Morgunblaðið - 04.05.2000, Page 8

Morgunblaðið - 04.05.2000, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Discovery kallar stjórnstöð, íslenskt geimskip á stjórnborða. 1 Mosfet 45 Stærsti Mosfet útgangsmagnari sem völ er á í dag 4x45W. Kostir Mosfet eru línulegri og minni bjögun en áður hefur þekkst. 2 MARCX Nýjasta kynslóð útvarps- móttöku, mun næmari en áður hefur þekkst. 3 MACH 16 Ný tækni í RCA (Pre-out) útgangi sem tryggir minnsta suð sem völ er á. 4 Octaver Hljóðbreytir sem aðskilur bassa og diskant. Pioneer er fyrsti bíltækjaframleiðandinn sem býr yfir þessari tækni, sem notuð er af hljóðfæraframleiðendum. 5 EEQ Tónjafnari sem gefur betri hljóðmöguleika, á einfaldan hátt. 5 forstilltar tónstillingar. sem skapa Pioneer afdráttarlausa sérstöðu DEH-P3100-B • 4x45 magnari • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LW • 24 stöðva minni • BSM • Laus framhlið • RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn • Loudness þrískiptur DEH-P3100 • 4x45 magnari • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LW • 24 stöðva minni • 'BSM • Laus framhlið • RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn • Loudness þrískiptur Setjum tækið í bílinn þér að kostnaðarlausu J Fundur Félags háskólakvenna Kínaspjall Rögnu Ragnars Geirlaug Þorvaldsdóttir KÍNASPJALL verð- ur umfjöllunarefra á fundi Félags há- skólakvenna sem haldinn verður 7. maí nk. í Þing- holti, Hótel Holti, klukkan 19. Þetta er kvöldverðar- fundur þar sem verður margréttaður kínverskur matseðill og verða þátttak- endur því að skrá sig sig sem fyrst því takmarkaður fjöldi kemst að, öllum er heimil þátttaka. Geirlaug Þorvaldsdóttir er formað- ur félagsins. „Reynslan er sú þessir vorfundir eru mjög vel sóttir en þegar höfum við á slíkum fundum kynnt Jap- an, Mexíkó, Egyptaland og Indland.“ - Hver verður aðálfyrir- lesari á þessum fundi? „Ragna Ragnars, sendiherra- frúin okkar í Kína, kemur hingað til iands í stutta ferð og ætlar að eyða kvöldinu með okkur á þess- um fundi og halda langan fyrir- lestur um Kína, sem hún nefnir Kínaspjall. Auk þess ætlar Óskar Guðlaugsson, nemi við Mennta- skólann við Hamrahlíð, að tala um Hong Kong, en hann var þar skiptinemi í heilt ár.“ -iívers vegna varð Kína fyrir valinu núna? „Það er raunar af mörgum lönd- um að taka því innan vébanda al- þjóðafélagsskapar háskólakvenna eru rúmlega 60 lönd. Við höfum jafnan reynt að taka eitthvert fjar- lægt land sem fólk þyrstir í að vita meira um og við þekkjum ekki vel. Okkur fannst upplagt að taka Kína fyrir núna úr því svo vel bar í veiði að fyrrverandi formaður Fé- lags háskólakvenna, Ragna Ragn- ars, var stödd hér á landi einmitt á fyrirhuguðum fundartíma.“ -Frá hverju er venjulega greint íþessari umfjöllun um fjar- læglönd? „Yfirleitt er sagt frá þjóðfélags- háttum, stöðu kvenna og menn- ingu - má þar ekki síst nefna mat- armenningu. Við höfum alltaf haft mat frá viðkomandi landi á boð- stólum og nú verðum við með marga forrétti og marga aðalrétti, ýmist kjöt og grænmetisrétti - og skjótum súpu inni á milli að hætti Kínverja." - Eru þið með ekta kínverskan kokk? „Kokkamir á Holti eru mjög færir í alþjóðamatreiðslu. Yíirleitt hefur matseðillinn á þessum landakynningarkvöldum verið settur saman í samvinnu við fólk frá viðkomandi landi og svo verður einnig nú.