Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 200Ó
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SIF og Coldwater með bandarískum og kanadískum stórfyrirtækjum í sjáv-
arútvegi í samstarfí um sameiginlegan vef á Netinu
Skapar nýj a möguleika
til frekari sóknar
Þrjú félög
sömdu í
fyrrinótt
ÞRJÚ stéttarfélög á Norðurlandi,
Stéttarfélagið Samstaða í Húna-
vatnssýslum og Aldan og Fram í
Skagafirði, sem höfðu fellt samninga
VMSÍ við Samtök atvinnulífsins,
skrifuðu undir samninga í fyrrinótt.
Fjórða félagið sem felldi VMSÍ-
samninginn, Verkalýðsfélag Öxar-
fjarðar, er ekki aðili að samningnum.
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari
segir að verkfalli hafi verið frestað
til 15. maí. Atkvæðagreiðsla þarf að
fara fram um samninginn fyrir 9.
maí. Þórir segir að samningurinn sé
í grundvallaratriðum eins og VMSÍ
samningurinn.
Þröstur Líndal, varaformaður
Samstöðu, segir að framundan sé að
fjalla um samninginn. „Það sem ég
hef heyrt af samningnum þá verð ég
að segja að ég er verulega óhress.
Mér skilst að þetta sé ekki neitt neitt
og ekki einu sinni 1.000 kr. hækkun á
mánuði umfram VMSÍ samninginn.“
---------------
Eldur í sand-
dæluskipi
ELDUR kviknaði í sanddæluskipinu
Sóleyju sem liggur við bryggju við
Sævarhöfða í Reykjavík á sjötta tím-
anum í gær. Eldurinn var ekki mikill
en töluverður reykur barst frá
honum. Reykkafarar Slökkviliðs
Reykjavíkur voru sendir niður í
skipið og tókst að fljótlega að ráða
niðurlögum eldsins. Talið er að hann
hafi kviknað út frá rafmagni, en iðn-
aðarmenn voru að störfum við við-
gerðir á skipinu. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Slökkviliðinu er tjónið
óverulegt.
SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIN
Pacific Seafood Group, American
Seafood, SÍF Group, Pacific Trawl-
ers/Crystal Seafoods, Fisheries
Products Intemational, Clearwater
Fine Foods, Coldwater, dótturíyrir-
tæki SH, The Barry Group of Comp-
anies og High Liner Foods (áður Nat-
ional Sea) tilkynntu í gær um
sameiginlegan vef á Netinu, Sea-
foodAlliance.com, með það að leiðar-
ljósi að auka viðskipti með sjávar-
afurðir vítt og breitt um heiminn.
„Við tökum þátt í þessu til að skapa
okkur nýja möguleika til frekari
sóknar í samkeppni við önnur mat-
væli,“ segir Friðrik Pálsson, stjómar-
formaður SÍF hf„ í samtali við Morg-
unblaðið, en viðræður vegna fyrir-
hugaðs samstarfs hófust á sjávar-
útvegssýningunni í Boston í Banda-
ríkjunum í mars sem leið.
Á undanfömum missemm hafa
bandarísk stórfyrirtæki á sama sviðj
sameinast um sameiginlegan vef. í
því sambandi má nefna að 50 banda-
rísk matvælafyrirtæki, sem em í mik-
illi samkeppni sín á milli, hafa samein-
ast á þennan hátt. Þar á meðal era
Coca Cola, General Mills, Heinz,
Hershey, Johnson & Johnson, Kell-
ogg, Kraft, Nabisco, Nestlé, Pepsi,
Unilever og Wrigley.
Henry Demone, stjómarformaður
SeafoodAliiance.com. og stjómarfor-
maður High Liner Foods, greindi í
gær írá samvinnu bandarísku,
kanadísku og íslensku sjávarútvegs-
fyrirtækjanna níu og gat þess að sam-
anlögð ársvelta þeirra næmi um 3,5
milljörðum dollara, um 262,5 milljörð-
um króna. Samið hefur verið við ráð-
gjafarfyrirtækið Temapin Partners
LLC um ráðgjöf og þjónustu en það
tók þátt í ámóta samvinnu pappírs-
iðnaðarfyrirtækja, PaperExchange,-
com, og stáliðnaðarfyrirtækja, E-
STEEL.
