Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 58
k.\ 58 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hundalíf Lueer, sæktu i Síðan hvenœr hefur þú borið nafnið Lubbi ? a fajtw- ms. Ljóska m ALEXANDER, KOLLA, JONNI06 EG ÆTLUM Á MEXÍKANSKAN VEITINGA STAt) í KVÖLD VEISTU ÞA6 A61HVERT SINN SEM KRAKKARNIR FARA ÚT Á KVÖIDIN t>Á TÖL.UM VID BARA UMRAU! HVERNIG Jl ÁGÆTT, EKKERT 5TÓRMÁL, ER SVO SAM \ NEMA P/VBBIER ALLTAF AD KOMULAGID 'GEFA MERPESSIRAD! VID GAMLA"1 SEriIt>? ENMAMMER ER FÍN.. Smáfólk Ég veit að öllum í fjöl- skyldunni er illa við mig. I M 60NNA RUN AUIAV, THAT'5 U)HAT l'M 60NNA DO! Ég ætla að hlaupast á brott, það er það sem ég ætla að gera. Kannski þegar þessi þáttur er búinn. Hvernig reiðhjól henta mér best? Frá Bimi Finnssyni: NÚ Er vor og veður batna, margir fara að huga að reiðhjólum sínum, pumpa í dekkin, þurrka rykið af og smyrja. Aðrir fara í hjólabúðimar til að velja sér ný reiðhjól. Kemur þá í ljós að þar er mikill frumskógur hjóla og skoðanir manna misvísandi um hvað best sé. Hvað skal þá gera? Best er að gera sér grein fyrir því fyrst til hvers við ætlum að notað hjólið, á götuna, til fjalla, í ferðalög eða til vinnu, til leiks eða í blandaða notkun og hversu mikil notkunin á að vera. Næst skal ákveða hversu mikið á að nota af peningum til hjólakaup- anna. Flestir nota hjólið sér til ánægju og hjóla mest í þéttbýli á malbiki en skreppa stundum á gróf- ari stíga. Með grein þessari vil ég koma á framfæri nokkrum upplýs- ingum um hjól og hjólagerðir svo að þú, lesandi góður, getir betur áttað þig á hvað hentar þér best. Götuhjól Götuhjól eru með háu stelli, oftast 3-7 gírum og eru gerð fyrir reista ásetu svo hjólandinn hafi góða yfir- sýn til umferðar og umhverfis. Dekk eru mjó og með tiltölulega sléttu munstri svo þau renni betur á götum og stígum, þau eru oftast með fótbremsu að aftan en alltaf með handbremsu að framan. Oftast koma þau með brettum, ljósum, böggla- bera og breiðum hnakk. Dekk eru yf- irleitt í stærð 700 cc eða 28". Stærð stells er valin með því að standa klof- vega yfir stönginni og skal þá vera hægt að koma tveimur fingrum milli stangar og klofs. Konur geta valið stærð með mælingu á karlstelli. Fjallahjól Fjallahjól eru með lágu stelli, 21- 24 eða 27 gíra, og gerð fyrir lram- hallandi ásetu svo hjólandinn hafi góða sýn á stíga og torfæra slóða. Gíramir eru í reynd 7-8 eða 9 og drif- in 3. Gírar á afturtannhjólum en framtannhjólinn eru drif. A flestum fjallahjólum eru handbremsur af mismunandi gerðum, bæði að fram- an og aftan, einnig má finna hjól með diskabremsum. Fjallahjól koma yfir- leitt án nokkurs aukabúnaðar svo sem bretta, ljósastandara og böggla- bera. Dekk á fjallahjóli eru til í mörg- um gerðum, tiltölulega slétt dekk á stíga og götur, gróf dekk á slóða og torfærur, svo eru til breið dekk, mjó dekk og fyrir veturinn eru til nagla- dekk. Dekkjastærð á fullorðins fjallahjóli er 26” en stellstærðir eru mismunandi, yfirleitt frá 14" upp í 22". Hæð stells má velja með því að standa yfir stöng klofvega og skal þá koma hnefa milli stangar og klofs. Séu stellin óhefðbundin í laginu má finna rétta stærð á hefðbundnu stelli. Stýrin eru lág og bein, breidd þeirra miðaðst við herðabreidd viðkomandi. Hnakkar eru mjóir og frekar harðir, einnig má fá sérstaka kvenhnakka lagaða fyrir ásetu kvenna. Stígahjól-hybrid Stígahjól eru með stelli sem líkist ljallahjólastelli en er