Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ
58 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000
TEWP EO
Vinsældalisti þar sem
þú hefur áhrif!
á uppieið
►stendur í stað
á niðurieið
rb' nýtt á lista
¥ikan 21.08. - 28.06.
^ 1. Falling Away From Me
Korn
|| 2. Oops.J did it again
Britney Spears
3. Make me bad
Korn
4. Rock Superstar
Cypress Hill
4r 5. You Can Do It
lce Cube
^ 6. Crushed
Limp Bizkit
^ 7. Forgot about Dre
Eminem
4- 8. Dánarfregnir og jarðarfarir
Sigur Rós
^ 9. Ex Girlfriend No
No Doubt
4 10. Saymyname
estiny's Child
4» 11. Freestyler
Bomfunk Mc's
^ 12. Bye, bye, bye
N Sync
There you go
Pink
Thong Song
Sisqo
Other side
Red Hot Chili Peppers
Tell Me
Einar Ágúst og Telma
Never be the same again
Mel C & Lisa "left eye” Lopes
Don't wanna let you go
Five
Run to the Water
Live
20. Music Non Stop
Kent
{ 13.
4 15-
4 19-
•> .\4t.*+*>VXAy.Þ. MI
Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is.
® mbl.is TDPP 2D
SKJAREíNN
UMRÆÐAN
FYRIR hartnær
tuttugu árum rakst ég
á mannkerti sem sagð-
ist hugsa á ensku þegar
mikið lægi við. Engu
líkara er en að kóninn
fjölgi sér með skipt-
ingu, altént er hann
margra manna maki og
eflist með degi hverj-
um. Svei mér, ef hann
er ekki farinn að reka
annað hvert fyrirtæki á
landinu! Slíkur er
dugnaðurinn að hann
munar ekki um að
stunda blaðamennsku
meðfram. Hann segir
lesendum Morgunblaðsins að leikar-
inn Ryan O’Neal og ástkona hans
„hefðu verið í tárum“ nýverið. Að því
búnu þýddi hann matseðil fyrir veit-
ingastað í miðborginni og þýddi „cod
roe“ sem „þorsk hrogn“ (ef þetta er
ekki hrognamál þá hvað?). Sögunni
fylgir að á sama matseðli er boðið
upp á „humar og kjúklinga stir íry.“
(stirð fræ?). Ekki þótti honum nóg að
gert í þýðingarmálum heldur snaraði
hann texta úr ensku fyrir Flugleiðir.
Þar þýddi hann „U.S.A“ sem
„U.S.A“, „U.S. dollars" sem „U.S-
■dollara". Sagði einhver „prent-
smiðju-íslenska"?
Hafandi unnið þessi afreksverk
tók hann til óspilltra málanna við að
útrýma góðum íslenskum orðum og
setja ensk í þeirra stað. Orðin „sígi]t“
og „goðsögn“ verða að víkja, segir
hann. I staðinn á að segja „klassískt“
og „mýta“. Það má heldur ekki nota
orðasambandið „um það bil“, „ein-
hver“ skal það heita því á ensku
segja menn „some“. Helst á að segja
„ein önnur“ (one another), ekki „enn
ein“ því hið síðastnefnda er ekki
„kúl“, ég meina „cool“.
Og engum má hlífa
lengur, nú skulu menn
„sparaðir", því eins og
hetjan sagði „heggur sá
er spara skyldi“. Svo
verður að hlffa (afsakið
orðbragðið) mönnum
við orðum á borð við
„tekjur“, „innkoma"
kemur inn í staðinn fyr-
ir gamla, fúla orðið. En
það er ekki tekið út
með sitjandi sældinni
að útiýma orðum,
menn verða gjarnan
þyrstir við þá iðju.
Maðurinn ákvað því að
fara á „pöbb“, að sjálfsögðu má ekki
nota vænar dönskuslettur á borð við
„krá“ og „knæpa“, ég tala nú ekki um
Málfar
Sé maður nógu
heimskur til að halda
að „U.S. dollarar“ sé
íslenskt orð, segir
Stefán Snævarr, þá er
eins víst að maður sé
ekki starfí sínu vaxinn.
fom íslensk orð eins og „öldurhús".
