Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 40
40 FLMMT.UDAGIJR 4. MAÍ 2000 MORGUNRLADIÐ Varnarmál í óvissu Eftir vidrœðurnar í Waskington undan- farna daga eru öll þessi atriði nú uþpi á borðinu, ekki aðeins sjóflutningarnir. BLIKUR virðast vera á lofti varðandi stöðu vamarliðsins í Kefla- vík og deila, sem í upphafi snerist um sjóflutninga fyrir vamarliðið, er nú orðin annað og meira. Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra sagði í Morgunblaðinu í gær að framundan væru viðræður íslands og Bandaríkjanna um bókunina, sem gerð var árið 1996, við vamar- samninginn frá 1951.1 þeirri bók- un er að finna skilgreiningu á því hvað teljist viðeigandi viðbúnaður í Keflavík til varnar Islandi og fylgdi hún í kjölfarið á bókun, sem undirrituð var um vamarsam- skiptin 1994. Gildistími bókunar- innar frá 1996 er til fimm ára, en að loknum fjórum árum er hvoixi ríkisstjórn um sig heimilt að fara fram á endurskoðun samkomu- lagsins og munu þá Bandaríkin og Island leitast við að hefja samráð um endurskoðun skilmála þess innan fjögurra VIÐHORF Eftir Karl Blöndal mánaða frá dagsetningu beiðninnar um endurskoðun. í samkomulaginu er einnig kveðið á um það að Bandaríkja- menn og íslendingar skuli hafa með sér samráð um það hvemig lækka megi kostnað við rekstur stöðvarinnar. Það er Ijóst að Bandaríkjamenn eru tilbúnir að leggja talsvert upp úr því að halda góðum samskiptum við Islendinga. Þeir vanmeta ekld þann stuðning, sem þeir hafa átt frá íslandi innan Atlantshafsbandalagsins. Þeim er ekki síst umhugað um að halda í þann stuðning eftir að skriður komst á mótun öryggis- og utan- ríkisstefnu Evrópusambandsins. Einnig kemur til að með fjölgun aðildarríkja NATO er þungamiðja bandalagsins að færast sunnar og austar. Mikilvægi stuðnings smá- þjóðarinnar fór ekki íram hjá nein- um þegar bandaríska dagblaðið New York Times tók sérstaklega til þess að á fundi utanríkisráð- herra NATO í Sintra í Portúgal ár- ið 1998, þegar verið var að fjalla um það hversu mörgum ætti að hleypa inn í bandalagið í fyrstu umferð eftir lok kalda stríðsins, að Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra íslands, skyldi vera sá eini sem tók sama pól í hæðina og Bandaríkjamenn í málflutningi sínum. Bandaríkjamenn hafa einnig látið í veðri vaka að þeim sé um- hugað um hagsmuni Islands líkt og kom í ljós þegar Strobe Talbott, varautanríkisráðheiTa Banda- ríkjanna, kom hingað til lands á síðasta ári frá Bretlandi og sagði að hann hefði bent á að við mótun öryggis- og utanríkisstefnu Evrópusambandsins skyldu menn varast að bera fyrír borð hagsmuni þeirra Evrópuríkja, sem væru í NATO, en stæðu utan ESB. Hall- dór Ásgrímsson hefur einmitt ít- rpkað vakið máls á þessu í viðræð- um við kollega sína í Evrópu. Það er hins vegar Jjóst að í Bandaríkjunum eru ýmsir þeirrar hyggju að óþarflega mikill viðbún- aður sé í Keflavík og þar séu ýmis hergögn, á meðan þau sjónarmið finnast hér á landi að hann sé of h't- ill. Undirritaður hefur átt samtal við yfirmenn í Bandaríkjaher, sem í skjóli nafnleyndar sögðu óhikað að þau tæki, sem væru á Islandi, myndu nýtast betur annars staðar, þar á meðal orrustuþotumar. I bókuninni frá 1996 komust Bandaríkin og Island að sam- komulagi um að til þess að standa við þá skuldbindingu að rækja sameiginlegar skyldur varðandi öryggi og vamir skyldi tryggja virka loftvamagetu með því að hafa a.m.k. fjórar orrustuflugvélar á Islandi, halda áfram að reyna eftir megni að bæta aðstöðu til æf- inga yfir landi og með lágflugi inn- an lofthelginnar, viðhalda í Kefla- vík viðbúnaði og stoðveitum sem nauðsynlegar em til þess að halda úti orrustuflugvélum, viðhalda þyrlubjörgunarsveitinni, halda áfram að kanna leiðir til þess að ísland taki á sig aukna ábyrgð á sviði björgunarmála, viðhalda flug- stöð flotans, viðhalda loftvama- kerfi íslands og halda áfram her- æfingunum Norðurvíkingur. Eftir viðræðumar í Washington undan- fama daga em öll þessi atriði nú uppi á borðinu, ekld aðeins sjó- flutningarnir. Flutningarnir fyrir vamarliðið hafa verið þrætuepli um nokkurt skeið. 