Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ræddi við starfsbróður sinn í Kína Morgunblaðið/Áslaug Óttarsdottir Guðni smitaðist af kampylobacter í Kfna og A fundi með landbúnaðarráðherra Kína, Chen Yaobang. Guðna á vinstri hönd er Olafur Egilsson telur líklegt að hann hafí smitast við að sendiherra í Kína. Auk þess að ræða við ráðherrann heimsótti Guðni nokkur fyrirtæki. halda á þessum strútsunga. Áhugi á gagnkvæmum sam- skiptum á sviði landbúnaðar íslenski hópurinn samankominn á Torgi hins himneska friðar í Peking. landbúnaðarráðherra við Chen Yaob- ang, landbúnaðarráðherra Kína, kom fram gagnkvæmur vilji um að taka upp samstarf á sviði landbúnaðar- mála milli ríkjanna. Guðni var í opin- berri heimsókn í Kína dagana 31. mars til 8. apríl sl. í boði landbúnaðar- ráðherra Kína. Með Guðna í för var tíu manna hóp- ur en þar að auki Ólafur Egilsson, sendiherra í Kína, og fleiri starfs- menn sendiráðsins. Túlkur í ferðinni var Ragnar Baldursson. Auk þess að eiga fund með Chen Yaobang fór Guðni í heimsóknir í fyr- irtæki og til borganna Peking, Shang- hai og Sían. Ráðherramir fóru yfir málefni þjóðanna í viðræðum sínum. „Kínverjar eru afar þægilegir menn og bera mikla vinsemd til Is- Iands. Mér fannst ég hitta þar stolt og lífsglatt fólk sem horfir til framtíðar björtum augum,“ segir Guðni. Hann segir að Kínveijar geti ekki síst miðlað íslendingum af reynslu sinni af fiskeldi, en Kínverjar eni mestu framleiðendur eldisfisks í heiminum. Guðni sagði jafnframt að gestgjafarnir hefðu sýnt mikinn áhuga á viðræðum um mjólkuriðnað og úrvinnslu á mjólk sem Islendingar hafi mikla reynslu af. „Það er afar lítil mjólkumeysla í Kína, eða þetta frá 3 lítrum á mann upp í 25 lítra á ári. Hver íslendingur neytir að meðaltali 360 lítra af mjólk á ári. Þeir vilja auka mjólkurneysluna og styrkja þannig heilsufar og hreysti þjóðar sinnar." Með Guðna í för var m.a. Birgir Guðmundsson, mjólkurbússtjóri á Selfossi, og sýndu Kínverjar sérstak- lega mikinn áhuga á íslenska skyrinu þegar þeim var sýnt það. Kínveijar óskuðu eftir samstarfi á sviði mjólk- uriðnaðar og segir Guðni að hugsan- lega geti orðið af útflutningi á þekk- ingu á þessu sviði. Jafnframt er hugsanlegt að kínverskir mjólkur- fræðingar komi hingað til lands í þessu skyni. Gaf ráðherranum og frú æðardiínssængur Guðni segir merkilegt að koma í þetta land þar sem íbúar em 1,3 millj- arðar. Þar af teljast til bændafólks 800 milljónir manna. Hann telur mjög mikilvægt að íslendingar haldi mikl- um vinskap við Kína. Þetta sé stór- veldi. „Mér varð hugsað til þess í ferðinni að við emm með nýja at- vinnugrein hér á landi, ferðaþjónust- una, sem er í mikilli uppbyggingu. Efnahagur fólks í Kína er að batna og Kínveijar eiga eftir að ferðast mikið. Ef 10% Kínveija tækju upp á því að ferðast um veröldina þá er það hvorki meira né minna en 130 milljónir manna. Þarna er því gríðarlega stór markaður. Okkur var sagt að Kín- verjar vildu helst ferðast til landa sem væm allt öðravísi en þeir eiga að venjast, þ.e. á norðlægar og kaldar slóðir. Þeir gætu því skilað okkur miklu,“ segh- Guðni. Guðni færði landbúnaðarráðherra Kína og eiginkonu hans íslenskar æð- ardúnssængur. Hann sagði að gjöfin hefði glatt ráðherrann mjög sem kvaðst þekkja hvílíkar gersemar ís- lenskar æðardúnssængur væm. Þurfa einnig at- vinnuleyfi í LÖGUM sem Alþingi samþykkti í síðustu viku er kveðið á um að undan- þága laga um atvinnuréttindi útlend- inga taki ekki til nektardansmeyja sem