Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 29 ERLENT Prodi stokkar upp ROMANO PRODI, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins (ESB), í gær breytingar á starfsliði fram- kvæmdastjómarinnar. Breyt- ingarnar fela m.a. í sér að tals- maður hans, Ricardo Levi, og aðalritari framkvæmdastjórn- arinnar, Carlo Trojan, munu láta af störfum. Þrír aðrir hátt- settir embættismenn munu verða látnir víkja. Prodi hefur sætt gagnrýni fyrir stjórnunarstíl sinn og em breytingarnar sagðar vera við- brögð hans við henni. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir ístöðuleysi og að veita ekki stofnuninni næglilega styrka forystu. Einnig hefur hann sætt ámæli fyrir að taka veiga- miklar ákvarðanir án samráðs við leiðtoga aðildarríkjanna. Prodi sagði í gær að breyting- arnar væm ekki viðbrögð við gagnrýninni. Rak forsætis- ráðherrann ROBERT Kocharyan, forseti Armeníu, rak á þriðjudag Ar- am Sargsyan, forsætisráð- herra landsins og ríkisstjórn- ina fyrir leynimakk gegn sér. „Það sem á sér stað í landi okk- ar skekur stoðir ríkisins. Póli- tískir leikir vissra stjórnmála- manna em orðnir að ákveðnum lífshætti," sagði í yfirlýsingu Kocharyan. Samkvæmt stjóm- arskrá Armeníu þarf öll ríkis- stjómin að segja af sér þegar forsætisráðherra er sagt upp störfum. Tengsl era talin milli ákvörðunar forseta og skotár- ásar í þinginu í október á sl. ári, þegar Vazgen Sargsyan, fyrrverandi forsætisráðherra landsins og bróðir núverandi forsætisráðherra, lét lífið ásamt fimm embættismönnum. Kennaraverk- falli lýkur í Færeyjum VERKFALLI kennara í Fær- eyjum lauk aðfaranótt mánu- dags þegar skrifað var undir bindandi samninga eftir 56 daga verkfall. Kennaraverk- fallið er sagt hafa komið illa niður á færeyskum nemendum sem eiga að hefja vorpróf eftir nokkra daga. Það hófst 8. mars sl. vegna óánægju kennara með bætur fyrir aukna kennsluskyldu sem ný grann- skólalög kveða á um. Nýju samningarnir veita kennuram 9% launahækkun vegna þessa. Aftökur upp- reisnarmanna ÁTTA kólumbískir landbúnað- arverkamenn vora myrtir af hægri sinnuðum herflokki á mánudag og lík þriggja Kólum- bíumanna, sem vinstrisinnaðir uppreisnarmenn eru sagðir hafa tekið af lífi, fundust um helgina. Að sögn yfirvalda í Bogota vora landbúnaðarverkamenn- irnir myrtir í tveimur bæjum í Bogota-héraði, en lík hinna fundust hins vegar eftir að lið- hlaupi úr Alþýðufrelsishernum (EPL) greindi frá staðsetningu þeirra. Skæruliðar múslima myrða fjóra gísla Jolo, Manila, Berlín, Helsinki. AFP, AP. ISLAMSKIR skæruliðar úr röðum samtakanna Abu Sayyaf á Basilan- eyju á suðurhluta Filippseyja myrtu í gærmorgun að minnsta kosti fjóra af innfæddum gíslum sínum, þar á með- al kaþólskan prest, áður en þeir flúðu úr framskógabúðum sínum undan hermönnum stjómvalda. Gíslamir á eynni Jolo, sem era 21 og flestir út- lendir, era enn í haldi skæraliðanna. Liðsmenn Abu Sayyaf á Basilan urðu að láta lausa 15 gísla eftir skot- bardaga við stjómarhermenn en óljóst var hve marga gísla Abu Sayyaf-menn hafa þar enn í haldi. Heimildarmenn segja að á Jolo hafi átök einnig hafist er skæruliðar vora að flytja fangana milli bækistöðva en talið er að frásagnir skæraliða af því, að tveir erlendu gíslanna hafi látist, séu áróðursbragð. Hermenn fundu bambuskofa á Jolo þar sem gíslamir höfðu verið geymdir en hann var mannlaus. Ekki sáust neinir blóð- blettir en lyf, sem læknir hafði fært gíslunum á mánudag, vora enn á staðnum. Skæraliðar rændu 50 Filippseying- um á Basilan 20. mars til að nota þá sem „mannlega skildi“ í átökum við stjómarhermenn. Vora 22 gíslanna böm en allmörgum gíslanna hefur þegar verið sleppt. Hermennimir rákust á hópinn í gær er skæraliðar vora að reyna að komast yfir fljót