Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4..MAÍ 2000 2ri
ERLENT
Margt bendir til að verkföllin í Noregi geti orðið langvinn
Farin að hafa
víðtæk áhrif um
allt samfélagið
VERKFÖLL 85.000 félaga í
norska alþýðusambandinu eru þeg-
ar farin að hafa mikil áhrif vítt og
breitt um allan Noreg. Hótelum,
kvikmyndahúsum og vöruhúsum
hefur verið lokað, flutningar á sjó
og landi hafa víða stöðvast, bygg-
ingarframkvæmdir dragast saman
og hvers konar iðnframleiðsla og
veiðar og vinnsla munu stöðvast á
skömmum tíma. í nágrannaríkjun-
um hafa menn áhyggjur af því, að
norsk fyrirtæki geti ekki staðið við
gerða samninga, t.d. hvað varðar
varahluti í bíla, og óttast er, að
hætta verði olíuvinnslunni að
mestu standi verkfallið lengur en
10 daga.
Verkföllin, sem hófust aðfaranótt
miðvikudagsins, eru þau víðtæk-
ustu frá 1986 er rúmlega 100.000
manns lögðu niður vinnu. Var til
þeirra boðað er samningar, sem
náðst höfðu við vinnuveitendur,
voru felldir í félögunum. Voru
samningarnir í stórum dráttum
þeir, að allir félagar í alþýðusam-
bandinu áttu að fá um 6,40 ísl. kr. í
kauphækkun á tímann. Að auki átti
að koma sérstök láglaunauppbót,
12,60 ísl. kr. á tímann, hjá þeim,
sem hafa minna en 1.792.000 ísl.
kr. í árslaun, og þeir, sem hafa þau
laun en innan við 1.895.000 kr.,
áttu að fá 8,50 kr. í láglaunaupp-
bót. Samið var um, að launþegar
fengju fimmtu sumarfrísvikuna frá
2002 og þeir, sem eru 60 ára og
eldri, áttu að fá sex vikur í sumar-
frí. Var samningstíminn þrjú ár í
stað tveggja áður. Mátu vinnuveit-
endur hækkunina á 3,5% til 4% en
það er vel umfram verðbólguna í
Noregi, sem er um 2,5% á ári.
Óhætt er að segja, að verkföllin
hafi strax valdið miklu írafári í
Noregi enda stöðvuðust strax
ferjusiglingar og flutningar á landi.
Hótelgestir vöknuðu í gærmorgun,
fengu sér morgunverð og voru að
því búnu burtskráðir. Stærstu dag-
blöðin í Noregi og mörg önnur
hafa stöðvast ef frá er talin netút-
gáfan og margir óttast, að bankar
og þar með hraðbankar verði brátt
uppiskroppa með reiðufé. Er það
vegna verkfalls hjá öryggisgæslu-
fyrirtækjum, sem annast peninga-
flutninga.
í norsku stórverslununum var
þegar farið að gæta vöruskorts á
fyrsta degi verkfallsins enda var
almenningur farinn að hamstra
matvæli í síðustu viku af ótta við
yfirvofandi verkföll. Hefur sums
staðar komið til stimpinga þegar
margir hafa viljað komast yfir vöru
sem er á þrotum.
Geta ekki staðið
við gerða samninga
Vinnuveitendur halda því fram
að verði launahækkanir meiri en í
samningnum, sem var felldur,
muni það verða til að skerða veru-
lega samkeppnisgetu norsks iðnað-
ar og þeir og aðrir óttast, að drag-
ist verkföllin á langinn eins og
margt bendir til, muni það hafa al-
varlegar afleiðingar, einkum fyrir
útflutningsgreinarnar.
„Viðskiptavinir okkar verða
komnir í vandræði eftir þrjá daga,“
sagði Ottar Henriksen, fram-
kvæmdastjóri hjá Raufoss, en fyr-
irtækið er eini framleiðandinn á
ýmsum búnaði fyrir Saab-verk-
smiðjurnar í Svíþjóð og framleiðir
auk þess fyrir BMW, Audi og
DaimlerChrysler í Þýskalandi.
Aðrir framleiðendur fyrir stóru
bílasmiðjurnar í Evrópu og önnur
fyrirtæki höfðu sömu sögu að
segja. Bentu þeir á, að fengju þessi
fyrirtæki ekki vöruna með skilum,
sneru þau sér óðara eitthvað ann-
að.
Stöðvast olíuvinnslan?
Talsmenn Statoil og Norsk
Hydro sögðu í fyrradag, að leystist
verkfallið ekki innan 10 daga, yrði
að hætta olíuvinnslu að miklu leyti.
Er það aðallega vegna þess, að
dráttarbátar, sem draga skip inn
og út úr olíu- og gashöfnunum,
hafa stöðvast. Mun vinnsla fyrst
stöðvast í Norðursjó og síðan ann-
ars staðar. Reiknað hefur verið út,
að hver dagur, sem tapast á Sture-
svæðinu, muni kosta hátt í 900
millj. ísl. kr. og verði mörgum
svæðum lokað gæti tapið numið
tugum milljarða kr. daglega.
