Morgunblaðið - 04.05.2000, Side 37

Morgunblaðið - 04.05.2000, Side 37
36 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EFTA 40 ÁRA EFTA, Fríverzlunarbandalag Evrópu, er 40 ára um þessar mundir. Stofnríkin voru sjö að tölu: Austur- ríki, Danmörk, Noregur, Portúgal, Svíþjóð, Sviss og Stóra-Bretland. Aðeins tvö stofnríki eru enn aðilar að bandalaginu, Noregur og Sviss. Tvö ríki gengu í EFTA á fyrstu árunum og eru þar enn, ísland og Liechtenstein, og eitt kom inn og hætti, Finnland. Þau ríki, sem hættu, gengu í Evrópusambandið. Nú eru aðildarríkin fjögur, Noregur, Sviss, ísland og Liechtenstein. í upphafi settu stofnríki EFTA sér þrjú meginmark- mið, að því er fram kom í grein eftir Kjartan Jóhannsson, framkvæmdastjóra EFTA í Morgunblaðinu í gær. í fyrsta lagi skyldi afnema tolla og magntakmarkanir í viðskiptum með iðnaðarvörur milli ríkjanna og átti það markmið að nást á 10 ára tímabili, en tókst eftir 7 ár. I öðru lagi var það markmið sett að koma á sameiginlegu fríverzlunar- svæði fyrir EFTA og ESB eða með öðrum orðum að brúa svæðið milli þeirra. I þriðja lagi var markmiðið að auka þjóðartekjur og velmegun í aðildarríkjunum. Kjartan Jóhannsson sagði m.a. í grein sinni: „Það er ærið tilefni fyrir EFTA að halda upp á fertugsafmælið. Upphaflegu markmiðin hefur tekist allvel að uppfylla. Viðskiptahindranir innan EFTA eru afnumdar á flestum sviðum og EFTA-ríkin eru nú að endurskoða stofnsátt- mála sinn, Stokkhólmssamninginn, til að styrkja enn sam- skipti sín. Markmiðið um sameiginlegan markað Vestur- Evrópu hefur ræst, nú seinast í EES-samningnum og tvíhliða samningum Sviss og ESB. Um þriðja markmiðið um hagvöxt og hagsæld þarf vart að deila.“ Innganga Islands í EFTA fyrir u.þ.b. þremur áratugum markaði ákveðin þáttaskil í efnahags- og viðskiptasögu okkar. Fram að þeim tíma höfðu býsna ströng höft ríkt í viðskiptum okkar við önnur lönd frá því töluvert löngu fyrir heimsstyrjöldina síðari. í skjóli þeirra hafta höfðu risið upp atvinnufyrirtæki, sem höfðu ekki möguleika á að lifa af í þeirri samkeppni, sem hófst með auknu frjálsræði í innflutningi í kjölfar EFTA-aðildar okkar. Raunin varð líka sú, að fjöldi íslenzkra iðnfyrirtækja hætti starfsemi á næstu árum eftir inngöngu okkar í EFTA. En eins og oft vill verða við slíkar aðstæður risu önnur upp í þeirra stað. í sögulegu samhengi má kannski segja, að innganga okkar í EFTA hafi verið eins konar upphaf eða aðlögun að því miklu stærra skrefi, sem stigið var með aðild okkar að EES-samningum. I fyrra tilvikinu var byrjað að opna ís- lenzkan markað fyrir erlendri samkeppni. Með gerð EES-samningsins voru nánast allar dyr opnaðar upp á gátt. Segja má, að landbúnaðurinn sé það eina sem eftir er og tímabært að fara að huga að breytingum á þeim vett- vangi. VÍKINGASÝNINGIN OG LEIFUR EIRÍKSSON VÍKINGASÝNINGIN í Smithsonian-safninu í Wash- ington, er opnuð var um síðustu helgi, hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Þegar hafa tugir þúsunda séð sýn- inguna og umfjöllun um hana í bandarískum fjölmiðlum hef- ur verið mikil. Má nefna að hin virtu tímarit Time og Nation- al Geographic fjalla bæði um sýninguna í nýjustu tölublöðum sínum og bæði tímaritin helga forsíðu sína þessu efni auk þess sem mörg dagblöð Bandaríkjanna hafa fjallað um hana, oft myndarlega. Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í gær að það hafi verið skynsamlegt af Norð- urlöndunum að styrkja þessa sýningu og að þeim peningum hafí verið vel varið. Það er vafalítið rétt mat hjá menntamála- ráðherra. Árum og áratugum saman hafa Norðurlandaþjóð- irnar reynt að halda merki Leifs Eiríkssonar og annarra nor- rænna landkönnuða á lofti vestanhafs. Þrátt fyrir það hefur vitneskja um þennan mikilvæga þátt Norðurlandanna í sögu Norður-Ameríku verið vægast sagt takmörkuð meðal al- mennings í Bandaríkjunum. Með hinni glæsilegu víkingasýningu í Smithsonian er verið að „endurskrá fyrsta kaflann í amerískri sögu,“ líkt og Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Washington, orðar það í Morgunblaðinu í gær. Það hversu virkan þátt Hvíta húsið hefur tekið í að minn- ast landafundanna undirstrikar enn frekar þau kaflaskil er orðið hafa með þessari sýningu. EFTIR að hlutabréfa- mörkuðum var lokað sl. föstudag kynntu banda- rísk stjórnvöld þá kröfu sína að Microsoft yrði með dómi skipt í tvö fyrirtæki. Stjórnvöld, sem eru bandaríska dómsmálaráðuneytið og 17 af þeim 19 ríkjum sem stóðu í málaferlum gegn Microsoft, gera að kröfu sinni að annað fyrirtækið hafí með stýri- kerfíð Windows að gera, en hitt hafi hugbúnað á sinni könnu, þar á meðal Office-hugbúnaðinn, en til hans telj- ast m.a. Word og Excel. í kröfu stjórnvalda felst jafnframt, að við skiptingu fyrirtækisins í tvennt eign- ist núverandi hluthafar bréf í báðum nýju fyrirtækjunum, að æðstu yfir- mönnum Microsoft undanskildum. Þeim verði aðeins gert kleift að eiga hlut í öðru þeirra, til að koma í veg fyrir að þeir geti áfram stjórnað báð- um fyrirtækjunum. Eftir rannsókn, málarekstur og samningaumleitanir er nú svo komið, að stjórnvöld hafa lagt fram ítrustu kröfur og er sumum hörðustu and- stæðingum Microsoft brugðið. í her- búðum Microsoft láta menn auðvitað öllum illum látum og eiga vart til orð að lýsa vandlætingu sinni, en eiga þó mikla sök á því sjálfir hvernig komið er. Microsoft hefði verið í lófa lagið að ganga frá samkomulagi um ýmis atriði, sem hefðu mildað gagnrýni á einokunartilburði hugbúnaðarrisans og þar með dregið vígtennurnar úr stjórnvöldum. Árið 1998 hefði málið getað verið úr sögunni ef Microsoft hefði ekki á síðustu stundu ákveðið að hafa Explorer-vafrann innifalinn í Windows-stýrikerfinu. Stjórnvöld misstu þolínmæðina og höfðuðu mál, þar sem hugbúnaðarfyrirtækið var sakað um að misnota yfirburðastöðu sína á hugbúnaðarmarkaði. Aftur bauðst Microsoft að klára málið með því að hætta að þvinga menn til að taka Explorer-vafrann eða með því að bjóða einnig upp á vafra keppi- nautarins, Netscape. Það tækifæri gripu forsvarmenn fyrirtækisins ekki. Þegar dómari í málinu kvað upp þann úrskurð að Microsoft hefði misnotað aðstöðu sína og skaðað neytendur með því að koma í veg fyrir samkeppni gat Microsoft enn náð að semja, í þetta sinn um hvaða reglur um starfsemi fyrirtækisins og eftirlit með henni ættu að gilda. Enn á ný þrjóskuðust þeir Bill Gates og Steve Ballmer forstjóri við. Microsoft hefur visað til þess að í málinu sé tekist á um grundvallar- reglur. Þrátt fyrir að stjórnvöld vilji nú kljúfa fyrirtækið fer því fjarri að þær aðgerðir séu að skella á, jafnvel þótt dómarinn fallist á allar kröfur stjórnvalda. Gates hefur heitið því að berjast og fara með málið alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna, ef