Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ræða um
málefni nýbúa og rekstur alþjóðahúss
Sameiginleg mið-
stöð fyrir nýbúa
Reykjavík
SAMSTARFSNEFND
Reykjavíkurborgar um mál-
efni nýbúa, sem skipuð var af
borgaryfirvöldum í nóvember
á síðasta ári og hefur það hlut-
verk að móta framtíðarstefnu
í þessum málum, hefur m.a.
leitað eftir samstarfi við önnur
sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu um rekstur svokall-
aðs alþjóðahúss. Þetta kom
fram í samtali Morgunblaðs-
ins við Snjólaugu G. Stefáns-
dóttur, formann nefndarinn-
ar, en hún sagði að alþjóða-
húsið væri hugsað sem
miðstöð fyrir nýbúa sem og
aðra landsmenn.
A vegum Reykjavíkurborg-
ar, ríkisins og fleiri sveitarfé-
laga hefur verið unnið að
stefnumótun í málefnum ný-
búa. Snjólaug sagði að áhersl-
ur í stefnumótunarvinnu
Reykjavikur hefðu verið á hið
fjölmenningarlega samfélag
sem við byggjum í og hvemig
bæta mætti fyrirkomulag og
framkvæmd á þjónustu fyrir
fólk af erlendum uppruna sem
hér væri búsett. Samkvæmt
upplýsingum írá Hagstofunni
bjuggu 4.238 útlendingar á
höfuðborgarsvæðinu í desem-
ber síðastliðnum, sem er um
60% af öllum útlendingum
sem búa á landinu.
Unnið markvisst
gegn fordómum
Snjólaug sagði að bæjar-
stjórar og félagsmálastjórar
sveitarfélaganna á höfuðborg-
arsvæðinu, ásamt formanni
samstarfsnefndar ríkisins um
málefni nýbúa, hefðu fundað
með samstarfsnefnd Reykja-
víkurborgar um málefni ný-
búa í síðasta mánuði og að þar
hefðu mál nýbúa verið rædd,
en þó hefði umræðan fyrst og
fremst snúist um rekstur al-
þjóðahúss.
Að sögn Snjólaugar er hug-
myndin sú að Reykjavíkur-
borg, önnur sveitarfélög, ríki
og jafnvel félagasamtök sam-
einist um rekstur veglegrar
þjónustu-, menningar- og
upplýsingamiðstöðvar í
Reykjavík, en miðstöðin hefur
fengið vinnuheitið Alþjóða-
hús. Hún sagði að slík miðstöð
tæki m.a. við hlutverki Mið-
stöðvar nýbúa, sem starfrækt
væri á vegum Reykjavíkur-
borgar. Hún sagði að líklega
yrði einnig rekin víðtækari
starfsemi í húsinu, en að sam-
komulag yrði að vera um það
milli ofangreindra aðila.
Snjólaug sagði að vonir
stæðu til þess að í miðstöðinni
yrði veitt vönduð þjónusta á
sviði fræðslu og upplýsinga
fyrir útlendinga, sem búsettir
væru á Islandi eða hygðust
sækja um dvalarleyfi. Hún
sagði að fræðslan væri ekki
einungis hugsuð fyrir nýbúa,
heldur alla landsmenn og að
þar yrði miðlað upplýsingum
og fræðslu um menningu og
siði framandi þjóða, einnig
yrði unnið markvisst gegn for-
dómum og stuðlað að rann-
sóknum og þekkingaröflun.
Snjólaug sagði að rekstrar-
íyrirkomulag hússins gæti
verið með ýmsum hætti, t.d.
gæti verði áhugavert að ríki,
Reykjavíkurborg og fleiri
sveitarfélög gerðu þjónustu-
samning við félagasamtök um
reksturinn.
Fræðsla um réttindi
og skyldur
Að sögn Snjólaugar myndi
Alþjóðahús gera yfirvöldum
það kleift að skipuleggja þjón-
ustu við útlendinga með
markvissari hætti en gert
hefði verið hingað til. Hún
sagði að mikilvægir þættir
eins og móttaka nýbúa hér á
landi með tilliti til íslensku-
kennslu, fræðslu um réttindi
og skyldur og fieira væru
grundvallaratriði í aðlögun
þeirra að íslensku samfélagi.
Ef stjómvöld sameinuðust um
það að efla og bæta þjónust-
una mætti draga verulega úr
líkum á því að hér kæmu upp
alvarlegir erfiðleikar vegna
fordóma og útlendingahaturs
líkt og gerst hefði víða um
heim.
