Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 LISTIR Svo vel upp alinn Erró, Guðraundur Guðmundsson. Reuters HEIMILDAR- MY]\D SloO 2 ERRÓ Höfundur: Ari Alexander Ergis Magnússon. Sýnd 21. apríl. ERRÓ, norður, suður, austur, vestur, er enn ein heimildamyndin um Guðmund okkar Guðmundsson, sem gerði garðinn frægan í París um 1960, þegar popplistin var að spretta fram úr leifum fútúrismans og súr- realismans. Tilefni heimildamyndarinnar var að nýverið var haldin sýning á verk- um listamannsins í Jeu de Paume, sem margir Islendingar þekkja sem gamla Impressjónistasafnið, áður en þeir kumpánarnir voru fluttir yfir ána Signu og settir upp í Orsay-safn- inu innan um aðra 19. aldar meistara. Pað er því rangt að tala um Jeu de Paume sem safn eins og tíundað hef- ur verið í íslenskum fjölmiðlum þótt titillinn sé Galerie nationale de Jeu de Paume. Réttara værí að tala um sýn- ingahöll - Kunsthalle - eins og stað- urinn er nú rekinn. Það breytir því þó ekki að okkar manni í París er sýndur mikill sómi með sýningu á svo þýð- ingarmiklum stað. Þeir sem þekkja Jeu de Paume og fylgjast með sýn- ingum þar vita að það er ekki hver sem er sem þar fær inni. En þá ber þess að gæta að Erró hefur verið mjög áberandi stærð í franskri sam- tímalist, og það sem meira er, hann hefur haft töluverð áhrif á yngri kynslóðir franskra listamanna. Það var því ekki spurning um hvort, held- ur hvenær einhver hinna stóru sýn- ingahalla í París tæki sig til og léti til skarar skríða. En eins og fram kemur í myndinni var Erró himinlifandi yfm því að það skyldi vera Jeu de Paume en ekki Centre Pompidou eða ARC sem bauð honum að sýna, því þar með fer sýningin á flakk til fleiri landa. Það er skemmst frá því að segja að mynd Ara Alexanders er hin ágæt- asta. Hafa verður í huga að tilefnið er sýning. Það er því engin ástæða til að ætla að myndin eigi að vera tæmandi heimildarmynd um listamanninn ellegar fjalla um hann frá öllum hlið- um. Ari gerir vel að kalla til þá list- fræðinga sem skrifuðu í sýningar- skrána og láta þá fjalla um stöðu og sérstöðu Errós. Eins var vel til fundið að gefa Jean-Jaeques Lebel orðið, svo náið sem hann þekkir okkar mann og svo ágætlega sem hann kemur íyrir sig orði. Það var stund- um unun að fylgjast með þessum ágæta starfsbróður Errós tjá sig um hann og segja frá honum, svo lifandi var frásögn hans og lýsingar. Hið sama verður ekki sagt um ís- lensku listfræðingana. Svo lítið höfðu þeir til málanna að leggja að þeim hefði mátt sleppa og þannig fría þá þeim beiska bikar að þmfa að stara felmtri slegnir í linsuna og viðra held- ur fátæklegar yfirlýsingar sínar. Það er reyndai- sérkennilegt að þeir skyldu ekki láta meira að sér kveða því tveir þeiira að minnsta kosti hafa skrifað stór ritverk um listamanninn og hljóta því að þekkja hann býsna vel, auk þess að kunna í þaula stöðu hans í íslensku og evrópsku sam- hengi. En gamla góða norræna hlé- drægnin rændi þá allri útgeislun og málgleði. Þeir kusu að láta Arthur C. Danto eftir umræðuna um stöðu Erró; manni sem sjálfsagt þekkir hann mun minna en þeir. Og Danto vann verk sitt vel eins og hans var svo sem von og vísa. Hann setti meir að segja fram þá kenningu að Erró hefði trú- lega orðið mun þekktari í Bandaríkj- unum ef myndir hans hefðu