Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Efling frekar
en veiklun
NÝLEGA lagði Ól-
afur Örn Haraldsson,
þingmaður Framsókn-
arflokksins, fram tvær
tillögur til þingsálykt-
unar um að undirbúin
verði stofnun tón-
minjasafns og vetrar-
íþróttasafns. Markmið
safnanna á að vera
söfnun á tón- og vetr-
aríþróttaminjum og að
stofnanirnar miðli
þessum menningararfi
til almennings og
ferðamanna með sýn-
ingum á slíkum minj-
um. Fyrir starfsmann
safns og áhugamann
um menningarsögu er alltaf gleði-
legt að heyra af slíkum áhuga, að
staðinn sé vörður um menningar-
sögulega þætti og ekki síst er það
áhugavert að fylgjast með málflutn-
ingi þingmanns um slík mál. Það
gerist nefnilega of sjaldan að þing-
menn eða sveitarstjórnamenn gangi
fram fyrir skjöldu og lýsi skoðunum
sínum um mál af þessu tagi og hvert
—mikilvægi þeirra er fyrir almenning
í landinu. Tilefni þessara skrifa er
hins vegar að minna á að fyrir eru í
landinu fjölmörg söfn sem eru í
miklu fjársvelti. Mörg þeirra geta
hæglega tekið að sér þau hlutverk,
sem Ólafur Örn er að leggja til að
verði sinnt, fáist til slíkra verkefna
fjárhagslegur stuðningur. Nokkuð
hefur skort á að ráðamenn og sveit-
arstjórnir spyrji sig að því hvernig
söfnin sem fyrir eru rækja hlutverk
sitt og markmið og
hvort að þær stofnanir
megi ekki efla.
Sígild skilgreining á
hlutverki og markmið-
um safna er sú að söfn
sinni söfnun, varð-
veislu og skráningu,
rannsóknum og miðlun
á safnkostinum, s.s.
með sýningum. Flest
söfn hér á landi sinna
þessum þáttum að ein-
hverju marki, en oftast
er það gert af miklum
vanefnum og fórnfýsi
starfsfólks. Einna best
er fyrir almenning að
koma auga á slík van-
efni með því að horfa til aðgengi að
upplýsingum, s.s. skráningu á safn-
kostinum og einnig með því að
skoða hvernig menningarsögunni
er miðlað í sýningum. Ef það síð-
astnefnda er skoðað heyrir það til
undantekninga hér á landi að lagt
sé verulegt fé í rannsóknir, hönnun
sýninga á söfnum og þeim fylgt eftir
með veglegri útgáfu sýningarskrár
eða bókar. Aðgengi að upplýsingum
um eign safna og menningarsögu-
legt gildi þeirra er einnig takmörk-
unum háð. Ennþá bíða þúsundir
safngripa skráningar víða um land
og hundruð kvikmynda sömuleiðis,
verkefni sem mun kosta tugi millj-
óna króna ef vel á að vera. Þetta
þýðir að ekki er hlaupið að því að
svara einföldustu fyrirspurnum er
varðar menningarminjar þjóðarinn-
ar.
Sigurjón Baldur
Hafsteinsson
Skuldbindingar ríkis og sveitar-
félaga til að veita fjármunum í
rekstur safna dugar flestum þeirra
einungis til að sinna lágmarks þjón-
ustu við markhópa sína, almenning,
skólafólk, ferðamenn og fræðimenn.
snmTöKin Ri!
TRðnflflHRSími
RÚÐJÖr j UPPLVSIIIGHR
552 7878
á fimmtudögum hl. 20-23 |
Söfn
Eina leiðin til að sinna
þeim menningararfi
------7-----—---------
sem Olafur Orn vill að
sé sinnt er, að mati
Sigurjóns Baldurs
Hafsteinssonar, að
styðja við bakið á þeim
stofnunum sem fyrir
eru og gera þeim kleift
að horfa til fleiri
söfnunarsviða.
Þessi lágmarks þjónusta þýðir að
mörg söfnin geta einungis safnað
menningarminjum, stillt þeim upp
til sýningar án mikillar úrvinnslu og
tekið útidyrahurðina að safninu úr
lás. Er þetta það sem Ólafur Örn
vill bjóða gestum tón- og vetrar-
íþróttaminjasafna? Það held ég ekki
sé tekið mið af orðum hans í grein-
argerð með tillögunni um tónminja-
safn: „Með stofnun og rekstri tón-
minjasafns verður ... tónlistarsaga
þjóðarinnar ... gædd lífi og gerð að-
gengileg fyrir almenning."
