Morgunblaðið - 22.06.2000, Page 70

Morgunblaðið - 22.06.2000, Page 70
70 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Eitt verka Ragnars Grétarssonar. galleri@hlemmur.is Vinnubelti og staðarkort Á LAUGARDAGINN 24. júní kl. 16.00 verður sýning Ragnars Gests- sonar opnuð í galleri@hlemmur.is, Þverholti 5, Reykjavík. Ragnar sýnir vinnubelti, ofhlaðin notagildi, sem hann hefur unnið m.a. í leður og stál. Staðarkortin eru grafískar eftirmyndir vinnu- teikninga þess sem hann hefur fengist við undanfarin ár. Við opn- unina mun Ragnar fremja gjörning. Ragnar var við nám í MHI frá 92 - 96 og si'ðan í Hochschule fllr bild- ende Schule f Hamburg. Þetta er fýrsta einkasýning hans. Allir eru velkomnir á opnun á Iaugardaginn 16.00 en sýningin mun standa til 16. júlí. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18 heimasíðan er http:// galleri.hlemmur.is. T EIKFÉLAG ÍSIANÐK H'AsTjÍÍNW 552, 3000 Sjeikspír eins og hann leggur sig lau. 24/6 kl. 20 fös. 30/6 kl. 20 530 3030 Stjörnur á morgunhimni f kvöld fim. 22/6 kl. 20 laus sæti Síðasla sýning i sumar Hádegisleikhús með stuðningi Símans BJÖRNINN frumsýn. í dag 22/6 kl. 12 UPPSELT fös. 23/6 kl. 12 örfá sæti laus mið. 28/6 kl. 12 nokkur sæti laus lau. 1/7 kl. 12 nokkur sæti laus Leiksýning Yoshi Oida: INTERROGATiONS fös. 23/6 kl. 20 Miðasalan er opin frá kl. 12—18 alla virka daga, kl. 14-18 laugardaga og fram að sýningu sýningar- daga. Miðar óskast sóttir í viðkomandi leikhús (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. Ljosmyndasyning Mannleg samskipti Hana Jakrlova Kirkpatrick fimmtudaginn 22. júní kl. 17.00 Veriö velkomin á opnun sýningarinnar R IYKJAVI K Myndlistarkonan Hlín Gylfadóttir býr í Grikklandi Gjörólíkur grískur heimur MARGIR þekktir listamenn hafa í gegnum árin kosið að búa á suðlæg- um slóðum, t.d. eyddi Picasso tölu- verðum hluta ævi sinnar á frönsku rívíerunni sem hafði gífurleg áhrif á alla hans listsköpun. Islenskir lista- menn eru engin undantekning og hefur Hlín Gylfadóttir myndlistarmaður verið búsett í Grikklandi í tæp þrjú ár. Þar segist hún kunna vel við sig í veðurblíðunni í miðbæ borgarinnar Þessalóníkí sem er ekki langt frá búlgörsku landamærunum. „Það er ekkert of heitt hérna núna, veðrið er bara prýðilegt," segir Hlín blaðamanni sem líkt og sannur íslendingur spyr fyrst um veðrið. „Það er allt öðruvísi að vera héma,“ útskýrir Hlín sem kom til Grikk- lands ásamt unnusta sínum sem starfar sem netsérfræðingur hjá miðstöð starfsmenntaþróunar í Evrópu. „Ég bý við göngugötu sem er hálfuppgrafin þar sem eru forn- leifar til sýnis. Skáhallt á móti mér er aðaltorgið, hálfgert Lækjartorg. Þar hittast meðlimir kommúnista- flokksins einu sinni eða oftar í viku til að mótmæla einhverju," segir Hlín hlæjandi. „Ég er svakalega mikill útlendingur hér. En það er allt í lagi ef maður sættir sig við það, maður verður sennilega aldrei hluti af samfélaginu hér. En ég kann ekki mikla grísku svo það er sjálfsagt mér sjálfri að kenna." Villtir í myndlistinni En er hún komin í draumaparadís hvers listamanns? „Það fer eftir því að hverju maður er að leita. Grikkland er mjög skrítið menningarlega séð. Það ríkir mikil togstreita hérna sem