Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 2S ERLENT „Allt í lagi að kjós- endur sofí á kjördag“ YOSHIRO Mori, forsætisráð- herra Japans, sætti harðri gagnrýni dagbiaða og stjórnar- andstæðinga í gær vegna um- mæla hans um að óákveðnir kjósendur mættu sofa af sér þingkosningarnar á sunnudag. „Um það bil 40% kjósend- anna hafa ekki áhuga eða eru enn óákveðnir,“ sagði Mori í kosningaræðu í fyrrakvöld. „Það er allt í lagi ef þeir sofa á kjördag og segjast ekki hafa áhuga á kosningunum, þótt ég telji að það gerist ekki.“ Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að flokkur Moris, Frjálslyndi lýðræðisflokkur- inn, fari með sigur af hólmi í kosningunum, þrátt fyrir mikl- ar óvinsældir forsætisráðherr- ans. Flokkurinn kann þó að bíða ósigur ef margir hinna óákveðnu kjósa stjórnarand- stöðuna. „Það er hneykslanlegt að hvetja fólk til að sofa á kjör- dag,“ sagði Yukio Hatoyama, leiðtogi stærsta stjórnarand- stöðuflokksins, Lýðræðisflokks Japans, og kvað Mori óttast að óflokksbundnir kjósendur styddu stjómarandstöðuna. Friðarvið- ræður sam- þykktar Stærstu stjórnmálaflokkar Sri Lanka samþykktu í gær að hefja viðræður við skæruliða tamílsku tígranna um drög að friðaráætlun með það að markmiði að binda enda á ára- tuga blóðsútheilingar á eyj- unni. Chandrika Kumaratunga forseti hafði áður hafnað við- ræðum við skæruliðana og sagt að ekki kæmi til greina að þeir fengju aðild að bráðabirgðarík- isstjórn sem mynduð verður samkvæmt friðaráætluninni. Forsetinn féllst hins vegar á að stofnað yrði sérstakt ráð sem ætti að fara með málefni norða- usturhluta eyjunnar og tam- sflsku tígrarnir gætu fengið að- ild að því ef þeir hættu vopnaðri baráttu sinni fyrir sjálfstæðu ríld tamfla á svæðinu. Styrkur til ósonverndar Alþjóðabankinn hyggst veita Indverjum styrk að andvirði 6,2 milljarða króna til að hætta framleiðslu klórflúrkolefna, sem eyða ósonlaginu. Féð verð- ur notað til að greiða fyrirtækj- um bætur fyrir að hætta fram- leiðslunni í áföngum. „Óðurinn til gleðinnar44 bannaður Fílharmóníuhljómsveit Teher- an var meinað að flytja „Óðinn til gleðinnar" eftir Beethoven á tónlistarhátíð, sem hófst í borg- inni í gær, vegna þess að bann- að er að nota kvenraddir sam- kvæmt íslömskum lögum sem gilda í Iran. Tónlistarhátíðin, sem nefnist Fete de la Mus- ique, hófst í Frakklandi 1982 og er nú haldin í mörgum löndum. Venja er „Óðurinn til gleðinn- ar“ sé fluttur á hátíðinni. Leiðtogafundi ESB lokið án breytinga á aðgerðum gegn Austurríki Málamiðlun um skatta Santa María da Feira. Reuters, AP. LEIÐTOGUM Evrópusambandsins (ESB) tókst á síðustu stundu fyrir lok tveggja daga fundar þeirra í Feira- kastala skammt frá Oportó í Portúgal á þriðjudag að ná samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við fjár- magnstekjuskatksflótta milli aðildar- ríkja sambandsins. Austurrfldsmenn voru síðastir til að fallast á málamiðl- un í þessari þrálátu skattadeilu. Ýjað var að því ennfremur, að þess kunni að vera skammt að bíða, að fram verði lagðar tillögur um hvemig dregið verði úr hinum pólitísku ein- angrunaraðgerðum ESB-rflqanna 14 gegn Austurrfld, sem hófust í febr- úarbyrjun í tilefni af stjómarþátttöku hins umdeilda Frelsisflokks. Wolf- gang Schiissel, kanzlari Austurrflds, sagðist í gær reikna með að Portú- galar leggi fram tillögur um næstu skref fyrir mánaðamótin, en þá taka Frakkar við ESB-formennskunni. Antonio Guterres, forsætisráð- herra Portúgals, var spurður hvort samþykki Austurríkismanna við skattamálamiðluninni hefði verið keypt með fyrirheitum um að koma milliríkjasamskiptunum við Austur- ríki aftur í eðlilegt horf og hann vísaði því með öUu á bug. Tækifæri fyrir ísland? Lykilþáttur í því að málamiðlun náðist í fjármagnstekjuskattsmálinu var að skilyrði fyrir því að ESB-ríkin byrji á að skiptast á upplýsingum um eigendur bankainnistæðna yrði að samkomulag náist við þriðju ríki, einkum lönd á borð við Sviss, Liecht- enstein, Bandaríkin og fleiri, um að taka þátt í þessum upplýsingaskipt- um. Ýmsir hafa lýst svartsýni á að samningar um slíkt takist. Halldór Asgrímsson utanrfldsráðherra, sem í gær var staddur á ráðherrafundi Eystrasaltsráðsins í Björgvin í Nor- egi, tók í samtali við Morgunblaðið undir slíkar efasemdir. „Þeir munu sjálfsagt reyna að ná saman við okkur líka,“ segir Halldór; „það er mjög lítið af erlendu fjár- magni á íslandi. Það gæti verið að þetta verði til þess að það verði vax- andi áhugi á því að koma því fyrir á íslandi.“ fjmmtudag t 3 Runnar a& eigin vali 999 kr. Meðal tegunda: Blátoppur, Runnatnura, Dögglingskvistur, Loðvíbír, Yllir, Hansarós, Reyniblaðka, Víóikvistur og Bjarkeyjarkvistur. 10 Flauelsblóm k 499 Aspir eitt veró allt aS 250sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.