Morgunblaðið - 22.06.2000, Síða 29

Morgunblaðið - 22.06.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 2S ERLENT „Allt í lagi að kjós- endur sofí á kjördag“ YOSHIRO Mori, forsætisráð- herra Japans, sætti harðri gagnrýni dagbiaða og stjórnar- andstæðinga í gær vegna um- mæla hans um að óákveðnir kjósendur mættu sofa af sér þingkosningarnar á sunnudag. „Um það bil 40% kjósend- anna hafa ekki áhuga eða eru enn óákveðnir,“ sagði Mori í kosningaræðu í fyrrakvöld. „Það er allt í lagi ef þeir sofa á kjördag og segjast ekki hafa áhuga á kosningunum, þótt ég telji að það gerist ekki.“ Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að flokkur Moris, Frjálslyndi lýðræðisflokkur- inn, fari með sigur af hólmi í kosningunum, þrátt fyrir mikl- ar óvinsældir forsætisráðherr- ans. Flokkurinn kann þó að bíða ósigur ef margir hinna óákveðnu kjósa stjórnarand- stöðuna. „Það er hneykslanlegt að hvetja fólk til að sofa á kjör- dag,“ sagði Yukio Hatoyama, leiðtogi stærsta stjórnarand- stöðuflokksins, Lýðræðisflokks Japans, og kvað Mori óttast að óflokksbundnir kjósendur styddu stjómarandstöðuna. Friðarvið- ræður sam- þykktar Stærstu stjórnmálaflokkar Sri Lanka samþykktu í gær að hefja viðræður við skæruliða tamílsku tígranna um drög að friðaráætlun með það að markmiði að binda enda á ára- tuga blóðsútheilingar á eyj- unni. Chandrika Kumaratunga forseti hafði áður hafnað við- ræðum við skæruliðana og sagt að ekki kæmi til greina að þeir fengju aðild að bráðabirgðarík- isstjórn sem mynduð verður samkvæmt friðaráætluninni. Forsetinn féllst hins vegar á að stofnað yrði sérstakt ráð sem ætti að fara með málefni norða- usturhluta eyjunnar og tam- sflsku tígrarnir gætu fengið að- ild að því ef þeir hættu vopnaðri baráttu sinni fyrir sjálfstæðu ríld tamfla á svæðinu. Styrkur til ósonverndar Alþjóðabankinn hyggst veita Indverjum styrk að andvirði 6,2 milljarða króna til að hætta framleiðslu klórflúrkolefna, sem eyða ósonlaginu. Féð verð- ur notað til að greiða fyrirtækj- um bætur fyrir að hætta fram- leiðslunni í áföngum. „Óðurinn til gleðinnar44 bannaður Fílharmóníuhljómsveit Teher- an var meinað að flytja „Óðinn til gleðinnar" eftir Beethoven á tónlistarhátíð, sem hófst í borg- inni í gær, vegna þess að bann- að er að nota kvenraddir sam- kvæmt íslömskum lögum sem gilda í Iran. Tónlistarhátíðin, sem nefnist Fete de la Mus- ique, hófst í Frakklandi 1982 og er nú haldin í mörgum löndum. Venja er „Óðurinn til gleðinn- ar“ sé fluttur á hátíðinni. Leiðtogafundi ESB lokið án breytinga á aðgerðum gegn Austurríki Málamiðlun um skatta Santa María da Feira. Reuters, AP. LEIÐTOGUM Evrópusambandsins (ESB) tókst á síðustu stundu fyrir lok tveggja daga fundar þeirra í Feira- kastala skammt frá Oportó í Portúgal á þriðjudag að ná samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við fjár- magnstekjuskatksflótta milli aðildar- ríkja sambandsins. Austurrfldsmenn voru síðastir til að fallast á málamiðl- un í þessari þrálátu skattadeilu. Ýjað var að því ennfremur, að þess kunni að vera skammt að bíða, að fram verði lagðar tillögur um hvemig dregið verði úr hinum pólitísku ein- angrunaraðgerðum ESB-rflqanna 14 gegn Austurrfld, sem hófust í febr- úarbyrjun í tilefni af stjómarþátttöku hins umdeilda Frelsisflokks. Wolf- gang Schiissel, kanzlari Austurrflds, sagðist í gær reikna með að Portú- galar leggi fram tillögur um næstu skref fyrir mánaðamótin, en þá taka Frakkar við ESB-formennskunni. Antonio Guterres, forsætisráð- herra Portúgals, var spurður hvort samþykki Austurríkismanna við skattamálamiðluninni hefði verið keypt með fyrirheitum um að koma milliríkjasamskiptunum við Austur- ríki aftur í eðlilegt horf og hann vísaði því með öUu á bug. Tækifæri fyrir ísland? Lykilþáttur í því að málamiðlun náðist í fjármagnstekjuskattsmálinu var að skilyrði fyrir því að ESB-ríkin byrji á að skiptast á upplýsingum um eigendur bankainnistæðna yrði að samkomulag náist við þriðju ríki, einkum lönd á borð við Sviss, Liecht- enstein, Bandaríkin og fleiri, um að taka þátt í þessum upplýsingaskipt- um. Ýmsir hafa lýst svartsýni á að samningar um slíkt takist. Halldór Asgrímsson utanrfldsráðherra, sem í gær var staddur á ráðherrafundi Eystrasaltsráðsins í Björgvin í Nor- egi, tók í samtali við Morgunblaðið undir slíkar efasemdir. „Þeir munu sjálfsagt reyna að ná saman við okkur líka,“ segir Halldór; „það er mjög lítið af erlendu fjár- magni á íslandi. Það gæti verið að þetta verði til þess að það verði vax- andi áhugi á því að koma því fyrir á íslandi.“ fjmmtudag t 3 Runnar a& eigin vali 999 kr. Meðal tegunda: Blátoppur, Runnatnura, Dögglingskvistur, Loðvíbír, Yllir, Hansarós, Reyniblaðka, Víóikvistur og Bjarkeyjarkvistur. 10 Flauelsblóm k 499 Aspir eitt veró allt aS 250sm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.