Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisstjórnin fjallaði um afleiðingar skjálftanna með sérfræðingum 100 millj. varið til að mæta ófyrirséðum útgjöldum Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Oddsson ræðir við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfundinn. RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að leggja fram um 100 milljónir króna til að mæta ófyrir- séðum útgjöldum vegna afleiðinga jarðskjálftanna á Suðurlandi. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að þar væri m.a. um að ræða kostnað við að efla eftirlit jarðvísinda- manna, viðgerðarkostnað vegna skemmda sem orðið hefðu á vegum og hugsanlega einnig vegna tjóns sem fólk hefði orðið fyrir í tilvikum þar sem menn hefðu ekki átt þess kost að kaupa sér tryggingar, s.s. vegna rekstrarstöðvunar af völdum náttúruhamfara. Fulltrúar almannavarnaráðs, jarðeðlisfræðingar o.fl. sátu ríkis- stjórnarfundinn þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar jarðskjálft- anna á Suðurlandi. Davíð sagði að á fundinum hefðu einnig fengist upp- lýsingar og skýringar frá Viðlaga- tryggingum um hversu hratt þær gætu metið tjón af völdum skjálft- anna svo fólk þyrfti ekki að bíða lengi eftir niðurstöðum um bætur vegna tjóns sem heyrir undir Við- lagatryggingu. Komið til móts við ósk um öflugri tækjabúnað Akveðið hefur verið að efla við- búnað vegna jarðhræringanna á Suðurlandi og verður m.a. aukin vakt jarðeðlisfræðinga á Veðurstof- unni. Davíð sagði að jarðvísindamenn Veðurstofunnar teldu sig þurfa öfl- ugri mæla og annan tækjabúnað. „Eg geri ráð fyrir því að við munum koma til móts við það,“ sagði Davíð. Aðspurður um afleiðingar jarð- skjálftanna sagði Davíð að mann- virki hefðu í megindráttum staðið af sér skjálftana. „Við fáum þær fréttir að í útlönd- um sé sagt frá þessu þannig að hér sé mikil óáran og fólk liggi grátandi inni í hrundum húsum. Það er væntanlega byggt á því að jarð- skjálftar af þessari stærð, 6,6 á Richter, myndu annars staðar hafa valdið slíku tjóni. Hér er hins vegar bæði dreifbýlið meira og svo eru okkar hús almennt séð betur byggð. Þetta gerðist því ekki,“ sagði hann. Engin ástæða til óðagots Davíð sagði að visindamenn gerðu ráð fyrir að skjáftavirknin myndi færast í vesturátt frá upp- tökum stóru skjálftanna á laugar- dag og í fyrrinótt þó enginn gæti sagt fyrir hvort fleiri stórir skjálft- ar yrðu innan nokkurra daga, vikna eða ára. „Það er ekki ástæða til neins óðagots eða að menn hafi yfir sig miklar áhyggjur," sagði forsæt- isráðherra. Davíð sagðist aðspurður telja að almannavarnakerfið og annar ör- yggisviðbúnaður hefði reynst vel í jarðskjálftanum í fyrrinótt og engir alvarlegir brestir hefðu komið í ljós. Fjölmiðlar hefðu einnig staðið sig vel. Davíð var spurður hvort huga þyrfti að því að styrkja sérstaklega brúna yfir Þjórsá og benti hann á að til stæði að byggja nýja brú yfir Þjórsá, sem ætti að verða fullgerð eftir tvö til þrjú ár. „Það voru gerð- ar styrkingar á brúnni með hliðsjón af svona atburðum. Vegamálastjóri lýsti því mjög vel fyrir okkur í dag með hvaða hætti þær voru gerðar og hvað þær þoldu. Hann segir við okkur að þarna hefði verið um mikið álag að ræða á brúna og meira en þeir höfðu reiknað með að hún myndi þola en þessi gamla brú þoldi það mjög vel. Nú munu menn fara hratt í það verkefni að byggja nýja og vonandi enn öruggari brú, en þessi hefur staðið sig vel,“ sagði hann. Forsætisráðherra var einnig spurður hvernig hann hefði orðið var við jarðskjálftann í fyrrinótt. „Ég var reyndar úti á landi og var að lesa í bók og skrifa mér til minnis þegar skjálftinn varð. Ég gerði það sem mér bar að gera, að kveikja á útvarpinu, og sjö til átta mínútum seinna átti ég samtal við forstjóra Almannavarna," sagði Davíð. Nýbrú yfír Þjórsá á næsta eða þar næsta ári FYRIRHUGAJD er að reisa nýja brú yfir Þjórsá og er það á vegaáætlun á næsta ári eða árið 2002. Einar Haf- liðason, forstöðumaður brúardeildar Vegagerðarinnar, segir að jarð- skjálftarnir á laugardag og í fyrri- nótt hafi ekki veikt brýr á Suður- landsundirlendinu svo nokkru nemi, en hann var í gær að skoða brýr á svæðinu. Einar sagði að enn væri verið að fjalla um hvar veglína nýrrar brúar