Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MÁÍ '2000 53 MINNINGAR GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðríður Guð- mundsdóttir fæddist í Saurbæ á Kjalarnesi 10. októ- ber 1899. Hún lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 22. apríl síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Illugason, f. 19.8. 1867, d. 25.5. 1899, bóndi á Stóra- Lambhaga í Skil- mannahreppi, og kona hans Sesselja Sveinsdóttir, f. 6.2. 1876, d. 13.8. 1956. Seinni maður Sesselju og stjúpfaðir Guðríðar var Sveinbjörn Oddsson, f. 8.11. 1885, d. 6.8. 1965, bókavörður. Systkini Guðríðar voru Guð- mundur, Arnór og Ragnheiður. Guðríður gifstist 31.11. 1919 Gunnari L. Guðmundssyni, vél- gæslumanni og síðar bónda, f. 10. ágúst 1897, d. 6. febrúar 1988. Foreldrar Gunnars voru Guðmundur Gunnarsson, bóndi á Akranesi, og Sigurlín M. Sigurð- ardóttir. Guðríður og Gunnar bjuggu allan sinn búskap á Akranesi. Börn Guðríðar og Gunnars eru: 1) Guðmundur, f. 9.7. 1920, verkstjóri, kvæntur Huldu Jóhannes- dóttur og eiga þau tvö börn. 2) Svava, f. 29.12. 1921, hús- móðir, gift Jóni Eyj- ólfssyni, netagerð- armanni, og eiga þau eitt barn. 3) Halldóra, f. 13.7. 1923, húsmóðir, gift Einari Arnasyni skipstjóra og eiga þau fimm börn. 4) Sigurlín Margrét, f. 16.2. 1927, hjúkrun- arfræðingur. 5) Sig- urður, f. 20.6. 1924, bóndi, kvæntur Guðmundu Run- ólfsdóttur og eiga þau sex börn. 6) Gunnar, f. 22.12. 1931, bifvéla- virki, kvæntur Jóhönnu Þorleifs- dóttur og eiga þau fjögur börn. 7) Ármann, f. 1.1. 1937, verk- stjóri, kvæntur Sólveigu Bjarna- dóttur og eiga þau þrjú börn. 8) Sveinbjörn, f. 7.7. 1939, vélvirki, kvæntur Margréti Reimarsdótt- ur og eiga þau tvö börn. 9) Guð- rún, f. 10.4. 1942, húsmóðir, gift Jóni Sigurðssyni, skipstjóra, og eiga þau þrjú börn. Afkomendur Guðrfðar eru 100. Útför Guðríðar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku amma. Ég sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt. Þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnu að hafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfmn úr heimi. éghittiþigekkium hríð. Þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomnatíð (Þórunn Sig.) Við þökkum þér samfylgdina. Guð blessi minningu þína Gunnar Már, Anna og synir. í dag er borin til hinstu hvílu amma á Steinsstöðum, eins og stór hópur barnabarna hennar var vanur að kalla hana, en hún hét Guðríður Guðmundsdóttir. Hún lifði það að verða rúmlega 100 ára. Á svona stundum verður manni hugsað til baka og þá kemur fyrst + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, REYNIR SIGURÞÓRSSON fyrrv. umdæmisstjóri Pósts og síma, Funalind 7, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 5. maí nk. kl. 13.30. Kolbrún Ármannsdóttir, Þór Reynisson, Svala Pálsdóttir, Jens Reynisson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVAVAR KRISTINSSON, verður jarðsunginn frá Oddakirkju laugar- daginn 6. maí kl. 14.00. Jóna Helgadóttir, Þórhallur Svavarsson, Agnes Ólöf Thorarensen, Sigurveig Þórhallsdóttir. Lokað verður vegna jarðarfarar JENS GUNNARS FRIÐRIKSSONAR föstudaginn 5. maí. Vélsmiðja Jens Árnasonar ehf., Súðarvogi 14, Reykjavík. upp í hugann þegar ég kem í fyrsta sinn í heimsókn til afa og ömmu að gömlu Steinsstöðum á Akranesi, en þá var ég fimm ára. Fannst þeim rétt að ég fengi að kynnast föðurfólkinu mínu og var ákveðið að ég kæmi að ári (að nýju Steinsstöðum) sem kúa- smali og hélt ég því starfi í 10 sumur. Á þessum árum lærði maður margt um mannleg samskipti og ótrúlega manngæsku. Heimili þeirra vara alltaf opið öllum, þá ekki síst þeim sem lífið hafði farið hörðum höndum um eða voru „sérstakir“ á ýmsan hátt. Það var oft mannmargt um helgar, þegar stór hluti fjölskyldunnar kom í heimsókn, eða þegar dætur og tengdadætur komu til að aðstoða við heyskapinn, en afi og amma áttu níu börn. Þá var oft glatt á hjalla hjá ungdómnum og margt brallað. Mér verður oft hugsað til þess, að stundum fannst okkur krökkunum hún vera heldur ósveigjanleg, eins og þegar hún lét mig sitja yfir skötu sem ég neitaði að borða, frá hádegi og fram að kaffi, en skötu hef ég borðað æ síðan og þykir hún herra- mannsmatur. Einnig þegar frændur mínir, Matti og Gunni, komu án þess að vera með miða frá Dóru mömmu sinni um að þeir mættu koma inneft- ir, þetta var áður en sími kom að Steinsstöðum þannig að skriflegt