1986 var gert samkomulag um að flutningamir skyldu boðnir út og skiptast milli íslensks og bandarísks skipafélags. Árið 1998 áttu fyrirtækin Trans Atlantic Lines og Atlantsskip lægsta tilboð. Eimskipafélagið, sem hafði séð um íslenska hlutann, iýsti þegar yfir því að veiting flutninganna til þessara fyrirtækja bryti í bága við samkomulagið frá 1986, meðal annars vegna þess að Atlantsskip og Trans Atlantic Lines væra bæði að meirihluta í eigu sama aðilans, American Automar, og systurfyr- irtækjum væri bannað að bjóða í íslenska og bandaríska hlutann í sama útboðinu. Eimskip höfðaði mál og hafði sigur á fyrsta dóm- stigi. Dæmið snerist hins vegar við fyrir áfrýjunardómstólum og þá var dæmt Atlantsskipum og Trans Atlantic Lines í hag. Utanríkisráðuneytið hefur hald- ið því fram að rangt hafi verið staðið að útboðinu. Þar á bæ ganga menn ekki svo langt að segja að samkomulagið hafi verið brotið, hins vegar hegði Bandaríkjamenn sér ekki í samræmi við það. Þetta mál hefur hins vegar ekki aðeins vakið viðbrögð í íslensku stjóm- kerfi. Tveir bandarískir öldunga- deildarþingmenn, demókratamir Robert Torricelli og Ernest Holl- ings, hafa látið málið til sín taka og hefur sá fyrmefndi verið mun at- kvæðameiri. Dómarinn, sem úrskurðaði í málinu er því var áfrýjað, sagði í dómsorðinu að í samningnum frá 1986 um vamarliðsflutningana skorti skiigreiningu á því hvað átt væri við með íslensku skipafélagi. í haust hóf utanríkisráðuneytið undirbúning að lagasetningu þar sem bætt skyldi úr því. Fyrr á þessu ári var síðan framvarp lagt fyrir þingið um framkvæmd tiltek- inna þátta í vamarsamstarfi Is- lands og Bandaríkjanna, sem Hall- dór Ásgrímsson sagði í fyrradag að óvíst væri hvenær yrði að lög- um. Þetta framvarp hefur hins vegar ekki farið vel í Banda- ríkjamenn ogreyndarvaldið nokkrum titringi vestan hafs. Og það þarfenginn að efast um að Halldór Ásgrímsson hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði að raunar væra þessi mál „á við- kvæmara stigi en ástæða [væri] til“. ________UMRÆDAN___ Fæðingarorlof frelsi eða fjötrar? FIMMTUDAGINN 6. apríl sl. kom frétt í Morgunblaðinu þess efnis, að karlanefnd jafnréttisnefndar hefði borist 30-40 heillaóska- skeyti vegna „sam- þykktar laga um leng; ingu fæðingarorlofs". í áframhaldi segir orð- rétt: „Þegar breytingin hefur náð fram að ganga standa Islend- ingar fremstir allra þjóða, hvað varðar rétt karla til fæðingaror- lofs“. Tilvitnun líkur. Og mér varð spum. Ef það er eftirsóknarvert að vera „fremstir allra þjóða hvað varðar rétt karla til fæðingarorlofs", hversvegna í ósköpunum gildir ekki hið sama hvað varðar rétt kvenna? Þegar lengra er lesið, kemur í ljós að þama er framvarp á ferð, sem felur í sér ýmislegt til bóta, en felur ekki í sér fyrirheit um lengingu fæðingar- orlofs fyrir konur, gengur fi-eklega á hlut einstæðra mæðra, setur heima- vinnandi húsmæður á mjög lágan stall og bömum er stórlega mismun- að! Að feður fái fæðingarorlof er mjög gott mál og sannarlega fagna ég því, enda hef ég barist meira en flestir aðrir fyrir rétti þeirra til að taka þátt í fæðingu og umönnun bama sinna. En að setja lög, sem skerða rétt bamsins til að hafa foreldri heima ef ekki er farið eftir lagasetningu Alþingis um skiptingu orlofs er fráleitt. Fæðing bams við eðlilegar