Meiri launahækkun
sögð eina lausnin
í atkvæðagreiðslu um samning-
ana var þeim hafnað af rúmlega
64% félaga í verkalýðsfélögunum
og í skoðanakönnun, sem birtist í
Aftenposten í gær, kemur fram, að
54% landsmanna telja rétt, að þeim
skyldi vera hafnað. 30% eru andvíg
því og 16% hafa enga skoðun. Vek-
ur það athygli, að 50% þeirra, sem
ekki eru í alþýðusambandinu, eru
sammála því, að samningarnir
skyldu felldir en 33% andvíg. Þá
telja 42%, að eina lausnin sé meiri
kauphækkun en 19% nefndu
fimmtu sumarfrísvikuna.
Verkalýðsleiðtogarnir og einnig
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra
Noregs, hafa nefnt það sem mikil-
AP
Áhrif verkfallanna segja til sín um allt þjóðfélagið. Þeir sem nú gera sér
ferð til Óslóar þurfa t.d. ekki að greiða nein veggjöld, þar sem starfs-
menn tollhliðanna hafa lagt niður vinnu.
væga ástæðu fyrir þessari verk-
fallsgleði, að almenningur sé
óánægður með miklar launahækk-
anir til stjórnenda í fyrirtækjum,
einkum stórfyrirtækjunum. Hafa
fréttir af arðbærum samningum
þessara manna verið mikið frétta-
efni og má nefna sem dæmi menn
eins og Kjell Inge Rokke, forstjóra
Aker-samsteypunnar, Jens Heyer-
dahl, forstjóra Orkla-samsteypunn-
ar, Harald Norvik, fyrrverandi for-
stjóra ríkisolíufélagsins Statoil,
Erik Tonseth, fyrrverandi for-
stjóra Kværner, og einnig eftir-
mann hans, Kjell Almskog. Fyrir
skömmu var frá því skýrt, að gerð-
ur hefði verið við hann samningur,
sem tryggir honum rúmlega 1,4
milljarða ísl. kr. í eftirlaun en þá er
miðað við 30 ár. Þetta gerist á
sama tíma og Kværner á í erfið-
leikum vegna minni verkefna á
vegum olíuiðnaðarins og hefur sagt
upp fjölda manns.
Mestar hækkanir til
minnihluta stjórnenda
Aftenposten hefur farið nokkuð
ofan í þessi mál og þar kemur
fram, að vissulega hafi ýmsir
æðstu stjórnendur í stórfyrirtækj-
um fengið miklar launahækkanir
en þeir séu í miklum minnihluta
meðal stjórnenda almennt. Séu
launahækkanir 500 stjórnenda í
fyrirtækjum, sem hafa meira en
250 manns í vinnu, kemur í ljós, að
meðalhækkunin er 16,5% milli 1998
og 1999. Dreifingin er hins vegar
afar ójöfn. Launin hjá fjórðungi
þessara 500 stjórnenda, þeim, sem
höfðu mest fyrir, hækkuðu um
25,6% en hjá tveimur lægstu fjórð-
ungunum aðeins um tæplega 7%.
Hjá launþegum hækkuðu launin á
sama tíma um 4,7%.
Beðið eftir nýju tilboði
Ráðherrar í ríkisstjórn Jens
Stoltenbergs hafa lýst yfir, að mik-
ið þurfi að ganga á áður en til mála
kemur að grípa inn í deiluna. Leið-
togar verkalýðsfélaganna segjast
nú bíða eftir betra tilboði frá
vinnuveitendum en ekkert var far-
ið að bóla á því í gær. Lýstu þeir
yfir í fyrradag, að nýtt tilboð væri
ekki á döfinni en frammámenn í
þeirra röðum, m.a. Finn Bergesen,
formaður vinnuveitenda, hafa þó
gefið í skyn, að eitthvað þurfi að
bæta samninginn, sem verkalýðsfé-
lögin felldu.
Norska alþýðusambandið hefur
boðað hertar aðgerðir frá og með
nk. þriðjudegi og telja margir, að
sú hótun muni verða til að gera
vinnuveitendur samningsfúsari.
Sumir verkalýðsleiðtogar spá því,
að verkföllin standi í viku, í mesta
lagi tvær, en launþegar margir
virðast vera tilbúnir í langt verk-
fall enda standa verkfallssjóðir
verkalýðsfélaganna yfirleitt mjög
vel.
Heilsubót í Lyfju
Biotene við munnþurrki
Ráðgjöfog T.
kynning
í Lyfju,Lágmúla
fímmtud.4. maí og
föstud. 5. maí
kl 14-18.
mrnrnm
Vi
20% afsláttur
sem gildir einnig í
Lyfju.Hamraborg og
Lyfju, Setbergi
oratba/ance
Biotene
r*>“
Notaðar búvélar
á kostakjörum
Mikil verðlækkun
Mikið úrval
Ingvar
Helgason hf.
Sœvarhöföa 2 - Sími 525 8000 - Beinn sími 525 8070
Fax: 587 9577- www.ih.is - Véladeild -E-mail: veladeild@ih.is