Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 32
32 PIMMTUDA(3UR 4. MÁf 2000 LISTIR MÖfeGUbÍBLAÐIÐ „Besta leikhúsið er tveir plankar og ástríða“ í Mansfíeld, í einu af Miðskírum Englands, starfar farandleikhús sem eitt og sér er ekki í frásögur færandi. Hitt er merkilegra að leikhúsið réðst í það stórvirki að láta semja leikgerð upp úr einni af ástsælustu --------------7-------------------------- bókum okkar Islendinga, Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness. Að auki fengu þau saman en oftar en ekki stöðvaði lög- reglan áform okkar. Mansfield var á þessum árum allt annar bær og hér voru mjög sterk samtök námumanna. Fólk var stolt og sá um sig sjálft en stóð samt saman. Það var mikið áfall fyrir þetta fólk þegar undirstöðunum var gersamlega kippt undan þeim og við tóku smánarlega lágar bætur frá ríkinu. Bærinn er enn í sárum, en það má segja, að botninum sé náð og leið- in liggi nú uppá við.“ The New Perspectives þrjá íslenska leikara til að vera með í verk- efninu. Til þess að komast að því hvað mönnum gengur til með þessu uppátæki þarna í Englandi fór Grímur Atlason og kynnti sér innviði og umhverfí leikhússins. FYRIR 800 árum herj- aði margfrægur heið- ursmaður á fjárhirslur sýslumannsins í Nott- ingham. Bækistöðvar sínar hafði hann í Skír- isskógi og voru her- menn sýslumanns ekki öfundsverðir af því að þurfa að fara þar um. Villisvín og dádýr spásseruðu um skóginn og var gnógt af felu- stöðum og aðstæður til launsátra afar heppi- legar enda um stóran skóg að ræða. Það fór því vel um Hróa hött og Litla Jón. Samkvæmt sögunni, sem á að hafa gerst á tólftu og þrettándu öld, sveik munkur einn vondur að lok- um Hróa og menn sýslumanns fóng- uðu hann og drápu. Iðnbyltingin var ekki vinsamleg skóginum og í dag er varla meira eftir af honum en sem svarar meðalstórum íslenskum skógi. Kolin tóku við og trén þurftu að víkja. í miðjum Skírisskógi byggðist bær- inn Mansfíeld sem í dag liggur á norðvesturmörkum Nottinghamskír- is. Bróðurpart 20. aldarinnar lifði fólk þar við nokkuð góð kjör enda næga atvinnu að fá við kolanámumar og launin í betri kantinum miðað við það sem almennt var hjá bresku lágstétt- inni. Síðan tók að halla undan fæti með tilkomu nýs sýslumanns, sem bjó nú ekki í Nottinghamkastala, heldur við Downingsstræti 10. Þetta var auðvitað Margaret Thatcher en áherslur hennar á einkavæðingu námanna gerði það að verkum, að fólkið sem hafði átt allt sitt undir námunum missti svo þúsundum skipti atvinnuna og er svo komið í dag að einungis tvær námur eru starfandi á svæði þar sem tugir náma voru áð- ur. Gangi maður um götur Mansfield fer þessi staðreynd ekki framhjá manni; allsstaðar sjást merki fátækt- ar og vonleysis. Hrói höttur er hvergi sjáanlegur en ekki er víst að hann sé dauður úr öllum æðum þó verklýsing hans hafi breyst nokkuð. Gamla bókasafnið - vin í eyðimörkinni Ferðalangurinn gengui' um göt- umar og leitar að svaladrykk; ekki endilega í vökvaformi heldur til upp- lyftingar. Bærinn hefur uppá lítið að bjóða annað en endalausa beikon og eggstaði, þar sem kaffið kemur frá Nesi, og pöbba þar sem atvinnulausir karlmenn stunda félagslífið alla daga vikunnar, enda ekki í vinnu. En eins og alltaf í öllum eyðimörkum er vin - og það er eins um þessa andlegu