Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 68
08 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Sleinarsdóttir, simavorslo og öflun skjoio, Kokeil Dögg EIQNAMIÐLLMN Itir, simovorsla og öflun skjola. Sími 5«B 909« • Fax SK» 9095 • SíAumiíla 2 Ingólfsstræti Til sölu þetta virðulega og reisulega einbýlishús við Ingólfsstræti. Húseignin sem er samtals 301 fm auk bílskúrs er á þremur hæðum. Eignin skiptist m.a. í tvær fallegar samliggjandi stofur, borðsetustofú, eldhús, fimm herbergi, tvö baðherbergi og góðar geymslur í kjallara. M.a. eru rósetmr og skrautlistar. Eignin er á u.þ.b. 700 fm lóð. Glæsilegt einbýli miðsvæðis. Austurgata 25 - Hafnarfirði Til sölu neðri hæð hússins 80 fm verslunarrými í vel byggðu steinhúsi. Möguleikar til breytinga t.d. fyrir íbúð. 970 fm skjólsæl baklóð. Mjög góður staður í miðbænum. Ekkert áhvílandi. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. Frá 23. júní—BO.júní Expressosett 4 bollar + skálar. Verð kr. 398 Hægt að fella saman. Verð kr. 898 Verkfierasett 25 stk. í lokuöu plastboxi Verð kr. 498 Keraffiik kertasveppur Fallegur í garðinn, hvítur og rauður. Verð kr. 398. Cappuccinosett §] 4 bollar + skálar. # J Verð kr. 598 ^ járnkolitar Hægt að raða ofan á hvorn annan. Verð kr. 598 loliasett 4 bollar + skálar í 2 litum, gulu og bláu. Verð kr. 698 ' Allar vörur \ Stjörnuspá á Netinu v'§>mbl.is VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hjartans þakkir til Ellerts Schram SKRIFIN hans Ellerts bárust í tal á mínu heimili fyrir stuttu. Þar voru bæði ungir og aldnir. Voru allir á einu máli um að Ellert væri góður penni og skemmti- legur. Hann fjallar um mál- efni sem aðrir þora ekki að nefna, gerir grín að sjálfum sér og kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Ljúfmennska og áhugi hans á manneskjunni er augljós í skrifum Ellerts. í vetur var Ellert að skrifa um aldur karla og getu þeirra til kvenna. I þeirri deild var ailt í stakasta lagi hjá honum og er það ffnt. Og til að kitia svolítið egóið hans Ellerts, þá er óhætt að nefna að hann verður bara sætari með aldrinum. Gangi honum allt í haginn. Friðardúfurnar. Sérkennileg afgreiðsla ÉG fór í Hagkaup í Kringl- unni fyrir stuttu og var að velja mér fót. Ég var búin að vera þarna í um það bil eina og hálfa klukkustund, þvi það tekur mig dáiítinn tíma að velja fótin. Þegar ég var búin að velja það sem ég ætlaði að kaupa fór ég að kassanum, en mér var neitað um afgreiðslu vegna þess að það væri búið að loka. Ég taiaði við einar þrjár konur, en þær neit- uðu allar að afgreiða mig. Ég bað þær um að taka frá fyrir mig það sem ég hafði valið, en það vildu þær ekki. Þær sögðu mér að kössun- um væri lokað á mínútunni. Það á við bæði í fataversl- uninni og snyrtivöruversl- uninni. Eg fór ekki daginn eftir í Hagkaup, því ég var frekar sár yfir afgreiðsl- unni sem ég fékk. Edda Ingveldur Larsen. Tapað/fundið Lotto-takkaskór töpuðust SPLUNKUNÝIR Lotto- takkaskór, svartir og hvítir merktir Rakel, töpuðust á Pæjumótinu í Vestmanna- eyjum helgina 16.júní-18. júní sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 696- 9877. Þríhjól hvarf af róluvelli NÝTT rautt og hvítt telpu þríhjól hvarf af róluvellin- um við Rauðalæk eða þar í kring fyrir nokkru. Hjólið er mjög vel merkt María Egilsdóttir Rauðalæk 18, sími 568-9628. Hjólsins