækjum og stofnunum. Komið var við á 8 stöðum þar sem þátttakendum var kynnt starf- semi og boðnar veitingar. Var m.a. farið um borð í Baldur, Þingvellir og Bjarnarhöfn heimsótt svo og sundlaugin og að lokum var borðað á Foss-hótelinu í Stykkishólmi. Á svæðinu er margt í boði fyrir ferðafólk og getur það átt ánægju- lega daga og haft nóg fyrir stafni. Var mál manna að vel hefði til tek- ist með þessa ferð og væntu menn þess að þessi kynni stuðluðu að já- kvæðri og aukinni samvinnu, sem er svo mikils virði í allri ferðaþjón- ustu. Stykkishólmi - Verkalýðsfélag Stykkishólms hélt upp á 1. maí og minntist um leið 85 ára afmælis fé- lagsins. Hátíðarfundur var haldinn í félagsheimilinu kl 15, þar sem bæj- arbúum var boðið til fagnaðar. Einar Karlsson setti fundinn og sagði frá aðdraganda stofnunar Verkalýðsfé- lags Stykkishólms og rakti aðstæður í Hólminum á fyrstu árum félagsins. Margt hefur breyst síðan þá, en mik- ilvægt er að halda minningunum til haga og rifja þær upp annað slagið til að fá samanburð á kjörum fólks í dag ogþá. Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafíðnarsambands Islands, flutti ræðu dagsins. Hann ræddi mjög um mikilvægi verkalýðshreyfingarinnar og nauðsyn þess að þar ríki sam- staða. Þjóðfélaginu er nauðsyn á sterkri hreyfingu og ekki síður ís- lenskum atvinnurekendum. Að hans mati er stærsti árangur hreyfingar- innar á seinni árum þjóðarsáttin 1990. Þá tókst að snúa við kolrangri efnahagsstjórnun. Guðmundur sagði að vandi verkalýðshreyfingarinnar sé að gera þannig samninga fyrir fólkið sitt að kaupmáttur sannanlega vaxi. „Hreyfingin hefur verið á réttri leið,“ sagði Guðmundur. „Laun margra hópa hafa verið leiðrétt og lægstu laun hafa tvöfaldast frá árinu 1995 án þess að hækkanirnar hafi verið hirtai' af okkur jafn harðan og án þess að verðbólgan færi á fulla ferð.“ Það kom fram hjá Guðmundi að hann óttaðist að fákeppni yrði ríkj- andi á Islandi. Hann tók sem dæmi olíufélögin og matvöruverslunina. „íslendingar búa við mesta okur í matvöru í heimi. Matvaran hér er óheyrilega dýr sem stafar fyrst og fremst af fákeppni. Á þessu verður að vera breyting. Kröfur okkar í dag til handa félagsmönnum eru lækkun matvöru og lækkun vaxta og fyrir því skulum við berjast," sagði Guð- mundur að lokum. Á samkomunni lék skólahljóm- sveit Stykkishólms undir stjóm Daða Þórs Einarssonar. Sönghópur- inn Adam og Júlía flutti dægurlög undir stjórn Sigrúnar Jónsdóttur. Harmonikkuhljómsveit Tónlistar- skóla Stykkishólms spilaði undir stjórn Hafsteins Sigurðssonar og fé- lagar í Verkalýðsfélagi Stykkis- hólms lásu úr bréfum frá fyrstu ár- um félagsins. Að lokum var öllum gestum boðið uppá veitingar. Hátíðarsamkoman í Stykkishólmi var mjög vel sótt og er talið að þar hafi verið um 250 manns. Formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms er Einar Karlsson Vélgæslu- menn út- skrifast Borgarnesi - Fimmtán Borg- nesingar luku nýverið vélgæslu- námskeiði á vegum Símenntun- armiðstöðvar Vesturlands, sem gefur réttindi til vélgæslu allt að 300 hestafla mótora. Flestir voru áður búnir að taka svokallað pungapróf og eru þessir Borgnesingar því orðnir færir í flestan sjó. Utskriftin fór fram á Matstofunni í Borgar- nesi sem gengur oftast undir nafninu Dússabar. Þar sungu vélaverðimir fram eftir kvöldi við undirleik gleðigjafans Ingi- mars harmonikkuleikara frá Hvanneyri. Rannsóknarmiðstöð HI í jarð- skjálftaverkfræði opnuð á Selfossi Selfossi - Samstarfssamningur milli Háskóla íslands, sveitarfélagsins Árborgar og Almannavarna ríkisins um stofnun og rekstur Rannsókna- miðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði með stuðningi ráðuneyta mennta- mála, dómsmála og bæjarstjórnar Árborgar var undirritaður í gær, þriðjudaginn 2. maí, í húsnæði hinn- ar nýju rannsóknarmiðstöðvar á Austurvegi 2a í miðbæ Selfoss. Heildarkostnaður við frágang húss og lóðar nemur 165 milljónum króna. Hin nýja rannsóknarmiðstöð verður opin almenningi til sýnis föstudaginn 5. maí klukkan 14-18. S' I 1 I 1 1 1 1 1 1 I 0 Arkitektar Hönnuðir Valerio De Cao frá Ítalíu verður með kynningu á hinu heimsþekkta Bisazza mosaic í dag milli kl. 17 og 18. Valerio verður í versluninni frá kl. 10-12 og 14-17. Allir velkomnir. 