auðn. í „Gamla bókasafninu“ eru höf- uðstöðvar farandleikhússins „The New Perspectives" og þar er heimasvið leik- hópsins. Það segir ekki alla söguna, því ýmis- legt annað uppbyggi- legt fer þai- fram. Ferðalangar, sem vilja eitthvað annað en beik- on og egg eða hlusta á hörmungarsögur at- vinnuleysingjanna á pöbbinum, geta sest niður og gætt sér á grænmetisréttum og notið góðra veiga - áfengra og óáfengra - í björtu umhverfi. Að auki býður leikhúsið í samstarfi við bæjarfélagið uppá tölvuaðstöðu, námsflokka fyrir gamla jafnt sem unga og sýningar annarra farandleikhópa. Námamenn og Thatcherisminn Til þess að fræðast frekar um leik- húsið og starfssemina settist ég niður með framkvæmdastjóra leikhússins: Gavin Stride. Gavin er maðurinn á bakvið enduruppbyggingu leikhúss- ins sem hófst fyrir um 7 árum. Hann segir mér að húsnæðið, sem er, eins og nafnið gefur til kynna, gamalt bókasafn, hafi leikhúsið fengið til um- ráða frá bæjarfélaginu með því skil- yrði að hafa umsjón með öllu viðhaldi og rekstri. „Við höfðum haft aðstöðu í hliðarsölum bókasafnsins og þegar það var flutt buðumst við tU þess að taka við rekstrinum. Bæjarfélagið hefur reynst okkur ágætlega þennan tíma þó kannski megi kvarta yfir litl- um framlögum en það er nú oftast þannig með framlög til lista - þau eru sjaldnast nægjanleg." Það kemur fljótlega í ljós að það er ekki tilviljun að Gavin er í Mansfield að búa til leikhús en ekki einhver- staðar annarstaðar. Hann segir mér frá námsárum sínum á miðjum 9. ára- tugnum, þegar hann studdi náma- menn ákaft í 18 mánaða verkfalli þeirra og baráttu gegn einkavæðing- aráformum Mai-garet Thatchers. „Þetta voru merkilegir tímar. Auð- vitað var gaman að vera til og vera róttækur námsmaður á umbrotatím- um, en líti maður til baka verður ekki hjá því komist að sjá hvernig þessi ár mörkuðu upphaf nýrra tíma. Sam- staða og samheldni létu í minni pok- ann og gildi dagsins í dag, sem tengj- ast einstaklingshyggju og trú á sjálfsbjargarviðleitnina, tóku við af þeim.“ Baráttan við yfirvöld kostaði fórnir, tveir námamenn misstu lífið og margir slösuðust í átökum við lög- reglu. Þetta virðist ekki hafa dregið úr Gavin. „Við reyndum að elta uppi staði þar sem námamenn hópuðust Gavin Stride Eftir þennan pólitíska inngang og með tilkomu Saint Etienne á fóninn tekur leikhúsið og tilgangur þess við. The New Perspectives er leikhús sem var stofnað árið 1972 en endur- skipulagt frá grunni árið 1993. Markmið leikhússins er að vera nú- tímaleikhús sem gerir fólki í sveitum, þorpum og bæjum í East Midlands kleift að taka þátt í og njóta leiksýn- inga. Gavin tekur fram að hann kæri sig ekkert um leikhús sem byggir einungis á leikurum með stóru L, heldur fólki sem getur leikið og sagt sögu sem geri það að verkum, að áhorfandinn upplifir að leikarinn hafi skilað meiru en bara vinnunni sinni. „Eg vil að áhorfandinn finni að hann hafi eytt kvöldinu meðal vina en ekki peningaryksuga. Kraftur og ást á vinnunni verður að vera sýnileg, eða eins og Amaud sagði: Besta leikhúsið er tveir plankar og ástríða.