er sárt saknað af þriggja ára telpu, sem var nýbúin að fá hjólið og langar mikið til þess að hjóla á hjólinu sínu. Þeir sem geta veitt ein- hverjar upplýsingar um hvar hjólið er niðurkomið eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 568- 9628, 892-8590 eða 895- 3696. Seðlaveski tapaðist við Bónus SVART seðlaveski tapaðist í Bónus við Holtagarða eða á bílaplaninu fyrir utan. Upplýsingar í síma 861- 1682. Göngustafur við Ulfarsfell GÖNGUSTAFUR gleymd- ist við Úlfarsfell fimmtu- dagskvöldið 15. júní sl. Hjónin sem fundu stafinn eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í síma 557-7663. Kvenúr og silkislæða gleymdust í Domus Medica KVENÚR og silkislæða glemdust í Lyf og Heilsu í Domus Medica. Það er hægt að vitja úrsins og slæðunnar þar eða hafa samband í síma 563-1020. Gyllt bijóstnæla tapaðist A 17. júní tapaðist brjóst- næla. Nælan er svört rós með gylltum stilk og gylltu í kring. Nælan hefur senni- lega tapast á Víðistaðatúni í Hafnarfirði eða í inngangi að Hellisgerði frá Reykja- víkurvegi í Hafnarfirði. Nælan er erfðagripur og eigandanum afar kær. Skil- vís finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hafa samband í síma 567-5948. Seðlaveski tapaðist SEÐLAVESKI tapaðist miðvikudaginn 14. júní sl. við Umferðarmiðstöðina. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 421-1938. Trek 820 strákahjól hvarf RAUTT Trek 820 21 gira strákahjól hvarf af svölun- um að Fiskakvísl 28 helgina 11-12. júní sl. Ef einhver veit hvar hjólið er niður- komið, vinsamlegast hafið samband í síma 567-1976 eða 868-5525. Dýrahald Yndislegur högni fæst gefins YNDISLEGUR grár kettl- ingur fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 553- 0457. Fimm kettlinga vantar heimili FIMM níu vikna kettlinga bráðvantar góð heimili sem fyrst. Upplýsingar í síma 554- 0902 eða 554-5737. SKAK Umsjón Helgi tss Grétarsson Á SÍÐASTA ári varð hol- lenski alþjóðlegi meistarinn Dennis Vreugt (2.498) Evrópumeistari unglinga. Hann tók þátt í hollenska meistaramótinu sem lauk Svartur á leik. fyrir skömmu og hafði svart í þessari stöðu gegn stórmeistaranum Paul Van der Sterren (2.526). 28. ... c4! 29. bxc4 Með þessu tap- ar hvítur manni, en aðrir kostir voru ekki mikið skárri þar sem eftir 29. De3 c3 30. Hdl Dc5 31. Hxf6 Kxf6 eða 29. Dbl c3 30. Hxd4 exd4 er svarta staðan unnin í báðum tilvikum. 29. ... Ha3 og hvítur gafst upp þar sem eftir 30. Dbl Rxí3 er hann manni undir. í dag, 22. júní, verður minningarmót Guðmundar Arnlaugssonar haldið í Menntaskólanum í Hamra- hlíð. Margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar verða meðal þátttakenda og eru áhorfendur vel- komnir. Víkverji skrifar... MÁR Jónsson sagnfræðingur skrifaði nýverið grein í fréttabréf Sagnfræðingafélags ís- lands þar sem hann vekur athygli á að alltof lítið sé gert af því að skrá skjöl og handrit og stórhuga heim- ildaútgáfur séu varla til. Már hefur aflað sér mikillar þekkingar á bréf- um og handritum frá 17. og 18. öld, en hann hefur m.a. skrifað ævisögu Árna Magnússonar, sem íslending- ar geta þakkað öðrum fremur að við eigum í dag ómetanleg handrit og skjöl frá fyrri öldum. I greininni gagnrýnir Már starfsbræður sína fyrir það sem hann kallar „endurvinnslutilhneig- ingar“, þ.e. ofuráherslu á að endur- skoða og endurmeta söguna. Hann segir