“ -Hvenær var Félag háskóla- kvenna stofnað? „Það var stofnað 1928 og ári síð- ar gekk félagið í alþjóðafélagskap háskólakvenna. Hvatamaður að stofnun félagsins var Björg C. Þorláksson Blöndal, orðabókahöf- undar, kona Sigfúsar Blöndals orðabókahöfundar. Björgvar talin lærðasta kona á Norð- urlöndum á þessum tíma, hún kom víða við og var m.a. í tilrauna- sálfræði og tók doktar- spróf í þeirri grein frá Svartaskóla í París. Fimm konur voru í Félagi há- skólakvenna í upphafi en eru nú um 380. í félaginu eru konur með alls konar háskólamenntun, bæði héðan og úr háskólum erlendis, en íyrst og fremst er þetta styrktar- félag, því við erum alltaf að safna í styrki og höfum á sl. þremur árum eytt einni milljón króna í styrki. Við stykjum konur sem eru í fram- ► Geirlaug Þorvaldsdóttir varð stúdent frá Mennt askólanum í Reykjavík árið 1960. Hún lauk B A-prófi í latínu frá Háskóla ís- lands og prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1972. Hún starf- aði við leiklistarstörf um árabil en er nú kennari við Menntaskól- ann við Hamrahlið. Geirlaug er gift Erni Snorrasyni lækni og eiga þau tvö börn. haldsnámi og fjáröflunarleiðin sem við förum í dag er námskeiða- hald og höfum við staðið fyrir röð námskeiða í vetur sem hafa verið mjög vel sótt. Þau voru t.d. um Internetið, stjómun, verðbréf, bókmenntaþýðingar og leiklist.“ - Hverjir geta sótt um styrki til ykkar? ,TUlar konur sem eru í háskóla- námi, hérlendis sem erlendis. Okkur berast gríðarlega margar umsóknir. Síðast fengu styrki fjór- ar konur, ein þeirra stundar nám í Intemet-lögfræði, önnur í bama- sálíræði, ein í dýralækningum og sú íjórða í vistfræði, svo fjöl- breytnin er talsverð.“ - Hvað fleira felur starfsemi fé- lagsinsísér? „Við emm t.d. komnar út í tím- aritsútgáfu, við gefum út vandað tímarit einu sinni á ári, þar sem konum innan deilda háskólanna gefst tækifæri til þess að koma á framfæri ritgerðum sínum um mismunandi efni. Við höfum þó ákveðið þema í hverju blaði, í fyrra tókum við fyrir sagnfræði og í ár verða jarðvísindin í fyrirrúmi." -Eru margir fundir á hverju ári? „Það fer eftir því hvað er á döf- inni. Við höldum fundi um alls konar málefni og reynum að velja það sem fréttnæmt þykir, t.d. gripum við Hermann Páísson, prófessor emeritus við háskólann í Edinborg, þegar hann var hér á ferð, einnig talaði Nigel Watson um Shakespeare og Þorsteinn Gylfason talaði um Voltaire og Birting þegar Leikhúsið í Hafnar- firði var með Birting á fjölunum, svo eitthvað sé nefnt af þvi sem fyrir skömmu var fjallað um.“ - Hvað er fyrirhugað t.d. næsta vetur? „Við höldum áfram með námskeið um bók- menntaþýðingar og leikhúsin, einn félagsfundur er þegar ákveð- inn, hann verður um jarðvísindi, jarðgufur, jarðskjálfta og fleira þess háttar. Við reynum sem fyrr að vera skemmtilegar og fræðandi og ekki síst í takt við tímann. Eg vil sérstaklega taka fram að allir eru velkomnir á fundi hjá okkur og námskeið.“ Reynumað vera skemmtilegar ogfræðandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.