nauðsyn krefur. Það þýðir að málið verður í höndum dómstóla næstu ár- in og í síbreytilegum tölvuheiminum er ómögulegt að segja til um hver staðan verður, þá loks að endanleg niðurstaða fæst. Hagnast neytendur? Þrátt fyrir að bíða þurfi endan- legrar niðurstöðu velta menn því mjög fyrir sér hvaða áhrif skipting Microsoft myndi hafa í för með sér. Sumir spá því að nýju fyrirtækin tvö myndu ekki ná sér á strik, á meðan aðrir segja að skiptingin muni gefa þeim færi á að verða jafn öflug eða jafnvel öflugri samanlagt en Micro- soft er núna. I grein í dagblaðinu Los Angeles Times á mánudag kemur fram að menn greinir m.a. á hvort skipting fyrirtækisins muni koma neytendum til góða, en það er sá hópur sem fyr- irtækið er sakað um að hafa svikið með háttsemi sinni. Blaðið hefur eftir sérfræðingi Deutsche Bank í New York að eftir sem áður muni t.d. Office- hugbúnaður Microsoft falla best að Windows-stýrikerfinu og það breyt- ist ekki þótt tvö fyrirtæki bjóði þessa vöru í framtíðinni, í stað eins nú. Talsmaður neytendasamtaka Banda- ríkjanna í Washington sagði hins vegar í samtali við blaðið, að skipting fyrirtækisins myndi tryggja neyt- endum val, sem þeir hefðu ekki haft áður. Núna væri umtalsvert framboð af vélbúnaði, en á sviði hugbúnaðar væri samkeppnin nánast engin. Los Angeles Tirnes segir óvíst ótti gæti jafnvel komið í veg fyrir nýsköpun. Milljarðarnir, sem hafa tapast, fel- ast í mikilli lækkun á skráðu gengi Microsoft. Það fór hæst í tæplega 120 dollara í lok síðasta árs, en hefur fallið á þessu ári og eftir að spurðist út hverjar kröfur stjórnvalda yrðu fór gengið lægst í 65 dollara. Það hefur síðan hnikast upp í um 73 doll- ara. Þar var að vísu ekki málaferlun- um einum um að kenna, því Micro- soft tilkynnti að hagnaður fyrirtæk- isins myndi dragast saman á þessu ári. Þá er vert að hafa í huga, að hingað til hefur Microsoft gjarnan lagfært niðursveiflur á genginu með því að kaupa sjálft hlutabréf, en það getur fyrirtækið ekki gert núna. Ástæðan er sú, að í janúar keypti Microsoft hugbúnaðarfyrirtækið Visio fyrir 1,5 milljarða dollara og gi’eiddi fyrir með hlutabréfum. Bók- haldslög banna hins vegar fyrirtækj- um að kaupa bréf í sjálfum sér strax eftir að slíkir samningar eru gerðir, enda telst það óeðlileg afskipti af verðmyndun. Af þessum ástæðum eru hendur Microsoft bundnar fram í júní. Frá því að kröfur stjórnvalda voru opinberaðar hafa verið birtar ýmsar spár kauphallarspekinga um hvert hugsanlegt verðmæti klofins Micro- soft yrði. Sumir telja að hlutabréf-í fyrirtækjunum myndu samanlagt að- eins seljast á 50 dollara, aðrir segja að verðgildið yrði samtals líklega um 135 dollarar. Þarna er himinn og haf á milli. Flestir spá því að fyrirtækið sem stofnað yrði um Windows-stýri- kerfið yrði miklu minna virði en hug- búnaðarfyrirtækið, enda myndi hug- vitið allt fylgja hugbúnaðarfyrir- tækinu og aðeins þar væru verulegir möguleikar á nýsköpun. Microsoft á að svara kröfum stjórnvalda fyrir 10. maí, en hefur farið fram á lengri frest, enda mikið í húfi. Sumir segja að fyrirtækið ætli meðal annars að draga málið á lang- inn í þeirri von að með nýjum forseta muni blása nýir vindar. George W. Bush hefur til dæmis þótt hallur undir sjónarmið Microsoft og nái hann kjöri sem næsti forseti Banda- ríkjanna gæti runnið upp betri