að fræðimenn telji að tíma sínum sé best varið með úrvinnslu á þeim efnivið sem þegar liggur fyrir á prenti. Jafnframt leggi þeir áherslu á að endurtúlka atriði og atburði. „Það kallast fræðileg um- ræða og hún þykir ennþá göfugri en úrvinnsla," segir Már í grein sinni. Már víkur síðan að því sem hann telur að hafi gleymst, þ.e. sjálfum heimildunum og því að gera þær aðgengilegar fyrir þá sem rann- saka söguna. „Ekki má gleymast að fyrst og fremst vindur fræðun- um fram við athuganir á handrit- um, bréfum og skjölum. Skeyting- arleysi um þetta þrennt er orðið að vandamáli sem þarf að takast á við og ræða, ekki síður en smjörfjallið var á árum áður. Enginn vildi borða það og sama virðist vera í Uppsiglingu í sagnfræðirannsókn- um; enginn nennir að lesa og skrá óprentuð gögn, hvað þá gefa þau út. Heimildaútgáfur frá 19. öld og fyrri hluta 20. aldar eru að fara úr bandinu á bókasöfnum landsins, þaulnýttar gagnrýnislaust og jafn- vel endurprentaðar án frekari at- hugunar á forsendum og aðföngum fyrri útgefenda. Stórhuga útgáfu- verkefni eru varla til og alltof lítið um smærri áform, þótt einhver séu og mörg hin vönduðustu. Enn verri er skortur á skrám yfir skjöl og bréf og efni handrita. Veikburða tilraunir í þá átt að auka við slíkt vekja ekki miklar vonir um árang- ur allra næstu árin og fari svo fram sem horfir verður ástandið síst betra í lok þessarar aldar en nú er; alltof mikið efni er og verður illa skráð og óskráð." Að mati Víkverja er þarna sett fram athyglisverð gagnrýni sem sagnfræðingar og aðrir áhuga- menn um sögu hljóta að velta fyrir sér. xxx AÐ hefur nokkuð dregist hjá Víkverja að ná í nýju síma- skrána, en sem kunnugt er var dreifing hennar boðin út og bauð dótturfyrirtæki Skeljungs lægst. Notendur verða því að nálgast símaskrána á bensínstöðvum Shell eða í afgreiðslu Landssímans. Ekki er hægt að fá símaskrá hjá Islan- dspósti eins og verið hefur. Þegar Víkverji loksins dreif sig á bensínstöð til að ná í símaskrána var honum tjáð að hún hefði klár- ast, en von væri á henni. Um kvöld- ið kom Víkverji við á annarri Shell- stöð og þar fengust sömu svör. í Morgunblaðinu í gær kemur fram að upplagið af símaskránni hefur klárast og viðbótarprentun verði ekki lokið fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Þetta telur Víkverji óviðunandi þjónustu. Það þarf ekki mikla framsýni til að sjá að all- flestir símnotendur munu sækja símaskrána á fyrstu dögum og vik- um eftir að hún kemur út. Utgef- andi verður að sjá til þess að þá sé nóg til. XXX VIKVERJI er einn af mörgurn tryggum aðdáendum Tagg- arts. Síðastliðinn þriðjudag hófust sýningar á þriggja þátta röð í Sjónvarpinu. Víkverji hélt að Sjónvarpið hefði náð samkomulagi við aðdáendur Taggarts um að sýna þættina á einni viku, en nú bregður svo við að þeir verða sýnd- ir á þremur vikum. Þessu ber að mótmæla harðlega. Eins er sérk- ennilegt að þátturinn sem nú er sýndur er greinilega eldri en þætt- ir sem sýndir hafa verið að undan- förnu. Nýr maður hefur bæst í hóp lögregluliðsins og hefur hann sýnt ágæta takta í síðustu þáttum. í þáttunum sem nú er verið að sýna bregður svo við að félagar fara skyndilega að ræða um hann sem „nýja manninn“ svo greinilegt er að þetta er fyrsti þátturinn þar sem þeir vinna með honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.