Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 51
um, veitir aðgang að ábyrgum
starfsmönnum á viðeigandi stigi fyr-
ir úrlausn hvers máls, en gætir þess
jafnframt að vernda við hæfi
starfsfrið þeirra, sem ekki eru kall-
aðir til átaka, eftir nánari fyrirmæl-
um hverju sinni. Mest reynir á þetta
gagnvart yfirstjórninni, og var Grét-
ar því í hvað nánustum samskiptum
við bankastjórana, við að afla þeim
sambanda og stýra aðgangi að þeim,
eftir því sem þeim var unnt að sinna.
Hann gegndi þessu af stökum trún-
aði og virðuleik, yfirvegaður og fast-
ur fyrir, þegar því var að skipta, og
lét engan ganga yfir sig. Var jafnvel
haft á orði, að hann svaraði fyrir
bankastjórnina svo sem blásið væri í
hátíðarlúðra. Er sú samlíking ekki út
í hött, sé haft í huga hans annað
helsta hlutverk, á tónlistarsviðinu.
„... samt er á mínum sálarglugga
sæmilega bjart“, svo kvað skáld-
bóndi austur í Lóni, sem líkt var
ástatt fyrir og Grétari. Makalaust er,
hversu mannsandinn getur brugðist
við þrengingu skynvitundar sinnar
með víkkun hins innra, andlega sjón-
arsviðs. Þannig leituðu báðir alefl-
ingar andans við ástundun og átök á
menningarsviðinu. Grétar bai- í sér
ættlægt upplag til vitsmuna og list-
fengi og ástundaði hvort tveggja sér
til sálarþroska, þegar að herti. Mikil
og holl lesning eða hlustun, ásamt
traustu minni, gæddu hann næg-
tabrunni fróðleiks, sem hann gat
ausið af í samtölum og spurninga-
keppnum, sem hann mun ætíð eða
oftast hafa unnið. Tónvísi hans og
færni á hljómborð og í söngstjórn
komu einkum til góða í félagsstarfi
templara og blindra, sem öðrum
mun betur lagið að segja frá. Við
samstarfsfólkið erum honum þakk-
lát fyrir allt, sem hann var okkur,
hvort sem var með starfsþjónustu,
mannlegum samskiptum eða for-
dæmi í kjarki og æðruleysi. Við
hljótum einnig að sameinast öðnim,
sem vænt þykir um hann, í þökkum
til hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir
frábæra umönnun og félagasamtaka
hans fyrir að reynast honum sem
önnur fjölskylda og loks til sjálfrar
forsjónarinnar að láta hann ekki líða
allt, sem efni gátu staðið til.
Megi hann nú rata þangað, sem
birtir á ný fyrir sjónum hans, svo
hann geti lagt hvíta stafinn til hliðar
og boríð í hans stað sinn hreina
skjöld fram fyrir æðri máttarvöld.
Blessuð sá minning Grétars Dalhoff.
Bjarni Bragi Jónsson.
Hann Grétar vinur minn er látinn.
Kynni okkar Grétars hófust árið
1973 þegar ég vann sem félagsráð-
gjafi hjá Blindrafélaginu. Með okkur
tókst ævilöng vinátta, en Grétar lést
á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt
miðvikudagsins 26. apríl. Var hann
þá 69 ára að aldri.
Legsteinar
í Lundi
SÖLSTEENAK við Nýbylaveg, Kópavogi
Sími 564 4566
Gróðrarstöðin ”
mmíÐ •
Hús blómanna
Blómaskreytingar
við öll tækifæri.
Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480
jmmiiiiiiiiir
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfisdrykkjur
P E R L A N
Sími 562 0200
íiiiiiiiiiiiimi^
Grétar var aðeins níu ára þegar
hann missti Magnús föður sinn. Hélt
hann heimili með móður sinni Jónínu
þar til hún andaðist, eða um 40 ára
skeið.
Erfitt er að lýsa Grétari því hann
var um margt afar sérstakur maður.
Yfir honum hvíldi einstök reisn,
hvort sem hann gekk einn um götur
bæjarins með aðstoð hvíta stafsins,
eða þegar hann undir lokin var orð-
inn bundinn við hjólastól.