tíð fyrir hugbúnaðarrisann. Það er þó vandséð hvernig forsetinn gæti með góðu móti beitt sér í þessu máli. Ef hann vildi falla frá málarekstri þá væri hann um leið að hunsa ríkin 17, sem standa að kröfunni með dóms- málaráðuneytinu. Það telst varla góð byrjun á kjörtímabili. Almenningur fylgir Microsoft Á meðan þess var beðið í síðasta mánuði að stjórnvöld legðu fram kröfur sínar birti Microsoft sjón- varpsauglýsingu, þar sem lögð var áhersla ó að fyrirtækið hefði tekið þátt í að móta nýjan heim og enn ætti það mikið verk óunnið. Auglýs- ingin var einföld og virtist mjög ódýr, Bill Gates horfði beint í myndavélina og talaði tiþsjónvarps- áhorfenda heima í stofu. Á sunnudag birtist önnur auglýsing, jafn einföld að gerð, þar sem forstjórinn Steve Ballmer hélt svipaða tölu. Microsoft birti einnig heilsíðuauglýsingar í dagblöðum á mánudag, þar sem Gat- es og Ballmer vöruðu við að skipting Microsoft myndi senda þau skilaboð til fyrirtækja að ef þau yrðu of stór yrði þeim refsað grimmilega. Þetta væru jafnframt skilaboðin til er- lendra keppinauta, sem vildu gjarn- an taka við leiðtogahlutverki Banda- ríkjanna í heimi tækninnar. Hvort sem það er þessum og öðr- um auglýsingum að þakka er ljóst að almenningsálitið í Bandaríkjunum er Microsoft hliðhollt. I skoðanakönn- un, sem gerð var sl. föstu- dag og laugardag og birt í Wail Street Journal á mánudag, sögðust 59% aðspurðra styðja Micro- soft í dómsmálinu. 48% sögðust andvíg skiptingu fyrirtækis- ins, 24% voru hlutlaus og 28% fylgj- andi slíkum aðgerðum. Sumir virðast ekki kippa sér upp við meinta einok- unartilburði hugbúnaðarrisans, því þegar spurt var hvort Microsoft væri einokunarfyrirtæki sögðu 42% já, 22% höfðu enga skoðun þar á og 36% svöruðu neitandi. Og heil 60% töldu Bill Gates já- kvæða fyrirmynd, 24% kváðust hlut- laus og aðeins 16% svöruðu þeirri spurningu neitandi. Reuters. Bill Gates, stofnandi og aðaleigandi Microsoft, ræðir málin í gegnum netsíma. V erður risinn klofínn í herðar niður? í kjölfar þeirrar kröfu bandarískra stjórn- valda, að fyrirtækinu Microsoft verði skipt í tvennt keppast menn við að spá um framtíð hugbúnaðarrisans. I grein Ragnhildar Sverr- isdóttur kemur fram, að sumir telja að tvö minni fyrirtæki myndu standa höllum fæti í hörðum heimi samkeppninnar á meðan aðrir halda að þau yrðu jafn öfiug og Microsoft er ✓ núna. Ur þessu fæst þó tæplega skorið á næstunni, þar sem hugbúnaðarrisinn ætlar að berjast með kjafti og klóm gegn því að verða klofínn í herðar niður. Tekist á um grundvallar- reglur hvort skipting Microsoft muni hvetja önnur fyrirtæki til framleiðslu stýri- kerfa eða létta hugbúnaðarfyrir- tækjum samkeppnina við Offíce-hug- búnaðinn. Nú sé staðan sú, að Macintosh stýrikerfi Apple hafi um 10% markaðshlutdeild og það hlut- fall gildi eingöngu um einmennings- tölvur til heimanota. Stýrikerfið Lin- ux, sem notendur geta nálgast sér að kostnaðarlausu, hafi enn ekki náð neinni markaðshlutdeild meðal al- mennings. Andstæðingar Microsoft benda hins vegar á, að Linux hafi ekki náð að festa sig í sessi þar sem skort hafi hugbúnað til að nota með stýrikerfinu. Með skiptingu Micro- soft þurfi sá hluti fyrirtækisins, sem hafi hugbúnað á sinni könnu, ekki að miða hugbúnaðargerð sína við Wind- ows-stýrikerfið, heldur geti aukið markaðshlutdeild sína með því að framleiða