Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 59 BRÉF TIL BLAÐSINS Bankar, trygg- ingafélög, sími og flóabandalag Frá Albert Jensen: HVAR ERU öll okkar störf? Áður sköpuðu þau auð en nú er svo kom- ið að vinnusemi skilar litlu eða engu og eignir þjóðarinnar eru óð- um að færast með brögðum á fárra hendur. Menn sem hafa samvisku og ég tala nú ekki um virðingu fyr- ir öðru fólki eiga litla von um frama. Svo er komið að jafnvel ESB-sinnar nota það málstað sín- um til framdráttar, að þeir í Bruss- el geti komið í veg fyrir að níðst sé á fólki og því borgi sig fyrir þjóðina að afsala sér sjálfsákvörðunarrétti. Undanfarið hafa nokkrir menn orðið milljarðamæringar af engu, eitthvað sem ekki á að vera hægt og svo reynist það bara sára ein- falt. Menn með vitneskju sem þeir áttu ekki að geta nýtt sér létu fyr- irtæki eða stofnanir sem þeir veittu forstöðu lána sér fyrir hundruð milljóna bréfum eða meira og þeg- ar þau höfðu hækkað um helming voru þau seld, skuldin greidd og ný bréf keypt og ríkidæmi fyrir ekk- ert blasti við. Auðvitað er almenn- ingur látin borga og svo kaupa þessir sömu menn eigur hans fyrir peninga sem fengnir eru með prettum og fólkið dáist að snilli þeirra. Aðferð Bjarna Ármann- ssonar og fleiri slíkra minnir á fé- lagana sem fóru í vínverslun með 5 lítra kút hálfan af vatni og báðu um að hann yrði fylltur af víni, en þeir höfðu talið verslunarmanninum trú um að vatnið væri vín. Peir borg- uðu ekki og því var helmingi hellt til baka en þeir fóru út með hálfan kút af blandi, fyrir ekkert. Er það þannig sem Bjarni bjartsýni skap- ar auð? Ekkert verður til af engu og hús byggt á frauði hrynur. Banki sem ekki hefur gott starfs- fólk á enga framtíð. Svo virðist sem þetta hafi farið framhjá bankast- jóra Landsbankans. Hann komst ekki hjá að þakka starfsfólki bank- ans velgengni hans, en innsæi hans og undarleg heimspeki blésu hon- um í brjóst þeirri visku að sér og bankanum, hluthöfum og starfs- fólkinu kæmi best að hluthafarnir uppskæru allan arðinn af dugnaði og samviskusemi starfsfólksins. Það stríðir á móti lögmáli réttlætis að bankastjórar skuli vera á marg- földum launum annarra starfs- manna, því það eru þeir sem bera hita og þunga starfseminnar en ábyrgð bankastjóra hafa reynst orðin tóm. Tryggingafélögin hafa nú krafist hækkunar á gjöldum bíl- eigenda. Fólk fær hvergi frið, það er sífellt verið að áreita það með endalausum álögum og öryggi þess hvergi tryggt. Lausnir mála þurfa- ekki endilega að byggjast á því að féfletta almenning. Bíll er nauðsyn, en hann er líka afkastamesta drápstæki sögunnar og stórhættu- legur þegar hann er á valdi ung- mennis sem aldurs vegna hefur ekki öðlast nauðsynlega ábyrgðar- tilfinningu. Nú fá menn bflpróf 17 ára gamlir, en byssuleyfi 20 ára. Það hefur sýnt sig að stúlkur eru 2 til 3 árum á undan piltum að öðlast ábyrgð og þær hafa ekki þeirra barnalegu þörf til að sýnast og miklast. Ef aldur pilta til að taka bílpróf væri færður í 18 ár, helst 19, og vel fylgst með þeim fyrsta árið mundi dauðsföllum og slysum stórfækka og eignatjón yrði mun minna. Enginn ætti að fá bílpróf fyrr en búið væri að kynna viðkom- andi afleiðingar bflslysa og er Grensásdeild og Reykjalundur vettvangur til þess. Þá hefur síminn ákveðið að lækka símtöl til útlanda á kostnað hins almenna borgara. Þeir sem lít- il auraráð hafa hringja af nauðsyn og nú skulu þeir látnir borga fyrir ekkert. Þegar Þórarinn V. Þórar- insson vann fyrir atvinnurekendur fannst honum kröfur verkafólks um mannsæmandi laun ætíð óviðráðan- legar og ósanngjarnar og nú hegg- ur hann í sama knérunn og gæti koma hans til símans boðað versn- andi kjör þeirra sem minnst hafa. Ljóst er að sú hungurlús sem gleðigjafar atvinnurekenda í flóa- bandalaginu sömdu um fyrir fé- lagsmenn sína er þegar farinn. Eg vil þakka Pétri Sigurðssyni og hans líkum, þeir gátu ekki gert betur eftir að værukærir og sjálfumglaðir eiginhagsmuna verkalýðsforingjar höfðu samið af sér og fest lág- launastefnuna í sessi. Ömurlegt þegar hálaunaðir verkalýðsforingj- ar láta nægja að þeir sjálfir hafi það gott. ALBERT JENSEN, trésmíðameistari, Háaleitisbraut 129. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, féiag laganema ÞP &co Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 S. 568 6100 D I Rutland þéttir, bætir og kætir þegar þakið fer að leka ÞAKVIÐGERÐAREFNI A -Þ0K - VEGGI - GOLF Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! 15% gfmælisafsláttur fim., fös. og lau. Peysur - Vesti - Jakkapeysur - Silkibolir Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854. Sumartilboð Svartir 2.500 2.500 RR SKOR Skemmuvegi 32, sími 557 5777 Kringlunni hættir afsláttur 20 70% Allt að seljast a snyrtivöruversiun -sinu 588 1001. Glæsilegar innréttingar verslunarinnar einnig til KYNNING H A R D SUMAR Á MVlll CANDY i iTHMiin, Guðrún Edda förðunarmeistari verður í snyrtivörudeild Hagkaups Kringlunni fimmtudag, föstudag og (augardag. Hún aðstoðar við litaval og notkun með glimmer, glitri og glans - fyrir augu, varir og kinnar. Komið og sjáið sumarlitina í naglalökkum, sem þorna svo fljótt og endast svo vel. Tölvur og tækni á Netinu vg> mbl.is _AL.L.TA/= eiTTH\/A£3 TJ'ÝTT flðrir útsölustaðir: Libia Módd, Gullsól Faxafeni, Snyrtivörud. Hagkaups Reykjavík, Snyrtivörud. Hagkaups Akureyri, Snyrtihöllin Garðabæ, Gallery föröun Keflavík, Top Shop Lækjargötu Mikið úrval af buxna- og pilsdrögtum ásamt kjólum Sportfatnaður í miklu úrvali Ný sending af hvítum og dökkbláum stretsgallabuxum í stærðum 36-48. Verð aðeins kr. 6.900. Opið á laugardögum 10-14. míiiarion Reykjavíkurvegi 64 ■ Hafnarfirði • Sími 565 1147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.