starfa á nætm’klúbbum. Jafn- framt er félagsmálaráðherra veitt lagaheimild til að setja reglur sem skilgreina hveijir falli undir undan- þáguna og geti talist hstamenn í skiln- ingi laganna. Markmið breytinganna er að gera nektardansara frá löndum utan Ewópska efnahagssvæðisins, sem koma hingað til lands í atvinnu- skyni, háða reglum um atvinnuleyfi. í lögum ft-á 1994 um atvinnurétt- indi útlendinga em útlendingar sem gegna tilteknum störfum undanþegn- m kröfu um atvinnuleyfi, enda ekki gert ráð fyrir að þeir starfi hér á landi lengur en í fjórar vikur á hveiju tólf mánaða tímabili. Gildh’ undanþágan m.a. um listamenn, og hlutu nektar- dansmeyjar undanþáguna þar sem þær væm listamenn. Við umræður um fmmvarp félags- málaráðherra á Alþingi kom m.a. fram að yfirvöld vildu spoma við straumi nektardansmeyja til landsins og var því gripið til þess ráðs að leggja til að undanþáguheimildin yi’ði skilgreind nánar. Fram kom í nefnd- aráliti meiri hluta félagsmálanefndai’ Alþingis við þingmeðferð málsins að undanþáguákvæðunum hefði aldrei verið ætlað að halda uppi viðvarandi atvinnustarfsemi útlendinga hér á landi með þeim hætti sem orðið hefði með nektardansmeyjar. Á að auðvelda eftirlit Þurfa nektardansarar framvegis að afla sér atvinnuleyfis en til að um- sóknir um atvinnuleyfi séu teknar til afgreiðslu þarf Útlendingaeftirhtið að hafa veitt útlendingi dvalarleyfi, und- irskrifaður ráðningarsamningur til tiltekins tíma eða verkefnis þarf að liggja fyrir og sömuleiðis umsögn stéttarfélags á staðnum í hlutaðeig- andi starfsgrein. Löggjöfin felur því í sér að unnt verðui’ að skylda erlenda nektardans- ara sem hingað koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins til að sækja um dvalarleyfi hér á landi og leggja fram heilbrigðisvottorð. Er vonast til að þessar breytingar auð- veldi yfn-völdum að hafa eftirlit með a.m.k. hluta þeirra kvenna sem hing- að koma í stuttan tíma árlega í þeim tilgangi að stunda nektardans. Héraðsdómur sýknar Sigurð G. Guðjónsson í meiðyrðamáli Ekki talin ástæða til að ómerkja ummælin HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann af dómkröfum Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, í meiðyrðamáli sem hann höfðaði í kjölfar blaðagreinar Sigurðar í Degi 31. ágúst 1999. Kjartan krafðist m.a. að tvenn ummæli Sigurðar í greininni yrðu dæmd dauð og ómerk og hann dæmdur til greiðslu 600 þúsund kr. í miskabætur. Sigurður fjallaði í grein sinni um atvik sem hefði átt að eiga sér stað í kjölfar þess að hann ásamt Jóni Ólafssyni og fleirum keypti hlutabréf í íslenska útvarps- félaginu hf. 1994. Sigurður lýsti m.a. samskiptum félagsins við Landsb- ankann svo: „Þá var leitað eftir viðskiptum við Landsbanka íslands. í stóli for- manns bankaráðs Landsbanka ís- lands sat þá Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og formaður útvarpsrétt- anefndar, sem fer með mál frjálsu útvarpsstöðvanna. 29. júlí 1994 barst íslenska útvarpsfélaginu hf. bréf frá Landsbankanum, þar sem bankinn hafnaði að eiga viðskipti við félagið. Engar skýringar fengust, þó var okkur sagt sem stóðum í for- svari fyrir viðræðum við bankann að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki íslands ætti við- skipti við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að. Engar formlegar við- ræður fóra fram við Búnaðarbanka íslands, þar sem okkur var sagt í óf- ormlegum viðræðum, að bankinn gæti ekki tekið íslenska útvarpsfé- lagið hf. í viðskipti, þar sem sumir