jafnframt hugbúnað fyrir Linux. Dagblaðið segir að ýmis samtök neytenda telji að verð á hugbúnaði muni lækka verulega þegar Micro- soft hafi ekki lengur töglin og hagld- irnar í framleiðslu stýrikerfis og hugbúnaðar. Fyrirtækið hafi selt stýrikerfið sitt á um 100 dollara [um 7.300 krónur], en eðlilegra verð í heimi samkeppni sé líklega nær 10 dollurum [um 730 krónur]. Lang- tímaáhrifín af skiptingu fyrirtækis- ins verði ábyggilega þau, að ný fyrir- tæki nái að komast á legg án afskipta Mierosoft, sem hefur beitt yfirburðastöðu sinni til að kæfa sam- keppni í fæðingu. I leiðara Washington Post sl. laug- ardag var bent á, að yfirburðastaða Microsoft hafi ekki verið alslæm, því hún hafi tryggt samræmi í hugbún- aði, sem hafi óneitanlega auðveldað neytendum lífið. Hrun á efnahagsmarkaði eða engar breytingar Innan tölvuheimsins eru skoðanir einnig skiptar á því hvað skipting Microsoft hefði í för með sér. Sumir telja að hún myndi engu breyta, enda miðist þessi úrræði við stöðuna eins og hún var í hugbúnaðarheimin- um fyrir nokkrum árum. Framtíðin verði önnur, t.d. séu stýrikerfi ekki lengur bundin við heimatölvurnar, heldur séu þau komin í farsíma, í bíla og jafnvel í armbandsúr. Þráðlausar Keuters. Steve Ballmer, aðalstjórnandi Microsoft. smótölvur, á borð við lófatölvuna frá Palm, séu að festa sig í sessi og þar sé Microsoft ekki við stjórnvölinn. Heimatölvur verði ekki lengur alls- ráðandi, heldur muni hver og einn hafa beinan og einfaldan netaðgang, svo tölva þeirri verði í raun „sýndar- tölva“, vistuð hjá netfyrirtækjum. Þessi þróun, og hvernig fyrirtækið bregst við, ráði miklu meiru um framtíð Microsoft en hvort fyrirtæk- ið verður í einu lagi eða tvennu. Svo eru þeir sem telja ___________________ útiitið veruiega svart. Yfirburðastaða Dagblaðið Washington Microsoft Post hafði eftir áhættu- fjárfesti í Kísildal að skipting Microsoft gæti ekki slæm kippt fótunum undan efnahagskerfi Bandaríkjanna. Hann vísaði til þess, að frá því að dómarinn kvað upp þann dóm sinn að Microsoft væri sekt um ólöglega misnotkun á yfir- burðastöðu sinni hefðu milljarðar dollara tapast á hlutabréfamarkaðn- um. Stjórnvöld ættu ekki að geta hrært í efnahagsmálum með þessum hætti. Margir eru þessu sammála og ótt- ast að svo harkalegar aðgerðir gætu vakið ótta meðal fyrirtækja og sá Söluskálinn Ferstikla lifnar á nýjan leik Morgunblaðið/Jim Smart Hópur hollenskra ferðamanna framan við Ferstikluskála en Hvalfjörður er vaxandi ferðamannastaður. Hvalfjörður að verða ferðamannasvæði Þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð dró mjög úr allri umferð um Hval- fjörðinn. Þar með var kippt rekstrargrundvelli undan áningarstöðum ferðamanna. Nú á hins vegar að blása nýju lífi í slíka þjónustu. NYIR rekstraraðilar söluskálans Fer- stiklu í Hvalfirði hafa blásið nýju lífi í starfsemina eftir að viðskiptin höfðu hrunið gersamlega í kjölfar þess að Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkun fyrir tæpum tveimur árum. Umferð ferðamanna um Hvalfjörðinn virðist vera að aukast og telja þau Hugrún Vilhjálmsdóttir og Eyþór Arnórsson, sem tóku við rekstri Ferstiklu í októ- ber sl., að verulegir möguleikar felist í markaðssetningu Hvalfjarðar sem ferðamannastaðar og að tilvalið sé íyr- ir íbúa höfuðborgarsvæðisins að fara í sunnudagsbíltúr fyrir Hvalfjörð og fara göngin heim