leyfi þurfti að vera til staðar, en ef þeir komu miðalausir rak hún þá um- svifalaust til baka þannig að mamma þeirra vissi hvar þeir væru niður- komnir, en þeir voru hjartanlega vel- komnir ef þeir voru með skriflegt leyfi frá mömmu sinni, eða eins og hún sagði í ellinni; maður þurfti nú oft að vera harður. Öll þau ár sem ég var hjá afa og ömmu, man ég aldrei eftir öðru en amma færi fyrst á fætur á morgnana og gengi síðust til náða á kvöldin. Hún lifði það að vera flutt hreppa- flutningi þegar hún var aðeins sex ára gömul, þegar faðir hennar fórst í Hvalfirðinum, en kom síðan aftur á Akranes þegar Sesselja móðir henn- ar giftist Sveinbirni Sveinbjörnssyni, þannig að snemma fékk hún að kynn- ast erfiðleikum lífsins.. Þegar afi var á vertíð og hún ein heima með bömin og skepnumar, sagði hún síðar að það hefði oft bjargað þeim að hafa kýr, kindur og kartöflugarð, þegar hart var í ári. Það er erfitt fyrir okkur yngra fólkið að skilja þann dugnað og hörku sem þessi kynslóð þurfti að sýna, til þess að lifa þær þrengingar sem það þurfti að lifa við og yfirstíga. Eg er þakklátur fyrir þá lífssýn og umburðarlyndi sem ég lærði með því að umgangast ömmu. Eg vil senda öllum í fjölskyldunni samúðarkveðjur, því öll höfum við misst stóran áhrifavald í lífi okkar. Sigurður Pétur. Amma mín er látin. Þegar þessar fregnir bárast mér gat ég ekki sagt að þær hefðu komið eins og þmma úr heiðskíru lofti, enda var hún amma á 101. aldursári. Amma mín, sem er búin að lifa hluta úr tveimur öldum hefur svo sannarlega lifað tímana tvenna í íslensku samfélagi, upp- gangstíma, kreppu og allt þar á milli. Ekki er hægt að segja annað en hún hafi skilað sínu til þjóðarinnar og uppbyggingar hennar, níu börnum sem öll eru á lífi og við góða heilsu. Vegna þess að ég átti því láni að fagna að búa í sama húsi og amma öll mín uppvaxtarár hafði hún djúpstæð áhrif á mig. Yfirleitt fór ég niður til ömmu minnar á kvöldin, til að spila, fá appelsínu eða epli, sem voru fágæt á mínu heimili, eða bai’a til að ræða málin. Oft kom ég til að leita huggun- ar hjá henni þegar ég taldi mig órétti beittan, eða til að finna týnda hluti, því amma fann alltaf allt. Amma mín var afskaplega heil- steypt manneskja. Hún lagði ríka áherslu á heiðarleika og í spilum mátti alls ekki „hafa rangt við“. Þannig lærði maður að sigra á heiðarlegan hátt - en einnig að taka því að tapa. Sú lífsspeki sem amma hafði markaðist mjög af uppeldi hennar og erfiðleikum í tengslum við V að koma upp níu börnum, með til- heyrandi verkþáttum. Hún hafði meiri seiglu en ég hef séð í öðru fólki og umfram annað lagði hún áherslu á traust fjölskyldubönd. Hún var af- skaplega trygglynd, tók slæmum fréttum með jafnaðargeði, eins og sá einn gerir sem gengið hefur í gegn- um erfiðleika langra ævidaga og mátt þola misjafnt hlutskipti. Jafn- framt tók hún jafnan góðum fréttum með andakt og fögnuði og samgladd- ist mjög sigrum og gleði annarra í kringum sig. Það var alltaf gleðiefni að heimsækja hana, t.d. eftir ein- kunnagjöf í grunnskóla, því alltaf fannst ömmu maður vera einstakur, og með slíkum hrósyrðum tel ég hana hafa hvatt alla fjölskylduna áfram. Þannig kenndi amma manni og hvatti til dáða án þess að predika. Og eftir því sem árin liðu varð hún jafnvel enn jákvæðari og hreinskiln- ari. Það var ekki svo að það þyrmdi yfir hana samhliða ellinni - síður en svo. Með ömmu er gengið eitt af alda- mótabörnum þessarar þjóðar. Hún stóð fyrir það besta sem þessari þjóð er eðlislægt, heiðarleika, nærgætni, ósérhlífni og þrá til að byggja upp. Hún hefur gefið meira af sér, en hún hefur þegið af öðrum á sinni lífsleið. En svo endar hver sitt æviskeið og þar er amma mín engin undantekn- ing. Eg veit að amma mín yfirgefur þennan heim, jafn sátt við Guð og menn, eins og þegar hún kom í hann. í millitíðinni hefur hún gefið langtum meira en hún hefur þegið og átt þátt í því að gera samfélag okkar auðugra af mannlegum kærleika, bjartsýni og trú á hið góða í manninum. Megir þú ætíð hvfla í friði, amma mín. Bjarni Ármannsson. Blaðauki í Morgunblaðmu laugardagiun 13. mai Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 16 föstudaginn S. maí Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111. I JW<»r@MttM»M& | AUGLÝSINGADEILD u Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang; augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.