Snjólaug sagði að þeir aðil-
ar sem samstarfsnefndin hefði
rætt við, þar á meðal fulltrúar
útlendinga sem búa í Reykja-
vík, hefðu tekið vel í hug-
myndir hennar. Hún sagði að
mikil vinna væri framundan,
en að í haust myndi nefndin,
skila af sér tillögum að fram-
tíðarstefnu í málefnum nýbúa.
Lokahönd lögð á framkvæmdir við Austurvöll.
Morgunblaðið/Kristinn
Austurvöllur tyrfður
Reykjavík
NOKKRIR starfsmenn
Reykjavíkurborgar unnu
hörðum höndum að þvf að
tyrfa Austurvöll í fyrradag.
Miklar framkvæmdir hafa
verið á Austurvelli frá því
síðasta sumar, m.a. hefur
verið hellulagt og hluti túns-
ins tyrft. Nú er þessum fram-
kvæmdum að ljúka og á
næstu dögum ætti allt því að
vera orðið klárt fyrir sumar-
ið og 17. júní hátíðarhöldin.
Formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags gagnrýnir
fyrirhugaða staðsetningu Alftanesvegar um Gálgahraun
Náttúrulistaverk í
miðju þéttbýlinu
Garðabær
FYRIR þremur árum gerði
Hið íslenska náttúrufræðifé-
lag, Fuglavemdunarfélagið
og Náttúruverndarráð at-
hugasemd við fyrirhugaða
lagningu Álftanesvegar um
Gálgahraun. Freysteinn Sig-
urðsson, formaður Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags,
sagði í samtali við Morgun-
blaðið að ekkert hefði breyst á
síðustu þremur árum sem
réttlætti lagningu vegarins
nú. Gálgahraunið væri enn
sama náttúruperlan og í raun
eins og náttúrulistaverk í
miðju þéttbýlinu.
Eins og komið hefur fram í
Morgunblaðinu þá er Skipu-
lagsstofnun að meta umhverf-
isáhrif veglagningarinnar um
þessar mundir, en Vegagerð-
in hefur lagt til að fyrirhugað-
ur Álftanesvegur liggi tölu-
vert norðar en núverandi
vegur og þar með í gegnum
Gálgahraunið.
Gálgahraun er á
náttúruminj askrá
Gálgahraun er á náttúru-
minjaskrá og í lýsingu á því
segir að það sé tilkomumikið
nútímahraun með lffauðugum
sjávarfitjum. Hraunið sé
nyrsta tunga af rúmlega 10
kílómetra löngu hrauni sem
komið hafi úr Búrfelli og sé
kjörið útivistarsvæði. Hraun-
ið er hins vegar ekki friðlýst.
Freysteinn sagði að Gálga-
hraunið væri allmerkilegt
hraun.
„Það er margt merkilegt
við þetta hraun, t.d. hvemig
það rann til sjávar norðan
megin og hvernig gróðurinn
hefur numið land í því af
sjálfsdáðum,“ sagði Frey-
steinn. „Það sem er samt
kannski er það merkilegasta
er staðsetning hraunsins, inni
í miðju þéttbýli. Það er nánast
öllum aðgengilegt og þarna
getur fólk fylgst með fram-
vindu náttúrunnar. Því skap-
ar hraunið þessu svæði
ákveðna sérstöðu.“
Að sögn Freysteins mun
mikil bílaumferð um hraunið
án efa hafa áhrif á gróður og
fuglalíf.
„Með aukinni umferð um
hraunið dreifist olía og annað
með útblæstri og það bætir nú
ekki gróður í næsta nágrenni.
Þá er hætta á því að fuglavarp
flytjist annað, en þó eru þess
dæmi að fuglar hafi aðlagast
svona aðstæðum, en það er
ekkert öruggt að þeir geri það
þannig að hættan er fyrir
hendi."
Menn horfa alltof oft
aðeins á arðsemina
Freysteinn sagði því ljóst
að vegur um hraunið kæmi til
með að raska einhverjum
hluta þess, þannig að náttúru-
farsleg verðmæti þess sem
skoðunar- eða rannsóknar-
staðar myndu minnka.
„Það sem mér finnst samt
verst við fyrirhugaðan veg er
að hann mun rjúfa þá náttúru-
farslegu heild sem þarna er til
staðar nú.“
Freysteinn sagði að vissu-
lega þyrfti að meta marga
þætti þegar tekin væri
ákvörðun um staðsetningu
nýs vegar, en hann sagði að
arðsemisjónarmið réðu iðu-
lega alltof miklu.