Svo brá hann sér í kvenmannslíki og
fór að vinna í Leifsstöð. Þar upplýsti
hann gesti og gangandi um að hitt og
þetta mætti greiða með „U.S.dollur-
um“ (hvemig ætli „U.S.-forsetanum“
Clinton líði?). Næst fékk hann sér
vinnu hjá ferðaskrifstofu og auglýsti
sœtir
sofar
Smiðjuvegi 9 • S. 564 1475
ferðir til „U.S.A“, „verðin“ náttúru-
lega óviðjafnanleg. Að því búnu
breytti hann sér í hóp ungmenna
sem valdi tónlistarmyndband ársins í
sjónvarpsþætti og gjammaði um
„home movie“, „mood“ og „take“.
Þrátt fyrir þessi afrek sótti óyndi
að manninum. Astæðan var sú að
honum þóttu íslendingar sletta ís-
lensku helst til mikið. Til að bæta
skap sitt brá hann á það ráð að semja
auglýsingar á ensku fyrir búð í
Kringlunni og kvikmyndahús Sáms
frænda. I leiðinni skreytti hann
auglýsingu frá Kolaportinu með
orðasambandinu „rock bottom
prices". Svo þótti honum sem enska
heyrðist of sjaldan á öldum ljósvak-
ans og réð bót á því með að ráða fyrr-
verandi plötusnúð af Vellinum til að
blaðra á útvarpsstöð einni. Þá loks
gat hann unnt sér hvíldar. Hann
lygndi aftur augum, íhugaði afreks-
verk sín, „sjá, það var harla gott“ (ég
meina „svaka kúl“, afsakið ,,cool“).
Að lokum sagði hann stundarhátt
„hafiði góðan dag.“
í fullri alvöru: Maðurinn, sem
hugsar á ensku, skilur ekki að unn-
endur íslenskrar tungu þurfa ekki að
skipta við fyrirtæki sem misþyrma
málinu. Enginn neyðir menn heldur
til að hlusta á útvarpsstöðvar sem
nota ljósvakann til að nauðga móður-
málinu. Mjög fáir verðlauna fyrir-
tæki fyrir enskumennsku en vissar
líkur eru á að þeim verði umbunað
íyrir gott mál. Læra má af banda-
rískum umhverfisverndarsamtökum
sem gefa fyrirtækjum stig eftir
frammistöðu í umhverfismálum.
Þau, sem standa sig vel, eru verð-
launuð, þau verstu sniðgengin
(bojkottuð). Málvemdarsinnar gætu
farið eins að, gefið fyrirtækjum stig
fyrir málnotkun, sniðgengið verstu
málsóðana, umbunað málvinum
(nota má Netið til að safna og dreifa
upplýsingum um sóðaskapinn).
Reyndar þurfa menn ekld að vera
málinu hliðhollir til að vantreysta
fyrirtækjum málvillinga. Þeir síðar-
nefndu reiða ekki vitið í þverpokum
og hver vill skipta við fífl? Sé maður
nógu heimskur til að halda að „U.S.
dollarar" sé íslenskt orð þá er eins
víst að maður sé ekki starfi sínu vax-
inn.
Það er mesti misskilningur að ekki
sé hægt að vernda íslenskt mál með
öðrum hætti en opinberri forsjá.
Markaðurinn getur veitt málvemd-
inni, sé rétt á málum haldið.
Höfundur er doktor i heimspeki og
dósent við menntastofnun íNoregi.
Málvernd og
markaður
Stefán Snævarr
opnum!
við byrjum að klippa
föstudaginn 23.júní
i Mörkinni I
(við hliðina é Gullsól)
sími: 533 1310
opnunartímí: 10-22
netfang: harx@harx.is
kíktu á okkur: www.harx.is
hár
15