Eina leiðin til að sinna þeim
menningararfi, sem Ólafur Örn vill
að sé sinnt, er að styðja við bakið á
þeim stofnunum sem fyrir eru og
gera þeim kleift að horfa til fleiri
söfnunarsviða. Valið stendur á milli
þess að ráðamenn þessarar þjóðar
veiti söfnum svigrúm til að sinna
hlutverkum sínum af myndarskap
eða að ýta undir veiklulega starf-
semi. Að stofna til safns er ekki nóg.
Það þarf að efla þau söfn sem fyrir
eru með meiri fjárveitingum svo
þau geti klárað þau verkefni sem
þeim eru ætluð og hafi burði til að
standa fyrir öflugri starfsemi.
Höfundur er safnsljóri Kvikmynda■
safns íslands.
Nýbýlavei
Manna á milli kallast hún „Bókin" en
RÉTT MATARÆÐI FYRIR ÞINN BLÓÐFLOKK
er títíllinn á söluhæstu bókinni skv.
síðasta bóksölulista MbL og upplýsingarnar
í henni breyta lífí fólks!
Haraldur Kr. Ólason,
flokkstjóri lögreglunnar í
Kópavogi:
„Það einfaldlega virkar að
fara eftir bókinni Rétt
mataræði fyrir þinn blóð-
flokk."
Þorbjörg Hafsteinsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og
næringarráðgjafi:
„Blóðaflokkafæöið er það
sem kemst næst einstakl-
ingsbundnu fæði og er þar
af leiðandi einstakt."
Bóksalar! Pöntunar
sími er 435 6810.
Sveinbjörg Eyvindsdóttir,
hjúkrunarfræðingur:
„Bókin er faglega unnin og
með góða heimildaskrá."
LEIÐÁRLJOS
Guðlaugur Bergmann,
verkefnastjóri:
„Eftir 25 ára baráttu hafa
fótsárin gróið með réttu
mataræði."
LEIÐARLJÓS
BÓKAÚTGÁFA,
FAX 435 6801.
4
SUS og ætt-
leiðingar sam-
kynhneigðra
ÉG GET ekki ann-
að en tekið undir þau
orð Örnu Hauksdótt-
ur stjórnarmanns og
Magnúsar Þórs
Gylfasonar, fram-
kvæmdastjóra SUS, í
Morgunblaðinu 12.
ápríl síðastliðinn, þar
sem þau segja
„....erfiðleika við að
halda á lofti upplýstri
og rökfastri um-
ræðu“. Tilefni greinar
þeirra er að auglýsa
þáverandi fundarefni
SUS um ættleiðingar
samkynhneigðra. Þar
er einnig skýrt frá
ályktun SUS þar sem meðal ann-
ars kemur fram að gera þurfi sömu
ströngu kröfur til einstaklinga í
ættleiðingarferlinu og nú er gert
til hjóna og að hagur barnsins sé
hafður í fyrirrúmi.
Þessi ágætu orð falla svo því
miður algerlega um sig sjálf síðar í
greininni. Hvar er hlutleysið má ég
spyrja? Ættleiðingar eru hvorki
réttindamál samkynhneigðra né
gagnkynhneigðra. Þau eru einfald-
lega réttindamál barna! Ef SUS
finnst mikilvægast að halda uppi
málefnalegri rökræðu og að sjón-
armið sem flestra komi fram,
hvers vegna koma þá eingöngu rök
með ættleiðingum samkyn-
hneigðra? SUS vitnar í bandaríska
sálfræðingafélagið (APA) sem seg-
ir engar rannsóknir styðja þá full-
yrðingu, að meiri líkur séu á að
börn sem alast upp hjá samkyn-
hneigðum verði samkynhneigð og
aðlagist verr samfélaginu. I fyrsta
lagi er það ekki rétt að engar
rannsóknir séu til sem sýna það.
Þær eru til og mjög auðvelt að
nálgast þær í bókum, tímaritum og
á Netinu. I öðru lagi vita allir með
almenna skynsemi að börn feta oft
í fótspor foreldra sinna. Það þýðir
að meiri líkur eru á að börn
alkóhólista verði alkóhólistar en
börn þeirra sem eru það ekki.
Einnig eru skilnaðarbörn líklegri
til að lenda sjálf í skilnaði og þetta
gildir einnig með menntun for-
eldra, starfsval o.fl. í þessu er
samkynhneigð engin undantekning
og sýna t.d. rannsóknir sálfræð-
ingsins dr. Pauls Camerons, sem
vinnur fyrir Family Research Inst-
itute í Colorado, fram á að börn
sem alast upp á heimilum sam-
kynhneigðra verða í 8,9% tilfella
samkynhneigð á móti 2,4% barna
frá heimilum gagnkynhneigðra eða
um 4 sinnum líklegri. Einnig sögð-
ust 47% prósent þeirra sem ólust
upp hjá a.m.k. einu samkyn-
hneigðu foreldri ekki vera algjör-
lega gagnkynhneigð. Síðast en
ekki síst verð ég að gagnrýna trú-
verðugleika APA. Fyrir einu og
hálfu ári birtu samtökin grein í
einu af vísindaritum sínum, þess
efnis að í sumum tilfellum væri
hollt fyrir börn að hafa kynferðis-
legt samræði við fullorðna ef börn-
in samþykktu kynlífið! Þessa full-
yrðingu neituðu samtökin að draga
til baka þrátt fyrir hörð viðbrögð
almennings og það var ekki fyrr en
tæpu ári síðar, þegar sjálft Banda-
ríkjaþing fordæmdi könnunina með
355 atkvæðum gegn engu, að þeir
drógu hana til baka. Þetta er alls
ekki traustvekjandi og seint mundi
ég láta þessi samtök hafa eitthvað
með velferð barna að gera!