“ Á skrif- stofu leikhússins hangh- kort af Nott- ingham-, Leicester-, Derby- og Lin- colnskírum og á því eru tugir ef ekki hundruð títuprjóna í öllum regnbog- ans litum. Þetta er sýninganet leik- hússins, en það hefur verið byggt upp með 3 leikverkum og yfir 125 sýning- um á ári sl. 7 ár frá Fulstow í Lincoln- skíri til Mowsley í Leicesterskíri. Sýningarnar eru hannaðar fyrir sam- komuhúsin, kii'kjurnar og skólana. Leikmyndin verður að passa en leik- ararnir sjá um að setja hana upp og taka niður fyrir og eftir sýningar. „Mér finnst við ekki hafa frumsýnt leikverkin fyrr en við komum í þorp- in. Héma í Mansfield sýnum við 1-2 sýningar í byrjun sýningarferða og er það oftast leikhúsfólk og velunnar- ar leikhússins sem koma á þær sýn- ingar. Þetta er auðvitað fólk sem mér þykir vænt um en í mínum huga á eiginleg frumsýning sér ekki stað fyrr en við heimsækjum fólkið útá landi.“ Við elskum söguna Hvernig stendur á því að leikhús í Englandi er að setja upp verk byggt á sögu Halldórs okkar Laxness? „Okkur langaði til að víkka sjóndeild- arhringinn og komast hjá því að verða einhæf og missa þannig sjónar á tilgangi starfsins. Við höfðum skoð- að möguleika á samstarfi við Lett- land, Tansaníu, Katalóníu og ísland. Þegar Nottinghamskíri bauð okkur aukafjárveitingu til að setja upp verk í samstarfi við fólk frá öðm landi völdum við ísland. Við töldum að ein- faldast yrði að eiga samstarf við Is- lendinga þar sem landið er kannski næst okkur hvað lýðræði, bókmennt- ir og listamenn snertir. Markmiðin með samstarfmu em þrjú: Að stuðla að samskiptum milli listamannanna og samfélaga á landsbyggðinni í Eng- landi; að setja upp erlent verk sem eykur fjölbreytni þess sem er í boði fyrir almenning í East Midlands; og að eiga möguleika á að skiptast á hugmyndum, upplýsingum og tækni milli landanna tveggja." Með þetta í farteskinu hélt Gavin til íslands þar sem hann talaði við ýmsa og skoðaði hugsanleg verk sem gætu komið til greina. „Það var sláandi hversu vel Islendingar vom að sér í bókmennt- The Old Library Úr leikgerð farandleikhússins The New Perspectives á Sjálfstæðu fólki. um, hversu stór þáttur lestur er í daglegu lífi fólks og hve mikið af góðu efni er til. Eftir nokkra leit fannst okkur að Sjálfstætt fólk væri full- komin bók tO að vinna með. Efnið er heillandi, möguleikar á leikgerð mikl- ir, rithöfundurinn fremur óþekktur í Englandi og einfaldlega: Við elskum söguna." Dave frá bflaverkstæðinu Hvernig skildi Laxness ganga of- aní sauðsvartan breskan almúgann? „Við eram mjög ánægð með útkom- una, þ.e. hvernig uppfærslan er og hvemig leikaramir standa sig. Það hafa verið 12 sýningar núna og er ekki hægt að segja annað en að fólk hafi tekið okkur afskaplega vel. Mikið af leikhúsfólki hefur komið og er undrandi á því hversu góður textinn er og hve söguþráðurinn er magnað- ur. En ég er samt ánægðastur með hvað fólkið, sem sýningin er gerð fyr- ir og öll okkar hugmyndafræði geng- ur útá, er ánægt. Skemmtilegasta dæmið um þetta finnst mér vera Dave frá bílaverkstæðinu héma við hliðina á leikhúsinu.