ekki ver- ið jafn pólitískar og raun ber vitni. Og þar höfðum við það, sem reynd- ar var ekkert launungarmál: Erró var réttur maður á réttum stað, og það verða menn að vera ef þeir ætla sér pláss í sögu menningar og lista. Klippimyndirnar frá 1958, mergðar- og verksmiðjumyndimar frá 1959, Matarlandslag, 1963, og Valentínus- ardagur, ári síðar, sanna svo ekki verður um villst að Erró var virkur partur af framsæknasta listamanna- mengi sjöunda áratugarins. Ef við er bætt nektarmyndunum af Carolee Schneemann fyrir líka- mslistaverk hennar Eye Body, sem Erró tók árið 1964, má sjá hve rausnarlegur hann var gagnvart til- raunum kollega sinna. Schneemann efar að hún hefði hrundið hugmynd- um sínum í framkvæmd ef hún hefði ekki notið aðstoðar og hvatningai- Errós. Stríðsmynd hans með „feita drengnum" frá 1946, sýnir svo ekki verður um villst að snemma beygist krókurinn. Erró var vart kominn af fermingaraldri þegar hann sýndi af sér takta sem löngu síðar komu fram sem fullmótaður stíll. Ef íslensku list- fræðingamir hefðu átt að segja eitt- hvað bitastætt þá hefðu þefr mátt geta þess sem alla grunar en enginn heíúr þorað að lýsa yffr opinberlega: Hefði Erró ekki þvælst út í heim hefði hann aldrei orðið sá sem hann er. Hann er lifandi dæmi um það að við íslendingar vorum og erum enn fullkomlega ófærir um að koma okk- ar bestu sonum og dæti-um til hávega af einskærri blindu, þröngsýni, öfund og heimóttarskap. Það þurfti Svía til að lyfta Halldóri Laxness í hæstu hæðir, Frakka til að veita Erró þann stuðning og olnbogarými sem hann þarfnaðist til að verða kallaður mynd- rænn skrásetjari aldarinnar, alveg eins og það þurfti Breta til að gera Björk að einhvemi frægustu popp- stjömu heims. Þessara sanninda saknaði maður úr mynd Ara Alexanders, en þar var annars svo óramargt til að vega upp eitthvað sem vantaði. Meðal þess var dásamleg kynning á þremur systkin- um listamannsins; hressum og hisp- urslausum íslendingum sem höfðu auðvitað svar á reiðum höndum þeg- ar þau vom spurð að ágæti bróður síns og hvers vegna hann hefði náð svo miklum frama: „Það er ekkert skrítið; hann er svo vel upp alinn.“ Halldór Björn Runólfsson Raunsæis- svín LEIKLIST L e i k f é 1 a g M e n n t a - skúlans í Samkoiniihiísinu á A k u r e y r i BYLTING - ANIMALFARM Eftir George Orwell í leikgerð Sir Peters Hall. Þýðandi: Mel- korka Tekla Ólafsdóttir. Þýðandi bundins máls: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson. Tónlistarstjórn: Elín Björk Jónasdóttir og Helgi Hreiðar Stefánsson. Mánudagur- inn 1. maí2000. DÝRABÆR Orwells er alveg sérstaklega gott dæmi um sígilt listaverk. Fáar skáldsögur em jafn kirfilega tengdar ákveðnum tíma og sögulegum viðburðum. Saga rússnesku byltingarinnar og grimm örlög þeirra miklu hug- sjóna er sviðsett á enskum bónda- bæ í ótrúlega nákvæmum smáat- riðum. En jafnframt segir sagan sammannleg sannindi, óháð sögu- þekkingu og -áhuga, hvað þá stjórnmálaskoðunum. Maðurinn þrífst ekki við stjómleysi fremur en önnur hjarðdýr, fljótlega grip- ur einhver í taumana, veitir hópn- um öryggistilfinningu og stefnu, en - vald spillir. Dýrabær er því kominn til að vera í hugmynda- heimi okkar, þörf ádrepa á öllum tímum, jafnvel á baráttudegi verkalýðsins. Leikgerð Peters Hall, fyrrver- andi