Finnst mér orðið „klassíker" lýsa
honum einna best. Það var eitthvað
hámenningarlegt við hann. Hann var
tónlistarmaður mikill, spilaði á orgel
og píanó og hafði mikla ánægju af og
þekkingu á tónlist, einkum sígildri.
Þó leyndi hann á sér í þessum efnum
því hann gat vel hugsað sér að hlusta
á „Bítlana" og áttum við það sameig-
inlegt. Vel var hann að sér í bók-
menntum, jafnt erlendum sem inn-
lendum. Eftir að hann missti sjónina
fékk hann sendar bækur á snældum
frá Blindrabókasafninu. Það var
honum ómetanleg uppspretta
ánægju og fróðleiks. Var gaman að
ræða við hann um menn og málefni
líðandi stundar og gat hann verið
meinfyndinn. Svo fjölfróður var
hann að hægt var að „fletta upp í
honum“, eins og sagt er. Hann var
sjálfstæður í skoðunum og þeim
breytti enginn nema hann sjálfur.
Grétar var fluggáfaður maður,
hlédrægur og hæverskur. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1952 og dúx úr mála-
deild. Stundaði hann síðan nám við
Háskóla Islands og lauk þaðan BA-
prófi í þýsku og ensku.
Grétar hafði allt frá barnæsku
haft mjög lélega sjón á hægra auga,
verið afar nærsýnn og gengið með
sterk gleraugu. En 34 ára að aldri
vai’ð hann fyrir þvi áfalli að missa
sjónina á betra auganu vegna net-
himnuloss. Hann varð því snögglega
svo gott sem blindur, þótt hann sæi
mun dags og nætur. Hafði hann þá
um árabil gegnt starfi við gjaldeyris-
eftirlit Landsbankans, sem seinna
varð ein af deildum Seðlabankans.
Gat hann nú ekki sinnt því starfi
lengur. Ekki var margra starfa völ
fyrir 36 árum fyrir blindan mann
þótt gáfaður væri. Bankastörfin
hafði hann ekki hugsað til fi'ambúð-
ar, því hugur hans hafði staðið til
kennslu og tónlistar. Hann var einn
af upphaflegum starfsmönnum
Seðlabankans og var honum nú boð-
ið starf við símavörslu þar. Því starfi
tók hann og gegndi af einstakri
trúmennsku í 32 ár.
Eitt var það öðru fremur sem
Grétar kenndi mér með veru sinni
hér og það var æðruleysi. Hann tók
því sem lífið færði honum af einstöku
æðruleysi. Fyrir honum var þetta
allt svo einfalt. Hann lifði einföldu lífi
eins og fuglar himinsins. Eiginlega
er sátt rétta orðið yfir það. Sátt við
skapara sinn og menn. Hann heyrð-
ist ekki hallmæla neinum, ekki
kvarta eða biðja um hjálp. Þetta
skilja bara þeir sem þekktu hann vel.
Hann Grétar var þannig að um hann
er hægt að segja allt og ekki neitt.
Grétar naut lífsins og var virkur
þátttakandi í félagsstörfum allt þar
til hann veiktist. Hann gekk í
Blindrafélagið 1974 og gerðist þar
strax aðalfélagi. Eftir það lá leið
hans reglulega í Blindrafélagið tvisv-
ar til þrisvar í viku og vissi fólk að
Grétar var kominn, þegar tónar org-
elsins hljómuðu um húsið. Árið 1957
gekk hann til liðs við Góðtemplara-
regluna og var upp frá því virkur
þátttakandi í starfsemi reglunnar og
aðalorganistinn í Reykjavík á seinni
árum. I báðum þessum félögum
eignaðist Grétar góða og trygga vini.
Ekki ræddum við Grétar lífið eftir
dauðann. Þetta líf var okkur báðum
nægilegt verkefni. Ég veit að hann
tekur því sem að höndum ber af
æðruleysi eins og honum var tamt.
Gamlir siðir deyja ekki svo glatt þótt
flutt sé um set. Hann var sáttur við
dauðann.
Síðasti andardráttur þessa lífs
verður fyrsti andardráttur þess
næsta. Lífið heldur áfram í sinni
ódauðlegu mynd og Grétar lifir
áfram í minningu þeirra sem þekktu
hann. Hann skilur eftir undarlegan
söknuð sem orð fá ekki lýst.