ætti að liggja. Tveir valkostir komi til helst til greina, annars vegar skammt neðan við núverandi brú og hins vegar ofan við holtið sem bær- inn Þjórsártún standi á. Enn sé þetta á umræðustigi og ekki búið að taka út alla kosti og galla þessara mögu- leika. Töluvert lengri Einar sagði að nýja brúin yrði trú- lega töluvert lengri en núverandi brú, en það réðist að nokkru leyti af hæð veglínunnar þarna, sem yrði trúlega verulega hæm en núverandi brú. Einar sagði að brúin væri inni á vegaáætlun árin 2001 og 2002. Óráð- ið væri hvenær hafist yrði handa, en það tæki ekki nema árið að byggja brúna. Hún ætti í síðasta lagi að verða komin í gagnið haustið 2002. Einar sagði að jarðskjálftarnir hefðu ekki veikt brýr á svæðinu svo nokkru næmi og það væri lítilsháttar sem sæi á Þjórsárbrú, en brúin var tekin í notkun árið 1950. Síðan hefði hún verið styrkt með tilliti til hugs- anlegs jarðskjálfta. Nýr flug- turn reis án truflunar á umferð SETTUR var nýr turn á flugstöð- ina í Vestmannaeyjum í gær og var beitt afar óvenjulegri aðferð við verkið. Gamli turninn var fjar- lægður án þess að hlé væri gert á störfum flugumferðarstjóra og sá nýi settur á og varð engin töf á flugumferð. Emii Ágústsson, sem hafði um- sjón með verkinu fyrir hönd Flug- málastjórnar, segir að gamli turn- inn á steypta hluta flugstöðvarinnar hafi verið smíð- aður úr stáigrind sem var orðin gegnumtærð af ryði og hélt turn- inn ekki vatni. Til þess að trufla ekki flugumferð um völlinn, sem er með þriðju mestu flugumferð á landinu, var ákveðið að smiða nýja turninn á verkstæði, full- glerja hann og ganga frá að öllu leyti á jörðu niðri. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Gamli flugtuminn hífður af flugstöðvarbyggingunni og sá nýi bíður þess að leysa hann af hólmi. Turninn er töluvert stærri en sá gamli. Gamli turninn var síðan hífður af snemma í gærmorgun og sá nýi settur á og gekk allt eft- ir áætlun. Emil segir að ekki sé vitað til þess að svona hafi verið staðið að málum áður hérlendis. Verkið tók tvær klukkustundir. Emil sagði að þetta hefði verið skemmtilegt og ögrandi verkefni frá sjónarhóli verkfræðinnar. Ytra gler í turninum er 10 mm þykkt og er með sólvörn. Þetta er þykkasta gler í mannvirki hér á landi. Innra glerið er samsett úr tveimur 8 mm samlímdum örygg- isglerjum en mikið vindálag er á þeim stað sem flugturninn er. Tilboð í framkvæmdir hækka um 10-20% Hætt við nokk- ur verkefni AUKIN umsvif í byggingariðnaði á höfuðborgarsvæðinu gera það að verkum að tilboð í verk á vegum op- inberra aðila hafa hækkað talsvert á undanförnum mánuðum. Dæmi eru um að hætt hafi verið við verkefni vegna þess að tilboðin sem bárust hafi verið of há en einnig hefur komið fyrir að alls engin tilboð hafi borist. Jóhanna Hansen hjá Fram- kvæmdasýslu ríkisins segir algengt að tilboð séu 10-20% hærri en í kostnaðaráætlun en tilboðin hafa farið hækkandi frá áramótum. Tefur fyrir framkvæmdum Nokkrum verkefnum hefur verið frestað vegna þess að tilboðin voru allt að 30% yfir kostnaðaráætlun. Bygging sambýlis fatlaðra í Kópa- vogi og fræðslumiðstöðvar á Þing- völlum mun t.a.m. bíða fram á næsta ár. Einnig eru dæmi um að hætt hafi verið við verk vegna þess að engin tilboð bárust, þannig verður t.d. ekk- ert af fyrirhuguðum viðgerðum á Iðnskólanum í Reykjavík. Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður byggingardeildar Innkaupastofnunar Reykjavíkur, segir að tilboð í verk á vegum borg- arinnar hafi farið heldur hækkandi. Algengt sé að tilboð séu um 10-20% hærri en sem nemur áætlun. Guðmundur segir að það komi til greina að hætta við verkefni ef engin viðunandi tilboð berast. Nú stendur til að bjóða út byggingu Víkurskóla en kostnaður við byggingu skóla- hússins er um 200-300 milljónir. Nýlega tók Borgarráð Reykjavík- ur tilboðum í framkvæmdir við tvo grunnskóla í Reykjavík sem bæði vora yfir kostnaðaráætlun. Sérblöð í dag ía Ssm: Morgunblaðsins Sérblab ttm vidskipti/tíivinmtlíf Morgunblaðinu í dagfylgir tímaritið 24-7. Útgefandi: Allt- af ehf. Ábyrgðarmaður; Snorri Jónsson. * SSH Magnaður endasprettur tryggði Spánverjum sigur /C3 ^ Þýsk knattspyrna getur ekki sokkið dýpra /C4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.