“ Kaffi og enn meira kaffi, en rennur ljúflega - Gav- in er góður sögumaður. „Þegar ég byijaði hérna í Mansfield fóram við fljótlega að spjalla saman og hann kom stundum hingað yfir í kaffi. Hann hafði aldrei áður farið í leikhús og þótti lítið til okkar koma, enda ekki vinna fyrir karlmenn að túlka til- finningai'. Þetta breyttist þó fljótlega og hefur hann komið á nokkrar sýn- ingar og því ákvað ég að bjóða honum á framsýninguna á Sjálfstæðu fólki. Hann sat við hliðina á mér og ég lýg því ekki; hann gapti alla sýninguna og eftir á sagðist hann ekki hafa trúað því að hægt væri að búa svona tO. Dave verður áreiðanlega íslands- vinur,“ segú' Gavin og hlær, en tekur það fram að fyrir hann séu þetta afar dýrmæt ummæli og meira mark á þeim takandi en jákvæðri gagnrýni reyndra leikhúsrotta. „Okkur finnst einnig merkilegt að þrátt fyrir Nób- elsverðlaunin er Laxness lítið þekkt- ur utan íslands og Skandínavíu en við vonum að þessi uppfærsla kynni þennan frábæra rithöfund fyrir fleira fólki.Gavin skýtur hér inní að það hafi verið magnað að sjá viðbrögð fólks við sýningunni í Lincolnskíri en að hans mati sé gransamlega margt líkt með Bjarti og íbúum Lincolnskíris. „Sauðkindin var það eina sem þau trúðu á og alveg sama hvemig mark- aðirnir litu út, ekkert gat komið í staðin fyrir kindurnar. í dag er ástandið afar slæmt og margir búnir að bregða búi. Það var allt önnur stemmning á sýningunni þarna en annars staðar - fólk var einhvern veginn alvarlegra og meira hugsi.“ Bókamessa í Frankfurt England hefur breyst síðustu árin og áratugina. Bæimir höfðu áður hver sitt fótboltafélag sem allir bæj- arbúar hópuðust um og mættu hvern laugardag til að styðja. I dag era pen- ingamir famir að streyma til íþrótt- arinnar og verkamennimir hafa ekki lengur efni á að fara á völlinn í hverri viku - sjónvarpið hefur tekið við. Á íslandi voru það bækumar sem vora almenningseign og eru, guði sé lof, ennþá nokkuð sterkar þótt sjónvarp- ið og Netið keppi æ meir um athygli manna. Halldór Laxness skrifaði bækur um íslendinga, þjóðfélagssýn þeirra og baráttu. Bækurnar höfðuðu sterkt til þjóðarinnar og varð höfund- urinn fljótt uppáhald og stolt íslend- inga. Útí heimi er Laxness auðvitað stóri rithöfundurinn sé tekið mið af öðram íslenskum rithöfundum, en hversu vel þekkir t.d. hinn almenni Englendingur stolt okkar Islend- inga? Á bókamessurnar í Frankfurt mæta vel menntaðir bókamenn og bækur Laxness fanga þannig athygli fólks í efri skala þjóðfélagsins - Lord John í Glasgow kynnist kannski þannig lífinu í sveitum íslands fyrir 80 árum. En útbreiðsla bókmennta frá íslandi nær ekki til fólksins með þeim hætti utan Norðurlanda, en þar er nafn Laxness löngu þekkt og bæk- ur hans enn lesnar. í East Midlands er þessu öðra vísi farið um þessar mundir. Næstu vikurnar ferðast far- andleikhópur með enska uppfærslu á Sjálfstæðu fólki og sýnir fyrir 100 manns á kvöldi, alls 33 sýningar fyrir alls 3.500 manns, venjulegt fólk, eins og Dave á bflaverkstæðinu, sem kæmi aldrei til með að heyra Hall- dórs getið ef leið leikhópsins hefði ekki einmitt legið í gegn um bæinn þeirra. Það er fagnaðarefni fyrir okk- ur íslendinga að The New Perspect- ives hafi ráðist 1 það stórvirki að búa til leikgerð úr Sjálfstæðu fólki og það er spennandi að eiga möguleika á því að sjá afraksturinn á íslandi, því þangað er ferðinni heitið í lok maí. Eg kveð Mansfield með kjörorð Gavins Stride í huga: „Homo fabula - maður- inn er frásögn". Eg er sannfærður um að andlátsfregn Hróa hattar sé stórlega ýkt. New Perspectives Theatre verður með sýningar í Möguleikhúsinu 18., 19., 20. og 21. maí. Þær hefjast kl. 20:30. Höfundur er ráðgjafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.