Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR M. RICHARDSON + Gunnar M. Richardson fæddist á Borðeyri við Hnítafjörð 24. janúar 1934. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 8. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 16. júní. -j Góður vinur og vinnufélagi til margra ára er látinn. Fregn- inni um andlátið fylgir sársauki og harmur en þessum staðreyndum fær enginn breytt. Gunnar greindist með krabbamein fyrir tveimur árum og bai-ðist við þann illvíga sjúkdóm með dugnaði og æðruleysi uns yfir lauk. Það eru óteljandi minningar sem sækja á hugann þegar ég hugsa um vin minn Gunnar. Kynni okkar tókust árið 1955 eða fyrir 45 árum þegar hann hóf störf hjá Ora hf. en ég starfaði þá þar sem sumarmaður. Frá árinu 1959 höfum við svo starfað mjög náið saman eða í 40 ár. Gunnar starfaði fyrstu árin sem sölustjóri en síðar sem skrifstofustjóri. Það er dllkil og góð lífsreynsla að hafa starfað svo lengi með Gunnari. Mér er sérstaklega minnisstætt hversu atorkusamur og vinnusamur hann var alla tíð og hversu vel hann hélt utan um þá hluti sem honum var treyst fyrir. Reglusemi og stundvísi voru ætíð í fyrirrúmi. Við áttum einnig okkar gleðidaga utan vinnunar. Við renndum saman fyrir silung, sjóbirting og lax og leigðum í nokkur ár neðri hluta Gljúfurár í Borgarfirði ásamt fleiri r&lögum. Við komum okkur þar upp litlum kofa sem við gátum dvalið í í irístundum ásamt mökum og veiðifé- lögum. Þetta voru skemmtilega ár, Gunn- ar var góður og feng- sæll veiðimaður sem unun var að fylgjast með við veiðar. Fyrir all mörgum árum vor- um við saman við veið- ar austur í Iðu. Þar setti Gunnar í sinn stærsta lax, 26 punda og tókst okkur eftir mikil átök að ná laxin- um á land. Ég gleymi aldrei fagnaðarlátun- um í Gunnari þegar okkur tókst að handsama laxinn og koma honum á þurrt. Gunnar var drengur góður í þess orðs fyllstu merkingu, samvinnufús, traustur og bóngóður er til hans var leitað. Hann var glaðlyndur og hláturmildur og átti gott með að umgangast fólk, enda þekkti hann marga í gegnum tíðina. Hann gat líka verið fastur fyr- ir og hélt sínum skoðunum stíft fram. Gunnar var farsæll í sínu einkalífi. Hann átti þvi láni að fagna að eiga góðan lífsförunaut sér við hlið, eigin- konuna Hrafnhildi og sólargeislana sem þau hjónin unnu svo heitt börn- in, barnabörnin og barnabarnabörn- in. Það var erfitt að sjá á eftir svo traustum og góðum starfskrafti sem Gunnar var, en hann hætti störfum í ágúst á sl. ári vegna veikinda sinna. Víst mun ég eiga bágt með að trúa því að sjá ekki framar vin minn með gleðibros á vör og veit ég að þar mæli ég einnig fyrir munn vinnufé- laga og vina. Elsku Haddý mín, á sorgarstundu kemur fátt okkur að haldi annað en bænin og bið ég algóðan guð að styrkja þig og fjölskyldu þína í haimi ykkar og söknuði. Ég og fjöl- + Eiginkona mín, MARY THERESE GUÐJÓNSSON, sendiráðsfulltrúi í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík, lést á Landspítalanum 15. þ.m. Útför hennar verður gerð frá Kristskirkju á Landakoti, laugardaginn 24. júníkl. 16.30. Halldór Guðjónsson. Minningarathöfn um hjónin LOUISU MATTHÍASDÓTTUR (1917-2000) og LELAND BELL (1922-1991), verður haldin í Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 23. júní kl. 13.30. Temma Bell, Ingimundur S. Kjarval, Úlla I. Kjarval, Melkorka I. Kjarval, Nína Sóley I. Kjarval, Vala I. Kjarval. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð vegna andláts föður okkar, tengda- föður og afa, JÓHANNSJÓNSSONAR frá Mýrartungu, Hjallaseli 55. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- deildarinnar í Seljahlíð. Guðrún Jóhannsdóttir, Ragnar Már Amazeen, Margrét Jóhannsdóttir, Björn Jónsson, Jón Jóhannsson, Súsanna Steinþórsdóttir, Halldór Jóhannsson, Kristín Jóhannsdóttir, Hörður Óli Guðmundsson og afabörn. skylda mín viljum að leiðarlokum þakka Gunnari allan þann trúnað, traust og hlýju er hann ætíð sýndi okkur og aldrei brást. Blessuð sé minning hans. Magnús Tryggvason. Með þessum línum langar mig að kveðja einn besta samstarfsmann minn s.l. 15 ár og um leið þakka hon- um fyrir þann tíma sem við vorum samferða á lífshlaupi okkar, ánægju- legt og farsælt samstarf tO margra ára er nú á enda. Ég man fyrst eftir Gunna á gömlu skrifstofunum í Ora, fyrir um 30 ár- um þegar ég var smá polli en á síð- ustu 15 árum höfum við starfað þar náið saman. Hann var alltaf bros- mildur og kátur, gerði grín að öðrum og jafnvel sjálfum sér ef svo bar und- ir, oftar en ekki var gert grín að því sem búið var að leysa eða hafði kom- ið upp. Hann kom ávallt fram við mig sem jafningja sinn þó hann væri nærri 30 árum eldri. Orðið vandamál var ekki til hjá honum því allt var leyst með brosi á vör. Áttum við oft góðar stundir þar sem rætt var um veiði, ferðalög og fyrstu árin í Ora. Gunnar bjó í Garðabæ og var hann einn helsti hvatamaður þess að við hjónin keyptum okkur þar húsnæði líka. Hann fylgdist vel með gangi mála hjá minni fjölskyldu, til marks um það spurði hann oft um hvernig gengi með börnin, sérstaklega þegar breytingar voru hjá þeim eins og að byrja í leikskóla eða skóla. Skilið hefur verið eftir skarð sem verður vandfyllt. Hann var mjög traustur og sótti ég oft til hans reynslu og fróðleik sem hann miðlaði af kostgæfni. Ég á eftir að sakna þess að hitta Gunnar ekki aftur í lifanda lífi. Elsku Haddý og fjölskylda, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur á erfiðri stundu. Minningar um góðan mann munu lifa með okkur. Tryggvi Magnússon og fjölskylda. Kveðja frá ferðaklúbbnum Kær vinur okkar, Gunnar M. Richardson, er látinn eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Gunni Rikk eins og hann var alltaf kallaður í vinahóp og konan hans hún Haddý hafa verið í ferðaklúbbn- um okkar í mörg ár og tekið þátt í ferðum innanlands sem utan og í þessum ferðalögum hafa þau hjón ætíð verið ómissandi og tekið fullan þátt í öllum verkum, sem eru mörg á svona ferðalögum þegar farið er yfir vegi og vegleysur á öllum tímum árs. Alltaf var sama ljúfmennskan og gamansemin í fyrirrúmi. Gunnar var mjög vel lesinn og var alveg sama hvar við vorum, hann hafði alltaf frá einhverju að segja um landið og söguna. Frásagnargleði hans var mikil og minnisstætt er okkur að heyra Gunnar segja frá því þegar hann vann við að leggja sím- ann á Snæfellsnesinu, þar sem hann kunni skil á öllum nöfnum jafnt í landslaginu og á bæjunum. Það var líka þar sem hann kynntist Haddý sinni þegar þau voru kornung og hún var kaupakona í Gröf. Okkur verður