0 jgHlgjgiBIBjgMgMgMMMMMMMMMMMfllHl MOSAIC/KYNNING ■ I STÓRHÖFDA 21, SÍMI 545 5500, E-MAIL: FLIS@FLIS.IS 0 I i i i s I s 0 Rannsóknarmiðstöðin er sett á stofn í samræmi við ákvæði sam- starfssamnings frá 1997 milli bæjar- stjómar Árborgar og Háskóla Is- lands um varnir og viðbúnað gegn jarðskjálftum og öðrum náttúru- hamförum. Stofnun miðstöðvarinnar er liður í stefnu Háskóla íslands að efla starfsemi á landsbyggðinni. Við stofnun rannsóknarmiðstöðvarinnar flyst starfsemi Aflfræðistofu Verk- fræðistofnunar Háskóla Islands til Selfoss en Verkfræðistofnun er rannsóknarvettvangur fastráðinna kennara við verkfræðideild Háskóla íslands. Við miðstöðina vinna nú sjö starfsmenn og er gert ráð fyrir fjölgun þeirra í náinni framtíð. Alþjóðalegar rannsóknir og miðlun upplýsinga Hlutverk hinnar nýju rannsókn- armiðstöðvar á Selfossi er að efla al- þjóðlegar rannsóknir á háskólastigi í jarðskjálftaverkfræði og skyldum greinum, miðla upplýsingum um rannsóknir, halda ráðstefnur og veita fræðimönum og háskólastúd- entum aðstöðu til rannsókna. Veiga- mikil þáttur í starfsemi miðstöðvar- innar er rekstur mælakerfis til þess að afla upplýsinga um jarðskjálfta og þau áhrif sem þeir hafa á mann- virki. Fyrstu mælar þessa kerfis voru settir upp á Selfossi árið 1982 og hafa verið samfellt í rekstri síðan. Kerfið hefur verið aukið og endur- bætt og nær nú um allt land. Með tilkomu miðstöðvarinnar opnast nýir og athyglisverðir mögu- leikar varðandi miðlun upplýsinga til almennings og fræðslu í skólum um jarðskjálfta og áhrif þeirra, ekki síst félagsleg og efnahagsleg ásamt því að fylgjast með hvort miðlun og fræðsla hefur tilætluð áhrif og leiðir til minni áhættu. Aukið samstarf, menntun og öryggi Páll Skúlason háskólarektor ílutti ávarp við athöfnina og sagði m.a. að hann vonaðist til að opnun rann- sóknarmiðstöðvarinnar yrði upphaf- ið að samstarfi heimamanna við fleiri háskólastofnanir. Björn Bjarnason menntamálaráðherra lagði áherslu á að með þessu sam- starfi væru efldir möguleikar til Morgunblaðið/Sigurður Jðnsson Frá undirritun samnings um Rannsóknarstofnun í jarðskjálftafræðum. Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Ingunn Guðmundsdóttir, for- maður bæjarráðs Árborgar og Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra. í aftari röð eru Páll Skúlason háskólarektor, Karl Björnsson bæjarstjóri og Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Starfsmenn Rannsóknarstofnunar HÍ í jarðskjálftafræðum fyrir framan inngang stofnunarinnar að Austurvegi 2a á Selfossi. menntunar og upplýsingagjafar sem kæmi sér vel fyrir skólastofnanir á Suðurlandi s.s. Fjölbrautaskóla Suð- urlands. Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra sagði í sínu ávarpi að möguleikarnir ykjust á því að efla forvarnir enn frekar svo treysta mætti betur öryggi borgaranna vegna jarðskjálfta. I því efni væri mikilvægt að hafa aðgang að góðri þekkingu á áhrifum jarðskjálfta. Karl Björnsson bæjarstjóri rakti verkefnaferilinn frá því fyrst kom til tals að Aflfræðistofa HÍ flytti til Sel- foss. Hann sagði þýðingarmesta þáttinn í flutningi stofunnar hversu mikill velvilji hefði ríkt og að frum- kvæði hefði komið frá starfsmönn- um sjálfum. Ingunn Guðmundsdótt- ir, formaður bæjarráðs Árborgar, sagðist vona að starfsmenn fyndu sig velkomna í sveitarfélaginu Ar- borg. Tilfærsla stofnana efldi byggðarkjarna og svo væri nú í Ár- borg með flutningi rannsóknarstofn- unarinnar til Selfoss. Við lok at- hafnarinnar flutti sr. Þórir Jökull Þorsteinsson blessunarorð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.