aðstæður er fjöl- skyldumál og engum betur treystandi en foreldranum sjálfum til að ráðstafa orlofinu eins og best er. Orlofsréttur kvenna er nú sex mán- uðir og karla 2 vikur. Framvarp það, sem nú liggur fyrir, gerir ráð fyrir að móðir taki 3ja mánaða orlof sem ekki má framselja, að faðir taki þriggja mánaða orlof sem ekki má framselja og síðan komi þrír viðbótarmánuðir, sem foreidrar geti ráðstafað að viid eða skipt á milli sín. Hinsvegar, ef fað- ir nýtir ekki sína þrjá mánuði, skerð- ist fæðingarorlofsrétturinn þannig, að orlofið verður eftir sem áður að- eins sex mánuðir. Það setur íslenskai- konur á lægstu skör hvað fæðingar orlof snertir miðað við þann staðal sem stefnt er að í Evrópu og miðað við þá, sem við gjarnan beram okkur saman við. Þar fá konur 10 mánaða orlof á fullum launum eða 12 mánuði á 80 prósent launum og til viðbótar launalaust leyfi í heflt ár án þess að missa vinn- una. Ef sú skipan orlofs, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, nær fram að ganga efast ég ekki um, að hún mun ýta úr vör nýrri tegund for- ræðisdeilu, mun fll- skeyttari en sú sem fyr- ir er og þar sem ekkert tfllit verði tekið tfl hvít- voðungsins. Að karlar fái sinn rétt er gott mál, en það má ekki verða á kostnað barna eða á kostnað mæðra. Kombamið þarf sannarlega alla þá ást sem við getum veitt, en svo er og með forskólabamið og unglinginn. Þetta era aldurshópar, sem sjá oft lít- ið af foreldrum sínum. Einmitt þá er rétti tíminn til þess að foreldramir séu heima tfl skiptis og fái til þess all- an þann styrk, sem samfélagið getur veitt. Með djúpri virðingu fyrir föður- hiutverkinu og mikilvægi þess og einnig í djúpri þökk fyrir allt það, sem feður hafa kennt mér um ævina og þökk fyrir sameiginlegar gleðistundir við lífsundrið mikla, þegar bamið fæddist, verð ég að segja þetta. Með- an ekki hefur orðið breyting á sköp- unarverkinu karlmaður, er það konan sem þarf að vera heima hjá hvítvoð- ungnum fyrstu mánuðina, ef það er mögulegt og hún treystir sér til. Því lengur því betra. Komböm þurfa brjóst til að liggja við og að nærast af, til að njóta og til að öðlast öryggi. Það öryggi lifir með þeim svo lengi sem þau lifa. Að hindra það ferli með póli- tískum aðgerðum má ekki gerast. Réttur kvenna til þess að annast böm sín fyrstu vikumar, ef þær geta það, er ótvíræður og það sem náttúran ætlast tfl. Það þarf ekki að horfa langt til sköpunarverksins í heild tfl að sjá, að þar er verkaskiptingin skýr og klár og sú verkaskipting skiptfr máli. Það er ekki úr vegi að nefna hér að við, sem vinnum við fæðingarhjálp og um- önnun ungbarna, höfum lagt okkur fram um að brýna fyrir konum gildi þess að hafa börn sín á brjósti, helst sem lengst. Nú á að rústa þessu starfi með lagasetningu, sem byggð er á al- röngum forsendum. Sú hugmynd að nefnt framvarp styrki stöðu kvenna á vinnumarkaðnum, tel ég einnig mik- inn misskilning. Allt annað og meira þarf til. Enda að mati flestra kvenna of miklu fómað ef svo væri, fyrir örfá- ar auka krónur í launaumslagið. Fæðingarorlof Það eru forréttindi að eignast börn, segir Hulda Jensdóttir, og ætti því ekki að vera til- efni til krafna, misréttis eða missættis. Jafnrétti í þessum málum er að sjálfsögðu að foreldrar ráði sjálfii- hvemig þeir nýti fæðingarorlofið, að öllum sé gert jafnt undir höfði og fái sömu styrki úr fæðingarorlofssjóði hvar í stétt sem þeir standa. Annað er beinlínis rangt. Eitt foreldri er ekki öðra fremra néeitt barn öðra dýr- mætara. Það er fráleitt að þeir, sem hafa hæstu launin, fái hæstu orlofs- greiðslumar á meðan þeir, sem hafa lægstu launin, lækki enn í launum og dragi varla fram lífið. Við eram öll af sama meiði og það er beinlínis