Kemur öllum til góða
Að sögn Friðriks Pálssonar, stjóm-
arformanns SIF hf„ hefur umrædd
samvinna mikið að segja fyrir stór
samkeppnisfyrirtæki. í fyrsta lagi ná
þau að hafa mjög gott samband sín á
milli til að skiptast á viðskiptum. í
öðra lagi ná þau sambandi vil alla sína
birgja, meira og minna við alla sína
viðskiptavini, geta auglýst nýjustu
vöraþróunarverkefni sín, geta tengst
fjármálafyrirtækjum, sem bjóða
þeim þjónustu sína, geta fengið upp-
lýsingar um gjaldþol viðkomandi við-
skiptavina og sameiginlega geta þau í
raun aflað upplýsinga um allt sem
þeim dettur í hug.
Um tvenns konar sameiginleg fyr-
irtæki á Netinu er að ræða. Annars
vegar fyrirtæki sem hafa það að
markmiði að hagnast á því að vera
miðlarar milli stórra fyrirtækja í við-
skiptum og hins vegar samband fyrir-
tækja á sama sviði sem ákveða sam-
vinnuna að eigin framkvæði og á eigin
forsendum og stofna til samstarfs sín
í milli án milligöngu utanaðkomandi
einstaklinga eða fyrirtækis.
„Þetta er ný vídd í viðskiptum milli
fyrirtækja, nýtt framhald af þessu
breytta umhverfi sem Netið skapar.
Það að þessi sjávarútvegsfyrirtæki
fara af stað er eðlilegt framhald af því
sem aðrir hafa verið að gera en þetta
er alveg nýtt umhverfi enda ekki
nema nokkrir mánuðir síðan fyrstu
samvinnufyrirtækin á Netinu urðu
ta.“
Rökrétt framhald á stefnu SÍF
Friðrik segir að hugmyndin sé
komin frá Bandaríkjunum en ákveðið
hafi verið að víkka hana út til Evrópu
og víðar um heiminn en þegar séu
hafnar viðræður við nokkur evrópsk
stórfyrirtæki á sama sviði. „Umrædd
fyrirtæki hafa ákveðið að láta reyna á
þetta samstarf en nokkurra vikna
verkefni er framundan til að finna því
endanlegan flöt og hvenær sem er á
þeim tíma hafa menn tækifæri til að
hætta við og aðrir að bætast við. Fyr-
ir okkur hjá SIF er um að ræða mjög
rökrétt framhald á þeirri stefnu sem
félagið hefur sinnt á undanfömum ár-
um, að reyna að ná árangri með sam-
eiginlegu átaki margra framleiðenda
og með því að reyna að stækka fyrir-
tækið og ná til æ fleiri viðskiptavina.
Það er enginn vafi í okkar huga á að
samstarf á þessu sviði með stærstu
keppinautunum á að styrkja stöðu
SÍF í sölu- og markaðsstarfinu og
auðvelda fyrirtækinu innkaup, aðföng
og aðkeypta þjónustu."
Að sögn Friðriks hafa menn í
bandaríska fjármálaheiminum yfir-
leitt sýnt umræddu samstarfi fyrir-
tækja á sama sviði mikinn áhuga
þóttsumir hafi talið erfitt fyrir sam-
keppnisfyrirtæki að ná nánu sam-
starfi. í því sambandi vísar hann í um-
mæli formanns og aðalforstjóra
Nestlé og starfsbróður hans hjá
P’rocter & Gamble sem hafa sagt að
um einstakt tækifæri í viðskiptum sé
að ræða því umfang þeirra og mögu-
legur trúverðugleiki, sem ná má í
gegnum svona net, skapi jafnvel stór-
fyrirtækjum, sem hafa talið sig hafa
yfirburðarstöðu á mörkuðunum, gríð-
arleg tækifæri til frekari sóknar.
„Það hefur margoft sýnt sig að iðnað-
urinn og neytendumir hagnast mest
þegar allir vinna saman,“ sagði sá síð-
arnefndi þegar greint var fi-á fyrr-
nefndri samvinnu matvælafyrirtækj-
anna.
„Þetta einfaldar og opnar öll við-
skipti og gerir samskiptin beinni og
greiðari. Netið í heild hefur meira og
minna brotið niður öll landamæri og
það þýðir ekki lengur fyrir menn að
byggja múra í kringum sig og halda
að þeir séu einir í heiminum heldur er
það fyrst og fremst opið og jákvætt
samstarf sem ræður úrslitum um það
hvort menn ná árangri. Á því byggist
þessi hugmynd,“ segir Friðrik.