minnisstæð síðasta ferðin, sem Gunnar tók þátt í með okkur, en það var árlega þorrablótið okkar í janúar á Hellu, þá hittist einmitt þannig á að hann átti 66 ára afmæli. Við eigum eftir að sakna þess að sjá ekki glettna brosið hans Gunna framar og kveðjum hann með sökn- uði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Haddý, við sendum þér, börnum, barnabörnum og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Ferðaklúbburinn. Einn glaðværasti samferðamaður sem ég hef kynnst á minni leið, Gunnar vinur minn Richardson, er nú látinn 66 ára að aldri. Þau eru orðin mörg árin sem við Gunnar er- um búnir að vera vinir og félagar. Við vorum nágrannar er við hófum búskap og fórum að ala upp okkar börn og þá þegar hófst vinátta á milli okkar og eiginkvenna okkai- sem aldrei hefur rofnað. Af mörgu er að taka þegar ég nú rifja upp samverustundir okkar Gunnars og fjölskyldna okkar í gegnum tíðina. Mér eru minnisstæð ferðalög okkar hjóna og barna okkar fyrstu búskaparárin. Vægt til orða tekið voru þau ferðalög ansi skraut- leg á köflum að því leyti að hvorugur átti pening svo heitið gæti. Bílarnir lélegir, malarvegirnir holóttir og rykugir og vart ökufærir og útilegu- búnaðurinn, ekki var hann betri, botnlaust tjald, u.þ.b. fjórir fermetr- ar, og prímusinn oft stíflaður þegar hefja átti eldamennsku. En góða skapið hans Gunnars bjargaði alltaf, sama á hverju gekk, alltaf gat hann fundið spaugilegu hliðarnar á hlut- unum sem nægðu til að ferðirnar heppnuðust og allir komu kátir heim. Gunnar var mikill veiðimaður, bæði á lax og fugl og þar nýttist sjón- in honum vel. Hún vai' svo góð að af bar. í einni ferðinni er við vorum á leið suður, eftir að hafa verið við veiðar í Sandá í Þistilfirði, varð ég þess fyrst áskynja hve sjón hans var með eindæmum góð. Þannig var að við ókum eins og leið lá suður Norð- urárdalinn þegar Gunnar allt í einu stoppar bílinn og hleypur niður að Norðurá og nær þar í vænan lax sem svartbakurinn hafði verið að stýra á land. Þetta atvik vakti mikla kátínu viðstaddra og laxinn var að sjálf- sögðu matreiddur þegar heim var komið. Ferðir okkar hjóna áttu eftir að ÓSK GÍSLADÓTTIR + Ósk Gísladóttir fæddist á Óseyr- arnesi í Árnessýslu 7. október 1904. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 8. júní síð- astliðinn og fór útfór hennar fram frá Fossvogskirkju 19. júní. Það er þetta með minninguna, það er raunverulega það sem maður á og enginn getur frá manni tekið. Eg á margar góðar minningar frá mínum fyrstu kynn- um við þessa merku konu sem nú er nýlátin í hárri elli södd lífdaga. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég var um 19 ára og kynntist Ósk, fór þá í heimsókn til þeirra mæðgna í Skaftahlið 42. Upp frá því styrkt- ust bönd okkar og alltaf var hún við mig eins og ég væri hennar. Ég kom oft í heimsókn til þeirra með litla Gísla minn, sem skírður var eftir pabba hennar. Þá gaf hún sér stund með okkur við að mála á kubba og tindáta og eru þeir til enn og eru leikföng barnabarna minna og þau tala um að pabbi hafi málað á þá hjá Ósk frænku þegar hann var lítill. Einnig minnist ég þess þegar við fórum í reisu um Suðurland og gistum að Skógaskóla, jólaboðanna uppi í Skaftahlíð sem hún hélt fyrir allt sitt fólk og stóru