heldur hærra. Það er blendingur eða millistig milli götu- og fjallahjóla og gert fyrir álútari ásetu en götuhjólin en reist- ari en fjaliahjólin. Þau eru fjölgíra eins og fjallahjólin en hafa stærri drifhjól (framtannhjól), oft hafa þau sérstakan brekkugír mjög lágan (megarange). Þau hafa götudekkj- astærð, góð stígmunstruð dekk og koma yfirleitt með handbremsum framan og aftan. Mismunandi er hvaða aukabúnaður fylgir. Mikil- vægt er að hjól sé af réttri stærð fyr- ir hvern og einn, einnig að hæð sætis halli og fjarlægð frá stýri séu rétt. Rétt stillt hjól af réttri stærð veitir meiri ánægju og áreynsla á líkamann verður léttari. Að kaupa hjól og þurfa að skipta um hnakk og hækka stýri er ekki rétt því önnur hjólagerð getur haft þetta sem þú vilt sem staðalbúnað. Auk nefndra hjóla eru til nokkrar gerðir keppnishjóla sem eru þá sér- búin og henta ekki almennri notkun t.d. götukeppnishjól (racer), brun- hjól (downhill) og ýmis fleiri, um þau fjalla ég ekki hér. Við afhendingu hjóls skal athuga: 1. Haldið framhjólinu milli hnjánna og athugið að ekki sé hægt að snúa stýrisstammanum til hliðar. 2. Lyftið hvoru hjóli fyrir sig, snúið því. Athugið hvort gjörðin stiýkst við bremsupúðana. Sé svo er gjörðin skökk eða bremsur rangt stilltar. 3. Taktu í bremsuhandföngin og vertu viss um að bremsupúðamir nemi við gjörðina eftir að þú hefur togað handföngin inn um 1-2 cm. 4. Taktu í frambremsuna og ýttu hjólinu fram og aftur, smellir og tikk heyrast ef höfuðlegur (head set) eru ekki fastar. Láttu festa þær. 5. Taktu í bremsuhandföngin og athugaðu hvort stýrið geti snúist í festingunni eða hvort bremsuhand- föngin eru laus á stýrinu. 6. Lyftu afturhjólinu og prófaðu hvort skiptamir, bæði fram og aftur, virka snuðrulaust á hvert tannhjól, láttu annars stilla það upp á nýtt. 7. Losið sætisfestinguna og kannið hvort sætisstöngin færist liðugt upp og niður og hvort hún hafi verið smurð. 8. Kannið hvort pedalarnir séu vel hertir á sveifamar. Athugið; alltaf er öfugur skrúfgangur á vinstri pedala. 9. Prófaðu að hjóla og athugaðu skiptingu og bremsur. ískri í brems- um em þær vitlaust stilltar. Smyrja þarf keðjutannhjól og skipta reglu- lega. 10. Mundu eftir hjálmi, lás og bjöllu, bótum og pumpu. Athugið að þijár gerðir ventla era í hjólaslöng- um: Reiðhjólaventlar, bílaventlar (schrader) og franskir ventlar (presta). Foreldrar athugið að reglulega þarf að stilla bremsupúða því þeir slitna og skipta þarf um slitna púða. Einnig þarf að stilla ólar á hjálmum reglulega, því þær aflagast mjög við notkun. Hjálmar skulu vera CE merktir og framleiddir samkvæmt staðli sem heitir EN1078. Til era þumalputtareglur við still- ingar á hæð hnakks og fjarlægð frá stýri: A. Hæð hnakks. Pedalar settir í lóðrétta stöðu, hæl stigið á þann neðri og skal fótur þá vera beinn ef hæð er rétt. Vegna þess að ástig við hjólun er með tábergi en ekki hæl verður við þetta örlítil sveigja á hné svo átakið verði sem léttast. B. Fjarlægð frá stýri: Pedalar hafðir í láréttri stöðu, ástig sé með tábergi og skal þá vera lóðlína af framanverðu hné og í miðjan pedala á fremra fæti. C. Hnakkur: Hnakk má auðveld- lega færa fram og aftur, upp og nið- ur. Hver og einn þarf að finna réttan halla er hentar hans rassi. Ath. kona með karlmannshnakk þarf gjarnan að láta hnakknefið vísa nokkuð nið- ur. BJÖRN FINNSSON, Krammahólum 13, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.