Rangfærslurnar halda áfram
þegar SUS setur líka fram þá full-
yrðingu að í rannsóknum á börnum
samkynhneigðra samanborið við
börn gagnkynhneigðra hafi ekki
verið sýnt fram á neinn mun, hvort
sem það varðaði greind, andlega
líðan, félagslega aðlögun, vinsældir
meðal félaga, kynhneigð eða mótun
kynímyndar. Tímaritið Homosexu-
Katrfn H.
Stefánsdóttir
ality and the Family
segir t.d. í grein sem
nefnist Heterosexual
Mothers, að fimm af
níu dætrum fráskilinna
lesbía hafi „liðið illa
vegna samkynhneigðar
lesbískra mæðra
sinna“. Þetta er aðeins
lítið dæmi, en það er
alrangt að halda því
fram að engar rann-
sóknir séu til sem sýna
neikvæðu hliðina á því
þegar samkynhneigðir
hafa verið í foreldra-
hlutverki.
I fréttayfirliti um
lyktir fundarins 14.
bendir Guðni Kristinsson,
félags samkynhneigðra
apríl
formaður
stúdenta á, að ákvæði ættleiðingar-
laga um hjón og laga um tækni-
frjóvgun gildi ekki um staðfesta
samvist samkynhneigðra og gefi
þau skilaboð að samkynhneigðir
séu ekki hæfir foreldrar. Hann
segir einnig að rannsóknir sýni að
Ættleiðingar
Ættleiðingar eru
og verða réttindamál
barna fyrst og fremst,
segir Katrín H. Stefáns-
dóttir, og ég vona
svo sannarlega að þau
týnist aldrei í réttinda-
málum annarra.
ekkert í fari samkynhneigðra geri
þá að óhæfari foreldrum og að
börn þeirra kæmu jafnvel betur út
ef eitthvað væri. Þetta er ekki rétt!
Flestir vita að stöðugleiki og ör-
yggi eru grundvallarskilyrði fyrir
heilbrigðu uppeldi barna og ég tel
lauslæti foreldra ekki hluta af
þeim stöðugleika og öryggi. Hom-
osexuality, útgáfufélag sem var
stofnað af Alfred Kinsey, Alan Vell
og Martin Weinberg, gaf út þá
skýrslu að aðeins 10% samkyn-
hneigðra gætu talist „einkvænis-
menn“ eða „tiltölulega lítið lauslát-
ir“. Viðbótarathuganir þeura
sýndu að 60% samkynhneigðra
karla höfðu átt meira en 250 elsk-
huga um ævina og 28% samkyn-
hneigðra karla höfðu átt mök við
fleiri en 1000 karlmenn. Ennfrem-
ur viðurkenndu 79% að meiri en
helmingur bólfélaga sinna hefði
verið ókunnugt fólk! Gagnstætt
þessu sýna rannsóknir að gagn-
kynhneigðir karlmenn hafi að með-
altali kynmök við fimm til níu kon-
ur um ævina! Yvonne Zipter,
blaðamaður hjá Windy City Times,
málgagni samkynhneigðra, skrifar
í grein undir titlinum „lesbísk sam-
bönd“ að „langh'f lesbísk sambönd"
séu „goðsögn“. Ég fæ ekki séð af
þessum tölum að samkynhneigðir í
staðfestri samvist geti boðið upp á
þann stöðugleika sem börn þurfa!
Ég verð að segja eins og er að
mér finnst þetta ófagleg vinnu-
brögð af hálfu SUS og mér finnst
ekki hægt að bjóða íslenskum al-
menningi upp á slíkar staðreynda-
villur án þess að nokkur leiðrétti
þær. Einnig vona ég að allar grein-
ar SUS sem og fundir verði „upp-
lýstari“ en áður. Ættleiðingar eru
og verða réttindamál barna fyrst
og fremst og ég vona svo sannar-
lega að þau týnist aldrei í réttinda-
málum annarra.
Höfundur er móðir og er í áhuga-
manuahópi um veiferð harna.