kemur út í myndlistinni. Sumir eru svolítið villt- ir. Myndlistaskólinn er kannski svo- lítið að misskilja hlutina. Myndlista- sagan sem þar er kennd fer ekkert fram yfir stríð t.d. En þetta er allt að koma og margir myndlistamenn eru að gera góða hluti. Þó eru sumir sem taka sér erlenda listamenn of bókstaflega til fyrirmyndar. Einn myndlistamaður finnst mér sérstak- lega skemmtilegur. Hann býr til styttur og skúlptúra og grefur þá svo niður í jörðina. En með því er hann að vísa til allra fomminjanna sem Grikkir eru í heilmiklum vandræðum með. Það er hreint ótrúlegt! Það var t.d. reynt að gera neðanjarðarlestar- keríi í borginni en það var ekki hægt því fornleifafræðingar voru um allt, það má ekki hrófla við neinu, allar minjarnar eru svo merkilegar." Vefsíðugerð og Vínarborg En Hlín hefur ekki setið auðum höndum í Grikklandi heldur brá hún sér til Vínar í listaskóla þar sem hún var gestanemandi í vetur. „Ég var í bekk sem var undir nafninu „Con- sept“ en það getur nú verið eiginlega hvað sem er,“ útskýrir Hlín. Síðan hún útskrifaðist úr MHÍ ár- ið 1997 hefur hún verið að sýna hér og þar. „Ég er núna með í einni sam- sýningu í Astralíu. Ég kynntist strák í gegnum Netið frá Melbourne í Ástralíu og hann er með nokkur verk frá mér á sýningu. Það eru ljós- myndir af ávöxtum sem ég sýndi áð- ur á Kjarvalsstöðum.“ En í augnablikinu er Hlín að fást Þessi skemmtilegi karl er meðal þeirra fígúra sem Hlín hefur verið að vinna að. við teiknimyndafígúrur sem hún vinnur í tölvu. „Ég hef svolítið verið að vinna við vefhönnun hérna úti svo ég er eiginlega límd við tölvuna allan daginn," segir hún hlæjandi. „Ég hef svona í og með verið að fylgjast með listalífinu hér. Ég hef líka reynt að fylgjast með því sem er að gerast heima í gegnum Netið. Þá koma síð- ur á borð við mbl.is og vísir.is að góðu gagni. Einnig eni nokkur gal- lerí komin með vefsíður. Það er mjög gaman að geta fylgst svona með.“ En skyldi dvölin á Grikklandi hafa sett spor sín til frambúðar í listsköp- un Hlínar? „Já, mjög mikil. Dvölin hefur haft rosaleg áhrif á mig sjálfa og þar af leiðandi á list mína. Þetta er svo gjörólíkt því sem er heima, maður kemst eiginlega ekki lengra í burtu innan Evrópu!“ En auk vefsíðugerðar og listalífs- ins á Grikklandi er Hlín í hljómsveit- inni Mjólk ásamt Karlottu Blöndal og Unnari Jónassyni. „Hljómsveitin er mjög alþjóðleg í anda og er mjög hugmyndafræðilegs eðlis,“ segir Hlín. „Við einbeitum okkur aðallega að tónlistarmarkaðnum og öllu sem fylgir hljómsveitum; útlitinu, titlun- um og slagorðunum." Hljómsveitin Mjólk hefur komið fram við ýmis tækifæri og mun næst koma fram á sýningunni Grasrót 2000 á Nýlistasafninu síðar í sumar. KatfíLcihhúsið Vcsturgötu 3 ■Í!lf‘HlT/J;lSfclLl|llfll Fálkarnir útgáfutónleikar í kvöld kl. 21 Bannað að blóta í brúðarkjól föstudaginn 23. júní kl. 21 Fáar sýningar eftir Ljúffengur mátsveröur fyrir sýninguna MIÐASALA í síma 551 9055. 5 LEIKFELAG \ REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ Stóra svið: Kysstu mig Kata Söngleikur eftir Cole Porter, Sam og Bellu Spewack lau. 24/6 kl. 19.00 uppselt sun. 25/6 kl. 19.00 uppselt Ath.: Síðustu svninaar Sjáið allt um Kötu á www.borgarleikhus.is Ósóttar miðapantanir seldar daglega. Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Simapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. www.mbl.is Sumar- og sölusýning opnuð í Gula húsinu á Jónsmessudag Hverfulleiki lífsins Morgunblaðið/Jim Smart Ási sýnir í Gula húsinu. Á LAUGARDAGINN kl. 16 opnar í Gula húsinu á horni Frakkastígs og Lindargötu sýning Ásmundar Ásmun- dssonar. Hér birtist texti úr sýn- ingarskrá eftir Agnar Egg- ertsson, félaga Ásmundar úr M.A., sem skrifað hefur um listir og menningu í skandinavísk tímarit. „Listamaðurinn sem stendur á bak við „Sumar (ið) er Tím(inn) Vetur(inn) er Rými(ð)“, heitir Ásmund- ur Ásmundsson, MFA, og hefur hann stundað sína kúnst í Reykjavík í sumar- frnnu sínu og nú þegar því er að ljúka ætlar hann að sýna okkur hin- um árangurinn. Tilefni sýningarinnar er sú nöt- urlega staðreynd að daginn er nú þegar tekið að stytta og „Áður en maður veit af er kominn vetur, með sína vinda, snjó, frost og annan éára“ eins og Kiljan orðaði það í æskuminningum sínum, í túninu heima. Já, það er svo sannarlega auðvelt að gleyma sér í sumargleð- inni eða góðverkunum útivið og má kannski segja að sumri nútfma- mannsins ljúki um leið og sumarfrí- inu og finnst honum þá gjarnan að hann hefði betur tekið það seinna sumars. Með sýningunni vill skúlptúrist- inn hvelja fólk til að nýta tímann vel og gera það sem gera þarf bæði til gagns og gamans, t.d. að mála hús, setja niður tré til frambúðar og lauka fyrir næsta sumar, dytta að í garðinum, sóla sig og grilla kjöt, og auðvitað uppskera það sem áður var sáð áður en það frýs. Sýningin er og liður í átaki til að minna á hverfulleika lífsins (og sumarsins) og einnig óútreiknan- lega veðráttu og náttúru þessa lands sem við jú öll lifum í, saman- ber jarðskjálftana á þjóðhátíðar- daginn og þann stóra kenndan við Suðurland sem er beðið eftir. Ásmundur telur þó að engin ástæða sé til að örvænta því þrátt fyrir hryssingslegan og kaldan vet- urinn er fegurð hans óumdeilanleg, enda hefur snjórinn í gegnum al- dirnar verið yrkisefni skálda bæði í bundnu og óbundnu máli, en kannski alls ekki síð- ur í myndmáli. Myndmál er einmitt tungu- málið sem listamaðurinn hef- ur valið sér að tala að þessu sinni og styðst hann við hug- myndafræði sinnar kynslóðar og bernskubrek þeirra kyn- slóða sem á undan komu (samanber SÚM og Rokk í Reykjavík). Ásmundur stendur þó ekki einn að verki því margar hendur vinna létt verk og hef- ur hann fengið til liðs við sig Lárus H. List sem leggur til eitt af si'num bestu málverkum, málað með eigin blóði og olíu á striga, af ísbirni. Einnig hefur hann fengið góð- viija móður sinnar til að sýna eina af vetrarstemmum Eggerts Guð- mundssonar listmálara sem hún erfði eftir föður sinn. Að öðru leyti byggist sýningin að mestu upp á hugarverkum og smíð Ásmundar. Verkin eru blanda skúlptúrs og mynda sem mynda eina heild í blandaðri tækni videoinnsetningar. Flest verkin á sýningunni eru til sölu og verður boðið uppá heitt ka- kó á opnuninni," segir í sýningar- skránni. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá 15-18 til 9. júlí og eru allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.