á ný. Söluskálinn er í eigu Olís og þar á bæ höfðu menn tekið ákvörðun um að loka staðnum síðasta haust, en ákváðu að endurskoða þá ákvörðun með nýjar hugmyndir að leiðarljósi. Morgunblaðið/Jim Smart Thomas Möller, Hugrún Vilhjálmsdóttir, Gunnar Sigurðsson og Eyþór Arnórsson fyrir framan Ferstikluskála í Hvalfirði. Ferstikla alltaf mikilvægur staður Thomas Möller, framkvæmdastjóri markaðssviðs þjónustustöðva Ólís, segir að Ferstikla hafi ætíð verið mik- ilvægur staður hjá Olís, en með til- komu Hvalfjarðarganganna 11. júlí 1998 hafi viðskiptin hrunið. í kjölfarið var ákveðið að gefa starfseminni tæki- færi í eitt ár fram á sumarið 1999. Að þeim tíma loknum var ekki annað fyr- irsjáanlegt en að loka þyrfti staðnum endanlega. íbúar sveitarinnar lögðust gegn því að staðnum yrði lokað og fór fram undirskriftasöfnun þar sem nærri allir íbúamir skrifuðu undir og óskuðu eftir því að þjónusta yrði áfram í Ferstiklu. „En síðan erum við núna að sjá ljós í enda ganganna, því staðurinn er bara að taka við sér aftur með alveg ein- stökum hætti. Það er komin hér sjálfs- afgreiðsla á bensíni með lægra verði og nýtt dugmikið fólk sem er að keyra þetta upp. Það sem er að gerast hérna er að staðurinn er greinilega að taka við sér. Bæði það að Sveitungar hjálpa til ásamt sumarbústaðaeigendum og síðan er Hvalfjörðurinn að verða að ferðamannasvæði og verða nýi sunnu- dagsrúnturinn.“ Að sögn Thomasar ætlar Olís að hefja starf í sumar við að kynna Hval- fjörðinn sem tilvalinn stað fyiir sunnudagsbíltúr, sem geti t.d. endað í kaffi og kökum á Ferstiklu. Hvalljörð- urinn bjóði upp á ýmsa möguleika, bæði varðandi náttúrufegurð og merkilega sögu sem hvarvetna megi sjá á leiðinni fyrir fjörðinn. Hvalstöðin hefur verið skoðuð mikið af ferðafólki og einnig hefur Saurbæjarkirkja vakið athygli, en kirkjan er jafnan opin. Myndir sem settar hafa verið upp í söluskálanum af herskipum og teknar voru í Hvalfirði í seinni heimsstyrjöld- inni, hafa jafnframt vakið talsverða at- hygli ferðalanga. Finnum að umferð er að aukast aftur Þau Hugrún Vilhjálmsdóttir og Ey- þór Arnórsson segjast hafa mikla trú á því að hægt sé að reka staðinn og því hafi þau ákveðið að ganga á fund Gunnars Sigurðssonar, svæðisstjóra Olís á Vesturlandi, og lýsa fyrir hon- um þeim hugmyndum sem þau höfðu um framtíð staðarins. Hann greip þessar hugmyndir á lofti og ákvað Olís að leggja nokkurt fé í endurbætur á húsnæðinu með þá trú að staðurinn ætti sér framtíð. Hugrún segist hafa mikla trú á því að hægt verði að kynna Hvalfjörðinn vel sem ferðamannastað og að sumar- bústaðaeigendur í nágrenninu séu mjög ánægðir með að Ferstikla verði opin áfram. Eyþór segir að viðskipta- vinirnir komi nú á allt öðrum forsend- um heldur en áður og að umferðin sé allt öðruvísi. „Möguleikarnir hérna finnst mér vera miklir og við finnum að umferð er að aukast hér aftur.“ Komu með nýjar hugmyndir Gunnar Sigurðsson segii- að ákvörð- un Olís um að láta staðinn lifa áfram sé vegna þeirra Hugrúnar og Eyþórs. „Þau hrifu okkur með sér og komu með nýjar hugmyndir og því hefur 01- ís lagt nokkurt fé í þetta, ásamt því að undirskriftalistinn frá íbúunum hérna vakti fólk til umhugsunar. Ég held að þessi staður eigi eftir að lifa, sérstak- lega þegar fólk veit orðið af því að hér verður opið.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.