Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afföll húsbréfa hafa aukist á nýjan leik eftir vaxtahækkun Seðlabanka Islands Aðs'erðir hafa ekki skilað sér að fullu Þróun ávöxtunarkröfu 25 og 40 ára húsbréfa frá 1. júní 1999 til 21. júní 2000 6,2 6,0 5.8 5.6 5.4 5.2 5,0 4.8 4.6 4.4 4.2 4,0 '0 • - f ■ í 1999 40 ára húsbréf 2000 JÚN. JÚL. ÁGÚ. SEP. OKT. NÓV. DES. JAN. FEB. MAR. APR. MAÍ JÚN. JÚL. ÁVÖXTUNARKRAFA (markaðs- vextir) húsbréfa hefur hækkað und- anfarna daga á nýjan leik og afföll á bréfunum mælast nú 10,87% á 25 ára bréfum en 13,56% á 40 ára bréf- um. Sérfræðingar segja vaxtahækk- un Seðlabankans sennilega ráða hér mestu um en telja ekki líklegt að af- föllin fari að slaga í 20% eins og gerðist um miðjan maí, enda séu að- gerðir sem stjórnvöld gripu til þá ekki enn farnar að skila sér að fullu. Lánasýsla ríkisins og Ibúðalána- sjóður, í samstarfi við sín fagráðu- neyti, gripu til aðgerða um miðjan maímánuð til að auka jafnvægi og gagnsæi á markaðnum en þá voru afföll á húsbréfum komin í næstum 20% á 40 ára bréfum og 18% á 25 ára bréfum. í kjölfarið lækkaði ávöxtun- arkrafan, sem ræður afföllum og gengi húsbréfa, og mældust afföll húsbréfa 8,7% fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Afföllin hafa hins vegar aukist á nýjan leik og sagði Friðrik Nikulás- son, sjóðsstjóri hjá Landsbréfum hf., að ástæðan væri vaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku. Þar sem markaðsaðilar hefðu búist við hækkun vaxta hefði myndast aukið framboð húsbréfa sem olli lækkandi verði þeirra. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði þessa þróun vissulega áhyggjuefni en á hinn bóginn væru aðgerðir stjórnvalda ekki enn farnar að skila sér að fullu, íbúðalánasjóð- ur hefði t.d. nú á mánudag keypt upp eldri flokka húsbréfa fyrir einn og hálfan milljarð króna til að draga úr framboði en þau kaup væru ekki enn komin fram. Kvaðst hann því eiga von á því að úr rættist á nýjan leik. Of snemmt að draga ályktanir um gildi aðgerða stjórnvalda Aðspurður sagði Ásbjörn Þor- leifsson, sérfræðingur á fjárstýring- arsviði íbúðalánasjóðs, að of snemmt væri að draga þá ályktun að aðgerðir stjórnvalda væru ekki að skila tilætluðum árangri. „Til dæmis eigum við eftir að bjóða út viðskiptavaktina okkar á húsbréfum, hún verður væntanlega boðin út í þessari viku og kemur þá inn með nýju formi í byrjun næsta mánaðar. Við gerum okkur vonir um að það hafi viss áhrif,“ sagði Ás- björn. ,Áuk þess held ég að það sé ekki rétt að skilja þetta þannig að stjórnvöld hafi beinlínis ætlað sér að hafa áhrif á verðmyndun bréfanna, markmiðið var fremur að tryggja að verðmyndunin eigi sér stað á eðli- legum forsendum." Friðrik Nikulásson tekur undir að aðgerðir stjórnvalda séu ekki að fullu farnar að skila sér og að hæpið sé að afföllin hækki upp í svipaðar tölur og sáust um miðjan maí. „Hitt er annað mál að það er erfitt að segja til um það til lengri tíma litið hvort það eru einhverjir raunveru- legir kaupendur að húsbréfum," sagði hann, „spurningin er þá hvort lífeyrissjóðirnir fari aftur að kaupa þessi bréf.“ Fasteignasalar fylgjast grannt með þróun mála Mesta óvissan í þróun ávöxtunar- kröfu húsbréfa og affalla þeirra felst einmitt í því hvort jöfn og stöðug eftirspurn eftir þessum bréfum myndist frá lífeyrissjóðum og öðrum endafjárfestum. Guðrún Árnadóttir, formaður Fé- lags fasteignasala, sagði fasteigna- sala vissulega fylgjast vel með þess- ari þróun en að þeir gætu ekki greint miklar breytingar á fast- eignamai’kaðnum. Hún sagði að e.t.v. hefði hægt eitthvað aðeins á markaðnum en erfitt væri að meta hvort það væri vegna aukinna affalla á húsbréfum eða einfaldlega vegna þess að komið væri sumar og fólk með hugann við annað. Afföll á húsbréfum hefðu auk þess aðeins áhrif á hluta markaðarins. „Töluverður hluti viðskiptanna er ekki háður húsbréfum, heldur eru þá einfaldlega áhvílandi lán á eign- um og mismunurinn er borgaður með peningum,“ sagði Guðrún. Aðspurð sagði hún að vissulega hefðu kannski einhverjir frestað húsakaupum vegna þróunar á ávöxt- unarkröfu húsbréfa. Húseigendafé- lagið hefði t.d. ráðlagt fólki að bíða með öll kaup. Hún kvaðst hins vegar ekki vita hvort það myndi nokkru breyta fyrir fólk