Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 35
LISTIR
Tilnefningar
til Turner-
verðlaunanna
kynntar
London. Daily Telegraph.
Eitt verka Michael Raedecker, hollensks listamanns sem er meðal
þeirra sem tilnefndir voru til hinna virtu Turner-verðlauna í ár.
raooo
—i-^****iigi ■i,anLi«TA^tUTfe UixaMAM í&urískua Uxuí'.sím.
Fimtudagur 22. júní.
Leiklistarhátfð Bandalags
fslenskra leikfélaga á Akureyri
Kl. 10: Leiksmiðjur; Ósýnilegt leik-
hús, stjórnandi Guðjón Sigvalda-
son. Vinna með börnum, stjórnandi
Anna Jeppesen. Trúðatækni,
stjórnandi Aðalsteinn Bergdal.
Leikhússport, stjórnendur Guðjón
Óskarsson og Gísli Björn Heimis-
son. Kl. 13.15: Gagnrýni á sýningar
miðvikudagsins. Gagnrýnendur há-
tíðarinnar eru Sigrún Valbergs-
dóttir og Sigurður Hróarsson. Kl.
15 og kl. 20: Leikfélagið Baldur,
Bíldudal sýnir Sviðsskrekk. Kl. 15
og kl. 18: Kellariteatteri frá Finl-
andi sýna Sérðu regnið?
Hátíðarklúbbur opinn um kvöld-
ið í veitingahúsinu Við Pollinn.
Upplýsingar í Kompaníinu.
Miðaverð á einstakar sýningar
900 kr., passi á allar sýningar
5.000 kr.
-------H-t--------
Sýningu lýkur
Garður, Ártúni 3, Selfossi
SIÐASTI sýningardagur á verk-
um Kaj Nyborg er nú á sunnudag.
Sýningin verður opin milli kl. 16
og 18 að staðartíma eða á öðrum
tíma eftir samkomulagi.
Sýningin fer fram á þrem stöðum:
Garður - Ártún 3, 800 Selfoss, ís-
land, Udhus - Kirkebakken 1, 4320
Lejre, Danmörk, og í Kuche - Call-
instrasse 8, D-30167, Hannover,
Þýskalandi.
Hægt er að kynna sér listamann-
inn og sýningu hans á http://
www.simnet.is/guk
TILNEFNING listamanna vegna
hinna bresku Turner-verðlauna
hefur að venju vakið töluverða at-
hygli og umtal í Bretlandi. Dag-
blaðið Daily Telegraph vekur m.a.
máls á því í umfjöllun sinni að þrír
af fjórum listamannanna séu er-
lendir, þótt reglur um tilnefningu
segi listamennina eiga að vera
breska.
Þeir listamenn sem tilnefndir
eru að þessu sinni eru Bretinn
Glenn Brown, Hollendingurinn
Michael Raedecker, japanska lista-
konan Tomoko Takahashi og Þjóð-
verjinn Wolfgang Tillmans. Þau
tvö síðarnefndu þykja mun um-
deildari listamenn en þeir fyrr-
nefndu og segir Telegraph þau
Takahashi og Tillmans keppinauta
um hvaða listamaður nái í ár að
ganga mest fram af áhorfendum.
Búast megi við að verk þeirra
valdi hvað mestri hneykslun og
undrun á sýningu þein-a sem til-
nefndir voru til Turner-verðlaun-
anna í ár.
Tomoko Takahashi sérhæfir sig
í gerð gríðarstórra innsetninga
sem unnar eru úr rusli.
Takahashi er ekki fyrsti lista-
maðurinn til að vinna verk sín úr
rusli, en að sögn Telegraph breytti
hún takmörkunum efniviðarins
með sýningu sinni í Charles Sa-
atchi galleríinu í fyrra. Rusli sínu
kom Takahashi fyrir í eins konar
eyjum eða haugum og var í hverj-
um þeirra starfhæft rafmagnstæki
í gangi.
Tillmans starfaði áður sem
tískuljósmyndari og er viðfangs-
efni verka hans nú gjarnan erótísk
list með samkynhneigðum undir-
tónum. Auk þessa hefur hann sýnt
Ijósmyndir af Concorde-þotu á
flugi, mann að kasta af sér vatni á
grænan skrifstofustól og tré og
ávexti sem fest hafa verið við vegg
með límbandi.
Málarar til-
nefndir aftur
Turner-verðlaunin nema 30.000
pundum eða rúmum þremur millj-
ónum króna. Undanfarinn áratug
hafa verðlaunin ýmist runnið til
listamanna sem vinna við skúlptúr,
myndbandalist eða innsetningar. I
ár eru hins vegar tveir listamenn
sem sérhæfa sig í málverkinu með-
al hinna tilnefndu.
Raedecker, sem hlaut John
Moores-verðlaunin á síðasta ári,
vinnur að stórum landslagsverkum
þar sem efniviðurinn er málning,
efnisþræðir og útsaumur. Brown
vinnur hins vegar í stíl listamanna
á borð við Dali og Van Gogh. Hann
leikur sér síðan að smáatriðum
verkanna og skerpir þar ákveðna
liti.
Að mati Daily Teiegraph eru
verk hvorugra þessara listamanna
sérlega umdeild og telur blaðið til-
nefningu til Turner-verðlaunanna
að þessu sinni veita breskum lista-
mönnum litla athygli. Richard
Dorment, myndlistargagnrýnandi
blaðsins, segir það til að mynda
koma verulega á óvart að Mark
Wallinger hafi ekki verið meðal
þeirra sem tilnefndir voru. En
Wallinger átti heiðurinn að skúlp-
túrnum „Ecce Homo“ sem komið
var fyrir, við miklar vinsældir, á
auða stallinum á Trafalgar Square
um tíma í lok síðasta árs.
Sir Nicholas Serota, forstöðu-
maður Tate, neitar því hins vegar
alfarið að settum reglum hafi ekki
verið fylgt við tilnefningu lista-
mannanna að þessu sinni. Segir
hann erlenda listamenn einnig
geta keppt um verðlaunin, svo
framarlega sem þeir búi í Bret-
landi og hafi þar með áhrif á þar-
lenda listþróun.
KRINGLUKAST
FIM., FÖS. OG LAU.
TILBOÐ:
MELLOW BOLUR 990
THORN SKYRTA 1 .990
CONNELL SKYRTA 1 .990
PETE BUXUR 2.990
DERRICK SKÓR 3.990
....O.FL. TILBOÐ
ALLAR PEYSUR
40%
AFSLÁTTUR
...O.FL. TILBOÐ
TILBOÐ:
SKATER BOLUR 490
TECHNICA BUXUR 1 .290
STAR SKYRTA 1 .990
GOLD BUXUR 2.990
BUUS JAKKI 3.990
....O.FL. TILBOÐ
TILBOÐ:
BODY SAMFELLA 290
BALZINNA BOLUR 490
LISETTE BOLUR 690
WELDON BOX 990
VICKS BUXUR 1.690
...O.FL. TILBOÐ
o
Tilboðin gilda einnig á Laugavegi
LY YEROIWODA
EXIT