rangt, að fólki sé mismunað. Þessvegna er framvarp það, sem nú liggur fyrir, stórslys að því leiti sem hér hefur ver- ið um fjallað, ef það verður að lögum. Eg skora því á háttvirta alþingismenn að fara sér hægt. Ekkert liggur á! Að lokum vil ég nefna, að brýnt er að létta af atvinnurekendum þeÚTÍ kvöð að greiða fólki laun í fæðingar- orlofi. Það hefur dregið slæman dilk á eftir sér. Hinsvegar efast ég ekki um að atvinnurekendum er ljúft að greiða í orlofssjóð ákveðna prósentu á móti ríki eða sveitarfélagi, því allir eru sammála um að börn séu blessun fyr- ir samfélagið. Oskastaða í nefndu máli hlýtur þó að vera sú, að allir hefðu svo góð laun, hvai’ í stétt sem þeir standa, að þefr þyrftu ekki fjár- hagsaðstoð frá hinu opinbera. Áður þótti skömm að því að vera á „hreppnum“. Nú er öldin önnur og öf- ugstreymið ótrálegt. Ef fyrirliggjandi framvarp nær fram að ganga, verða þeir launahæstu mestu ómagarnir. Það era forréttindi að eignast börn og ætti því ekki að vera tilefni til krafna, misréttis eða missættis. Guð blessi og styi’ki íslensk heimili, að þau mættu vera homsteinn sem um munar og geti af sér heilbrigð og hamingjusöm böm, sem tími sé til að sinna. Höfundur er fyrrverandi forstöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Hulda Jensdóttir Hver á ísland? MÉR datt þetta í hug þegar ég var að fara yfir íslandssöguna með dóttur minni, en þar las ég þessa spum- ingu: Af hverju vildu léns- menn ekki að verslun- armenn fengju búsetu á landinu? Og svarið var: vegna þess að þeir vora hræddir um að þeir réðu tfl sín vinnufólk og greiddu því betra kaup en þeir sjálfir gerðu og sköpuðu þannig óánægju á meðal vinnuhjúa. Þama var verið að tala um 15. öld. Ég gat nú ekki annað en hlegið með sjálfum mér, þó þetta sé nú ekk- ert gamanmál. Mér var hugsað til nútímans og af hverju Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti því að við gengjum í EBE. Væri það kannski af sömu ástæðu? Þeir vilja sitja einir að kökunni og besta leiðin til að hindra það er að við kynnumst því ekki hvað aðrir hafa að bjóða. Aðferðin sem þeir nota er að telja okkur trú um að það sé verið að vernda okkur fyrir vondu mönnunum út í heimi. Ekki era rökin betri hjá Vinstri grænum, þar er verið að verja hagsmuni verkalýðsfé- laga og annarra sem hafa lífsviðurværi af að hafa vit fyrir öðrum. Það hefur margsann- ast að þau þjóðfélög sem eru opnust eru best undir það búin að taka á móti nýjungum og breyttum aðstæðum í samskipt- um þjóða. Sjálfsagt vegna þess að þar era menn móttækilegastir og era ekki alltaf í vamarstöðu né einblína bara á að slá varnarvegg utan um eigin hagsmuni í staðinn fyrir að innleiða nýjungar og nýja viðskiptahætti til að læra að vinna með þeim en ekki á móti þeim. Ég er ekki að meina að allt sé gefið frjálst í algera stjórnleysi, heldur að þjóðfélagið gefi einstaklingum sem Jóhannes Þór Guðbjartsson Lénsskipulag Þeir vilja sitja einir að kökunni, segir Jóhannes Þór Guðbjartsson, og besta leiðin til að hindra það er að við kynnumst því ekki hvað aðrir hafa að bjóða. þar búa svigrám til að vinna og gera það sem hugur þeirra stendur til, með þeim formerkjum að þeir skili réttlátum hluta þess til baka í formi skatta og annarra gjalda, og leggi þannig sitt af mörkum til að halda uppi þeirri þjóðfélagsbyggingu sem gerir þeim þetta kleift. Tel ég að þessu markmiði sé best náð með því að hafa þjóðfélagið sem opnast og leita fanga sem víðast. Því aðalmarkmið stjórnvalda á að vera að bæta hag allra íslendinga því það eru allir íslendingar sem eiga landið en ekki fáir útvaldir. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæð- inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.