„Menn horfa alltof oft á
arðsemina eina og það stund-
arhagræði sem af henni leiðir
og horfa þá framhjá því að
þeir eru oft að fremja nátt-
úruspjöll, sem eru óaftur-
kræf. Menn mega ekki
gleyma því að léleg arðsemi,
eða of mikil fjárfesting í upp-
hafi, getur borgað sig til
lengri tíma litið.“
Sunddeild KR vill að reist verði innisundlaug
við Sundlaug Vesturbæjar
„Nær alltaf þröngt
í lauginni“
Vesturbær
SUNDDEILD KR hefur far-
ið fram á það við borgaryfir-
völd að reist verði innisund-
laug við hlið Sundlaugar
Vesturbæjar. Þetta kom fram
í samtali Morgunblaðsins við
Kristján Hauk Flosason,
sundþjálfara hjá KR, en hann
sagði að það væri krafa deild-
arinnar að innanhússsund-
laug yrði fullbyggð árið 2002.
Kristján Haukur sagði að
allt frá því Sundlaug Vestur-
bæjar var byggð á sjöunda
áratugnum hefði hún þjónað
íbúum hverfísins vel.
„í lauginni syndir almenn-
ingur allan daginn, en þar fer
líka fram skólasund og sund-
æfingar og því er nær alltaf
þröngt í lauginni,“ sagði
Kristján Haukur. „Lengi hef-
ur verið rígur milli almennra
sundlaugargesta og æfinga-
fólks og eru báðir hópar
ósáttir við þröngan kost.
Leiða má að því líkur að
minnkandi aðsókn almenn-
ings að lauginni megi að hluta
til skýra með því plássleysi
sem búið er við.“
Plássleysi
Að sögn Kristjáns Hauks
hefur sunddeild KR nokkrum
sinnum á síðastliðnum áratug
vakið athygli á plássleysinu.
„Oft hafa komið fram
ágætar hugmyndir en engin
þeirra er jafnvel mótuð og sú
sem stjórn sunddeildar KR
leggur nú fram. Hugmyndin
er að gerð verði sundlaug við
hlið Vesturbæjarlaugarinnar
og byggt yfir hana. Hægt
væri að samnýta þá búnings-
og baðaðstöðu sem er fyrir
hendi. Sundlaugin yrði aðal-
lega notuð fyrir skólasund og
sundæfingar en einnig fyrir
almenna sundiðkun og þá
sérstaklega fyrir aldraða.
Það er því ljóst að þó Sund-
deild KR hafi frumkvæði að
byggingu yfirbyggðar laugar
hagnast aðrir ekki síður
áþeirri bættu aðstöðu, sem
slík bygging myndi skapa,
ekki síst almenningur, sem
fengi óskerta útilaug til af-
nota.“
Sunddeildin hefur látið
gera fyrir sig kostnaðaráætl-
un og samkvæmt henni kost-
ar um 130 milljónir króna að
byggja yfirbyggða laug, sem
er 12,5 metrar á breidd og 25
metrar á lengd.
Einkaframkvæmd
í frumáætlun, sem unnin
var af VST, er gert ráð fyrir
að tengigangur verði á milli
Morgunblaðið/Sverrir
Sunddcild KR vill byggja yfirbyggða sundlaug austan við núverandi laug og er gert ráð fyr-
ir því að vesturveggur laugarinnar verði úr gleri.
núverandi búningsherbergja
og laugarinnar. Þá er einnig
gert ráð fyrir útdraganlegum
áhorfendapöllum fyrir 150 til
200 manns. Áætlað er að
burðarvirki sundlaugarsalar
verði límtrébogar með ál-
klæddri þakkápu. Kápan á að
ná niður að stétt austan meg-
in en vestan megin, þar sem
útilaugin er, er gert ráð fyrir
þriggja metra háum glervegg
með rennihurðum.
„Mögulegt væri að bjóða
allt verkið út sem einkafram-
kvæmd þannig að Reykjavik-
urborg leigði aðstöðuna af
framkvæmdaraðilanum í
ákveðinn tíma. Stórt verk-
takafyrirtæki hefur þegar
lýst áhuga á verkefninu, en
aðrar leiðir eru auðvitað fær-
ar ef vilji er fyrir hendi,“
sagði Kristján Haukur.