þótt að það frestaði húsakaupum. Þess væri ekki að vænta að verð á fasteignum lækkaði í einu vettvangi, jafnvel þótt senni- legt sé að verðið sé komið í hámark. Fundur fjármálaráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn Ræddu lífeyrismál og efnahagshorfur FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Norð- urlandanna áttu fund í Kaup- mannahöfn í gær og ræddu þeir þar m.a. um stöðu og horfur í efna- hagsmálum á Norðurlöndunum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði fundinn hafa verið hefðbund- inn, engin stór mál hefðu verið þar til afgreiðslu en farið hefði verið yfir stöðuna eins og gert væri með reglubundnu millibili. Á fundinum var einnig rætt um stöðu og framtíð lífeyrismála á Norðurlöndunum og sagði Geir að lögð hefði verið fram skýrsla um þessi efni sem að hluta til var unn- in af Hagfræðistofnun Háskóla Is- lands. Að sögn Geirs kemur ýmis- legt fróðlegt fram í þessari úttekt, sem gerð var að hans frumkvæði, m.a. að eftirlaunaaldur á Islandi er tíu árum hærri heldur en t.d. í Finnlandi. Áhrif evrunnar rædd á sérstakri ráðstefnu í dag „Hins vegar er alveg Ijóst að við stöndum framarlega í lífeyrismál- um vegna þess að við erum búin að koma okkar kerfi mjög vel fyrir, einkum að því er varðar fjármögn- un þess. Önnur lönd, bæði hér á Norðurlöndunum og í Evrópusam- bandinu, hafa hins vegar lent í miklum vandræðum í þessum efn- um;“ sagði Geir. Á fundinum í gær var ennfremur rætt um stöðu Norðurlandanna Scanpix Nordfoto Geir H. Haarde fjármálaráðherra ásamt Marianne Jelved, efnahags- málaráðherra Dana, á fréttamannafundi í gær að afloknum fundi nor- rænna fjármálaráðherra. gagnvart ESB og evrunni, sameig- inlegum gjaldmiðli ESB-ríkjanna, og sagði Geir að Marianne Jelved, efnahagsmálaráðherra Danmerk- ur, hefði greint starfsbræðrum sín- um frá niðurstöðum funda sem fram fóru í Portúgal á mánudag en þar bar efnahagsmálin á góma. Engar niðurstöður urðu á fund- inum í Kaupmannahöfn og sagði Geir að e.t.v. færi fram áhugaverð- ari umræða um þessi mál á sér- stakri ráðstefnu sem Norræna ráð- herranefndin hefur boðað til í dag um áhrif evrunnar á efnahag og velferðarkerfi Norðurlandanna. Geir mun flytja ávarp á ráðstefn- unni, eins og norrænir starfsbræð- ur hans, og Poul Nyrup Rasmus- sen, forsætisráðherra Dana, mun einnig sitja ráðstefnuna og leggja orð í belg. Morgunblaðið/Jim Smart Um 30 tonn af grjóti hrundu úr Hakinu í fyrrinótt. 30 tonna bjarg úr Hakinu STÓRT bjarg hrundi úr Hakinu ofan við Hestgjá á Þingvöllum í jarð- skjálftanum í fyrrinótt. Talið er að stærsta bjargið vegi um 30 tonn en umhverfis það liggja björg og hnull- ungar á víð og dreif. Við Drekkingar- hyl og nyrst í Stekkjargjá hrundu stórir hnullungar úr gjárbakkanum. Veginum um Almannagjá og göngu- stígnum út á Hakið var strax lokað. Mest grjóthrun varð úr Hakinu fyrir framan útsýnisskífu sem þar stendur. Grjótið hrundi ofan í Hest- gjá, um 150 metrum norðan við tré- pall sem hefur verið reistur þar vegna kristnihátíðar. Jarðvísindamenn voru fengnir á ríkisstjórnarfund sem haldinn var í gær. Að sögn Páls Einarssonar, pró- fessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Ræktar þu garðinn þinn? Sameínaðu kosti Heimilisiinu oq Heimilisbanka Með því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi. Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. -JáíSSStít?!*. HEIMILISLÍNAN @B0NAÐARBANKINN Tntustugþaitki Morgunblaðið/Jim Smart Lokað var fyrir umferð um Al- mannagjá vegna hættu á grjóthruni. íslands, var þar rætt um nokkrar áhyggjur sem menn hefðu af kristni- tökuhátíð á Þingvöllum ef áframhald verður á jarðskjálftunum á Suður- landi á næstunni. Páll sagði að Þing- vellir væru á jaðri skjálftasvæðsins og varla um mikla áhættu að ræða nema óvæntir atburðir gerðust. Framkvæmdanefnd kristnihátíð- ar fundaði í gær með ríkislögreglu- stjóra, veðurstofustjóra og jarðfræð- ingum en á fundinum var ákveðið að bíða átekta. Júlíus Hafstein, fram- kvæmdastjóri kristnihátíðar, bendir á að engir atburðir á kristnihátíð verði nálægt þeim stöðum þar sem gijóthrunið varð en ef ástæða verði talin til sé lítill vandi að girða af þá staði sem grjót hrundi á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.