með gíslana. Hermennimir hrópuðu að fólkið ætti að beygja sig og hófu síðan skothríð. Óljóst er hverjir urðu fjórmenningunum að bana en prestur á Basilan, sem skoðaði lfldn, sagði að fólkið hefði verið skotið í höfuðið af stuttu færi og á sumum þeirra sem losnuðu úr gíslingu væra sár eftir eggvopn á höndum og búk. Eirrn af leiðtogum Abu Sayyaf, Abu Sabya, hringdi í gær í varafor- seta Filippseyja, Gloriu Macapagal- Arroyo, og var það í fyrsta sinn sem skæraliðamir reyna þannig að koma á milliliðalausum samskiptum við stjómina. Varaforsetinn mun hafa fært forseta landsins skilaboð frá skæraliðum en ekki var sagt hvað í þeim fólst. Forsetinn, Joseph Estr- ada, fordæmdi í gær morðin og stjóm hans ákvað á bráðafundi að gefa hvergi eftir fyrir skæraliðum sem krefjast m.a. að stofnað verði sér- stakt ríki múslima á Mindanao. Þar og víðar í suðurhluta eyrflásins er veralegur hluti íbúa islamstrúar. Flestir Filippseyingar era á hinn bóginn kaþólskir. Skæruliðarnir rændu útlendingun- um á ferðamannaeyju í eigu Malasíu- manna við Borneo á páskadag og sigldu með fólkið til Jolo. Níu gísl- anna era Malasíumenn en einnig era í hópnum Þjóðverjar, Finnar og Frakkar og fólk frá fleiri löndum. Hermenn Filippseyjastjómar eiga nú í hörðum átökum við islömsku uppreisnarmennina á þessum slóðum og hefur Nur Misuari, samningamað- ur stjómvalda, hvatt til þess að að- gerðum til að reyna að finna gíslana og frelsa þá með valdi verði hætt. Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, hringdi í gær í Estrada og bauð aðstoð ef stjómvöld í Manila vildu að alþjóðlegur milligöngumaður reyndi að semja um lausn gísladeilunnar. Að sögn talsmanns kanslarans, Uwe- Karsten Heye, voru ráðamennimir sammála um að öryggi gíslanna yrði að vera forgangsatriði í öllum aðgerð- um. Filippseyjastjóm hefur hingað til hafnað öllum boðum um erlenda milligöngu. Paavo Lipponen, forsæt- isráðherra Finnlands, ræddi einnig við Estrada og hét honum hjálp Finna við að finna friðsamlega lausn. n , , ,, Terracotta Brun an solar í: Fáðu á þig fallegan lit fyrir fríið Self-Tanning fyrir andlit og likama. Shiny-Shine Gylling fyrir augnsvæðið, kinnbein og varir. Sólarpúður, sólargel. Nýtt - Refreshing Stick - Töfraslifti, gylling og bronz fyrir andlit, háls og bringu. Frískandi og kælandi. Nýtt - Tinted Moisturizing gel. Litað rakagefandi gel fyrir likamann. Gefur eigin húðlit skínandi gylltan tón. Nýtt - Varagloss og litað dagkrem. Kemur i fjórum litum. 1 Uttu við — Gréta Boða förðunarmeistari og Rósa Rúnu snyrtifræðingur veita ráðgjöf í dag og á föstudag og laugardag. .SNVRTIVÖRUVERSLUNIN GLÆStiÆ Sirni 568 5170 Reuters Antonina Mendoza, 38 ára gömul móðir tveggja af filippeysku gíslunum í höndum skæruliða á Basilan, með myndir af dætrum sinum. Hún bað skær- uliða að láta alla gíslana lausa „vegna þess að þeir eru allir saklausir“. Akureyri • S: 462 5000 Höfn • S: 478 1000 Egilsstaðir • S: 471 2000 Selfoss* S: 4821666 Vestmannaeyjar • S: 481 1450 Kefíavík* S: 421 1353 Grindavík»S\ 426 8060 AkranesuS: 431 4884 Blönduós • S: 452 4168 Borgames • S: 437 1040 Dalvík* S: 466 1405 ísafjörður • S: 456 5111 Sauðárkrókur • S: 453 6262/896 8477 JJÍIJ J fJÁJí JjJJ U j) i 250 flugsæti á tilboði 1445 barm flugvallarskattar 3.540 kr. fyrir fullorðna og 2.850 kr. fyrir börn ekki innifaldir Legoland er í Billund en þaðan er einnig örstutt í fjölda skemmtigarða svo sem Ljónagarðinn, Duurs Sommerland, Tívolí í Árósum, sjávar- dýrasafnið í Hirtshals og fleiri staði sem skemmtilegt er að sjá. Umboðsmcrir Plusferð* nm alltlard Faxafeni 5 • 108 Reykjavik • Sími 535 2100 • Fax 535 2110 Nettang plusf@plusferdir.is • Veffang www.pltisferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.