stundarinnar þeg- ar dóttir mín var skírð í höfuðið á henni. Það fannst mér að yrði gæfa dóttur minnar að heita nafninu hennar. Hún var mér hlý og einnig verða margar, svo margar að ég hef ekki tölu yfir það lengur. Ferðalögin urðu bæði suður til Evrópu sem og til fjalla hér innanlands. Gunnar og Hrafnhildur, hans ágæta kona, byggðu sér einbýlishús í Kópavogi og síðar aftur í Garðabæ. Einnig byggðu þau sumarhús við Meðalfellsvatn í Kjós, en það seldu þau hjón er krafturinn fór dvínandi, en oft er það svo að þegar fólk hefur komið sér fyru' fjárhagslega og kom- ið að starfslokum þá ganga plönin sem áður voru gerð ekki upp vegna heilsubrests annars maka, hversu vel sem þau voru skipulögð. Eftir öll þessi ár má lengi rifja upp sælar minningar um góða daga með þeim Hrafnhildi og Gunnari en hér ætla ég að láta staðar numið. Geng- inn er drengur góður sem hafði þann hæfileika að koma öllum í gott skap. Guð blessi minningu hans. Við Unnur samhryggjumst þér, Hrafnhildur mín, svo og börnunum á kveðjustundu. Hinlangaþrauter liðin nú loksins hlaustu friðinn ogallterorðiðrótt, núsæll ersigurunninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Ragnar Jóhannesson. Kæri Gunnar. Ég hef mikið hugs- að til þín eftir að þú fluttir til æðri heimkynna. Það var fyrir sex árum að við kynntumst. Þú tókst mér strax vel, sýndir áhuga á mínum högum og fylgdist með af áhuga hvernig afl- aðist af síld og loðnu. Vegna mikillar fjarveru minnar á sjó urðu samveru- stundir okkar færri en ég hefði kos- ið. Við áttum þó margar góðar stundir þar sem þú sagðir frá ýmsu sem á daga þína hafði drifið. Þar bar á góma ferðalög innanlands sem ut- an, veiðiferðir á sjó og landi og margt fleira. Greiniiegt var að þarna fór maður sem vissi hvemig hægt var að fá sem mest út úr lífinu og jafnvel án þess að kosta miklu til. Ég man hversu áhugasamur þú varst þegar við Aila fluttum í Dofraborg- irnar. Þar þekktir þú hverja þúfú og áttir mörg æskusporin. Það var eins og þú værir kominn heim er þú komst í heimsókn. Það var erfitt að kyngja því að þú hafðir greinst með ólæknandi krabbamein og ættir skammt eftir ólifað. Þrátt fyrir erf- iða lyfjameðferð heyrði ég þig aldrei kvarta eða kveinka þér, þetta er bara svona og við því er ekkert að gera. Þetta undirstrikaðir þú með þínu glaðværa brosi og ákveðinni handahreyfingu, ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast ykkur Haddý, börnunum ykkar og þeirra fólki, öðrum ættingjum og vinum og er örugglega betri maður eftir. Megi algóður guð styrkja þau í sorg sinni. Hvíl þú í friði. Jens Kristinsson. góður leiðbeinandi um hvað ég skyldi lesa af Guðsorðum þegar ég þurfti á styrk að halda. Hún kom alltaf með hlýjuna með sér þegar hún kom í heimsókn eða ég fór í heimsókn til hennar. Um hver jól hugsaði hún um okkur. Hún var alltaf sama góða Osk þótt aldurinn færðist yfir hana. Það var líkaminn sem gat ekki meira. Ég minnist þess sem hún sagði svo oft þegar við vorum að spjalla saman um lífið og tilveruna að henni fyndist hún vera ung og kannski gerir það fólk glatt og ánægt. Ég þakka henni fyrir hvað hún var mér og börnun- um mínum, Gísla og Ósk, góð. Ég bið góðan Guð um að geyma hana. Ingibjörg Leifsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.