þjóðleikhússtjóra Breta, flyt- ur söguna lipurlega til áhorfenda en nokkra furðu vekur sú ákvörðun hans að nota bam fyrir sögumann. Dýrabær er hreint ekki bamabók og torvelt að skilja tilganginn með þessu. Sögumennskan væri að mínu viti miklu betur komin hjá leikhópnum öllum, dýrunum sjálf- um, þannig hefði hinn kaldi háð- stónn sögunnar skilað sér mun sterkar og ísmeygilegar til okkar. Sýning LMA er fjörug og kraft- mikil, kannski jafnvel of fjörag. Sú leið leikstjórans að draga fram hið skoplega í sögunni og skapa jafn- vel töluvert grín til viðbótar orkar að mínu mati tvímælis. Verkið stendur varla undir gamninu, stíll- inn og innihaldið vinna hvort gegn öðra og eftir því sem tónninn þyngist í sögunni og draumurinn ummyndast í martröð verður erf- iðara að hlæja að fyndninni en jafnframt torvelt að finna hrollinn sem óhjákvæmilegur hai-mleikur- inn á að framkalla. Leikhópurinn stendur sig vel, vinnur saman sem einn maður þegar það á við, en jafnframt ná margir að blómstra og Agnari hef- ur tekist prýðilega að skapa dýrs- leg einkenni með leikuranum án þess að kæfa persónuleikana. Ásdís Ármannsdóttir gerði ein- ræðisgeltinum Napóleoni fanta- góð skil, geislaði af sjálfsöryggi og hafði allan þann myndugleika sem þurfti til að gera tilkall til vald- anna. Strithetjan og einfeldning- urinn Jaki varð trúverðugur og átakanlegur hjá Tinnu Smáradótt- ur og Margrét Stefánsdóttir var skemmtileg sem puntudúkkan og mannagælan Lóló. Alls era um tuttugu leikarar á sviðinu og skila sínu með sóma. Þar að auki leikur þétt og góð þriggja manna hljóm- sveit undir í flóknum og greinilega firnaerfiðum söngvum sem leikar- arnir áttu á köflum fullt í fangi með að skila, en tókst þó, kom einna helst niður á kraftinum. Bylting er skemmtileg sýning þó hún veigri sér við að glíma í al- vöra við Orwell og byltinguna. Agnari hefur tekist að virkja hæfi- leika og sköpunarkraft mennt- skælinganna og hugmyndaauðgin og fjörið eru ósvikin. Þessum hópi er greinilega treystandi í frekari átök að ári, grunnurinn er greinilega til stað- ar. Þorgeir Tryggvason Dýr dýrahöfuð Reuters ÞESSI apa- og galtarhöfuð úr bronsi voru á dögunum seld á ríflega 150 miHjdnir króna á uppboði hjá Christie's í Hong Kong. Það er mun hærri upphæð en gert var ráð fyrir. Uppboðið var haldið í ðþökk stjórnvalda í Beijing sem telja að gripunum hafi verið stolið úr einni af höllum keisarans fyrir 140 árum. Tvennir tónleikar Kvenna- kórs Hafnarfjarðar KVENNAKÓR Hafnarfjarðar heldur afmælistónleika í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Kórinn er fimm ára um þessar mundir. Hann var stofnaður á vor- dögum 1995 en þetta er sjötta árið sem kórinn er starfræktur. Á tónleikunum verða innlend og erlend lög. Með kórnum syngja einsöng Garðar Thor Cortes og Anna Sigríður Helgadóttir. Undirleikari hennar er Aðal- heiður Þorsteinsdóttir píanóleik- ari. Stjórnandi kórsins er Jensína Waage og undirleikarar era Heið- dís Lilja Magnúsdóttir á píanó og Arndís Hreiðarsdóttir, sem leikur á slagverk. Vetrarstarfi sínu lýkur kórinn með tónleikum í Hásölum, sal safnaðarheimilis Hafnarfjarðar- kirkju, laugardaginn 6. maí kl. 16.30, ásamt Jórukórnum frá Sel- fossi og Kvennakórnum Ljósbrá úr Rangárvallasýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.