Grétar vinur minn, vertu kært
kvaddur.
Hvíl í Guðs friði.
Elínborg Lárusdóttir,
Katrín, Þorlákur og Andri
Krishna.
+
Ástkær móðir okkar,
JÓRUNN JÓHANNSDÓTTIR
frá Neðra-Nesi,
andaðist þriðjudaginn 2. maí.
Þorbjörn Sigurðsson,
Þórir Sigurðsson.
+
LILJA VILHJÁLMSDÓTTIR,
Garðbraut 15,
Garði,
sem lést sunnudaginn 30. apríl, verður
jarðsungin frá Útskálakirkju laugardaginn
6. maí kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
dætur hinnar látnu.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma
SIGRÍÐUR INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR,
Smárahlíð 16c,
Akureyri,
lést á FSA fimmtudaginn 27. apríl.
Útför hennar fer fram frá Svalbarðskirkju laug-
ardaginn 6. maí kl. 14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem
bent á FSA.
vilja minnast hennar, er
Gunnar Pálmarsson,
Stefán Gunnarsson, Guðfinna Steingrímsdóttir,
Jóhann Gunnarsson, Valgerður Rögnvaldsdóttir,
Jón Bragi Gunnarsson,
Magnús Gunnarsson, Hjördís Valtýsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær sambýliskona mín, dóttir okkar, móðir,
systir og amma,
ELÍNBORG HALLDÓRSDÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
Vallargötu 23,
Sandgerði,
sem lést á heimili sínu laugardaginn 29. apríl,
verður jarðsungin frá Flafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 9. maí kl. 13.30.
Baldur Matthíasson,
Rósa Eðvaldsdóttir, Halldór B. Jónsson,
Anna Rósa Ingólfsdóttir, Guðni Yngvason,
Jón Óskar Ingólfsson,
Katrín Sif Oddgeirsdóttir,
Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir,
Lára S. Halldórsdóttir, Einar P. Guðmundsson,
Halldór B. Halldórsson,
Rósa Bóel Halldórsdóttir
og barnabörn.
+
Elskulegur sonur, stjúpsonur, faðir okkar,
bróðir og afi,
HRAFN HAUKSSON,
hárskeri,
Reynimel 51,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 26. apríl, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
5. maí kl. 10.30
Haukur Óskar Ársælsson, Unnur Jónsdóttir,
Davíð Hrafnsson,
Anna Gréta Hrafnsdóttir,
Gunnar Haukur Hrafnsson,
Albína Halla Hauksdóttir,
Heiða Hauksdóttir,
Gunnhildur Harpa Hauksdóttir,
Friðjón Unnar Halldórsson,
Hugi Freyr Álfgeirsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HEIÐVEIG ÁRNADÓTTIR,
Víghólastíg 10,
Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum v/Fossvog þriðju-
daginn 2. maí sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Erla Hrólfsdóttir, Helgi Jóhannesson,
Sigurjón Hrólfsson, Kristjana Jónsdóttir,
Arnar Skúlason, Lilja Sölvadóttir,
Birkir Skúlason, Cecilía N. Skúlason,
Auður Skúladóttir, Steinn Eyjólfsson,
Anna Lísa Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir min,
SIGURVEIG ÁSDÍS JÓNASDÓTTIR,
frá Vorhúsum
á Eyrarbakka,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi miðvikudaginn
19. apríl.
Útförin hefur farið fram I kyrrþey, að ósk hinnar látnu.
Fanney Ármannsdóttir.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VALGERÐUR GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR,
Otrateigi 34,
Reykjavík,
lést á liknardeild Landspitalans þriðjudaginn
25. april.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
5. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag Sjúkrahúss
Suðurnesja og líknardeild Landspítalans.
Hildur Krístjánsdóttir, Ingibjörn Hafsteinsson,
Halldór Kristjánsson, Jenný Ágústsdóttir,
Sigurður Kristjánsson, Anna Daníelsdóttir,
Hjalti Kristjánsson, Vera Björk Einarsdóttir,
Guðrún Þura Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
M.