Mönnun kaup-
skipa truflar
gang viðræðna
Verkfall sjómanna er þegar farið að hafa
áhrif á útflutning sjávarafurða. Skip Eim-
skipa og Samskipa eru að stöðvast eitt af
öðru. Atkvæðagreiðsla verður á mánudag
um samúðarverkfall hjá Eflingu.
Morgunblaðið/RAX
Verkfall hjá kaupskipaflotanum stendur enn og verður samningafund-
ur í deilunni í dag.
ÁSTEYTINGARSTEINNINN í
samskiptum sjómanna og viðsemj-
enda er krafa sjómanna um að tíma-
leiguskip í eigu erlendra útgerða sem
íslensku skipafélögin semja við um
flutninga séu með íslenskum áhöfn-
um. Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir að
mönnum sé vandi á höndum þar sem
þetta mál sé utan þess sviðs sem
kjarasamningar nái til enda sé það
ekki á valdi atvinnurekenda að semja
um kaup og kjör starfsmanna er-
lendra skipafélaga. Hann segir að það
sé þessi undirliggjandi ástæða sem
hafi valdið því að sjómenn hafi ekki
fengist til að ræða gagntilboð við-
semjenda á fundi sl. sunnudag. „Það
er enginn vafi á því að afstaða Sjó-
mannafélagsins til samninga ís-
lenskra útgerða við erlendar útgerðir
um tímaleiguskip er í baksviðinu og
hefur spillt fyrir þvi að viðræður
gætu gengið eðlilega fyrir sig. Það
hefur alltaf legið fyrir að íslenskar út-
gerðir, sem manna með íslenskum
sjómönnum öll skip sem þau gera út,
vilja hafa svigrúm til að semja við er-
lendar útgerðir um flutninga fyrir sig.
Þegar um tímaleiguskip er að ræða er
það erlenda útgerðin sem gerir skipið
út og það liggur alveg fyrir að við höf-
um ekki samningsumboð fyrir er-
lendar útgerðir sem era ekki aðilar að
okkar samtökum. Menn geta því að
sjálfsögðu ekki beint neinum samn-
ingskröfum að okkur vegna þeirra.
Verkfall sem væri framkvæmt í því
skyni að knýja á um eitthvað gagn-
vart slíkum erlendum fyrirtækjum
væri ólöglegt. Það að við höfum ekki
fengið neinar efnislegar viðræður um
tilboð sem við lögðum fram í síðustu
viku þegar fundi var slitið og verkfall-
ið hófst, bendir til þess að málið snúi í
raun að þessum þætti. Við teljum
mjög undarlegt ef ástand þessara
mála eitrar kjaradeiluna því þau falla
utan við okkar verkefni," segir Ari.
Allur innflutningur með skipum
stöðvast íþar næstu viku
Verkfallið er þegar farið að hafa
áhrif á útflutning frá landinu.
Brúarfoss kom til lands í gærkvöldi
og Selfoss er væntanlegur í dag. Þá
liggja fimm af níu skipum Eimskips í
höfn. Mánafoss og Bakkafoss áttu að
fara utan sl. mánudag og Lagarfoss í
gærkvöldi. Þessi sldp era því öll farin
út úr áætlun. Hin fjögur skipin era
væntanleg til landsins í næstu viku.
Þórður Sverrisson, framkvæmda-
stjóri flutningasviðs Eimskips, segir
að verkfallið sé farið að hafa veraleg
áhrif á útflutning. Verkfallið komi
hart niður á útflutningi á sjávarafurð-
um og hafi fljótt áhrif á útflutning á
iðnaðarvöram fyrir stóriðjuna og iðn-
fyrirtæki sem era í útflutningi. Nokk-
ur hundruð gámar eru fluttir utan í
hverri viku með sjávarafurðum og
segir Þórður að verkfallið hljóti að
valda útflutningsfyrirtækjunum
verulegu tjóni. Þórður segir að kostn-
aður við að halda skipum félagsins í
höfn án þess að geta nýtt flutnings-
getuna geti fljótlega sldpt tugum
milljóna króna.
Skipulega refsað fyrir að
manna skipin Islendingnm
Verkfallið er þegar farið að snerta
hagsmuni Samskipa hf. Mælifellið,
sem venjulega er í strandferðasigl-
ingum, var sent úr landi fyrir helgi og
kom til Hollands í gær. Verið var að
losa Helgafellið ígær og á það að fara
út á fimmtudag. I næstu viku er von á
Arnarfelli og Mælifelli og segir Ólaf-
ur Ólafsson, forstjóri Samskipa, að þá
megi búast við að skipin stöðvist.
„Þetta mun fljótt hafa áhrif á okkur.