þeirra, sem höfðu orðið undir í Is- lenska útvarpsfélaginu hf. á hlut- hafafundinum í júlí væra viðskipta- vinir bankans og það gæti styggt þá, ef íslenska útvarpsfélaginu hf. yrði veitt fyrirgreiðsla eða það tekið í viðskipti við Búnaðarbanka ís- lands. Sem betur fer voru á þessum tíma líka til í landinu sparisjóðir, þar sem litið var á viðskipti við Is- lenska útvarpsfélagið hf. sem góðan kost og ábatasaman fyrir sparisjóð- ina. Þar var ákvörðun um viðskipti við íslenska útvarpsfélagið hf. tekin á gmndvelli viðskiptalegra hags- muna sparisjóðanna, en ekki á þeim forsendum hvað væri Sjálfstæðis- flokknum fyrir bestu og forkólfum fjármálaráðs flokksins þénanlegt." Afgreiddi ekki lánsviðskipti í niðurstöðu dómsins kemur m.a. fram að í starfi Kjartans sem bankaráðsformanns fólst ekki af- greiðsla erinda um lánsviðskipti og þess væm ekki merki að hann hafi tekið þátt í þeirri afgreiðslu bank- ans að neita Islenska útvarpsfélag- inu um lánsviðskiptin. Með um- stefndum ummælum Sigurðar væri hins vegar gefið í skyn, með því að bera fyrir sig óljósar sögusagnir, að afstaða stefnanda til Jóns Ólafsson- ar, eins af eigendum félagsins, hafi ráðið afgreiðslu bankastjórnarinnar á erindi félagsins. Dómurinn taldi að þótt fyrrgreind ummæli væm sett fram af vissu smekkleysi og fælu í sér aðdróttun um málsatvik, sem ekki höfðu verið staðreynd, þættu þau þó ekki þess eðlis að óm- erkja bæri þau í því samhengi sem þau voru sett fram. Jakob R. Möller hrl. var lögmaður stefnandaog Gestur Jónsson hrl. lögmaður stefnda. Dómari var Hervör Þor- valdsdóttir. Evropufundur Interpol hérlend- is í fyrsta sinn AÐALFRAMKVÆMDASTJÓRI alþjóðalögreglunnar Interpol, Raymond Kendall, verður staddur hér á landi ásamt fleiri háttsettum embættismönnum innan Interpol um miðjan mánuðinn vegna 29. Evrópufundar Interpol sem hald- inn verður í fyrsta sinn á íslandi á Grand Hóteli dagana 17. til 19. maí. Daginn áður en fundurinn hefst mun Kendall heimsækja forseta íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, Sólveigu Pétursdóttur dómsmála- ráðherra og Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Þátttakendur frá 46 Evrópuríkjum Þátttakendur eru frá 46 Evróp- uríkjum og e.t.v. tveimur betur og þegar hafa 120 tilkynnt um komu sína að ótöldum áheyrnarfulltrúum ýmissa samtaka og alþjóðastofn- ana. Meðal þeirra verður næs- tæðsti maður stríðsglæpadóm- stólsins í Haag. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra skipuleggur ytri umgjörð fundar- ins í samvinnu við ráðstefnudeild Ferðaskrifstofu íslands og íslensk- ir lögreglumenn munu annast ör- yggi fundarmanna með stöðugri gæslu á fundarstað á meðan fund- urinn stendur yfir. DNA-rannsóknir og geymsla fíngrafara meðal efnis A fundinum munu vinnuhópar lögreglumanna Interpol skila af sér niðurstöðum margvíslegra verkefna sem fjalla m.a. um sam- ræmingu á töku og geymslu fingrafara, notkun lögregluhunda, nýtingu DNA-rannsókna, löggæslu í Bosníu-Herzegóvínu, vopna- og sprengiefnaleit og margt fleira. Til fundarins koma vararíkis- lögreglustjórar margra ríkja auk þýska ríkislögreglustjórans, for- seta Bundeskriminalamt, og vara- forseta Interpol fyrir Evrópu, sem jafnframt er fundarstjóri. Gert er ráð fyrir að Raymond Kendall, aðalframkvæmdastjóri Interpol, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Sólveig Pét- ursdóttir dómsmálaráðherra sitji fyrir svörum blaðamanna að lok- inni opnunaratöfn fundarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.