Það sem er verra er að deilumar
snúast að mestu um mönnunarmál
Eimskipafélagsins. Við fóram í það
með stéttarfélögunum að manna öll
okkar skip með íslendingum. Fyrir
vikið lendum við langverst í verkfall-
inu með því að hafa íslendinga um
borð. Við teljum að mönnum sé skipu-
lega refsað fyrir að manna skipin ís-
lendingum," segir Ólaíúr.
Hann segir að verkfallið muni hafa
þau áhrif að öll vara, nema olíuvörur,
hætti að berast til landsins. Olían er
flutt til landsins með tankskipum en
Ólafur sagði að vissulega væri sá
möguleiki einnig fyrir hendi að Sjó-
mannafélagið beitti sér gegn þeim
einnig. Þau eru öll mönnuð útlending-
um. „Flutningar á allri almennri
neysluvöra, hráefni til álvera, bflum
og byggingavöra mun stöðvast.
Hugsanlega verður einhver innflutn-
ingur með flugi, þ.e.a.s. þær vörar
sem era mjög viðkvæmar fyrir tíma,
t.d. hugbúnaður, tæknivörur og aðrar
vörar til framleiðslu sem era ekki of
þungar eða umfangsmiklar. Þá mun
útflutningur stöðvast að mestu leyti,
þar með talinn útflutningur á sjávar-
afurðum," segir Ólafur.
Hann segir að miklir fjármunir séu
í húfi í verkfalli. Ólafur segir að verk-
fallið hafi þegar haft kostnað í för með
sér. Hver dagur fyrir skipafélögin
hlaupi á milljónum króna í tapi.
Rekstrarkostnaður eins skips er um
átta þúsund dollarar fyrir utan hafn-
argjöld.
Olafur kveðst ekki svartsýnn á að
lausn finnist í deilunni. Það sé engin
skynsemi í því að vera í verkfalli.
„Sjómenn hafa lítið rætt kröfur sínar
því þeir vilja ræða mönnunarmálin
sem era ekki efni þessara kjaravið-
ræðna.“ Hann segir það ljóst að Sam-
skipum muni blæða vegna deilunnar
um mönnun skipanna. Hann segir
kröfur sjómanna um 100 þúsund kr.
lágmarkslaun fáránlegar vegna þess
að enginn sjómaður sé í raun á svo
lágum launum. Sjómenn á skipum
Samskipa hafi um 250.000 kr. í laun
auk þess sem þeir hafi sjómannaaf-
slátt.
Halldór Björnsson, formaður Efl-
ingar, segir að vilji sé til þess innan
stjómar Eflingar að fara í samúðar-
verkfall. Hann segir að ekki geti þó
orðið af atkvæðagreiðslu meðal fé-
lagsmanna fyrr en næsta mánudag og
eftir það yrðu send boð um samúðar-
verkfallið, ef vilji væri fyrir því innan
félagsins, til ríkissáttasemjara. Sami
boðunartími er á samúðarverkfóllum
og almennum verkföllum, eða ein
vika. Samúðarverkfall kæmi því ekki
til framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi
15. maí. Boðaður hefur verið fundur í
deilunni í dag. Sjómenn hafa sett
fram kröfur sínar en eins og ríkis-
sáttasemjari kemst að orði, haldið
þeim vel til streitu. Mönnunaimál á
skipum era, að sögn rfldssáttasemj-
ara, ekki viðfang kjarasamninga.
Alvarleg áhrif á fyrirtæki með
vöru á neytendamarkað
Jón Ásbergsson, foimaður Út-
flutningsráðs Islands, segir að verk-
fallið hafi óhjákvæmilega mikil áhrif á
útflutningsfyrirtækin í landinu og
séíslendingum ekki til framdráttar á
nokkum hátt. ,Á nokkram árum hafa
allar hugmyndir manna um afhend-
ingar og afhendingaráreiðanleika
breyst. Nú vilja allir fá sínar vörur
,just in time“, sem þýðir að menn
haldi ekki miklum birgðum. Rekstr-
arforsendumar era því breyttar og
menn gefa sér að flutningakerfið virki
og það sé ekki hægt að loka heilum
þjóðlöndum,“ segir Jón.
Hann segir misjafnt hve markað-
irnir era viðkvæmir. Þeir markaðir
era viðkvæmastir sem íslendingar
hafa viljað leggja mesta áherslu á,
þ.e.a.s. markaðir fyrir sérmerktar af-
urðir inn í verslanir, t.d. í Bretlandi og
Þýskalandi.